Morgunblaðið - 23.10.1977, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 23.10.1977, Blaðsíða 12
44 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. OKTÓBER 1977 Laker hefur haldið fram allan timann, sem hann var að berj- ast fyrir að fá leyfi fyrir flug- lest sína. Enn er þó liklega of ljótt að segja nokkuð ákveðið um þessa þróun. Athyglisverðara er að íhuga hvað fluglest Lakers kann að hafa í för með sér i flugmálum í heiminum. Laker hefur tekizt að losa um járngreipar IATA, alþjóðasambands flugfélaga, sem s.l. 32 ár hefur ákveðið fargjöld á flugleiðum hins frjálsa heims, en flugfélög frá 83 þjóðum eiga aðild að sam- bandinu. Þrátt fyrir að risaþot- ur hafi verið teknar í notkun á þessum áratug sem h^fa gert flugrekstur mun Jiagkvæmari, hefur IATA aldrei látið við- skiptavini sína njóta þess með lægri fargjöldum. Loftleiðir, sem hafa flogið N- Atlantshafsleiðina í rúman ald- arfjórðung er þekktast þeirra flugfélaga, sem flúga þá leið, en þvi eru þau takmörk sett að verða að millilenda á Islandi á leiðinni til Luxemborgar. Loft- leiðir hafa nú slegizt I hóp þeirra flugfélga, sem sækja um enn lægri fargjöld á flugleiðum milli Bandaríkjanna og Evrópu. Liggur nú fyrir umsókn félags- veltihlass- inu og far- gjaidastríð- ideríai- gieymingi ins um 275 dollara gjald báðar leiðir. Air Lingus hefur sótt um leyfi fyrir 285 dollara fargjald báðar leiðir milli New York og Shannon, KLM um 332 dollara milli New York og Amsterdam, Sabena 332 dollara milli Briiss- el og New York og forseti TWA-flugfélagsins hefur sagt að félagið muni sækja um lág fargjöld á öllum flugleiðum þess milli Evrópu og Bandaríkj- anna. Ljóst er að þessi þróun mun ekki einskorðast við N- Atlantshafsflugleiðina og bandaríska flugfélagið Trans International Airways, sem er leiguflugfélag og hefur árlega flutt um 30 þúsund farþega milli Bandarfkjanna og Austur- Ianda fjær, hefur sótt um leyfi til að fá að setja upp „flug- strætisvagn" milli Vestur- strandar Bandaríkjanna og Tókió með fargjaldið aðra leið 239 dollara, sem er 263 dollur- um lægra en ódýrasta gjaldið í áætlunarflugi. TIA mun fá harða samkeppni á þessari leið, því að William Seawall for- stjóri PanAm lýsti því yfir fyrir skömmu að PanAm hefði í hyggju að bjóða upp á svipuð fargjöld á • Kyrrahafsflugleið- Fargjaldastríðið, sem Freddie Laker kom af stað á N- Atlantshafsleiðinni milli New York og London er í al- gleymingi um þessar umdir, en niðurstöður fyrstu viku Lakers benda til að hann ætli að standa af sér gagnárásir stóru flug- félaganna. Laker skýrði frétia- mönnum frá því að hagnaður Lakerair fyrstu vikuna hefði numið um 20 þúsund sterlings- pundum eða um 7.4 milljónum ísl. króna. Sætanýting hjá hon- um var 72.9% og hann hefur sagt að vel komi til greina, er fram á næsta ár kemur, að fjölga ferðum um helming, í tvær á dag. Sérfræðingar í flug- málum segja að þróunin þessa fyrstu viku bendi til þess að hin lágu fargjöld laði að flugfélög- unum nýja viðskiptavini, sem ekki höfðu efni á að fljúga á gömlu, háu fargjöldunum. Það rennir stoðum undir þessa kenningu, að flugfélögin 6, sem einnig bjóða lág fargjöld til að keppa við Laker, fengu einnig marga farþega, t.d. flutti British Airways 1836 standby- farþega (fá að kaupa miða við brottför ef sæti eru laus), 1042 frá London og 794 frá New York. Þetta er einmitt það sem Steinn Ingvarsson frá Múla 85 ára Lifsmáti manna er með ýmsum móti. Einn siglir gegnum lífið að meira aða minna leyti ósáttur við sjálfan sig, náungann og tilver- una, annar líður^ áfram nær árekstralaust, glaður og ljúfur dag hvern, missætti við einn eða annan heyrir til undantekninga, og aðalverkið umburðarlyndi og hógværð. Steinn Ingvarsson, löngum kenndur Við Múla í Vestmanna- eyjúm, sem er 85 ára i dag, er einn þessara, manna, sem á lífs- siglingu sinni, hefur fyrst og fremst, sýnt að þar er góóur mað- ur á ferð. Og það er sannarlega gaman að geta haft tækifæri til þess að senda þessum ljúfa og dagfarslega prúða manni, kveðju á þessum merku tímamótum, 85 ára afmælinu og þakka fyrir sig og sína, góð kynni, hjálpsemi og hjartahlýju í gegnum árin. Mig brestur með öllu þekkingu tíl þess að rekja ættir Steins. Veit, þó að hann er fæddur að Minna Hofi á Rangárvöllum, 23. október 1892. Ólst þar upp í hópi 10 bræðra og við þau kjör er almenn voru á íslenzkum bændaheimilin- um og upp úr síðustu aldamótum. Snemma varð að fara að taka til hendi, létta undir og síðar er árin liðu, að taka af fullum þrótti þátt I lífsbaráttu þeirra tíma, sem á stundum að minnsta kosti, var fullhörð. Qg í samræmi við það varð að vera vakandi í sambandi við allt er að búdrýgindum laut. Því er það, að þegar unglingsárin eru vel að baki er farið í verið. Vestmannaeyjar verða fyrir val- inu, þangað er farið á vertíð í 5 vetur. Eyjarnar voru á þeim árum í miklum uppgangi, góður afli og mikil vinna dró að sér margt ung- mennið úr sveitunum. Hér sunn- anlands, harðduglegt og þróttmið- ið fólk er Eyjarnar búa að enn þann dag í dag. Kynnin af Vestmannaeyjum á þessum vetrarvertíðum verða til þessi að hingað flyzt Steinn til búsetu 1924. Gæti ég trúað, að ekki lítinn þátt í þeirri ákvörð- unartöku hafi verið, að hér kynnt- ist hann ungri stúlku úr Eyjum, Þorgerði Vilhjálmsdóttur frá Múla, mikilli öndvegiskonu. Þau felldu hugi saman og giftu sig á lokadaginn 1924. Gullbrúðkaup þessara góðu hjóna er því vei að baki. Bú það sem þau Steinn og Gerða settu saman hefur sjálfsagt ekki verið mikið að vöxtum, en andblær ríkur er innan veggja svífur. Sannast sagna finnst mér ég sjaldan hafa komið inn á eins gott heimili. Gestrisnin og hjartahlýj- an í fyrrirrúmi. Hvað maður varð þessa innilega aönjótandi á flæk- ingi upp úr ,;gosinu“. Sitja í stofu hjá Gerðu að kvöldi dags, yfir kaffibolla og rabba við hjónin, njóta samvistanna við þau er nokkuð sem ekki hverfur svo skjótt úr minni. Þau hjónin Gerða og Steinn eignuðust 4 börn, alveg yndislega krakka. Allt stúlkur, sem löngu eru giftar í farsælu hjónabandi og barnabörn og barnabarnabörn þeirra hjónanna Steins og Gerðu mörg. Það er því oft gestkvæmt á Múla. Það fer ekki framhjá skylduliðinu, frekar enn öórum að í Múla er gott að koma. Eftir að Steinn flyzt til Eyja 1924 byrjar hann vinnu hjá Ársæli Sveins- syni, einum svipmesta formanni Eyjanna í þann tíma. Ársæll var mikill aflamaður er verkaði afl- ann af útgerð sinni. Valdist Steinn snemma til forýstu um verkun aflans í landi. 1 margt var að líta, aflahrotur þeirra ára voru með ólíkindum og hart varð að sér að léggja til þess að anna því öllu. Þá var margur fiskurinn flattur og menn lúnir að kveldi. Hjá Arsæli Sveinssyni vinnur Steinn svo allar götur til ársins 1938, er hann hóf störf hjá bæjar- sjóði Vestmannaeyja, sem fram- færslufulltrúi og sjúkrahúsráðs- maður. Gegndi Steinn þessum störfum, til ársins 1962, er hann lét af þeim vegna aldurs. Störfin hjá Bæjarsjóði leysti Steinn svo sem allt sem hann kemur að með þeim hætti að sérstakt var. Sam- vizkusemin í hámarki og um- gengnin við alla, háa sem lága, einkenndist af lipurð og hógværö. Samhliða störfum hjá Bæjar- sjóði hefur Steinn unnið hja Sam- komuhúsi Vestmannaeyja við dyravörzlu og aðgöngumiðasölu. Þessi störf eru æði argsöm og unnin að loknum vinnudegi og ætla mætti að til einhverra hnipp- inga komi af og til, en því er nú aldeilis ekki til að dreifa. Allt rennur áfram ljúft og árekstra- laust. Þar kemur til fyrst og síðast umgengnislipurð Steins og enn þann dag í dag gengur gamli mað- urinn til þessara starfa, sporlétt- ur og hress á líkama og sál. Auk þessara starfa hefur Steinn gengt ýmsum öðrum störf- um með prýði, eiju og samvizku- semi. Nú á þessum tímamótum, þegar Steinn lítur yfir farinn veg, veit ég að hann hugsar, það er gaman að hafa lifað svo langan dag, og ég segi það er gott og gaman aó hafa kynnzt manni sem Steini. Við hjónin, og krakkarnir okkar, sendum honum og fjölskyldu hans hugheilar óskir á þessum hátíðisdegi um leið og við þökk- unt löng og elskuleg kynni undan- farinna áratuga. Björn Guðmundsson EFÞAÐERFRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU AIGLYSINGA SIMINN ER: 22480

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.