Morgunblaðið - 23.10.1977, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 23.10.1977, Blaðsíða 16
1 Þau eru mörg skipin, sem tekin hafa verið upp hjá Slippfélaginu í Reykjavík. Á þessari mynd má sjá t skip, sem eru f breytingu, Hákon ÞH og Narfa RE og í baksýn er einn af togurum BÚR. Aðalhúsakyn Slippfélagsins blasa síðan við. Reykjavík var vissulega orðinn höfuð- staður landsins um aldamótin, þótt hún væri ekki nema að hluta stjórnarfarslega. Þar var alþingi og höfuðstöðvar innlendu stjórnsýslunnar. En höfuðborg er ekki ævinlega fjöl- mennasta borg eins lands né mesta athafnaborgin. I því efni réðust örlög Reykjavíkur ekki i stjórnmála- þvargi aldamótaáranna, heldur í hljóðlátum atburðum atvinnusögunnar. Þegar svo tókst til fyrir framtak nokkurra manna, að kútterarnir voru flestir keyptir til Reykjavíkur i byrjun kútteratímans, þá voru örlög Reykjavíkur sem stærsta útgerðarbæjar landsins ráð- in. Síðan leiddi hvað af öðru. Ötulir athafnamenn og skipstjórar settust að í Reykjavík vegna þessarar útgerðar og renndu síðan hverri stoðinni af annarri undir Reykjavík sem fjölmennasta og mesta athafna- bæ í landinu. Það voru kútteramenn, sem síðar efndu til togaraútgerðar í Reykjavík og gerðu hana einnig að leiðandi bæ í þeirri stórútgerð. Og þeir stofnuðu verzlanir og ýms þjónustufyrirtæki í sambandi við rekstur sinn. Slippurinn var afleiðing af kútteraút- gerðinni og stóru vélsmiðjurnar af togaraútgerðinni og þannig var um fjölmörg önnur atvinnufyrirtæki í bænum, sem juku vöxt hans og gerðu Reykjavík að miðdepli landsins í flestum efnum. Það getur ekki kallazt ofmæli, þótt sagt sé að með stofnun Slippfélags- ins og siðan Slippsins hafi verið rennt gildri stoð undir framtíðarreisn Reykjavíkur, jafnframt því sem fyrir- tækið var til nytja fyrir útgerðina í öllum landshlut- um. Síðan hefur fyrirtækið vaxið með borginni og borgin með þvi. Þetta mikla þjóðþrifa fyrirtæki er nú 75 ára (afm.d. 21. okt.) og er því öldungur meðal íslenzkra fyrirtækja — að sögn elzta SKRÁÐA hluta- félag í Reykjavík. — Hér verður nú tyllt saman beinagrind úr sögu þessa fyrirtækis. LZTA 06 STÆRSTA DRÁTTARBRAUT LANDSINl

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.