Morgunblaðið - 23.10.1977, Page 18

Morgunblaðið - 23.10.1977, Page 18
skip. Það er rétt að skjóta þvi hér inn, að f þessari grein er alltaf, nema annað sé tekið fram, miðað við rúmlestatölu skipanna en ekki þunga af þvi að svo er gert í daglegu tali og þessi grein er ekki ætluð sérfræðingum í byggingu dráttarbrauta. Nú mátti verða hlé á framkvæmdum nokkur ár, en fljótlega fór að verða þörf fyrir enn nýjar aðgerðir. Fiskiflotinn var svo til ekkert endurnýjaður á kreppuárunum og var farinn að gerast slitinn og þarfnast mikils viðhalds siðara hluta þessa ára- tugar. Slippfélagið sótti um leyfi til efniskaupa á nýrri braut á ár- unum 1937-39, og hefði betur fengið það leyfi, því að á stríðsár- unum síðari urðum við að búa mest að okkar eigin getu til við- gerða en fiotinn þá, einkum tog- araflotinn, nær eingöngu gömul skip, 20 ára mörg, og úr sér geng- in. Einnig var reynt að endurnýja og stækka slippinn á strfðsárun- um sjálfum en þess reyndist ekki kostur. Strax og stríðinu lauk tók Slipp- félagið enn að hamra á leyfi og fyrirgreiðslu til kaupa á nýrri braut. Það var í þann mund, sem Nýsköpunartogararnir voru í smíðum og sú brautarsmið því miðuð við þá og vel það. Hún var ætluð 1500 lesta skipum með hlið- arfærslum fyrir 3 skip (og 900 tonna þunga hvert). Þessi braut var tiibúin 1948 og fyrsti Ný- sköpunartogarinn var dreginn upp í brautinni í júli það ár. Þessi stóru skip, sem nú voru tæk í Slippinn, voru 7 árum síðar orðin 44 og bátaflotinn hafði einnig ver- ið endurnýjaður eftir striðið með stærri bátagerðum. Rúmlestatala fiskiflotans jókst frá striðsiokum þar til 1955 eða á tæpum 10 árum úr 28 þús. brúttólestum í 53.500 lestir. Vegna aukinnar meðal- Th. Krabbe, stjórnarform. 1930—37 stærðar skipanna, kom það mest í hlut Slippsins í Reykjavík að taka þau upp til viðgerðar. Arið 1954 var enn byggð ný braut og nú fyrir strandferðaskip- in og minnstu Fossana. Hún var fyrir 2500 lesta skip. Þegar sild- veiðiskipin fóru að stækka vegna lengri sóknar og notkun kraft- biakkar var byggð ný braut og hún var fyrir 300 tonna skip, eins og stærstu sildveiðiskipin voru þá. Þannig hefur Slippurinn allt- af reynt að fyigja stærðarþróun fiskiflotans i smíði dráttarbrauta jafnframt þvi sem færslubrautir hafa verið endurnýjaðar og stækkaðar. Brautirnar nú eru þannig þrjár, ein fyrir 300 Iesta skip, önnur fyrir 1500 lesta skip og sú þriðja fyrir 2500 lesta skip og færslubrautir fimm. Þannig geta 8 skip staðið uppi I Slippnum i einu og hann er þvi langstærsta dráttarbraut landsins. Siðasliðin 10 ára hafa verið tek- in upp rúmlega 200 skip að meðal- tali árlega að brúttórúmlestatölu um 83 þús. lestir eða alls á þess- um 10 árum 2036 skip að heildar- rúmlestatölu 830 þús. lestir, og er þetta stórt stökk frá fyrstu árun- um og sum tapárin fyrir 1930 voru mjög fá skip tekin upp, til dæmis 1927 aðeins 11 skip. Vél- smiðjurnar i Reykjavik annast alla járn- og vélsmíði i Slippnum en Slippurinn trésmíðina, málun og hreinsun, og hefur sú verka- skipting haldizt frá upphafi járn- og stálskipa hérlendis. Oft er þvi þröngt í Slippnum, þar eru tíðum skip, sem tekur marga mánuði að gera við. MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. OKTOBER 1977 49 Verksmiðjan og verzlunin Seint á árinu 1951 hóf Slippur- inn að reka málningarverksmiðju og Sigurður Jónsson fékk einka- leyfi á málningarforskrift frá Hempels Marine Paints. Slipp- verksmiðjan framleiðir málningu fyrir skip og iðnað, ennfremur plastmálningu, Vitretex, til utan- og innanhúss málningar. Verk- smiðjan er til húsa að Dugguvogi 4 í 10 þús. rúmmetra húsnæði. (Flutti þangað 1970.) Þá er að nefna timbursöluna og Slippbúð- ina, sem standa hvor tveggja á gömlum merg, en hafa síaukið umsvifin. Rökin fyrir stofnun þessara fyrirtækja voru þau, að eðlilegt væri að Slippurinn reyndi að verzla sem mest við sjálfan sig í þeim vörum, sem hann þyrfti til starfsemi sinnar. Verzlunin og timbursalan var fyrst i gamla Slipphúsinu en siðan 1941 i því húsnæði sem hún er nú á horni Mýrargötu og Ægisgötu. Fjárhagurinn Hér hefur ekkert verið rætt um fjárhag fyrirtækisins og umsetn- ingu á þessum 75 ára starfsferli. Það koma að vísu timabil, svo sem frá aldamótum og framundir fyrra stríð, sem hægt er að bera saman rekstur frá ári til árs, og svo aftur á krepputimanum 1931—39, en utan þessara tveggja tímbabila hafa 'sveiflur verið svo tíðar og stundum stórfelldar i efnahagssögu þjóðarinnar bæði af styrjaldarvöldum og eigin aðgerð- um, að tölur segja litið um vöxt og viðgang fyrirtækja, að ekki sé nú talað um 30% verðbólgu siðustu ára. Slik verðbólga útilokar allan nothæfan samanburð við liðinn tima, þótt reynt sé að finna ein- hvern umreiknings- og saman- burðarstuðul. þykkt var að biðja Alþingi um 10 þús. króna gjöf og senda þvi greinargerð „um hið sorglega ástand okkar núna“. Hammeraas karlinum var kennt um þetta sorglega ástand og sagt að fyrir hans aðgerðir hafi allt hið upp- haflega hlutafé verið tapað, þegar hann var rekinn. Þegar lokið var (1904—5) kaupum á petentslippnum og færslubrautinni ásamt kaupum á ýmsum tækjum og útbúnaði voru eignirnar og verðmæti þeirra á kostnaðarverði kr. 73.351. Eins og gefur að skilja voru miklar skuldir áhvilandi þessari eign, þvi að dýrasta framkvæmd- in, patentslippurinn (kr. 36.819.65), var ekki farin að skila neinu, þó að það yrði fljótlega úr þessu. Á aðalfundi, sem haldinn var 26. marz 1906, var lögð fram skýrsla yfir heildarreksturinn og afkomuna frá 1902 til ársloka 1905. Brúttóágóðinn var þá orð- inn 12 þús. krónur á timabilinu. Honum var varið tii afskrifta að nær helmingi, en siðan samþykkt að greiða hluthöfum 15% arð I einu lagi fyrir öll árin i viðbótar- hlutabréfum i félaginu. Þannig hafa æðimargar arðgreiðslur far- ið fram i sögu þessa félags. A árinu 1907 var hlutafjár-söfnun endanlega lokið og hlutaféð þá orðið kr. 46.800.00 og var óbreytt til 1918. Hluthafar eru á þessu ári orðnir 36 og langflestir þeirra út- gerðarmenn, smiðir og skipstjór- ar. Langstærsti hluthafinn var Ásgeir Sigurðsson, kaupmaður og útgerðarmaður (Edinborg), með kr. 8570.-, þar næst Jes Zimsen, keinnig kaupm. og útgerðarmaður (Islandsfélagið o.fl.), með kr. 5300.- og siðan komu kútteraút- gerðarmenn af Seltjarnarnesinu, þeir Rúnólfur Ölafsson i Mýrar- strikuð út, þeim voru greiddar kr. 60 þús. í nýjum hlutabréfum. Hafnarstjórn Reykjavikur veitti 110 þús. kr. lán og árið 1933 fékkst danskt lán að upphæð kr. 125 þús. með rikisábyrgð. Einnig lánaði Skipaútgerð ríkisins og Vitamálasjóður eitthvað til þess- ara nauðsynlegu framkvæmda. Það má því segja að margir hafi lagzt á eitt við að hrinda þeim i framkvæmd. Fé til framkvæmd- anna 1948 var fengið með ríkis- ábyrgðarláni kr. 2.7 milljónir, sér- skuldabréf voru gefin út og hluta- fé aukið enn um 600 þúsund. Byggingarkostnaður brautarinn- ar og hliðarfærslnanna 1948 varð um 5 milljónir króna, og voru nú skuldir orðnar miklar en verkefni lika næg. Slipþfélagið hefur oft greitt gifurlega mikil gjöld til bæjar og ríkis og jafnan verið með hæstu gjaldendum i Reykja- vík. Gjöldin til bæjar og rikis (fyrir utan söluskatt) eru á þessu ári um 25 milljónir. Veltan er heldur ekki neitt smá- ræði að verða i krónutölu. Á árinu 1976 580 milljónir og á þessu ári verður hún líklega um 740 mill- jónir. Hlutafé félagsins er nú tæp- ar 80 milljónir. Rekstrarlega hef- ur verið tekjuafgangur árlega sið- ast liðin ár, að visu mismikill, en alltaf á þann veginn. Peningalegur gróði af Slippn- um hefur reynzt eigendum hans seintekinn. Hafi verið arður hef- ur hann oft verið greiddur í hluta- bréfum og mörg þeirra ára, sem skiluðu arði, var forgangshluthöf- um aldrei greiddur nema 6% arð- ur og almennum hluthöfum sjald- an nokkur arður og aldrei meira en 4%. En miklar eignir hafa auðvitað myndazt á þessum tíma og verð- bólgan hefur aukið þær að krónu- tölu. Það er haldið, að það myndi aðalbókari og gjaldkeri Slippfél- agsins 1905—1909 og tók upp tvö- falt bókhaldskerfi, sem þá var enn fátitt, og aðeins tvö fyrirtæki i Reykjavik, að sagt er, komin með það í þennan tíma. Sonur Péturs, Hjörtur er nú endurskoð- andi félagsins. Þriðji bróðirinn sem kemur við sögu Slippfélagsins og nú einn af stjórnarmönnum,. er Jón Gunn- arsson, fyrrv. skrifstofustjóri i Hamri. Árið 1932 voru þessir kosnir: Th. Krabbe vitam.stj., formaður, Eggert Claessen hrl. og Kristján Siggeirsson kaupm. Þegar Krabbe vitam.stjöri flutt- ist af landi brott varð Hjalti Jóns- son formaður í hans stað (1937) og þá kemur Geir Zoéga vega- málastjóri inn sem varaformaður og Kristján Siggeirsson er svo áfram i þeirri stjórn. Hjalti var formaður til dauðadags 1949 og þá tók Geir vegamálastjóri við formennsku stjórnarinnar en Kristján varð varaformaður. Geir var formaður tíl 1959, en þá tók við Kristján Siggeirsson og var hann formaður þar til hann lézt 1975. Kristján sat í stjórn alls 43 ár og þar af formaður i 16 ár. Valgeir Björnsson hafnarstjóri og Tryggvi Öfeigsson útgerðarmaður komu i stjórnina 1949 og hefur Tryggvi verið stjórnarformaður siðan 1975. Núverandi stjórn skipa: Tryggvi Ófeigsson (form.), Benedikt Gröndal varaform. og Jón Gunnarsson meðstj. Nú er Hjalti Geir Kristjánsson forstj. varamaður i stjórn. Fram- kvæmdastjörar Slippfélagsins hafa þessir verið: Othár Ellingsen 1902—1916, Daniel Þorsteinsson 1916—1931, Sigurður Jónsson 1932—1968 og núverandi forstjór- ar eru þeir Jón H. Sigurðsson og Þórarinn Sveinsson. Eitt er þó hægt :ð fullyrða, hvað sem öllum tölum og reikningi liður, og það er það, að Islenzkt fyrirtæki, sem náð hefur 75 ára aldri, hefur áreiðanlega oft séð hann svartan i álinn fjárhags- lega. Á fundinum í Utgerðarmanna- félaginu 28. des. 1901, þegar Tryggvi bar fram formlega tillögu um stofnun Slippfélgsins, skrif- uðu nokkrir menn sig fyrir 100- króna hlutum. Það var þó ekki fyrr en á undirbúningsfundinum næstum fyrir stofnfundinn, sem eiginleg hlutafjársöfnun fer fram en þá skrifa sextán fundarmenn sig fyrir 140 króna hlutum eða alls 14. þús. krónum og skyldu 10% greidd inn strax en síðan 30% á ári og greiðslunni þá lokið á þremur árum. A þessum fundi skýrði Tryggvi frá því, að hann hefði fengið bankastjórn Lands- bankans og Landshöfðingja til að samþykkja að hið væntanlega Slippfélag fengi að gjöf eða styrk kr. 4 þús. úr sjöði nokkrum i L: ndsbankanum, sem ætlaður var til „styrktar þarflegum fyrirtækj- um“. Og loks var samþykkt á þess- um sama fundi að taka 15 þús. króna ábyrgðarlán í banka. Þetta virðist hafa verið fjármagnið, sem byrjað var með fyrstu fram- kvæmdirnar. 1904; þegar „patent- slippurinn" var keyptur, voru höfð ýmis spjót úti til fjáröflunar, en hann átti að kosta um 20 þús. krónur en varð nær tvöfalt dýr- ari. Hlutaféð var aukið um 9400 krónur, víxillán tekið í Lands- bankanum, kr. 12 þús., og sam- húsum kr. 4800.00.- og Guðmund- ur Ólafsson i Nýjabæ kr. 4300.00, þá Þorsteinn Þorsteinsson I Bakkabúð, síðar kenndur við Þórshamar, kr. 4200. — Athyglis- vert er hversu mikið eigið fé bankastjórarnir tveir leggja fram. Það er máski ekki tiltökumál um Tryggva, bankastjóra Landsbank- ans og forgöngumann að stofnun Slippsins, hans hlutur er kr. 2600.- en rausnarlegt er framlag Sighvats Bjarnasonar banka- stjóra tslandsbanka en hann á þarna hlut uppá kr. 3000.-, með þvi sem mest gerðist. Menn skyldu athuga, hversu miklar fjárhæðir er hér um að ræða, þeg- ar timakaup verkamanna var 25—30 aurar um þessar mundir. Það er yfirleitt einkenni þessara framfaraára, hversu ótrauðir eignamenn voru að leggja i áhættusöm fyrirtæki, ef þeir töldi þau horfa til heilla fyrir land og lýð. Hér verður nú að fara fljótt yfir rekstrarsöguna. Afkoman var bærileg og stundum góð fram að 1922, en þá fara að koma stór tapár, sem fyrr er getið. 1923 var hallinn kr. 11.000.-, 1926 kr. 22.000,- og 1927 nær kr. 20.000,- Þegar Benedikt Gröndal lagði fyrir plön sín og framkvæmdir, sem sagt er frá i byggingarágrip- inu, 1931/32, þá gerir hann ráð fyrir að báðar brautirnar kosti um 600 þús. krónur. Það varð svo að afla fjár með ýmsum hætti til þessara franíkvæmda. Hlutaféð var aukið með sölu forgangshluta- bréfa um kr. 97.000.-, skuld við tvo lánadrottna (Ásgeir og Zim- sen), kr. 80.000. svo gott sem ekki kosta minna en hálfan þriðja milljarð að byggja sams konar Slipp og þennan sem nú er með sínum þremur brautum og hliðar- færslubrautunum fimm auk ann- ars sem þessu fylgir. Stjórn og starfslið Margra mætra manna þyrfti vissulega að geta í grein um þetta aldna félag, en þess er enginn kostur að nefna alla þá, sem væru þess verðugir. Undirbúningsstjórnina 1902 skipuðu þessir menn: Tryggvi Gunnarsson banka- stjóri, Asgeir Sigurðsson kaupm. og Walg. O. Breiðfjörð kaupm. Á þeim fundi, sem talinn er stofnfundur Slippfélagsins (21. okt. 1902) voru þessir kosnir í stjórn: Tryggvi Gunnarsson, Ás- geir Sigurðsson og Jes Zimsen og varam. Runólfur Ólafsson i Mýr- arhúsum. Á fyrsta aðalfundinum (5. apr. 1904) kom Þorsteinn Þor- steinsson í Bakkabúð sem varam. i stjórnina og það var hann til 1932. Þegar Tryggvi Gunnarsson lézt 1917., varð Jes Zimsen for- maður en Guðmundur Ólafsson frá Nýjabæ kom sem þriðji maður i aðalstjórnina. Þessi stjórn sat þar til 1930, að hún sagði öll af sér. Þá voru kosnir í stjórn: Th. Krabbe, form., og með honum Eggert Claessen hæstaréttarlög- maður og Gisli J. Johnsen kaupm. en varam. Steindór Gunnarsson prentsmiðjustjóri. Steindór var bróðir Péturs Þ. J. Gunnarssonar, , siðar stórkaupm., en hann var 1 Af almennu starfsliði er aðeins hægt að geta nokkurra manna og er þá fyrst að nefna Óskar A. Þorkelsson, sem hefur verið hjá fyrirtækinu siðan 1920 eða 57 ár og var fyrst bókhaldari um mörg ár, en síðan gjaldkeri frá 1944. Magnús Kristjánsson skrifstofu- stjóri byrjaði hjá fyrirtækinu 1933 sem aðalbókari og gjaldkeri og á þvi 44 ára starfsferil að baki í Slippnum. Af öðrum núlifandi starfsmönn- um má nefna Jakob H. Richter, sem hefur um fjölda ára verið verkstjóri í trésmíða- og vélahúsi og Þórð Stefánsson, fyrst kafara við Slippinn en siðan yfirverk- stjóra um fjölda ára, hann lét af störfum fyrir nokkrum árum. Núverandi deildarstjóri i timbur- verzluninni er Jón G. Kristinsson en áður var þar um fjölda ára Karl Guðmundsson skiþstjóri. Núverandi deildarstjóri i skipa- verzluninni er Magnús Jönsson en hann hóf störf hjá félaginu 1941. Þá má nefna Sigurgeir Kristjánsson, afgrm. i verzlun- inni, sem starfað hefur i félagínu i 45 ár. Guðmundur H. Sigurðsson nú yfirverkstjóri kom til Slipps- ins 1945. Fyrsti lærlingurinn i Slippnum, sem útskrifaðist sem sveinn, var Magnús V. Jóhannes- son, siðar framfærslufulltrúi. Þessari upptalningu á starfsmönnum verður nú að vera lokið, þött margir séu ótaldir þeirra, sem rétt væri að geta. SJA næstu síðu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.