Morgunblaðið - 16.12.1977, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 16.12.1977, Blaðsíða 32
ÚTVEGSSPIUÐ sölusími 53737 FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 1977 Demantur M æðstur eðalsteina - (@ull & Laugavegi 35____ Særótið: Viðlagatrygging bæt- ir tjón á húseignum og lausafjármunum ,,„ÞAÐ er ljöst, aö viölagatrygg- ing bætir þad tjón sem orðið hef- ur á húseignum og lausafjármun- um í særótinu, sem gekk yfir Stokkseyri, Eyrarbakka og Grindavík í fyrradag,“ sagði As- geir Ólafsson formaður stjórnar Viðlagatryggingar þegar Morgun- blaðið ræddi við hann í gær. Að því er Ásgeir Ólafsson sagði,: þá er enn engan veginn ljóst hve mikið tjón varð á húseignum og lausa fjármunum og einhver tími mun líða þar til það verður ljóst. Asgeir sagði að maður frá Viðlagatryggingu væri farinn austur á Stokkseyri og Eyrar- bakka til að kanna lauslega það tjón, sem þar hefir orðið. Bátarnir fjórir, sem fóru á land á Stokkseyri, eru allir taldir mjög mikið skemmdir, og verður ekki séð fyrr en búið verður að draga þá á flot og koma þeim í slipp hvort viðgerð borgar sig. Bæði eru síður sumra bátanna mjög illa farnar og eins er fjöldi banda sprunginn í þeim. Bátarnir eru allir tryggðir hjá Samábyrgð ís- lands. Morgunblaðinu var tjáð í gær, að það gæti tekið nokkurn tíma að ná bátunum á flot, ekki sizt Bakkavíkinni, sem stendur uppi á hafnarbryggjunni. 1 Grindavík var unnið að því i gær að ná vélbátnum Erlingi KE 20 á flot, en hann stóð á Kvíabryggju i Grindavik þegar fjaraði út i fyrra- dag. Mun auðveldara verður að koma Erlingi á flot en Bakkavik, þar sem Erlingur er aðeins 15 rúmlestir en Bakkavík um 50. Hlaut 16 ár fyrir að bana unnustu sinni írland: Hafnarverkamenn neit- uðu að landa úr Erlingi tRSKIR hafnarverkamenn neituðu í gærmorgun að landa úr skuttogaranum Erlingi GK frá Sandgerði, þegar löndun átti að hefj- ast í írsku hafnarborginni Drogheda. Þegar ljóst var að hafnarverkamennirnir myndu ekki landa fiskin- um fór Erlingur frá Drogheda og er nú ákveðið Jafntefli Sjá bls.: 16 NlUNDU einvfgisskák þeirra Spasskys og Korchnois lauk í gær með jafntefli f Belgrad. Er skákin fór f bið eftir 41 leik var Korchnoi talinn standa heldur betur, en í fram- haldinu varðist Spassky vel og var síðan samið um jafntefli eftir 70 leiki. að togarinn selji í Cuxhav- en n.k. mánudag. Aður en Erlingur kom til Drog- heda var búið að selja enskum fiskkaupendum fiskinn og átti að flytja fiskinn beint i kössum til Hull og Grimsby. Hins vegar hafði verið skýrt frá þvi í írskum blöðum, að landað hefði verið úr íslenzka bátnum Mánatindi á ír- landi á þriðjudag og það mun hafa orðið til þess að hafnar- verkamenn á meginlandi Eng- lands höfðu samband við hafnar- verkamenn í Drogheda og fóru þess á leit við þá að þeir lönduðu ekki fiskinum úr Erlingi og var þessi beiðni samþykkt. Siglufjarðartogarinn Stálvík landaði hins vegar í fyrradag i Hollandi og var aflinn fluttur úr skipinu beint yfir til Englands og ekki var vitað annað í gær en að sá fiskur hefði runnið út á stund- inni, þegar hann kom til Eng- lands, enda er nú mikill fiskskort- ur þar í landi. DÓMUR var f gær kveðinn upp f Sakadómi Reykjavíkur yfir Ein- ari Hirti Gústafssyni, er varð unn- ustu sinni, Halldóru Astvaldsdótt- ur, að bana á Elliðavatnsvegi síð- degis mánudaginn 15. ágúst í sumar. Einar Hjörtur var dæmdur í 16 ára fang- elsi, en frá refsingunni drægist gæzluvarðhaldsvist hans, 121 dag- ur. Dómsforseti greiddi sér- atkvæði þess efnis að hann teldi hæfilega refsingu 12 ára fangelsi en væri að öðru leyti sammála niðurstöðum dómsins. Morgunblaðið fékk í gær eftir- farandi upplýsingar í Sakadómi Reykjavíkur: „1 dag var kveðinn upp dómur í sakadómi Reykjavík- ur í máli, sem höfðað var 1. nóvember sl. gegn Einari Hirti Gústafssyni fyrir manndráp. Ein- ar Hjörtur var sakfelldur fyrir að hafa skotið unnustu sfna, Hall- dóru Astvaldsdóttur, til bana i bifreið þeirra á Elliðavatnsvegi siðdegis mánudaginn 15. ágúst í sumar. Einar var dæmdur i 16 ára fangelsi, en frá refsingunni skal draga gæzluvarðhaldsvist hans í 121 dag. Þá er hann dæmdur tii greiðslu sakarkostnaðar og skot- vopn hans gert upptækt. Að Framhald á bls. 19 Ríkisstjórnin fjallaði uni tilmæli bænda „MALIÐ var til umræðu á fundi ríkisstjórnarinnar í dag og ég lagði fram ýmis gögn, en málið var ekki tekið til af- greiðslu,“ sagði Halldór E. Sig- urðsson, iandbúnaðarráð- herra, er Mbl. spurði hann í ,gær, hvað liði umfjöllun ríkis- stjórnarinnar á tilmælum Stéttarsambands bænda um aðgerðir í kjaramálum bænda. Framhald á bls. 19 Fjárhagsáætlun Reykjavikur fyrir 1978: Rekstrarútgjöld hækka um 37.8% Ekki verður um hlutfallslega hækk- un útsvara í Reykjavik að ræða FJÁRHAGSAÆTLUN Reykja- víkurborgar fyrir árið 1978 var lögð fram á fundi borgarstjórnar Reykjavfkur í gær og fylgdi borg- arstjóri henni úr hlaði með ítar- legri ræðu um fjármál borgarinn- ar. Helztu þættir í fjárhagsáætlun borgarinnar fyrir næsta ár eru þessir: # Heildartekjur borgarsjóðs á næsta ári eru áætlaðar 14.4 millj- arðar króna, sem er 38.2% hækk- un frá áætlaðri útkomu þessa árs. • Rekstrarútgjöld borgarinnar á næsta ári eru áætluð 10.8 millj- arðar króna, sem er 37.8% hækk- un frá áætlaðri útkomu þessa árs. • Aætlað er að verja til gatna- og holræsamála rúmlega 2.2 millj- örðum króna, sem er 36.9% hækk- un frá fjárhagsáætlun yfirstand- andi árs. # Framlög til svonefndra eigna- breytinga, þ.e. til framkvæmda og ýmissa annarra þarfa, nema 3.6 milljörðum króna, sem er 39.5% hækkun frá gildandi fjárhags- áætlun. Birgir Isleifur Gunnarsson # Ef nýbygging gatna og holræsa (sem talin er með rekstrarút- gjöldum) er tekin sérstaklega ásamt framkvæmdalið eigna- breytinga kemur í ljós að áætlað er að verja fil verklegra fram- kvæmda á næsta ári 4.2 milljörð- um króna eða um 38.8% af heildarútgjöldum borgarsjóðs. Helztu tekjur borgarinnar Aðaltekjustofn borgarinnar eru útsvörin og er gert ráð fyrir að þau muni nema á næsta ári 7.4 Framhald á bls. 18

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.