Morgunblaðið - 23.10.1977, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 23.10.1977, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. OKTÓBER 1977 43 ■ ■ Hún veit nákvæmlega hvað hún vill — ■ ■ ” " og hún fær því ævinlega framgegnt w * (sjá: Svipur) SVIPUR FYRIR nokkrum ár- um fundu einhverjir hugvitsmenn upp á því snjallræði að brytja suðurheimskautið niður, og draga sneiðarnar norður að Arabíuströnd- um; mundu þær bráðna þar, en vatninu yrði veitt upp á eyðimarkir. Er ekki að orðlengja það, að fljót- lega spruttu upp fyrirtæki, sem nýta vildu hugmynd- ina og þau svo mörg, að ekkert hefði orðið eftir af suðurheimskautinu, ef þau hefðu komið ætlun sinni fram. Meðal þessara fyrir- tækja var eitt franskt, sem ætlaði sér mikinn hlut. En nú á dögunum urðu for- ráðamenn þess að lýsa yfir gjaldþroti. Eru fyrirætlan- ir þeirra þar með runnar út í sandinn — og vatns- málaráðherrann í Saudi- arabíu skolaðist með . . . Fyrirtæki þetta nefndist Cicero og var stofnað fyrir fjórum árum. Miklu var kostað til þess og víðtækar rannsóknir fóru fram til undirbúnings. í þeim kom í ljós, að það mundi kosta 57 milljónir dollara að draga 100 milljón lesta ísbita norður til Saudiarabíu, og mundi vatnið af honum duga Saudiaröbum í hálft ár. Var þá ekkert eftir nema hefjast handa. Bankastjór- ar reyndust ginnkeyptir og kepptu þeir hver við annan að leggja fram fé í þetta þjóðþrifafyrirtæki. En vatnsmálaráðherrann Isinn var illu heilli ótraustur til að sjá um og veittist Saudiarabíu, Múhammeð el Feisal prins, stofn- aði systur- fyrirtæki heima hjá sér vatnsveituna, honum ekki heldur erfitt að afla stofn- fjár, En í júní síðastliðnum kom babb í bátinn. Hópur sérfræðinga komst að þeirri niðurstöðu eftir langar og strangar rann- sóknir, að ógerlegt væri að draga borgarísjaka alla leið frá suðurheimskautinu til Saudiarabíu. Það mundi fleygast svo utan af þeim á leiðinni að ekkert yrði eftir á leiðarenda . .. Cicero hafði verið á hál- um ís áður, en nú var það komið á kaldan klaka. Feis- al prins og vatnsmálaráð- herra rauf þegar samning- inn við það, er hann heyrði úrskurð ísfræðinganna, og fám dögum seinna var Cicero lýst gjaldþrota. En vatnsmálaráðherrann var settur af og grætur hann nú auðtryggð sína .. . — PAUL WEBSTER. PRINSESSAN skemmtir sér Myndin er tekin snemma i þessum mánuði þegar Ashraf brá sér til New York, einkanlega til þess að sjá söngleikinn „Hár". En jafnvel i leikhúsi var hún umkringd lífvörðum. Um daginn var Ashraf Pahlevi, tvíburasystur Iranskeisara. sýnt morðtilræði. Þeir, sem að því stóðu hafa trúlega talið sig hafa gilda ástæðu til. Iranskeisari er þekktur að því, að honum er mjög lítið gefið um að menn séu á öðru máli en hann og álítur það reyndar ófyrirgefanlegt. Er það annað hvort tugthússök eða dauðasök eftir því, hve mikið ber í milli. En systir hans gengur næst honum að völdum og mun henni mjög svipað farið, enda eru þau tvíburar. Þykir hún kaldrifjuð, klækjótt og lundhörð. Má hafa það til dæmis um hugarfar hennar, að hún komst einu sinni svo að orði um Ktalín sáluga, að hann væri „einkar hreinskilinn og velviljaður maður“. Ashraf Pahlevi hefur verið gefið viðurnefnið „Kvarti hlébarðinn". Fékk hún það af klóm sinum, sem eru í lengsta lagi, einir 10—12 sentimetrar að lengd. Viðurnefnið þykir líka hæfa skapgerðinni. og hafa þeir fengið að reyna það, sem stofnað hafa tii ágreinings við tvíburana. Ashraf mun vera eina manneskjan, sem Reza keisari treystir fyllilega. Af þeim sökum hefur hún komizt til mikilla valda, og gengur hún nú næst bróður sínum, eins og fyrr sagði. Hún fer með ýmsa mikilvæga málaflokka í ríkisstjórn, þ.á m. heilbrigðismál og kennslumál. Um eitt skeið var hún f.vrir sendinefnd Irans á þingi Kameinuðu þjóðanna. Hún leggur á ráðin um stjórnarstefnuna með bróður sínum, og hún ræður því, að miklu leyti, hverjir ná tali af honum og hvenær. Er þá fátt eitt nefnt. Náinn kunningi keisarafjölskyIdunnar komst svo að orði við mig, að Ashraf væri „langgreindust í fjölskyldunni. Hún veit nákvæmlega hvað hún vill — og hún fær því ævinlega framgengt". Hún hlaut að vísu líkt uppeldi og tíðkazt hefur þarna fyrir austan frá ómunatíð: var alin upp við hlýðni og undiregefni. Menntun hlaut hún í einkaskóla við hirðina. Þegar hún var 14 ára festi faðir hennar hana manni, sem hún hafði aldrei augum litið. Þau voru gefin saman tveimur árum seinna. En hjónabandið entist ekki nema nokkur ár. Keisari hafði ekki hugsað sér að láta dóttur sína ganga lausbeizlaða til lengdar; fór hann strax að svipast um eftir næsta eiginmanni, en kom ekki auga á hann fyrr en í Egyptalandi. Var hann sóttur og þau prinsessan gefin saman í snatri. Lét hún sér það lynda — en það var líka í síðasta sinn. að hún tók skipun. Árið 1941 var Reza faðir hennar settur af og bróðir hennar tók við. Leið þá ekki á löngu þar til hún var orðin næst honum að völdum. Það kom fljótlega í ljós, að hún var hverjum manni slungnari, og hæfileikar hennar nýttust einkar vel í haktjaldamakki og ráðabruggi. Haja Ali Razmara, sem var forsætisráðherra Irans á þessum árum, frjálslyndur maður og umbótasinnaður, tók eitt sinn svo til orða, að hann hefði lítinn sem engan tíma til að sinna stjórnarstörfum. því að 75% tíma síns fa>ru í það að verjast undirróðri og samsærum. Ashraf prinsessa var harðvítugastur andstæðingur Razmara. Og árið 1951 var Razmara ráðinn af dögum.. . Þar kom, að refjar hennar urðu henni að falli — þótt hún risi upp aftur síðar. Eftir, að Múhammeð Mussadiq varð forsætisráðherra, árið 1951, komst upp um morðsamsæri gegn honum og var Ashrafi prinsessu gefið að sök, að hafa átt þátt í því. Var hún gerð útlæg og send til Evrópu. En Mussadiq var settur af eftir tvö ár, prinsessan sneri heim aftur, og tók til við fyrri iðju. Sneri hún sér að því að fækka andstæðingum sínum og varð vel ágengt. Því hefur verið haldið fram, að það hafi verið að hennar undirlagi. að keisarinn bróðir hennar skildi við Korayu drottningu sína árið 1958. En eftir það þóttist Ashrafi prinsessa örugg í sessi. Tók hún sér nú hvíld frá störfum um sinn og fór að hyggja að lystisemdum veraldarinnar. Hélt hún til Evrópu og hafði með sér gildan sjóð. Upp frá því hefur hún verið á flakki milli skemmtistaða hál.ft árið. Mesta skemmtun hefur hún af fjárhættuspili og telur ekki eftir sér að hlaupa milli meginlanda til að grípa í spil. — Kér til þæginda Ii amhald á bls. t>3 Irettvisin hjá bi’óður sínum, sem flutzt hafði til Bandarikjanna nokkr- um árum áður og rak bygg- ingafyrirtæki í Los Angeles. Júgóslaviustjórn krafðist þess af Bandaríkjastjórn, að hún framseldi Artukovic. Árið 1951 ákvað Innflytjendaráð að verða við kröfunni — en þá skarst utanríkisráðuneytið í leikinn. Þetta var um miðbik kalda striðsins og blómaskeið McCarthys og neyttu lögfræð- ingar Artukovics þess, að hann var svarinn hatursmaður kommúnistá Sögðu þeir kröfur Júgóslava af pólitiskum toga, en auk þess hefði Artukovic aldrei haft nein völd yfir leyni- lögreglunni. Hann hefði aðeins verið yfirmaður hennar að nafninu til. Eyddist svo málið. En nú er enn byrjuð hríð að Artukovic. Nokkrir frjálslyndir þingmenn Demókrata hafa krafizt þess, að grafizt yrði fyrir um „meinta nasista" í Banda- rikjunum og athugað, hvort ýmsum þeirra hefði verið leyfð landvist í trássi við lög. Lögðu þingmennirnir til, að Innflytj- endaráð stofnaði „sérsveitir" til þess að hafa uppi á einum 1 10 stríðsglæpamönnum, sem fengið hefðu landvist í Banda- ríkjunum i kalda stríðinu. Var Artukovic talinn fremstur i þeim flokki Artukovic fær ekki borið það af sér, að hann var innanrikis- ráðherra i heimstyrjöldinni og þar með yfirmaður leyni- lögreglunnar. Hann undirritaði lög um fangabúðir, sem reistar voru viða um land i Júgóslaviu Það er líka vist, að tugir þús- unda Serba, Gyðinga og Tatara voru drepnir í búðum þessum. Voru flestir drepnir með gasi, en annars hafði leynilögreglan margar hugvitssamlegar að- ferðir til þess að drepa menn; skemmti sér t.d. við það að saga af þeim höfuðin. Móti þessu verður ekki mælt. En Artukovic heldur þvi fram, að hann hafi aldrei haft nein völd yfir leynilögreglunni. Eugen nokkur Kvaternik hafði ráðið öllu. Kvaternik verður nú ekki að spurður framar; Tító lét taka hann af lifi fyrir striðs- glæpi árið 1 947 Júgóslaviustjórn og Varnar- samtök Gyðinga telja Artukovic hins vegar margsannan að sök og vonast enn til að hafa hendur í hári hans áður Ijúki. Varnarsamtökin kalla hann „annan Eichmann" og telja það lýsa innræti hans vel, að erind- rekar hans i fangabúðunum drápu börn með þvi að gefa þeim inn vítissóda . . — CHARLES FOLEY.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.