Morgunblaðið - 16.12.1977, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 16.12.1977, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 1977 25 þau umskipti uröu á högum Þór- halls, sem fyrr var getið. A þeim árum var Laugarneshverfi að rísa, og byggðu þeir Þórhallur og Magnús Ölafsson, mágur hans, hús að Hoftiegi 6. Þar bjó Þórhall- ur til æviloka, og kona hans og yngri dóttir njóta þar enn þeirrar alúðar, er lögð var við byggingu og umsjá heimilisins góða. Þegar ég lit um öxl og minnist þess kvölds fyrir meira en 17 ár- um, er ég í fyrsta sinni hitti Þór- hall Þorkelsson, er sem ég heyri hvislað: „Smiður er ég nefndur. Og hvað get ég nú gert fyrir þig, vinur sæll? A ég að hjálpa þér að byggja upp þinn heim og hennar dóttur minnar, eins og ég alla daga hef verið að baksa við að hyggja upp mína eigin veröld og minna nánustu og fjölmargra annarra og mun gera það meðan ég get á fótunum staðið“. Já, mér er sem ég heyri þau hvísluð, þessi orð. Þórhallur Þorkelsson var enginn málrófs- maður. Sjálfur hefði hann aldrei sagt neitt þessu likt og sjálfsagt hreint ekki kannast við þá mann- lýsingu, er ég reyndi að bregða á loft framar í þessu máli. Þórhalli Þorkelssyni var þannig farið, að hann gerði það, sem ég og margir aðrir finnum okkur kallaða til að tala um, — gerði það og vissi ekki af því sjálfur. Nú skyldi enginn halda, að ég með þessum orðum hyggist hamra á einni saman óvenjulegri elju- semi Þórhalls til allra verka elleg- ar vegsama listamannshendur hans. Mér er jafn ofarlega í huga drengurinn góði, fjölskyldufaðir- inn hjartahlýi, vinur í hverri raun. Syni sínum örkumla fylgdi hann tvívegis um haf við skilyrði, sem örðugri voru en orð fá lýst. Konu sinni og dætrum báðum unni hann hugástum og lét eng- um steini óvelt úr götu þeirra, allt til enda. Sjálfur lærði ég snemma að leita til hans með stórt og smátt, þessa dula, en gjörhugula manns, sem fátt kom á óvart og vissi úrræði í hverjum vanda. Og afabörnin bæði áttu hug hans all- an um það er lauk, enda er harm- ur þeirra eftir afa sinn látinn djúpur og fölskvalaus. Hljóður, + Útför fósturmóður minnar KRISTÍNAR SIGRÍÐAR EBENEZERSDÓTTUR frá Flateyri, Melgerði 18, Kópavogi. er andaðist þriðjudaginn 6 desember, fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 1 6 desember kl 1 3 30 F.h vandamanna, Ebenezer Sturluson. + Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför móður okkar. KRISTÍNAR ÓLAFÍU EINARSDÓTTUR Gústaf Ófeigsson. Dagbjört Guðbrandsdóttir. Einar Guðbrandsson, Margrét Guðbrandsdóttir. Sigrún Guðbrandsdóttir + Þökkum öllum sem sýndu okkur samúð og vináttu við andlát og útför mannsins mins, föður. tengdaföður, afa og langafa SVEINS JÓNSSONAR, húsasmiðameistara frá Seglbúðum. Stangarholti 10 sem andaðist 24 nóvember Sérstaklega þökkum við starfsfólki á Landakotsspitala og einkum á deild 1-A fyrir ómetanlega nærgætni og hjúkrun Lilja Steingrimsdóttir. Jóhanna Sveinsdóttir. Guðmundur Agústsson. Kristinn Guðmundsson. Guðmundur G uðmundsson, Sveinn H. Guðmundsson, Málfriður Ellertsdóttir, Jóhannes Sveinn. + Þökkum innilega samúð við fráfall og útför móður, tengdamóður og ömmu LOVÍSU HELGADÓTTUR Sigriður Einarsdóttir, Sigurður Bárðarson, Kristín Leifsdóttir og barnabörn. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát og jarðarför eiginmanns mins, föður okkar, tengdaföður og afa, GUOJÓNS JÓNSSONAR, Seljavegi 31. Magnea Halldörsdóttir Jón Guðjónsson Helga Þorleifsdóttir Grétar Guðjónsson 1 Jóhanna M Gestsdóttir Bogi Þ. Guðjónsson Margrét Viggósdóttir Þórmar Guðjónsson Guðrún Stefánsdóttir Hlin Guðjónsdóttir Pétur Goldstein Einar Guðjónsson Guðrún Árnadóttir Hilmar Guðjónsson Guðrún Guðmundsdóttir Bragi Guðjónsson Ásta Andersen Elisa Mohler Warren Mohler og barnabörn svo að auðvelt var að misskilja, en hjartahlýr og trúr, fágaði Þórhall- ur með nærveru sinni einni sáman marga þá gersemi, er lifa mun í hugum okkar allra jafn lengi og þeir gripir góðir, sem hann lét okkur eftir til að hand- leika að honum látnum. Þannig var hann, smiðurinn sá, sem við kveðjum í dag. Úr fá- tæktarvölum eigin andstreymis hlóð hann upp gæfuveg minn og allra þeirra annrra, er honum voru áhendir. Ég á honum mikið að þakka. Aðrir nauðhleytamenn eiga honum mikið að þakka. Öll eigum við Guði mikið að þakka fyrir að hafa gefið okkur slíkan föður og afa, eiginmann og bróð- ur, félága og vin. Megi almáttugur Drottinn vor og felsari, Jesús Kristur, taka við þessu barni sínu, þessum kyrrláta og hæverska samverkamanni, sem nú hefur örþreyttur við leiðarlok fundið þá væru hvild, sem hann aldrei veitti sér sjálfur, en hefur þó svo fullkomlega til unnið. Heimir Steinsson. Það er ekki sársaukalaust að setjast niður til að kveðja með nokkrum orðum látinn sam- ferðarmann og vin í áratugi. Mann, sem ekki mátti vamm sitt vita í neinu, hjálpfúsan og hrein- skiptinn, sem hafði bætandi áhrif á umhverfi sitt og mannlífið. Þegar litið er til baka til horf- inna ára og rifjuð upp samskiptin við þennan horfna vin, getur ekki hjá því farið, að hugurinn fyllist þakklæti fyrir það að hafa verið svo lánsámur að njóta samfylgdar svo góðs manns sem Þórhallur Þorkelsson var, sem við nú í dag sendum hinztu kveðju okkar. Hinn 14. ágúst árið 1944 réðst Þórhallur til -starfa til föður mins, Kristjáns Siggeirssonar við fram- leiðslustörf, þá 34 ára og ófag- lærður. Lagni hans, dugnaði og árvekni var viðbrugðið. Vart var hægt að ímynda sér úrræðabetri mann en Þórhall. Eftir nokkurra ára störf við húsgagnaframleiðslu settist hann á skölabekk þó fjöl- skyldurnaður væri og eldri að ár- um en almennt gerðist, og hóf að afla sér réttinda sem fullgildur húsgagnasmiður. Lauk hann því námi á tilskildum tíma með mestu sæmd. Starfaði hann við fyrirtæk- ið að heita má óslitið i um 31 ár, eða til ársins 1975, er hann varð að hætta störfum sökum heilsu- brests. Bar fundum okkar eftir það sjaldnar saman, en alltaf bar hann sig vel, kvartaði ekki og dró fram í dagsljósið bjartari hliðar lífsins. Þórhallur var gæfumaður i einkalífi sínu. Hann kvæntist eft- irlifandi konu sinni, Halldóru Öl- afsdóttur frá Fossá í Kjós, hinn 30. maí árið 1936. Leyndi sér ekki sú virðing, sem hann bar fyrir konu sinni og heimili, þótt dulur væri. Eignuðust þau 3 börn, Ólaf, sem var elztur, Dóru, húsfreyju í Skálholti, gifta séra Heimi Steins- syni, skólameistara, og Asbjörgu, Framhald á bls. 23 + Innilegt þakklæti færum við öllum þeim, sem vottuðu okkur samúð og vináttu við fráfall og jarðarför eiginmanns míns, föður. tengdaföður og afa ARNBJÖRNS GUÐJÓNSSONAR Rafvirkjameistara Erluhrauni 9 Sérstakar þakkir til lækna og starfsfólks á Landspitalanum Jóna Ásgeirsdóttir Guðjón Arnbjörnsson Oddný Gunnarsdóttir Kristinn Arnbjörnsson Sjöfn Arnbjörnsdóttir Edda Arnbjörnsdóttir Sveinn Auðunn Jónsson og Gunnar Þór. Matthías Johannessen Söluumboð: Bókaútgáfan Hildur. Sfmar 44300 — 43880. Sverrir Haraldsson Vönduð og fögur sem vinagjöf. Bókin um Sverri iðar af lífi og fjöri og er full af fögrum myndum af verkum hans. Frásögn Sverris, sem Matthfas Johannessen skáld hefur skráð er litrík og full af blæbrigðum um lífið og listina. Bráðskemmtileg aflestrar eins og fyrri bækur Matthíasar. íslenskur og enskur texti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.