Morgunblaðið - 16.12.1977, Side 21

Morgunblaðið - 16.12.1977, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 1977 21 araskólinn fái rétt til að útskrifa stúdenta?" Þó að sagan hafi þegar afgreitt þetta tilvik, má manninn reyna af því, hvernig hann svarar spurn- ingunni. I örstuttu svari á einni blaðsíðu metur Ágúst lögboðnar og siðboðnar skyldur kennara í ljósi menntunar þeirra, boðar þá stefnu, sem síðar hlaut allsherjar- viðurkenningu, að námsleiðir skuli ekki rata í blindgötu, bendir á sanngjarnt mat á þvi, hvaða námsefni kennara skuli viður- kennt til stúdentsprófs og vekur athygli á brýnum viðfangsefnum í framhaldsnámi kennara. Svari sínu lýkur hann með eftirfarandi orðum: „Til þess að skólinn gæti bæði veitt kennaramenntun og undir- búning undir stúdentspróf tel ég að bæta þyrfti 5. bekk við skól- ann, og væri heppilegast að hann starfaði í tveimur deildum, byggi önnur deildin undir stúdentspróf, en hin deildin veítti sérmenntun fyrir smábarnakennslu eða kennslu í einstökum greinum," — Þessar hugleiðingar kunna nú að virðast langt að baki, en tveimur árum siðar var Ágúst skipaður í nefnd, sem undirbjó nú lög um Kennaraskólann. Þar voru hug- myndir þessar teknar til greina i meginatriðum. Treysti sú löggjöf mjög stöðu skólans og varð for- senda síðari þróunar. í þriðja hefti Menntamála 1957 ritaði Ágúst greinarkorn og nefndi Valfrelsi? Mér var nokkuð kunnugt um hugmundir hans um skóla- og uppeldismál og skrifaði hann grein þessa og birti @ð beiðni minni. Ég get þessa til marks um það, hversu hlédrægur hann var á marga lund og lét sér hægt um að koma skoðunum sín- um fyrir almennings sjónir. Greinin er réttar þrjár blaðsíður lesmáls. Ég dreg í efa að í öðrum stað sé fjallað um jafnmörg meg- inatriði uppeldis með jafnfáum og jafnskýrum islenzkum orðum. Kjarni greinarinnar er, svo sem nafnið bendir til, valfrelsi í námi, en í heild sinni er hún skörp greining á markmiðum og gildi menntunar og hlutverki skóla. Ágúst var atkvæða- og frum- kvæðismaður í félagsmálum starfssystkina við Kennaraskól- ann. Hinn 25. jan. 1959 ritaði hann bréf til menntamálanefndar efri deildar Alþingis f.h. Kenn- arafélags Kennaraskóla íslands. Bréfið er ritað í tilefni af flutn- ingi frumvarps um breytingu á lögum nr. 34/1946. Er það birt í 2. hefti Menntamála 1959. Meginefni frumvarpsins var á þessa leið: „Þó má skipa próflausa kenn- ara, þegar þeir hafa starfað sem ráðnir eða settir kennarar í 10 ár eða lengur, ef hlutaðeigandi skólanefnd, námsstjóri og fræðslumálastjóri mæla með því.“ Bréfið er ekki síður gagnort og efnismikið en greinin um val- frelsi í skólum og birtir skoðun Ágústs og kennarafélagsins á verðleikum kennara, menntun þeirra, skyldum og starfsskilyrð- um. Er það merk heimild um þró- unarsögu íslenzkrar kennarahug- sjónar. Námsflokkar Reykjavíkur, stofnun þeirra og stjórn voru rík- ur þáttur í lífsstarfi Agústs. Þar sannreyndi hann í -verki þær kenningar, er hann lýsti i grein- inni um valfrelsið, og trúi ég að viðgangur þeirra sé skýrt dæmi um það, hversu raunsær og glögg- ur Agúst var á brýnar þarfir og varanleg gildi. Námsflokkarnir döfnuðu undir stjórn hans, námsgreinum fjölg- aði og starfið þróaðist. Þeir voru um skeið einn fjölmennasti fram- haldsskólinn í höfuðborginni. Oft velti ég þvi fyrir mér, hvort kenn- arasveit annars skóla mýndi bet- ur mönnuð á landi hér. Ef fast þykir að orði kveðið, er vert að minnast þess að Ágúst sótti drjúg- * an liðsafla í raðir prófessora við Háskóla Islands. — Kennsluna sóttu nemendur að starfsdegi loknum. Hópurinn var ákaflega sundurleitur á flesta lund, menn voru á öllum aldri, gegndu ólikum störfum, áttu breytilegan náms- feril að baki og bjuggu við ólíkan hag. Sameiginlegur öllum var ein- lægur vilji á því að bæta menntun sína og torfundnir ánægjulegri nemendur. — Áratugir liðu frá því að Agúst kom námsflokkun- um á laggirnar 1939 til þess er fullorðinsfræðsla, símenntun, ævimenntun og önnur hliðstæð hugtök urðu kjörorð og yfirskrift á stefnulýsingum umbótamanna í fræðslumálum. Einhverju sinni á þeim árum er ég var hvað léttastur til verka bað Ágúst mig og nokkra unga kenn- ara við námsflokkana að hjálpa sér kvöldstund við að skrá nem- endur og raða þeim i flokka. Hófst verkið laust eftir kvöldmat. Mér hafa jafnan þótt haustnætur langar, en svo leið kvöldið, að ekki var slakað á vinnunni og ekki var orði að þvi vikið fyrr en á sjötta tímanum um morguninn. Þá þakkaði Agúst okkur vel unnið verk, en engan vott sá ég þess, að honum þætti vinnutiminn umtals- verður að öðru leyti. Þannig komst hann yfir tvöfalt verk. Ég þakka Agúst samfylgdina og ástvinum hans flyt ég samúðar- kveðjur. Broddi Jóhannesson I þessum minningarorðum er ekki ætlunin að rekja ævi-, náms- og starfsferil Ágústar Sigurðsson- ar cand. mag. Ætlunin er einkum að minnast verka hans sem náms- bókahöfundar. Fyrsta dönskukennslubók Ágústar, „Danski leskaflar fyrir islenska skóla“, kom út árið 1938. Sú bók og síðari útgáfur „Danskra leskafla" bera glöggan vott um áhuga höfundarins á að bæta þann bókakost sem völ var á fyrir dönskunám í skólum lands- ins og gera efnið nútímalegt og fjölþætt. Auk frásagna og bók- menntalegs efnis í lesköflunum fær fræðandi efni um atvinnu- og þjóðlíf meira rúm í þessum bók- um en áður hafði tiðkast i hlið- stæðum verkum. 1939 — 1940 komu út byrjenda- kennslubækur eftir Agúst, „Kennslubók i dönsku I—II“. Þær bera með sér að höfundur hefur keppt að því marki að semja bækur sem gætu gert nám- ið sem auðveldast og árangursrík- ast. I formála segir: „ — hefur verið lögð áhersla á að gera þessa byrjendabók eins auðvelda og frekast er unnt“. Til þess að ná þvi markmiði velur höfundur efni og framsetningu, sem var nýjung hér á landi á þeim tíma og hefur áreiðanlega kostað mikla vinnu og yfirvegun, og ber vott um við- leitni hans til að setja sig í spor nemandans. Agúst Sigurðsson vann að því alla ævi að gera kennslubækur sínar betri og aðgengilegri. Þetta kemur glöggt í ljóst þegar hinar Framhald á bls. 19 LÆKJARGÖTU 2 SÍMI FRÁ SKIPTIBORÐI 28155

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.