Morgunblaðið - 16.12.1977, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 16.12.1977, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 1977 Morgunblaðið óskar eftir blaðburðarfólki VESTURBÆR Granaskjól. AUSTURBÆR Sjafnargata Miðtún, Sóleyjargata Upplýsingar í síma 35408 tffgmilrlflfrifr Jónína Bjömsdótt- ir—Minningarorð Ég get ekki látið hjá líða að minnast mágkonu minnar, Jónínu Björnsdóttur, nokkrum orðum, en hún lézt i Borgarspitalanum 9. desember s.l., og verður til mold- ar borin frá Munkaþverárkirkju í Eyjafirði í dag. Mér er tregt tungu að hræra, er ég minnist hennar, því að svo mjög var hún mér hugstæð og kær sakir mikilla mannkosta sinna. Ég minnist hennar fyrst, er hún ung að árum kom á æsku- heimili mitt að Ytri-Tjörnum í Eyjafirði í júlímánuði árið 1928, þá nýgift bróður mínum, sr. Benjamíni Krisjjánssyni, en þau gengu í hjónaband 26. júní 1928. Hún vakti þá þegar sérstaka at- hygli mína vegna glæsileika og hjartahlýju í öllu viðmóti sínu, sem hún átti í ríkum mæli. Þau hjónin dvöldu nokkrar vikur að Ytri-Tjörnum í þetta sinn, en í júlílok héldu þau til Winnipeg i Canada þar sem bróðir minn varð prestur Sambandssafnaðar um fjögurra ára skeið, eða þar til á haustmánuðum árið 1932, að þau fluttu aftur heim í Eyjafjörð, þar sem bróðir minn var kosinn prest- ur í Grundarþingum. Þar dvöldu þau síðan, lengst af að Syðra- Laugalandi, sem gert var að prestssetri, þar til á árinu 1967, að þau fluttu til Reykjavikur, þar sem þau hafa átt heima síðan. Þetta er í stórum dráttum starfs- ferill þeirra, eða hin ytri umgjörð hans, en segir þó ekki þá sögu, sem að baki liggur, sem er miklu meiri og merkari, og er ég viss um, að allir, sem til þekkja eru mér sammála um, að þáttur prestskonunnar hafi verið slíkur, að vart yrði betra á kosið. Ég get ekki hugsað mér, að nokkur prestskona eða húsmóðir hefði Fyrstirog fremstir:TEXAS INSTRUMENTS HEFUR REIKNAÐ ÚT ÞARFIR YÐAR ÚTSÖLUSTAÐIR KEFLAVÍK: Ver. Stapafell VESTMANNAEYJAR: Ver Kjarni SELFOSS: Radio & Sjónvarpsstofan HVOLSVÖLLUR: K.F. Rangæinga VÍK: K.F. Skaftfellinga HÖFN: K.A.S.K. NESKAUPSSTAOUR: K F Fram EGILSSTAÐIR: Gunnar Gunnarsson H/F REYÐARFJÖROUR: K.F. Héraðsbúa SEYÐISFJÖRÐUR: Stálbúðin H/F VOPNAFJÖRÐUR: K F. vopnfirðinga HÚSAVÍK: K.F Þingeyinga AKUREYRI: Filmuhúsið SIGLUFJÖRÐUR: Rafbær H /F BLÖNDUÓS: K.F Húnvetninga ÍSAFJÖRÐUR: Ver. Póllinn Hjá okkur fáið þér vasatölvur frá TEXAS INSTRUMENTS við allra hæfi; einfaldar — fjölhæfar, — en allt góðar vasatölvur. Lítið inn og skoðið úrvalið, og munið, að Texas tölvu er treystandi á. ÞÓRf SÍMI 81500-ÁRMÚLA11 getað gegnt þvf hlutverki betur en mágkona mín, enda var það alla tíð yndi hennar í lifinu að taka á móti gestum og veita þeim sem beztan beina, og aldrei held ég að henni hafi liðið eins vel og þegar sem fjölmennast var í kringum hana. Það var alltaf einhver hljóðlát reisn yfir mágkonu minni, þannig að allir hlutu að bera virðingu fyrir henni. Það var ekki þóttafull reisn, heldur reisn hjartans og kærleikans. Aldrei minnist ég þess að hafa heyrt hana hallmæla nokkrum manni, miklu fremur bar hún í bætifláka fyrir þeim, sem hallað var á og var fundvís á málsbætur. Hún var boðberi kær- leikans í lifi sinu og störfum og mátti ekkert aumt sjá, svo að hún reyndi ekki eftir megni að rétta hjálparhönd. Hef ég fáa þekkt, sem báru jafn mikla umhyggju fyrir skylduliði sínu öllu, hvort sem um var að ræða systkini og aðra nána ættingja eða tengda- fólk. Og það fer ekki hjá því, að við brottför slíkra af þessum heimi finnist okkur við vera ber- ari að baki en ella. Um tvítugsald- ur eignaðist Jónína einn son, Björn Ingvarsson, nú yfirborgar- dómara í Reykjavík, en börn áttu þau hjónin ekki saman. Björn hefur verið þeim báðum kær og reynst þeim mikil stoð og stytta, einkum eftir að halla tók undan fæti fyrir þeim aldurs vegna. Þau hjónin tóku í fóstur stúlku- barn, Þóru Björk Kristjánsdóttur og ólu hana upp til fullorðins- aldurs. Hún er nú hjúkrunarkona á Akranesi og gift Jósef H. Þor- geirssyni, lögfræðingi og for- stjóra. Er óhætt að segja, að Þóra Björk hafi komið eins og sólar- geisli inn í líf þeirra, enda hefur hún reynst þeim í hvívetna sem hin bezta dóttir, trygglynd og traust og hjartahlý. Eg hef þessi orð ekki öllu fleiri, enda efa ég, að mágkonu minni væri þökk á því, að ég teldi frekar fram mannkosti hennar, en víst er um það, að af nógu er að taka. Jónína var fædd að Karlsstöð- um í Fljótum 25. júli 1897, dóttir Björns Jónssonar bónda og skip- stjóra þar, og konu hans, Guðríðar Hjaltadóttur. Ég óska henni Guðs blessunar í nýrri tilveru og votta eftirlifandi eiginmanni hennar, syni, fóstur- dóttur, systkinum og vandamönn- um öllum innilega samúð okkar hjónanna. Valgarður Kristjánsson rogeR.Gallet monsieur Beint frá París c^merióku " Tunguhálsi 11, Árbæ, Sími 82700

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.