Morgunblaðið - 16.12.1977, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 16.12.1977, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 1977 g6í»* \ VóteP aV!6an« „News og the World" er 6. platan með Queen Hér sannast að þeir eru fremsta rokk grúppa heimsins i dag. Rokk eins og það best gerist. „Bright Lights and Back Alleys" heitir nýjasta platan með Smokie Hér eru bæði ný lög og eldri lög eins og t.d. ..Needles and pins Þessi plata gefur þeim fyrri ekkert eftir. „Out of the Blue" með E.L.O. Ekki bregðast Jeff Lynne og félagar fremur en endra- nær. Hlustið á þetta frábæra nýja tveggja plötu albúm. FÁLKINN Suðurlandsbraut 8 — Laugaveg 24 — Vesturver. m * 1 TISKUVERSLUN Bjóðum margs konar glæsilegan tískufatnað fyrir dömur svo sem buxnadress, samfestinga, smekkbux- ur, anorakka, kjóla, pils, flauelsbuxur, vesti og margt fleira. Saumað og hannað í klæðagerðinni Lorelei. Það er vel þess virði að líta inn og verðið er hóflegt. Tískuverslunin GLAUMBÆR HVERFISGÖTU SUVII 13880 32 Tekjuöflunarfrumvörp: Skyldusparnað- ur mætir skiln- ingi á Alþingi Andstaða við skattvísitölu, sjúkratrygg- ingagjald, vörugjald og benzínskatt í fyrrakvöld var mælt fyrir hliðarfrumvörpum ríkis- stjórnar með frumvarpi að fjárlögum fyrir komandi ár, þ.e. tekjuöflunarfrumvörpum til að mæta útgjaldaauka ríkissjóðs. Fjármálaráðherra mælti fyrir frumvörpum um skyldusparnað og ráðstafanir í ríkisfjármálum, um sérstakt tímabundið vörugjald, um fjáröflun til vega- gerðar (benzíngjald), ráðstafanir vegna lánsfjáráætlun- ar 1978 og um jöfnunargjald af innfluttu sælgæti, brauð- vörum o.fl. Þá mælti heilbrigðisráðherra fyrir frumvarpi um almannatryggingar (sjúkratryggingagjaldi). Hér á eftir verða lauslega rakin efnisatriði úr máli fjármála- ráðherra sem og andmælenda hans, en framsögn heil- brigðismálaráðherra er getið á öðrum stað í blaðinu. Útgjaldaauki ríkis- sjóðs árið 1978 MaUhíaii Á. Mathiesen, fjár- málaráðherra, sagði fjárlaga- pg hagsýslustofnun áætla hækkun ríkisútgjalda, til samræmis við breyttar fjárlagaforsendur (m.a. vegna launasamninga), 18.3 milljaðra króna, þ.e. 13.1 millj- arður á Iaunalið og 3.9 milljarðar i útgjöldum almannatrygginga, sem fylgja launum. Hækkun á öðrum liðum nemur 1.3 milljörð- um, þ.e. 500 m. kr. vegna uilarnið- urgreiðslna og tæplega 500 m. kr. vegna hækkunar markaðra tekju- stofna. Hér er átt við hækkun miðað við fjárlagafrumvarp, eins og það var lagt fram í haust, en hækkun milli ára er verulega meiri. Endurskoðun tekjuáætlunar vegna breyttra verðlagsforsenda 1978 og miðað við 4% aukningu þjóðarútgjalda leiðir líkur að 10.7 milljarða tekjuhækkun frá fjár- lagafrumvarpi. 1 þessari áætlun er miðað við að skattvísitala verði 213 stig en hækkun meðaltekna milli áranna 1976 og 1977 verður líklega 42%. Auk þess er reiknað með um 300 m. kr. tekjuauka af eignaskatti. Hækkun gjalda af innflutningi er talin um 3.7 millj- arðar og af sköttum af seldri vöru og þjónustu nálægt 5 milijörðum. Sá fjáröflunarvandi, sem um er Sjúkratryggingagjald: Kostnaður sjúkra- og lífeyristrygginga hækk- ar um 7500 millj. kr. Hækkun sjúkratryggingagjalds gefur 1900 m.kr. UTGJÖLD til sjúkratrygginga á yfirstandandi ári vóru áætluð 10.862 m. kr. en hækka um 3.200 m. kr. í 14.084 m. kr., sagði Matt- hías Bjarnason, heilbrigðisráð- herra, er hann mælti fyrir frum- varpi til hækkunar á sjúkratrygg- ingagjaldi. Þá hækka lífeyris- tryggingar og verulega milli ára. tJtgjöld lífeyristrygginga vóru 12.100 m. kr. á árinu 1977 en eru áætluð 16.387 m. kr., eða 4.300 m. kr. hærri á komandi ári. Allar lífeyristryggingar hækkuðu ný- verið um 20%. Ráðherra vakti athygli á því að launatengd útgjöld í rekstri sjúkrastofnana væru 70% heild- arrekstrarkostnaður þeirra. Laun í heilbrigðiskerfinu hefðu hækk- að verulega á liðandi ári, auk til- færslna milli launaflokka, sem væru miklar. Ráðherra gat þess að sjúkra- tryggingagjald hefði verið lagt á bæði 1976 og 1977, en það væri brúttóskattur á alla skattgreið- endur, þann veg, að þeir greiddu mest er hæstar hefðu tekjur. Gjald þetta hefði verið 1% á gjaldstofn útsvars en hækkaði nú í 2%. Þessi hækkun ætti að gefa 1.900 m. kr. upp í margfalt hærri útgjaldaauka í heilbrigðiskerfinu. Vmsar aðrar leiðir mætti að vísu fara til tekjuöflunar, m.a. leið persónugjalds, eins og áður hafi verið farin til tekjuöflunar sjúkrasamlaga og almanna trygg- inga. Þá hefðu allir greitt sama nefskattinn, hverjar sem tekjur að efnahagur viðkomandi hafi verið. Hér er gert ráð fyrir að skatttekjur mæli sjúkratrygg- ingagjald hvers og eins. Þeir, sem ekki hafi tekjur til að greiða út- svar, greiða ekkert sjúkratrygg- ingagjald. Þær breytingar verða á, ef frumvarpið verður sam- þykkt, að gjaldskylda sjúkratr.gj. er miðuð við, að viðkomandi haf’ greitt útsvar eftir 10% ál.reglu á gjaldstofn. Ennfremur að skatt- stjórar leggi viðkomandi gjald á en ekki álagningaraðilar útsvars, sem geta verið hreppsnefndir eða niðurjöfnunarnefndir. Viöbrögð stjórnarandstöðu Lúðvik Jósepsson (Abl), Bene- dikt Gröndal (A) og Karvel Pálmason (SFV) mæltu gegn frumvarpi þessu. Taldi LJó það verst af tekjuöflunarfrumvörpum ríkisstjórnarinnar. Það drægi úr gildi tryggingakerfisins i heild. Frumvarpið gengi og þvert á lof- orð ríkisstjórnarinnar við lausn kjarasamninga á þessu ári um að minnka skattbyrði og gjaldið næði það langt niður í tekjuflokk- um, að það legðist allþungt á launafóik i aðildarfélögum ASt. Hjón, sem bæði þyrftu að vinna úti til að framfæra fjölskyldu, og hefðu samtals 2 m. kr. í tejur, greiddu 40 þús. króna sjúkra- tryggingagjald — en hjón með 3 m. kr. tekjur, 60 þús. króna gjald. Þá deildi LJó á hækkun gjald- skrár lyfja til almennings. Taldi LJó að hér væri það langt gengið á orð ríkisstjórnar gagnvart laun- þegahreyfingu og þann veg dreg- ið úr gildi tryggingakerfis, að bú- ast mætti við alvarlegum við- brögðum í þjóðfélaginu. B.Gr. sagðist af tvennu illu heldur hafa viljað fallast á stighækkandi skatt eftir tekjum, til að mæta fyrirséð- um útgjaldaauka í heilbrigðis- kerfinu 'en 2% brúttóskatt á allar tekjur, án tillits til fjölskyldu- stærðar eða annarra aðstæðna. Þá benti hann og á að leggja hefði mátt eitthvert „prósentubrot" á veltu atvinnurekstrar, til að mæta þessum kostnaði, í stað þessarar tekjuöflunarleiðar, þó ekki á út- flutningsframleiðduna, eins og hann komst að orði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.