Morgunblaðið - 23.10.1977, Síða 17

Morgunblaðið - 23.10.1977, Síða 17
48 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. OKTOBER 1977 Núverandi stjórn Slipp- félagsins. Tryggvi Ófeigs- son, form., Benedikt Gröndal, varaform., Jón Gunnarsson meóstjórii- andi, Hjalti Geir Krist jánsson, varam. Tryggvi Gunnarsson hvatti til byggingar slipps f Reykjavik með svofelldum rökum: „Við Faxaflóa eru nálægt 65 þilskip, sem alls eru yfir hálfrar milljónar króna virði. Til þess að verja þessa nytsömu og dýru eign fyrir skemmdum af sjávarmaðki og hættu af lagis og stormum eru engin áhöld hér til, hvorki uppsátursáhöld né skipakví og engin fullnuma skipasmiður, öll aðgerð á skipum er gerð frammi i flæðarmáli af laghentum mönn- um, sem hafa sjálfir kennt sér að gera að skipum.“ Tryggvi bar hugmyndina um byggingu dráttarbrautar fram i tillöguformi á fundi í Utgerðar- mannafélaginu 28. des 1901. Hann var þá formaður þess félags. Tillagan var samþykkt. Næst gerðist svo það sögulegt, að Helgi Helgason, útgerðarmaður, kaupmaður, smiður og tónskáld, var gerður út vestur á firði að athuga þann vísi að dráttarbraut- um, sem þar væri fyrir jagtirnar. Þegar Helgi kom úr þeirri ferð, var haldinn stofnfundur „Slipp- félagsins við Faxaflóa" og kosin þriggja manna stjórn til að semja frumvarp að lögum fyrir félagið. Helgi tók saman lista yfir það efni, sem hann taldi að þyrfti til smíðar dráttarbrautar og það var pantað rá Svtþjóð og ráðinn norskur slippstjóri, Hammeraas að nafni. Efnið og slippstjórinn komu upp um vorið og var efninu skipað á land við gömlu stein- bryggjuna og dráttarbrautin smiðuð þar sem Elligsensverzlun var til skamms tíma. Brautinni var síðan fleytt vest- ur í Hliðarhúsasand, þar sem henni var komið fyrir og þar hef- ur Slippurinn siðan verið. Þessar framkvæmdir munu hafa gengið böslulega, þvi að haidnir voru margir fundir um sumarið og haustið. A fundi þann 21. október 1902 voru samþykkt lög fyrir félagið og því gefið nafn- ið „Slippfélagið i Reykjavík" og kosin ný stjórn — og slippstjórinn rekinn. Þeim þótti hann fullmikið upp á flöskuna, en það var árátta, sem Tryggvi Gunnarsson a.m.k. var mjög litið hrifinn af. Hammeraas er þó sagður hafa verið góður fagmaður sem lesa má úr sögu Slippfélagsins, sem Ölafur B. Björnsson, ritstjóri á Akranesi, tók saman á hálfrar aldar afmæli félagsins. Tryggvi Gunnarsson fór utan á útmánuðum og réð annan norsk- an slippstjóra, Othar Ellingsen, með 180 króna mánaðarlaunum, en það svaraði til þokkalegs ver- tíðarhluts á þessum árum. EUing- sen kom 14. marz 1903. Skipin höfðu verið hífð upp með gang- spili, en ekki leizt Ellingsen vel á það fyrirkomulag, enda gekk 1 seint að hífa; sagt er, að þegar I flóabáturinn „Reykjavík" var tek- inn upp hafi verið byrjað að hífa ! kl. 8 um kvöldið og því verið lokið á fimmta tímanum um morgun- inn. Ellingsen lagði strax til að keyptur væri gufuketill og vagn, en það kölluðu þeir „patent slipp" i þessa daga. Þórarinn Sveinsson, forst jóri Ellingsen fór uta'n til Englands eftir ábendingu Pike Wards sem var mikill Islandsvinur og kemur víða við sögu um aldamótin bæði við tilraunaútgerð fyrsta togara hérlendis (Utopíu 1899) og hann kenndi okkur íslendingum að verka labra (smáþorsk, flattan að gotrauf og saltaðan). Hann gaf siðan Þjóðminjasafninu verð- mæta muni, sem honum höfðu áskotnazt hérlendis, og var hinn ágætasti maður. Ekki keypti Ellingsen þó þau tæki, sem Ward hafði bent honum á, heldur önnur i Englandi. Það þurfti að byggja í sjó fram undir vagninn og var það mikið fyrirtæki i þá daga. A árinu 1904 var þó þessi-„patent slippur" ásamt gufukatlinum tekinn í notkun og var hann notaður allt til ársins 1932. Hliðarfærslubraut var einnig byggð i þessari bygg- ingarlotu. Slippurinn var nú orð- inn raunverulegur slippur með vagni og færslubraut fyrir kútt- erana eða um 100 tonna skip. Togararnir urðu að sigla til meiri háttar viðgerðar, eftir að þeir fóru að koma upp úr 1907 (að ógleymdum Coot og ógæfuskipinu Fjósa-Rauð). Þeir voru svo miklu þyngri skip og stærri en kútt- erarnir að fyrir þá þurfti öflugri slipp og það varð bið á, að hann kæmi. Þörfin fyrir innlenda við- gerðarþjónustu fyrir togarana var ekki eins brýn og fyrir kútterana, þar sem þeir sigldu oft með afla og notuðu túrinn til að láta dytta að skipunum. Járn- og vélsmiðjur vóru einnig varbúnar enn að ann- ast meiri háttar viðgerðir á þeim skipum. í áframhaldi af þessum miklu framkvæmdum við slippinn sjálf- an, var hafin timbursala og verzl- un með alls kyns skipavörur. Sjálfsagt hefur Ellingsen verið driffjöðrin í þessum fratnkvæmd- um, en varla hefði honum orðið mikið ágengt, ef hann hefði ekki notið öflugs stuðnings stjórnar- innar eða að minnsta kosti Tryggva. Tryggvi var enn ern og leit að sögn daglega eftir fram- kvæmdum I Slippum. Tryggvi Gunnarsson er óumdeilanlega einn af mestu skörungum íslands- Jón H. Sigurðsson, forstjóri sögunnar, hjá honum fór saman áhugi og vilji til að láta gott af sér leiða og vitsmunir og eindæma starfsþrek. Nær þvf um hálfrar aldar skeið er þessi maður alls staðar í fararbroddi, þegar um heillavænlegar framkvæmdir f þágu lands og þjóðar er að ræða. Tryggva hefur ómaklega verið legið á hálsi fyrir tregðu við tog- arakaupin f upphafi togaraaldar. Tryggvi var ekki á móti togurum. Hann gerði sér meira að segja Ijóst fyrstur manna þá möguleika, sem f þeirri útgerð fólust, þegar hann segir í grein 1896: — Getum vér eignazt botnvörpur og hæfi- lega gufubáta til þess að þreyta skeiðið við keppinauta vora, þá væri það æskilegast, en til þess erum við tæplega megnugir." Tryggvi var andvigur togarakaup- unum í stórum stíl vegna þess að þá var eftir að borga stóran hluta af kútteraflotanum og Lands- bankinn hafði þar hagsmuna að gæta. Tryggvi vildi láta greiða þennan skipaflota áður en það hrúguðust ný skip inn í landið, sem tækju til sfn mannaflann og legðu máski útgerð kútteranna í rúst. Togarakaupin urðu landi og lýð til blessunar fyrir harðfylgi þeirra, sem til þeirra kaupa stofn- uðu, en þó ekki sfður vegna þeirr- ar lukku að fiskverð var hagstætt en kostnaður lítill i byrjun togara- aldar. Það kom nú langt kyrrstöðu- tímabil í nýbyggingum við slipp- inn sjálfan að loknum þessum framkvæmdum 1904. Það er lík- legt að Slippfélagsmönnum, sem sumir höfðu lagt fram stórfé á þessarar tíðar mælikvarða í hlut- fjárframlögum, hafi þótt nóg skuldað í bili. Þess er lfka að gæta, að sfippurinn nægði nú kútterútgerðinni og Slippfélags- menn voru flestir kútteraút- gerðarmenn og höfðu stofnað til framkvæmdanna vegna þeirrar útgerðar. Það var einnig vandséð, að það yrði næstu árin nokkur kunnátta né önnur geta til að gera við þessi skip, þó að þau væru dregin upp. Það hlaut að verða tvísýn og kostnaðarsöm keppnin um togarana við viðgerðarstöðvar f næsta landi, Englandi. Ellingsen var ákafamaður til Sigurður Jónsson, forstj. 1932—67 framkvæmda og undi þessu ekki vel, að sagt er. Hann vildi til dæmis hefja nýsmíði kantsettra báta, sem sfðan voru kallaðir plankabyggðir bátar i daglegu tali. Ekki fékk hann því fram- gengt og hefur þar Ifkast til ráðið hefðbundið sjónarmið slipp- stjórnarmanna, að slippurinn eigi að vera dráttarbraut, sem veiti viðgerðarþjónustu eða aðstöðu til hennar en gefi sig síður eða alls ekki að nýsmíði skipa. Á vegum Ellingsens smfðaði þó Magnús Guðmundsson, hinn þekkti bátasmiður f Reykjavík, Tryggvi Gunnarsson, stjórnar- form. 1902—17 einn kantsettan bát, líkast til fyrsta vélbátinn af þeirri gerð hérlendis. Það var 1910. Verkefni voru næg f slippnum, þótt togur- unum sleppti. Kútterarnir voru um 170 talsins 1906 og 1915 voru enn nær 100 skip f gangi af þess- ari gerð og þurftu orðið miklar viðgerðir. Og allt fram á 1920, þegar enn eru 40 kútterar f gagn- inu, hefur þessi útgerð skaffað Slippnum mikil verkefni. Vél- bátaflotinn var stöðugt að aukast á þessum árum. Um 1920 voru komnir hér 120 bátar yfir 12 lest- ir, þar af um 70 yfir 30 lestir og siðan 355 vélbátar undir 12 lest- um, en sá floti kom litið til við- gerðar í Slippnum i Reykjavík. Þó var nokkuð um smávélbáta og kostaði 10—15 kr. að taka þá upp. Ellingsen Iét af framkvæmda- stjórastarfinu 1916 og þá tók við Danfel Þorsteinsson, skipasmið- ur, og var framkvæmdastjóri til 1930. í hans tfð var vélakostur mikið endurnýjaður og bættur og byggt steinsteypt vélahús. Það var 1919. Þegar togurunum tók að fjölga aftur eftir Fyrra strfð (komu 20 árið 1920) og kútteraút- gerðin greinilega að syngja sitt siðasta, hófust enn á ný ákafar umræður um það f Slippfélaginu, hvort kaupa skyldi vagn og byggja dráttarbraut fyrir togar- ana. Ekkert varð þó úr framkvæmd- um. Upp úr 1922 fóru líka að koma stór tapár. Kútteraútgerðin var fyrir róða og kostnaður allur mikill fyrstu árin eftir Fyrra strfð og útgerðin átti f mesta basli. Árið 1930 var enn mikið tap og það ár sagði gamla stjórnin öll af sér, en hún hafði setið óbreytt frá 1917, að Tryggvi lézt. Og kreppan var að skella yfir hérlendis. En þá gerðist það ein- kennilega fyrirbæri, að aftur fær- ist mikið lff í framkvæmdir við Slippinn. Því veldur án efa ný stjórn og ungur og framsækinn framkvæmdastjóri, Sigurður Jónsson. Þess ber að geta i sam- bandi við aðgerðaleysi fyrri stjórnar, að tveir stjórnarmanna (Ásgeir og Zimsen) áttu orðið stórfé hjá fyrirtækinu. Aukin skuldasöfnun fyrirtækisins hlaut Jes Ziemsen, stjórnarform. 1917—30 að bitna á þeim mest — og gerði það. Þrýstingur frá vélsmiðjunni Hamri, sem stofnuð hafði verið 1918, olli þó máski mestu um framkvæmdir en vélsmiðjan þurfti orðið mjög á betri slipp- þjónustu að halda en Slippurinn gat látið i té með einum vagni og einni færslubraut. Framkvæmda- stjórinn i Hamri, Benedikt Grönd- al, verkfræðingur, var þá ungur og áræðinn og það virðist hafa verið hann, sem beitti sér harðast fyrir framkvæmdunum 1931/32 en þó með fylgi gamals manns, sem alltaf var ungur, Hjalta Jóns- sonar (Eldeyjar-Hjalta) I Slipp- félaginu. Þegar Benedikt Gröndal hafði samið tæknilega — og fjár- hagslega áætlun um smiði tveggja slippvagna og brauta 6—800 lesta, hélt hann utan til að athuga um kaupin hjá fyrirtækinu Keyser f Bremerhaven. Hann gekk frá kaupunum f þessari ferð. Þegar hann kom heim hafði slegið i bak- segl með áhugann hjá stjórninni og hún vildi helzt koma þessum kaupum á „Hjalta og hans fél- aga“. Það varð þó ekki, heldur urðu þau á vegum Slippfélagsins, enda var nú Sigurður Jónsson kominn á vettvang sem fram- kvæmdastjóri um sumarið 1932 og þá var hafizt handa um fjáröfl- un og framkvæmdir. Sigurður Jónsson var alla sina forstjóratið driffjöðrin i framkvæmdum. Fyrri vagninn kom þetta sama sumar, 1932, og þann 19. sept. var fyrsti togarinn dreginn upp á hon- um. Ári síðar kom svo siðari vagn- ihn og var hann fyrir 800 lesta

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.