Morgunblaðið - 16.12.1977, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 16.12.1977, Blaðsíða 1
64 SÍÐUR 271.tbl.64. árg. FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 1977 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Kyprianous Kýpurforseti á fundi með ríkisst jórn sinni í gærkvöldi. Símamynd AP Portúgal: Eanes kynnir sér tillögur flokkanna meöan hann væri í burtu. Einnig var forsetanum frá því skýrt við komuna, að fyrstu viðræður sósialistaflokks Soaresar og Sós- íaldemókrataflokksins, sem eru tveir stærstu flokkar landsins, frá því að stjórnin féll hefðu farið fram í dag. Munu viðræður þessar hafa verið vinsamlegar, en það var ágreiningur þessara tveggja flokka, sem felldi stjórnina. Gagn- rýndi stjórnarandstaðan sam- komulag stjórnarinnar við Al- þjóða gjaldeyrissjóðinn um harð- ar efnahagsaðgerðir í staðinn fyr- ir 800 milljón dollara lán frá Vesturlöndum. Heimildir i Lissabon hermdu í dag, að hugsanlegt væri að Eanes myndi neyðast til að skipa bráða- birgðastjórn og boða til nýrra kosninga, ef samkomulag næðist ekki milli fjögurra stærstu flokk- anna um eftirrnann Soaresar. Eanes forseti sagði við komuna til Lissabon, að hann hefði átt mjög gagnlegar og vinsamlegar viðræður við v-þýzka ráðamenn, sem hefðu lofað Portúgal efna- hags- og hernaðaraðstoð. Sagði hann að það hefði verið sér mikill styrkur, hve mikla stillingu og skynsemi portúgalska þjóðin hefði sýnt í stjórnarkreppunni, sem hafði sannfært erlenda þjóðarleiðtoga um að lýðræðið í Portúgal stæði á traústum méiði. Lissabon 15. des. AP. Reuter. ANTONIO Eanes, forseti Portú- gals, kom í dag heim til Lissabon eftir fjögurra daga opinbera heimsókn til V-Þýzkalands. Sagði forsetinn við komuna að hann væri sannfærður um að stjórnar- kreppan í landinu, sem staðið hefur í viku, frá því að minni- hlutastjórn Soaresar forsætisráð- herra féll við atkvæðagreiðslu um traustsyfirlýsingu í þinginu, myndi leysast mjög fljótlega. Ekki er gert ráð fyrir að forset- inn hitti flokksleiðtoga að máli fyrr en eftir helgi, en hans biðu nú þegar tillögur frá öllum flokk- um um lausn kreppunnar, sem forsetinn bað um að yrðu samdar Fundar Begins og Carters beðið með eftirvæntingu Sögulegur viðburður segir Begin Karíró. Tel-Aviv, London of’ Washington 15. des. AP — Reuter. BEGIN forsætisráðherra ísraels sagði við komuna til Washington í kvöld, að hann færi til fundar síns föruneyti Cyrus Vance utanrtkis- ráðherra Bandaríkjanna í 6 landa ferð hans í Miðausturlöndum sagði í London í dag, þar sem flugvél Vance millilenti, að ÍSra- elar væru að endurskoða harð- línuafstöðu sína til hernáms vesturbakka Jórdanár, sem gæti leitt tíl grundvallarbreytingar í stöðunni í friðarviðræðunum, en hernám vesturbakkans er ein helzta hindrunin í vegi fyrir friði. Embættismaðurinn sagði, að ísra- Framhald á bls. 18 Rhódesía: Meiriháttar samkomulag innan tveggja mánaóa við Carter Bandaríkjafor- seta í fvrramálið með það á tilfinningunni að góðir hlutir væru að gerast. Hann sagðist hafa hug- myndir til að leggja f.vrir Carter og sagðist telja að fundur þeirra yrði sögu- legur viðburður. Begin sagði að Bandaríkin hefðu gegnt og mvndu gegna mikilvægasta hlutverkinu í yfirstandandi friðarvið- ræðum. Carler Begin Fulltrúar Egyptalands og ísra- els ræddust við í tvær klukku- stundir í Kaíró í dag og var eink- um rætt um leiðir til að gera fundinn að viðræðuvettvangi utanríkisráðherra landanna. Fundunum verður haldið áfram í fyrramálið, en síðan verður gert þriggja daga hlé til að halda hátíð- lega helgidaga. Háttsettur embættismaður í — segir Smith Salisburv 15. des. AP — Reuter. SAMNINGAVIÐRÆÐUM Ian Smiths forsætisráðherra Rhódesíu við leiðtoga þriggja þjóðernissamtaka blökkumanna f landinu var í dag frestað fram á þriðjudag n.k. eftir tveggja klukkustunda fund, þar sem áfram miðaði í viðræðunum að sögn beggja aðila. t dag var áfam rætt um fyrirkomulag kosninga, almennan kosningarétt og að rétt- ur hvítra manna í landinu verði tryggður í nýrri stjórnarskrá. Einnig var í dag rætt um leiðir til að halda fregnum af fundinum leynilegum, en báðir aðilar hafa lýst áhyggjum yfir að þagnareið- ur virðist hafa verið rofinn. Hafa fjölmiðiar getað birt nokkuð áreiðanlegar fregnir af viðræðun- um, þótt svo samkomulag hafi verið gert um að segja ekkert frá þeim, utan sameiginlegra yfirlýs- inga í lok hvers fundar. Ian Smith sagði í viðtali, sem birtist í dagblaðinu Rand Daily Mail í Salisbury i dag, að hann vonaðist til að meiriháttar áfangi í viðræðunum um meirihluta- stjórn blökkumanna i landinu myndi nást innan tveggja mánaða. Hann sagði að verulega hefði miðað í viðræðunum undan- farna daga og að báðir aðilar hefðu verið'undrandi yfir hve vel gengi og hve andrúmsloftið á fundunum væri jákvætt og vin- samlegt. Smith sagðist ekki telja að eftir væru veruleg ágreinings- atriði milli aðila, sem ekki væri hægt að setja niður. Hann varaði hins vegar við að vissulega væri eftir að leysa flókin vandamál. Smith sagðist ekki telja nauðsyn- legt að Bretar og Bandarikja- menn legðu blessun sína yfir hugsanlegt samkomulag, en engin ástæða til að ætla að samkomulag. sem nyti stuðnings 85% blökku- manna i landinu og mikils meiri- hluta hvitra manna, myndi ekki öðlast heimsviðurkenningu. Viðræður Smiths við Blökku mannaleiðtogana Muzorewi biskup, séra Sithole og ættar Framhald á bls. 18 Óvíst um örlög son- ar Kýpurf orseta V-þýzkar ráðstafanir til styrktar dollara AP. Reuter. Nikósíu 15. desember ÞEGAR Mbl. fór í prentun í nótt hafði ekkert frétzt um örlög Achi- ellesar Kyprianous, sonar Kyprianous Kýpurforseta, sem rænt var í gær. Höfðu ræningjar hans, sem grunaðir eru um aðild að EOKA-b-neðanjarðarhreyf- ingunni, krafizt þess að forsetinn sleppti úr haldi öllum pólitfskum föngum, ella mundu þeir myrða son hans. Ræningjarnir höfðu hótað að taka Achilles af lífi kl. 21.00 að fsl. tíma í kvöld, en ekk- ert hafði heyrzt frá þeim eftir að sá tfmi leið og ríkisstjórnin hafði ekki orðið við kröfunum. Kyprianous forseti sat á fundi með ráðherrum sínum fram að miðnætti, en þá var fundi slitið, en forsetinn sat eftir í skrifstofu sinni til að biða framvindu mála. Eiginkona forsetans, Mimi, flutti i kvöld sjónvarps- og útvarps- ávarp, þar sem hún grátbað ræn- ingjana um að sleppa syni sínum. Sagði hún það hörmulegt að enn skyldi eins manns til viðbótar saknað, er stjórnin ynni* að þvi öllum árum að fá upplýsingar um 2000 gríska Kýpurbúa, sem hefur verið saknað frá þvi að Tyrkir gerðu innrás á Kýpur. Achilles, sem er 19 ára að aldri er liðsfor- Framhald á bls. 18 Achilles Kyprianos, sonur Kýpurforseta, sem rænt var í gær. Hann er 19 ára liðsforingi í hern- um. Frankfurt 15. desember AP — Reuter GENGI Bandaríkjadollara styrkt- ist nokkuð á gjaldeyrismörkuðum Evrópu í dag eftir að v-þýzki seðlabankinn hafði tilkynnt um- fangsmiklar ráðstafanir til að stemma stigu við flóði erlends gjaldeyris í v-þýzka banka. Marg- ir fjármálasérfræðingar sögðu að aðgerðir seðlabankans myndu hafa veruleg áhrif, en létu í ljó ótta við að þær einar myndu ekk duga til að stöðva sig dollan Bandaríkjamenn sjalfir yrðu a gera ráðstafanir til að svo yrði. I tilkynningu seðlabankastjórr arinnar segir að vextir veri lækkaðir um V4% auk þess sei verulegar breytingar verði gerðs á kjörum erlendra bankaim Framhald á bls. 23

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.