Morgunblaðið - 16.12.1977, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 16.12.1977, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 1977 17 Tillaga um sölu Alberts: Tekur af okkur varaskipið — segir Þröstur Sigtryggsson, skipherra MEÐAL niðurskurðarlillagna ríkisst jórnarinnar er iækkun útgjalda vegna landhelgisgæzl- unnar um 1S0 milljónir króna með því að hætta rekstri varð- skipsins Alberts og selja skip- ið. „Með þessari ráðstöfun verð- ur tekið af okkur varaskipið," sagði Þröstur Sigtryggsson, sem nú gegnir störfum for- stjóra Landhelgisgæzlunnar í fjarveru Péturs Sigurðssonar. Þröstur sagði, að Albert hefði að undanförnu verið notaður sem varaskip, þannig að gripið væri til hans, þegar eitthvert stóru varðskipanna stöðvaðist vegna viðhalds eða bilana. Þröstur sagði, að starf land- helgisgæzlunnar hefði síður en svo minnkað. „Meðan átökin við útlendinga og eftirlit voru í algleymingi má segja að við höfum lítið sem ekkert getað sinnt eftirliti með veiðum ís- lenzkra skipa og önnur verk- efni voru líka látin sitja á hak- anum," sagði Þröstur. ,,En eftir að útlenoTngarnir hafa horfið, höfum við aftur getað sinnt eftirliti með íslenzkum skipum og öðrum verkefnum og við það hefur verið nóg áð gera. Þá virðist mér að talsverðs aukins eftirlits með veiðum íslenzkra skipa sé þörf með vaxandi stjórnunaraðgerðum á veiðum þeirra." Auk Alberts rekur Land- helgisgæzlan fjögur stór varð- skip og Arvakur, en síðasttalda skipið er oft bundið i sérhæfð- um verkefnum. „í sóknogvörn” Ræður og ritgerðir eftir Eystein Jónsson Almenna bókafélagið hefur sent frá sér nýja bók eftir Eystein Jónsson fyrrv. ráðherra. Ber hún heitið ,,I sókn og vörn“ og er ræðu- og ritgerðasafn. Jón Helga- son ritstjóri hefur annazt útgáf- una og ritar formála um höfund- inn, þar sem hann gerir grein fyrir ævi hans og störfum. Auk þess ritar hann stutt aðfaraorð fyrir hverjum kafla, en hún skipt- ist í 15 kafla. þeim, sem vill kynna sér íslenzka samtiðarsögu. Siðustu árin hefur Eysteinn Jónsson helgað sig náttúruvernd og útivistarmálum, og er hér einn- ig að finna sýnishorn af greinum sem hann hefur ritað um þau efni.“ í sókn og vörn er 302 bls. að stærð. Eysteinn Jðnsson Listi Alþýðubandalags í Reykjaneskjördæmi Aftan á bókarkápu segir á þessa leið: „í Sókn og vörn er ræðu- og ritgerðasafn Eysteins Jónssonar frá meira en 40 ára stjórnmála- ferli hans. Höfundurinn var ráð- herra tæpan helming þessa tíma og allan tímann helzti forystu- maður næststærsta stjórnmála- flokksins og einn af áhrifamestu stjórnmálamönnum landsins. Bók hans er því ekki aðeins frum- heimild um sjónarmið Fram- sóknarflokksins, heldur einnig ómissandi upplýsingárit hverjum KJÖRDÆMISRAÐ Alþýðubanda- lagsins í Reykjaneskjördæmi hef- ur ákveðið framboðslista flokks- ins við næstu Alþingiskosningar. Listann skipa: 1. Gils Guð- mundsson, alþingismaður, Reykjavik. 2. Geir Gunnarsson, alþingismaður, Hafnarfirði. 3. Karl Sigurbergsson, skipstjóri, Keflavik. 4. Bergljót Kristjáns- dóttir, kennari, Hafnarfirði. 5. Svandis Skúladóttir, fulltrúi, Kópavogi. 6. Björn Ólafsson, verk- fræðingur, Kópavogi. 7. Albína Thordarson, arkitekt, Garðabæ. 8. Kjartan Kristófersson, vélstjóri, Grindavík. 9. Njörður P. Njarð- vík, lektor, Seltjarnarnesi. 10. Magnús Lárusson, húsgagnasmið- ur, Mosfellssveit. Prófkjörsreikningar: Kostnaður Benedikts Gröndal 424 þús. kr. — lagði sjálfur fram 77.317 krónur BENEDIKT Gröndal, formaður Alþýðuflokksins, hefur birt reikninga vegna þátttöku sinnar í prófkjörinu í Reykjavík. Niður- stöðutöiur reikninganna eru 423.817 krónur og kemur fram, að Benedikt hefur sjálfur lagt fram 77.317 krónur. Reikningarnir eru sem hér segir: Tekjur: Framlög á kjörd Auglýsingar Eigið fé . kr. . kr. . kr. 86.500 260.000 77.317 kr. 423.817 Gjöld: Húsnæði . kr. 38.000 Prentun 283.400 Simakostnaður . kr. 76.577 Ritföng .. kr. 5.740 Kaffi og gosdrykkir . kr. 20.100 kr. 423.817 1 skýringum með reikningnum segir Benedikt, að skýringin á há- um prentkostnaði og auglýsinga- tekjum sé útgáfa 8 siðna blaðs og ennfremur segir hann, að ekki sé unnt að reikna framlög áhuga- fólks, tíma, húsnæði, síma, bíla og ýmislegt fleira. Engin kæra hefur borizt MORGUNBLAÐIÐ spurði i gær Þórarin Þórarinsson, for- mann útvarpsráðs, hvort ráðið hefði tekið fyrir þá gagnrýni, sem komið hefði fram á frétta- flutning ríkisfjölmiðlanna i sambandi við undanrennu- málið svonefnda. Þórarinn kvað enga kæru hafa borizt ráðinu um fréttaflutning ríkis- fjölmiðlanna og þvi hefði þetta ekki komið á dagskrá á fundi útvarpsráðs. Síðasti fundur var nú á föstudag. Listi framsóknar- manna í Kópavogi Framboðslisti framsóknarmanna við næstu bæjarstjðrnarkosning- ar í Kópavogi hefur verið ákveðinn og er hann þannig skipaður: 1. Jóhann H. Jónsson bæjarfull- t'rúi Nýbýlavegi 48. 2. Skúli Sigur- grímsson bankafulltrúi Kársnes- braut 99. 3. Magnús Bjarnfreðs- son bæjarfulltrúi Lundarbrekku 4. 4. Jón Sigurðsson ritstjórnar- fulltrúi Auðbrekku 31. 5. Sólveig Runólfsdóttir gjaldkeri Auð- brekku 17. 6. Ragnar Snorri Magnússon skrifstofumaður Lundarbrekku 4. 7. Guðrún Ein- arsdóttir skrifstofumaður Fífu- hvammsveg 31. 8. Dr. Bragi Árnason prðfessor Auðbrekku 1. 9. Jóhanna Valdimarsdóttir verk- stjóri Kársnesbraut 139. 10. Guð- mundur Þórðarson héraðsdóms- lögmaður Stórahjalla 11. 11. Örn Andrésson prentari Lundar- brekku 10.12. Kristján Ingimund- arson framkvæmdastjóri Viði- hvammi 3. 13. Anna Ágústsdóttir húsmóðir Kjarrhólma 32. 14. Grímur S. Runólfs. framkvæmda- stjóri Álfhólsvegi 8 A. 15. Krist- ján G. Guðmundsson húsasmiður Þinghólsbraut 13. 16. Auðunn Snorrason blikksmiður Furu- grund 50. 17. Guðmundur H. Jóns- son framkvæmdastjóri Hlíðarvegi 14. 18. Gestur Guðmundsson skrifstofumaður Meðalbraut 8. 19. Salomon Einarsson deildar- stjóri Löngubrekku 10. 20. Ingjaldur Isaksson bifreiðastjóri Álfabrekku 11. 21. Þorbjörg Halldórs frá Höfnum Hófgerði 6. 22. Jón Skaftason alþingismaður Sunnubraut 8. Þingsályktun- artillaga um veiðisamning við Færeyinga LÖGÐ hefur verið fram tillaga til þingsályktunar á Alþingi um staðfestingu á niðurstöðum viðræðna um gagnkvæmar fiskveiðiheimildir íslendinga og Færeyinga. Hljóðar hún svo: „Alþingi ályktar að staðfesta niðurstöður viðræðna um gagnkvæmar veiðiheimildir Is- lendinga og Færeyinga, sem undirritaðar voru 12. desem- ber s.l.“ Jón Þorsteinsson: Húsfreyjukaupið í verðlagsgrundvellinum Samkvæmt úrskurði yfir- nefndar er kaup bóndans í bú- vörugrundvellinum miðað við kaupgjald iðnaðarmanna og verkamanna þannig að 54,8% reiknast eftir kaupi iðnaðar- manna en 45,2% eftir kaupi verkamanna í 2. og 3. taxta Dagsbrúnar. Þetta eru ná- kvæmlega sömu hlutföll og bændur hafa áður samið um innan sexmannanefndar. í úr- skurði yfirnefndar er kaup hús- freyju miðað við 2. taxta Dags- brúnar eftir fjögurra ára starf, en undir þann taxta fellur með- al annars byggingavinna, jarð- vinna með handverkfærum, vinna við fóðurblöndunarvélar, almenn vinna í sláturhúsum og aðstoð við fagvinnu. Þetta er mjög hliðstæður taxti og áður gilti um kaup húsfreyjunnar. Vinna húsfreyjunnar hefir aldrei verið metin að hluta sem iðnaðarmannavinna. Fulltrúar bænda kröfðust þess í haust að bændum og hús- freyjum yrði úrskurðuð sömu laun á klukkustund i verðlags- grundvellinum, en létu ógert að rökstyðja þessa kröfu í greinar- gerð sinni til yfirnefndar. Full- trúar neytenda voru kröfunni andvígir. Yfirnefndin hafnaði kröfu bænda, þar sem hún taldi að eigi væri um jafnverðmæt störf að ræða. Verkstjórar hafa hærri laun en verkamenn, eins hafa faglærðir hærri laun en ófaglærðir. A svipuðum for- sendum er það reist hjá yfir- nefndinni, að bóndanum beri hærri laun en húsfreyjunni við landbúnaðarstörfin. Á það ber einnig’að lita að starf bóndans er aðalstarf en starf húsfreyj- unnar við landbúnaðarfram- leiðsluna er íhlaupavinna. Fulltrúar bænda i sexmanna- nefnd hafa nú kært meirihluta yfirnefndar fyrir jafnréttisráði fyrir brot á lögum um jafnrétti kvenna og karla. Þessi kæra er með tilvísun til framanritaðs á algerum misskilningi byggð, énda getur jafnréttisráð ekki sagt yfirnefnd fyrir verkum. Ef til vil hefði málið þróast á ann- an veg, ef yfirnefndin hefði skírt húsfreyjuna upp og kallað hana starfskraft á nútímavísu, en yfirnefndin hefir það sér til málsbóta að húsfreyjunafnið á sér stoð i framleiðsluráðslögun- um og langri hefð. Eftir að jafn- réttislögin frá 1973 gengu í gildi hafa bændafulltrúarnir sjálfir samið um það fjórum sinnum innan sexmannanefnd- ar, að bóndinn skuli hafa hærri laun en húsfreyjan. Því eru bændafulltrúarnir nú að kæra aðra fyrir það sama og þeir hafa sjálfir gert. Hitt er svo annað mál að úr- skurður yfirnefndar, sem er fyrst og fremst fjárhagsáætlun, hindrar bóndann ekki í því að borga húsfreyju sinni i reynd sama kaup og sjálfum sér, ef hann vill. Jafnan er það svo að bóndinn og húsfreyjan eru hjón og eiga búið i sameiningu. Afrakstur búsins skiptist þá jafnt á milli þeirra hvernig sem vinnuverðmætið er mælt eða metið. Flestum er ljóst að lengi hef- ir ríkt röng stefna í landbúnað- armálum, sem nú hefir leitt til öngþveitis hjá bændastéttinni. Þetta hefir ruglað forystumenn bænda svo í riminu, að þeir beina nú reiði sinni að yfir- nefndinni og úthrópa hana með kærum og mótmælum. í þess stað ættu bændaleiðtogarnir að íhuga vandann í ró og næði í þeim tilgangi að leita betri úr- ræða heldur en þeirra aó taka skattfé af bændastéttinni til að endurgreiða bændum tapið af offramleiðslunni. Leiðtogarnir gætu einnig íhugað þann hrika- lega vanda, sem bændastéttin stæði frammi fyrir við sölu af- urða sinna, ef allar kröfur bænda um verðhækkanir hefðu verið teknar gildar af yfir- nefnd. Sannleikurinn er sá að með úrskurði yfirnefndar hlutu bændur meiri leiðréttingu mála sinna en þeir hafa að jafnaði áður fengið með samningum við neytendur. I ljósi þessarar staðreyndar eru bændur nú all- vel í stakk búnir til þess að gera vel við sínar húsfreyjur, ef þeim búður svo við að horfa. Jón Þorsteinsson fulltrúi íyfirnefnd

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.