Morgunblaðið - 16.12.1977, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 16.12.1977, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 1977 11 Matthfas A. Mathiesen fjármála- ráðherra. a* ræða, jregar hvorttveggja er komið inn i dæmið, útgjalda- og tekjuauki, nemur því um 7.6 milljörðum króna. Þennan vanda hyggst ríkisstjórnin leysa: 1) Með Iækkun rfkisútgjalda, eins og greint hefur verið frá hér á Alþingi, um rösklega 3.7 millj- arða kr. 2) Með tekjuöflun upp á svip- aða upphæð. Skyldusparnaður og ráðstafanir í ríkisfjármálum Ráðherra sagði að frumvarp um ofanskráð efni ætti að færa ríkis- sjóði aukin fjárráð sem næmi 1.5 milljörðum króna. Þar af gæfi 10% skyldusparnaður af hærri tekjum um einn milljarð (láns- fé), tvöföldun flugvallargjalds á utanlandsferðir 300 m.kr., og heimild til ál. gjalds á gjaldeyris- leyfi 200 m. kr. Frumvarp um hækkun sjúkra- tryggingagjalds, brúttóskatts, gæfi 1.900 m. kr. Jöfnunargjald á innfl. sælgæti, kex og brauðvöru 300. m. kr. Loks sagði ráðherra: ,,Þær ráðstafanir, sem hér hef- ur verið lýst, eru nauðsynlegar til þess að tryggja það, að þeim þjóð- hagslegu markmiðum sem sett voru fram 1 fjárlagafrumvarpi, verði náð á næsta ári, auk þess sem jafnvægi 1 ríkisfjármálum er nauðsynleg forsenda við stjórn efnahagsmála á næsta ári. Séu áhrifin af þeim ráðstöfunum, sem hér hefur verið stuttlega lýst, dregin saman, er niðurstaðan sú, að einkaneyzla er talin aukast á næsta ári um 6% eða rúmlega það, sem er svipað hlutfall og miðað er við í fjárlagafrumvarpi. Opinberar framkvæmdir dragast saman um nær 9% eða nokkru meira en samkvæmt fjárlaga- frumvarpi. Aukning þjóðarút- gjalda og þjóðarframleiðslu yrði eftir sem áður svipuð og lagt var til grundvallar við gerð fjáriaga- AIÞMGI frumvarps eða364% og viðskipta- halli ekki meiri en áþessu ári.“ Tímabundið vörugjald Ráðherra sagði að í frumvarpi til fjárlaga væri gert ráð fyrir því að tímabundið vörugjald gæfi 700 m. kr. í rikistekjur. Þessi skattur hafi fyrst verið settur á 1975 sem timabundinn skattur og sá kostur væri enn valinn, enda sérstakar aðstæður varðandi nauðsyn tekju- öflunar til að ná hallalausum ríkisbúskap. Fjáröflun til vegagerðar Ráðherra sagði benzíngjald nú 23.38 kr. á hvern lítra. Samkvæmt lagaheimildum má hækka gjald þetta þegar upp i kr. 29.00. Með frumvarpi þessu væri gert ráð fyrir að hækka gjaldið um kr. 7.50 á hvern litra umfram þessar kr. 29.00. Hins vegar er í fjárlaga- frumvarpi hækkað framlag rikis- sjóðs til vegagerðar þann veg, að rikissjóður tekur í raun ekkert til sin af hækkun benzíngjalds. Því er ætlað að fara alfarið til þess að bæta vegakerfið í landinu. Jöfnunargjald á sælgæti Ráðherra sagði frumvarp um jöfnunargjald á innflutt sælgæti, kex og brauðvörur hafa tvíþættan tilgang. Með innheimtu 40% jöfn- unargjalds á innflutt sælgæti og 32% jöfnunargjalds á kexi væri ísl. iðnfyrirtækjum tryggð hófleg vernd, sem ætlað er að gildi áfram eftir 1. jan. 1978, þegar tollar á þessum vörum hafa að fullu verið felldir niður, skv. samningum. Þá á jöfnunargj. að brúa bil milli hráefnaverðs innan- lands, einkum á mjólkur- og und- anrennudufti, og hráefnisverð er- lendis. Slíkt jöfnunargjald hefur fulla stoð í samningum sem við höfum gert við EFTA og EBE sagði ráðherra. Viðbrögð stjórnarandstöðu Lúðvík Jósepsson (Abl) sagði ríkisstjórnina stefna að stórauk- inni skattheimtu. Það kæmi m.a. fram í ákvörðun skattvisitölu, sem þyngja myífdi tekjuskatt verulega. Þá kæmi sjúkratrygg- ingagjald á útsvarsgjaldstofn, og yki skattbyrði, þvert á heit við gerða kjarasamninga. Þessar að- gerðir tvær gæfu ríkissjóði um 4 milljarða úr vasa skattborgara. LJÖ deildi hins vegar ekki á skyldusparnað á hátekjur né ben- zíngjald, ef tryggt væri, að slíkt gjald gengi alfarið til þess að bæta vegakerfið. Benedikt Gröndal (A) sagði ekki ágreining um yfirlýst mark- mið ríkisstjórnar varðandi halla- lausan ríkisbúskap, viðnám gegn verðbólgu og lækkun viðskipta- halla. Hins vegar væri deilt um leiðir að þessum markmiðum. Tekjuöflunarvandinn, sem við blasti i fjárlagadæminu, væri um 7 milljaróar. Deildi hann á þá tekjuöflunarleiðir, er fælust i auknum álögum á venjulegt launafólk í landinu. Ennfremur á þá stefnu að draga úr útgjöldum til félagslegra þátta en auka ein- staklingsþátt í þjóðarútgjöldum. BGr. sagðist ekki andvígur skyldusparnaði. Flugvallargjald væri hins vegar gjald á æskilegar orlofsferðir, sem tekizt hefði að gera við almennings hæfi. BGr. deildi og á benzínskattinn. Taldi að skattleggja hefði átt fremur hinar dýrari bifreiðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.