Morgunblaðið - 23.10.1977, Side 13

Morgunblaðið - 23.10.1977, Side 13
inni og nú væru komin á N- Atlantshafsleiðinni. Laker sjálfur hefur í hyggju að kom- ast inn á Kyrrahafsleióina og hefur hann sótt um leyfi til ferða milli Ástralíu og Bret- lands, þar sem fargjaldið yrði 175 dollurum ódýrara aðra leið en það er í dag. Þetta eru aðeins nokkur dæmi um það fjaðrafok sem orðið hefur i flugmálum heims- ins fyrir tilverknað Lakers og að öllum likipdum er langt frá því að öll kurl séu komin til grafar. Freddie Laker telur það kald- hæðni örlaganna, að eftir að hann hafði eytt 1.5 milljónum dollara i lögfræðiaðstoð í 6 fra baráttu sinni fyrir fluglestinni i Bretlandi og Bandaríkjunum skuli öll stærstu flugfélögin, sem haldið hafa fargjöldum ,,í skýjunum" sl. 3 áratugi, allt í einu hafa getu til að bjóða svip- uð fargjöld og hann. Laker er hins vegar sannfærður um að sér takist að bíta af sér keppi- nauta sina innan IATA. Hann hefur alltaf haldið þvi fram að IATA-félögin myndu gera allt, sem þau gætu, til að brjóta Lakerair á bak aftur og siðan hækka fargjöldin á ný, er þaó hefði tekizt. Ljóst sé að þau muni hækka fargjöld sín á kom- andi sumri, en það ætli hann ekki að gera og muni auk þess fara þess á leit við flugmála- yfirvöld í Bretlandi og Banda- ríkjunum, að takmörkunum á ferðafjölda verði aflétt, til þess að hann geti farið eins margar ferðir og nauðsyn krefur. I dag ræður hann yfir 4 DC-10 risa- þotum og hefur fest kaup á tveimur til viðbótar en auk þess á hann 2 Boeing 707 og 5 BAC- 1L. Freddie Laker er ólæknandi bjartsýnismaður að því er hann sjálfur segir, en bjartsýnin ein mun ekki færa honum hagnað. IATA-félögin munu halda eins lágum fargjöldum og þau geta meðan Freddie flýgur því eins og einn flugfélagsforstjóri sagði: „Við töpum minna á því að keppa við Freddie en við gerðum ef við kepptum ekki við hann.“ I dag er Freddie Laker þúfan, sem velti þunga hlassinu og spurningin aðeins hvort hon- um tekst að koma í veg fyrir að hlassið velti aftur yfir á þúfuna. — ihj. (Time Sunday Times) MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. OKTOBER 1977 45 Nokkrir áfangar farþegaflugs i heimin- um. Fargjöldin eru fengin upp úr töflu úr v-þýzka blaðinu Welt Am Sonntag, en gefa ekki rétta mynd af gengi marks og dollars. Hindenburgloftfarið 1937 72 farþegar — Flughraði 135 km á klst. — Flugtími 50 klst. — Fargjald aðra leið 1600 rlkismörk Lockheed Constellation 1947 45 farþegar — Flughraði 515 km á klsl. — Flugtfmi 20 klst. — Fargjald aðra leið 375 dollarar Douglas DC-4 1949 44 farþegar — Flughraði 450 km á klst. — Flugtfmi 20 klst. — Fargjald aðra leið 1600 mörk Boeing 377 Stratocruiser 1951 95 farþegar — Flughraði 600 km á klst. — Flugtími 16 klst. — Fargjald aðra leið 1200 mörk. Lockheed Super Constellation 1955 95 farþegar — Flughraði 600 km á klst. — Flugtfmi 16 klst. — Fargjald aðra leið 1250 mörk. Douglas DC-7 1956 95 farþegar — Flughraði 650 km á klst. — Flugtlmi 14 klst. — Fargjald aðra leið 1250 mörk. Boeing 707 1959 165 farþegar — flughraði 965 km á klst. — Flugtími 8 klst. fargjald aðra leið 1350 mörk. Douglas DC-8 1961 150 farþegar — Flughraði 930 km á klst. — Flugtfmi 9 klst. — Fargjald aðra leið 1150 mörk. Boeing 747 1970 337 farþegar — Flughraði 980 km á klst. — Flugtfmi 8 klst. — Fargjald aðra leið 1100 mörk. 100 farþegar — Flughraði 2335 km á klst. — Flugtfmi 34 klst. — Fargjald aðra leið. 1. farrými 1900 mörk. 345 farþegar — Flughraði 930 km á klst. — Flugtfmi 8 klst. — Fargjald aðra leið 240 mörk. / Gjafavörur Njótió |)es,s aó gefa góöa gjöf-íallega gjöí frá Rosenthal Gjafavörur frá Rosenthal hafa hlotið heimsviðurkenningu fyrir afbragðshönnun og framúrskarandi gæði! Þess vegna hafa Rosenthal vörurnar tvenns konar gildi — jafnt fyrir þann sem gefur og þann sem þiggur. Njótið þess að gefa góða gjöf — fallega gjöf, sem segir meir en orð fá lýst.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.