Morgunblaðið - 16.12.1977, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 16.12.1977, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 1977 In memoriam: Þórhallur Þorkels- son húsgagnasmiður Fæddur 3. ágúst 1910. Dáinn 4. desember 1977. Fyrir mörgum árum las ég bók vestan úr heimi, vel þekkta sögu reyndar, ævintýri, er gerist í stór- borg á 20. öld. Þar segir frá þvi, að Kristur kemur fram á nýjan leik. Hann fer ekki í skýjum himins með mætti og mikilli dýrð, heldur gengur hann um sem maður meðal manna. Hann var öllum ókunnur í sögu þessari, fyrir- ferðarlítill og hógvær, svo fjarri því að berast á eða hafa sig í frammi, að hann lætur ekki einu sinni nafns síns getið. Þegar hann er spurður heitis, svarar hann einungis þessum leyndardóms- fuliu orðum: „Smiður er ég nefndur". Allt að einu er ekki um það að villast í ævintýri þessu, að Jesús er þar sjálfur á ferð, hulinn að baki starfsheiti þess lítilláta erfiðismanns, sem hann raunar sjálfur var á jarðvistardögum sin- um endur fyrir löngu. Verk hans tala skýrara máli en orð eða nafn- giftir. Þessi fábrotni bygginga- maður er kominn í heiminn til að skapa, til að þjóna, til að erfiða, til þess að láta gott af sér leiða, svo lengi sem hann fær nokkru áleið- is snúið. Erindi hans til mann- héima er að byggja upp, fegra, fága og prýða. Hann ætlast til þess, að veröldin verði betri, þegar hann fer, heldur en hún var daginn sem hann kom. Söguhetja sú, sem ég í upphafi máls vitnaði til, þessi nafnlausi handverksmaður, fer þá heldur ekki varhluta af byrðum mennskra manna. Krossberi verður hann, eins og svo mörg önnur jarðarinnar börn. Hér veróur þetta ævintýri ekki rakið til enda, afdrif hins ónafngreinda smiðs ekki gerð að frekara um- talsefni, markmið höfundar þessarar skáldsögu einnig látið liggja milli hluta. Sjálfur kann ég að hafa lesið eitthvað annað út úr sögunni en til var ætlast, vísast einnig gleymt ýmsu. Og má þó hvort tveggja einu gilda. Mér er uppiföst ein saman mynd almúga- mannsins, sem kemur fram á jörðu og sýnir okkur, hörðum höndum, hvernig hið góða, fagra og fullkomna, má eflast í annar- legum heimi, en er fáorður um eigin hagi, dulur, svarar einungis, þegar á hann er yrt og mælir sjálfum sér ekki annað lof en þetta: „Smiður er ég nefndur“. Það 'er vandalaust að láta sig dreyma um þess konar mann. Það verður jafnvel tæpast talið til af- reksverka að setja saman bók um slíkan draum. Hitt kynni að sæta meiri tíðindum, ef einstaklingi tækist að lifa llfi slnu með þeim hætti, að hann virtist líkastur þeirri söguhetju, er ág dró dæmi af, án þess þó nokkru sinni að hafa hugmynd um það sjálfur. Kunni að sæta tíðindum, — og þó trúlega einmitt alls ekki. Líf þess konar einstaklings vekur alls enga athygli. Alla jafna er slíkum manni lítill gaumur gefinn, verk hans seint metin að verðleíkum, þjáning hans talin léttbær, af því að henni var ekki flíkað. Að leiðarlokum kann svo að fara, að tvær grímur renni á samferða- menn, — en tæpast öllu fyrr. Annan veg getur heldur ekki farið. Sá maður, sem lifir Iífi sinu þannig, að eftirtekt veki, er fjær þeirri mynd, sem hér var upp dregin, en hinn, sem er vanur við litið ljós og vinnur verk sín i leyndum, orðfár og eljusamur að tjaldabaki. Ef einhver spyr, hvort slíkir menn séu til viðar en í ævintýrum verður svarið jákvætt: Víst eru þeir til, og ef til vill eru þeir hreint ekki svo fáir þess konar gimsteinar Guðs, er glóa, þar sem lítillar birtu nýtur og enginn á eðalsteina von. Þar með er ekki sagt, að þeir menn séu fullkomnir að allri gerð fremur en annað fólk. En í veikleika sínum bera þeir ómeðvitað fram merki hans, sem skapaði, byggði upp, þjónaði og þjáðist fyrir aðra menn, án þess nokkru sinni að sækjast eftir vegsemd eða eigin ávinningi. Nú má hver hugsa það, sem honum hentar. Um það stendur mér S sama. I dag er tengdafaðir minn, Þórhallur Þorkelsson, til moldar borinn. Ég tíni fram úr hugskoti titt nefnda mynd. Ég geri það ekki í því skyni að bera oflof á þennan vin minn látinn, heldur einungis vegna hins, að hann raunverulega og ótvírætt var þeirrar gerðar, sem hér var lýst. Hér verður ekki rakinn ævi- þráður i löngu máli, en þó skal stiklað á stóru. Þórhallur Þorkels- son fæddist að Brjánsstöðum í Grimsnesi hinn 3. ágúst 1910. Hann var sonur hjónanna Þorkels Þorleifssonar, bónda að Brjáns- stöðum og Halldóru Pétursdóttur. Þórhallur ólst upp í stórum syst- kinahópi, og hleypti hann ekki heimdraganum fyrr en um tvítugt, en þá fór hann að Héraðs- skólanum að Laugarvatni og var meðal hinna fyrstu, er þar stund- uðu nám. Næstu árin herti kreppan tök sín hérlendis sem annars staðar. Ungum bóndasyni var lífsbar- áttan enginn leikur fremur en öðrum. Tók Þórhallur nú að stunda sjó og var á togurum um árabil. Hlé gerði hann á sjó- mennsku um hríð og bjó þá að Fossá í Kjós, en hvarf að svo búnu að fyrri störfum aftur og lét ekki endanlega af sjósókn fyrr en snemma á styrjaldarárunum, eft- ir ýmsar svaðilfarir raunar í utan- landssiglingum, þar sem stundum mun hafa verið teflt á tæpasta vað. Alkominn í land fékkst Þór- hallur við ýmis störf um hríð, en réðist síðan til Kristjáns Siggeirs- sonar. Þar var hann fastur starfs- maður um þrjá tugi ára, lauk iðn- námi og aflaði sér fullra réttinda og lét ekki af störfum fyrr en heilsan brást honum á útmánuð- um árið 1975. Þórhallur undi einkar vel hag sínum hjá þeim feðgum, Kristjáni Siggeirssyni og Hjalta Geir, en hann stýrði hús- gagnaverksmiðju föður síns hin síðari ár Þórhalls. Jafnframt vann Þórhallur löngum ýmis verk á eigin spýtur, enda var hann eftirsóttur til smíða innan stokks sem utan og vann raunar myrkr- anna á milli meðan þrek entist. Árið 1936 kvæntist Þórhallur eftirlifandi eiginkonu sinni, Hall- dóru Ölafsdóttur frá Fossá i Kjós. Þeim varð þriggja barna auðið. Var Ölafur Asberg elstur i þeim hópi, en siðar komu systur tvær, Dóra og Asbjörg. Ólafur var heilsuveill frá fæðingu og féll frá á þrítugsaldri. Asbjörg er enn ung að árum og stundar mennta- skólanám í Reykjavík. Fyrstu búskaparárin voru þeim Þórhalli og Halldóru um margt örðug, en úr tók að rætast, þegar cnm Ber er hver ad baki nema sér bródur eigi.... Við köllum þá bræður, nýju norsku skólapokana, arftaka „gömlu” skólatasknanna. Pokar þessir eru fisléttir en sterkir mjög. Endurskinsmerki fylgir hverjum poka og eru þeir því góðir fyrir barnið í umferðinni. Faðir minn JÓN BENEDIKTSSON, fyrrum bóndi að Húnsstöðum, andaðist á sjúkrahúsinu á Blönduósi hinn 1 4 þ.m Jarðarförin fer fram að Blönduósi laugardaginn 1 7 þ m kl 2 e h Fyrir hönd vandamanna, María Jónsdóttir t Móðir min GUÐRÍÐUR MAGNÚSDÓTTIR. Hagamel 40, andaðist í Borgarspitalanum 1 5 desember Elinborg Jónasdóttir t Móðir okkar, tengdamóðir og amma, SVAVA MARIONS, Kjartansgotu 5, andaðist á Landspítalanum að kvöldi miðvikudags 14 þ.m Agnar Alf reðsson Elsa Alfreðsdóttir Erlingur Hansson og barnabörn t Konan mín, RAGNHEIÐUR ELÍSABET JÓNSDÓTTIR, frá Hjartarholti i Stafholtstungum, lést að heimili okkar að Ægissíðu 115, 14 desember Númi Sigurðsson. t Maðurínn minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, SIGURÐUR R GUÐMUNDSSON, Vatnsnesvegi 15. Keflavik, verður |arðsunginn frá Keflavikurkirkju laugardaginn 1 7 desember kl 1 30. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Slysavarnarfélag íslands Ingibjórg Ólafsdóttir. börn, tengdabörn og barnabörn. t Faðir okkar. tengdafaðir og afi INGVAR ÁSGEIRSSON, frá Geitagili, Örlygshöfn, verður jarðsunginn frá Sauðlauksdalskirkju, laugardaginn 11 desem- ber kl 2 e h Börn, tengdabörn og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.