Morgunblaðið - 23.10.1977, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 23.10.1977, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. OKTÖBER 1977 35 DÝRÐLEGIDAUÐI Andláts- fregn ÞAÐ, SEM ég segi hér frá, er ekki min eigin reynsla, heldur vinstúlku minnar, en ég þekkti hana svo velt að ég VEIT, aS þessi frásögn af reynslu hennar er SÖNN. Persónu- lega finnst mér ekki rétt aS láta þessa frásögn hennar liggja í þagn- argildi, því mér finnst hún sanna líf eftir dauðann. Konan þessi, þá kornung, var búin að liggja helsjúk og læknar töldu hana við dauðans dyr vikum saman. Þá var það einu sinni, sem henni fannst hún vera lárétt, fast upp við loftið, fyrir ofan rúmið, en sá þó sjálfa sig liggja í rúminu. Henni leið þá ágætlega, en þá hrökk hún við af einhverjum hávaða, „og þá datt ég niður í rúmið og kenndi þar svo voðalega til". Meðan á þessum veikindum hennar stóð, urðu foreldrar hennar fyrir þeim harmi, að sonur þeirra, sem þá var staddur í Frakklandi, var myrtur þar, en vegna veikinda stúlkunnar þorðu þau ekki að segja henni frá dauða bróðurins. En einu sinni spyr hún móður sina i þessu veikindamóki: „Er hann P. bróðir minn dáinn?" „Nei," segir hún, „þvi spyrð. þú svona?" „Af þvi hún amma segir það (amman var dáin fyrir þó nokkrum árum). Amma segir: „Hann P. er hjá okkur núna, en það er verið að leyna þig þvi af þvi að þú hefur verið svo veik."" Konan lifði og komst til góðrar heilsu. En oft sagði hún mér, hvað henni hefði liðið vel, þegar hún var uppi undir loftinu og hvað það hefði verið sárt að koma i likamann sjúka i rúminu. ÉG FULLYRÐI, að þessi kona hafði aldrei lesið eða heyrt um slikt, sem nú er bæði rætt og ritað um, hún var ekki talin neitt gáfnaljós, en saklaus og góð sál, sem nú er flutt alfarin héðan. Er ekki þessi frásögn sönnun þess, að „dánir" lifa og fylgjast með okkur hér, samanber „amman" sagði henni frá dauða bróðurins? Skrifað i Rvk. 18/10 77 M. Jóhannsdóttir Atsh. Með þessari frásögn M. Jóhanns- dóttur fylgdi nafn hinnar látnu konu til ritstjórnar Mbl. ásamt þeirri athugasemd, að „þar sem hún er „dáin" get ég ekki spurt hana leyfis að birta nafn hennar." Styttu af Bítlunum hafnað í Liverpool Livorpool, 21. október. Reuter. BORGARFULLTRÚAR í Liver- pool hafa fellt tillögu um að reist verði stytta af Bítlunum í borg- inni. Roy Stoddard borgarfulltrúi sagði á fundi nefndar, sem fjall- aði um tillöguna: „Að mínum dómi eru þeir ekki þess virði að iiðlast sess í sögu okkar.“ Hugmyndina að styttunum átti einn af aðdáendum Bítlanna, John Chambers, og myndhöggv- ari, sem hefur gert höggmyndir af ýmsu merku fólki, bauðst til að gera hana ókeypis. Nefndin samþykkti með 11 at- kvæðum gegn niu að hafna hug- myndinni um styttuna, en borgar- stjórnin á eftir að taka endanlega ákvörðun í málinu. Alan Williams, umboðsmaður Bítlanna á fyrstu árum þeirra í Liverpool, kallaði ákvörðunina hneisu og móðgiín. „Borgarfull- trúarnir virðast ekki gera sér grein fyrir heimsfrægð Bítlanna ... Þeir verða viðurkenndir merk- ustu tónskáld þessarar aldar.“ Heath- konsert íKína Peking, 21. október. Reuter. FAGÆTIR tónleikar voru haldn- ir í Peking í gærkvöldi til heiðurs Edward Heath. forsætisráðherra Breta, sem er áhugamaður um tónlist og hljómsveitarstjórn. Tónleikarnir eru til marks um frjálsara andrúmsloft í listum og einstaklega hlýlegar viðtökur sem Heath hefur fengið í Kína. Flutt var 5. simfónia Beethovens, sem var endurreistur fyrr á þessu ári, en var fordæmd- ur fyrir kapitalisma fyrir nokkr- um árum. Einnig var fluttur píanókonsert eftir fremsta pianó- leikara Kina, Liu Shih-kun, sem fékk ekki verkið flutt þegar hann lauk við það 1975. Heath hefur átt 80 mínútna fund með Hua Kuo-feng sem lagði áherzlu á mikilvægi öflugrar Evrópu í viðræðum þeirra. Kín- verjar teija Heath góðan vin sinn vegna baráttu hans fyrir aðild Breta að Efnahagsbandalaginu. AUGLÝSINGASÍMINN ER: 22480 / 7nor0wtblttbiþ Spil takki Stopp takki Opnunar^ takki Hátiðnis- Stillir f Stirk- stillir Bylgju skiptir Innbyggður hljóðnemi Bylgjustillir^ ^ Mælir - Teljari Cassettuhólf Stærð 37.0x22,3 x 10.5 cm Þyngd: 3 6 kg 5 pinn din stunga f magnara -eða plötuspilara -Hljóðnema stunga - Fjarstýristunga - Hljóðnema — blöndunar stunga - Heyrnartækisstunga - Monitor rofi -OSC rofi CRC-550 FW Heimilistæki + Ferðatæki + Segulband Við bjóðum meðan birgðir endast 1 2 3 4. 5 CRC-550 FW Fjórar útvarpsbylgjur L, M, S, FM. Tveir hátalarar, bassi + hátiðnis- hátalari. Segulband með auto stopp, sjálfvirkri upptöku og fyrir bæði venjulegar cassettur og Cr02. Rafmagn, rafhlöður eða 9 volta, jafnstraumur. Innbyggður mjög næmur hljóð- nemi. 6 Þríþættur mælir a) útvarpsstilling b) upptökustyrkur c) ástand rafhlaðna. 7. Tveir tónbreytar, annar fyrir bassa hinn fyrir hátíðni. Verð: 49.980 Þegar þér hafið kannað hvað á boðstólnum er, líttu þá á gæðinginn CRC 550 FW Valið er auðvelt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.