Morgunblaðið - 23.10.1977, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 23.10.1977, Blaðsíða 19
50 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. OKTÓBER 1977 Magnús G. Krisljánsson, skrif- stofustj. Öskar A. Þorkelsson, aúalgjald- keri Fastir starfsmenn Slippfélags- ins eru oftast 120 en auk þess er jafnan mikill fjöidi lausráðinna manna að störfum og fer starfs- mannafjöldinn iðulega upp í 160. Fjöldi járniðnaðarmanna frá vél- smiðjunum vinnur einnig I Slippnu'm og þar verða stundum allt að 300 manns við vinnu, þegar mest er að gera. Haldið f horfinu Þegar flett er sögu þessa gamal- gróna fyrirtækis, sem hefur stað- ið af sér öll veður íslenzks þjóðlífs I þrjá aidarfjórðunga og lifir góðu lífi en þetta er fátitt langlifi — þá blasir við einn rauður þráður í ferli fyrirtækisins. Það hefur alltaf verið byggt eft- Þórður Stefánsson, fyrrv. yfir- verkstjóri ir þörfum og aidrei umfram þarf- ir. Þannig hefur hver nýr vagn eða önnur endurbót gagnazt að fullu strax. Verkefnin hafa jafnan legið fyrir, svo sem þegar kútterana vantaði braut eða gömlu togarana siðar — ellegar verkefnin verið augljóslega fram- undan að hægt var að gera sér fulla grein fyrir höfninni svo sem þegar byggð var braut, sem ætluð var Nýsköpunartogurunum. Þetta er sá gaidur í fjárfestingu, sem við hefðum betur fest okkur í minni — að byggja aldrei svo langt framfyrir sig að byggingin nýtist ekki nema að hluta árum saman og það verði að fara að búa til verkefni með ærnum kostnaði að auki. Það eru nú flestir á einu máli um það, að það sé varla æski- legt að þriðjungur þjóðateknanna Magnús Jónsson, verzlunarstj. fari í erlendar vaxtagreiðslur og afborganir né heldur að hvert ný- fætt barn sé skrifað fyrir háifrar milljón króna skuld. Við verðum lfkast til í bili að loka niðri í skúffunni þau bjartsýnis — lang- tímaplön, sem hrúgast upp á skrifborðinu, hversu glæsilega sem þau kunna að líta út — og hyggja um stund meira að þvi, sem við getum gert en hinu, sem okkur langar til að gera. Þegar veður er orðið svo hart að ekki er hægt að keyra fulla ferð og farið t" að slóa, þá verður þó að haldast næg ferð til þess að skipið haldist upp í veðrið, en slái ekki undan. Það á við um þjóðarskútuna; við megum ekki stoppa vélina og láta reka með flötu. Við verðum þvf að hafa um stund þá stefnu að halda öllu vel í horfinu en hleypa Guðmundur H. Sigurðsson, yfir- verkstjóri okkur ekki í meiri ófærur. Það gerum við bezt með því að nýta til fulls það, sem fyrir er, kasta ekki verðmætum. Gamalgróið fyrir- tæki með miklar og verðmætar eignir, eins og Slippurinn, á að fá að byggja áfram eftir þörfum á sinum gamla og trausta merg, auka starfsemi sína með viðráðan- legum hætti og eftir þeim þörfum sem við blasa, til dæmis núna viðgerðum innan tíðar á skut- togurunum. Sagan hefur sýnt, að þá má treysta Slippfélaginu, sem aldrei hefur þurft opinberan styrk, að það fjárfesti umfram þarfir ekki svo á þessum okur- vaxta tfmum, að bærinn verði inn- an fárra ára að yfirtaka alla skuldasúpuna og reksturinn og við skattborgararnir að borga brúsann. Jón G. Kristinsson, deildarstj.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.