Morgunblaðið - 16.12.1977, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 16.12.1977, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 1977 13 U tanríkisráðherra: Afli útlendinga nær því úr sögunni Jón Ármann Héðinsson vill segja upp þorskveiðiheimildum Færeyinga ÞAÐ KOM fratn í máli utanríkisráðherra, Einars Ágústssonar, er hann mælti fyrir staðfestingu á gagn- kvæmum fiskveiðiheimildum Færeyinga og Íslendinga, sem samið var um 12. desember sl„ að erlend veiðisókn á íslandsmiðum hefði dregizt saman vegna stjórnvaldsað- gerða í fiskveiði- og landhelgismálum úr 380.000 tonnum botnfiskveiði 1971, í 25.000 tonn 1977, þar af 8.500 tonn þorskur, sex árum síðar. Gerður samningur við Færey- inga fjallar um gagnkvæmar veiðiheimildir Færeyinga og íslendinga, 35.000 tonn á ári: loðnuveiði Færeyinga á íslandsmiðum og kolmunnaveiðl tslendinga í Færeyja- miðum. Jafnframt féllust Færeyingar á að lækka um- samið þorskveiðimagn þeirra á tslandsmiðum um 1000 tonn, úr 8 í 7 þús. tonn, samkvæmt sérstökum samningi, sem í gildi er milli landanna, og segja má upp með sex mánaða fyrirvara. Gagnkvæmur samningur Utanríkisráðherra sagði gagn- kvæmar veiðiheimildir á loðnu og kolmunna hækka úr 25 í 35 þús. tonn. Veiðiréttur Færeyinga væri bundinn við ákveóinn árstíma, vetrarvertíð, og 15 skip, þó aldrei fleiri en 8 í Iandhelgi í einu. Heimild þessi sem og veiðisón okkar — væru innan þeirra marka heildarveiði, sem fiski- fræðingar teldu stofninn þola. Veiðitími tslendinga á Færeyja- miðum (kolmunni) spannar árið allt. Færeyingar fallast á að minnka umsamda þorskveiði um 1000 tonn, úr 8 í 7 þús. tonn. Jafnframt er samið um samstarf um rannsóknir á norsk/ íslenzka síldarstofninum. Ráðherra vék nokkrum orðum að samskiptum Islendinga og Færeyinga og því, hve Færeying- ar væru háðir fiskveiðum, jafnvel í ríkara mæli en Islendingar. Sjálfstæð fiskveiði- stefna Færeyinga. Magnús T. Ólafsson (SFV) fór nokkrum orðum um sjálfstæða fiskveiðistefnu Færeyinga, sem hefðu kosið að standa utan EBE, og fylgja eigin fiskveiðistefnu, sem kæmi á marga grein heim við íslenzka fiskveiðihagsmuni. Vitað væri að EBE beitti þrýstingi til að fá Færeyinga til að láta af sjálf- stæðri stefnu í fiskveiðimálum og falla inn í fiskveiðisamstarf EBE- ríkja. Það væri okkur í hag að Færeyingar héldu sjálfstæðri fiskveiðistefnu sinni. Ljóst væri einnig, að afstaða okkar til Færeyinga gæti haft áhrif á framvindu mála á hafrétt- arráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, en í drögum að hafréttarsáttmála, sem enn er óafgreiddur, væri gert ráð fyrir þvi að fullnýti strandríki ekki veiðiþol fiskstofna, bæri því að opna öðrum veiðimöguleika. Loðna væri ekki fullnýtt að dómi fiskifræðinga. MTÓ ræddi fiskveiðimál Færey- inga og itrekaði, að yrðu þeir að lúta að vilja EBE-rikja, myndu þau fá sterkari afstöðu gagnvart íslendingum og Norðmönnum en nú væri. Þetta yrði að hafa i huga samhliða hinum gagnkvæmu fisk- veiðiréttindum og frændsemi við góðan granna. Styrkir stöðu okkar út á við. Matthías Bjarnason, sjávarút- vegsráðherra, rakti efnisatriði samkomulags við Færeyinga, gagnkvæman veiðirétt og lækkun á veiðiheimildum þorsks um 1000 tonn. Hann ræddi og ákvæði draga að hafréttarsáttmála, sem fælu í sér hugsanlegar heimildir til annarra, ef veiðiþol tegundar væri ekki fullnýtt af strandriki. Samningur þessi styrkti stöðu okkar út á við þ.e. á hafréttarráð- stefnu S.þ. Ráðherrann sagðist bjartsýnn á að við myndum nýta i ríkara mæli en áður veiðiheimildir á Færeyja- miðum. Loðnuvertíð lyki i endað- an marz og væri þá æskilegt, að nótaskip færu á kolmunnaveiðar, til að veiðitimi yrði samfelldur. Þá væri ákv. samnings um sam- starf í rannsóknum á sildar- og kolmunnastofni mikils virði. Eigum aö hagnýta þorskinn einir. Jón Á. Héðinsson (A) sagði m.a. að veiðiheimildir til Færey- inga á umsömdu loðnumagni væru sjálfsagðar, að óbreyttum aðstæðum. Hins vegar værum við ekki aflögufærir þegar kæmi að þorskstofninum. Veiðiheimildir til Færeyinga á þorski væru of- rausn, sem við gætum ekki leyft okkur lengur. JÁH sagði að banna ætti veiðar með flotvörpu. Ef slíkt hefði verið gert í upphafi árs, hefði ekki þurft að koma til veiðistöðvunar íslenzka togaraflotans nú. Hann krafðist þess að ríkisstjórnin léti þinginu í té vitneskju um, hvort framhald yrði á veiðiheimildum Færeyinga á þroski á Islandsmið- um. Uppsegjanlegur samningur. Matthfas Bjarnason, sjávarút- vegsráðherra, sagði að umspurðar veiðiheimildir • til Færeyinga væru uppsegjanlegar með 6 mán- aða fyrirvara, hvenær sem væri. Ríkisstjórnin hefði hins vegar ekki tekið afstöðu til uppsagnar. Tillögur um slíkt hefðu heldur ekki komið fram. Ráðherra sagði að deilur um flotvörpu heyrðu ekki til þessari umræðu. Skoðanir væru skiptar um það veiðarfæri. LlU vildi banna það. Hann hefði fengið skeyti frá meir en 40 togurum, sem vóru að veiðum þegar sam- þykkt LlU var gerð þar sem hinu gagnstæða hefði verið haldið fram. Fiskiþing hefði fellt bann við flotvörpu. Fulltrúar frá FFSÍ hefðu rætt við sig og verið svipaðs sinnis, þótt FFSl-þing hefði ekki gert samþykkt i málinu. Ráðherra sagði það aðalatriði að standa þann veg að ákvörðunum um veiðarfæri, möskvastærð, að smá- fiskur yrði ekki drepinn, sem og um veiðihömlur, friðuð svæði og veiðibönn, að ekki væri gengið á stofninn. Beina þyrfti veiðisókn í vannýtta fiskstofna í ríkara mæli en verið hefði. Með síðasta þorsk- inn í höndunum. JÁH sagði að þegar þyrfti að segja upp þorskveiðiheimildum Færeyinga með sex mánaða fyrir- vara. Hrygningarstofninn væri kominn niður fyrir 200 þús. tonn. Við værum senn með síðasta þorskinn í höndunum. Slíkt byði ekki upp á samninga um erlendar veiðiheimildir, jafnvei þótt Fær- eyingar ættu í hlut. Skylda væri að takast á við vandann og ná upp þorskstofninum. Ella væri ekki lífvænlegt í þessu landi. Rikis- stjórnin sigldi hér of glannalega, hefði haldið að sér höndum og ekki gætt skyldu sinnar. Segja ber upp þorskveiðisamn- ingum við Færeyinga strax, sagði JÁH. Þeir geta fengið veiðileyfi síðar, þegar stofninn hefur rétt við. Ómaklegar ásakanir. Einar Ágústsson, utanríkisráð- herra, minnti á, að erlendir veiði- flotar h'efði tekið allt að 380.000 tonnum botnfisks á islandsmiðum fyrir aðeins 6 árum. Dómstóllinn i Haag, sem fjallað hefði um veiði- heimildir Breta og V-Þjóðverja, hefði talið sameiginlegt árlegt veiðimeðaltal þessara tveggja þjóða um 290.000 tonn á ári á Islandsmiðum. A FUNDI efri deiidar Álþingis á miðvikudag mælti dr. Gunnar Thoroddsen iðnaðarráðherra fyrir frumvarpi um Blönduvirkj- un, en frumvarp þetta er endur- flutt og nú með nýjum kostnaðar- áætlunum svo og umsögnum iðnaðarnefndar neðri deildar, Rafmagnsveitna ríkisins og út- drætti úr umsögn Orkustofnunar. Dr. Gunnar Thoroddsen sagði að Blönduvirkjun væri í hópi hag- stæðustu vatnsaflsvirkjana og væri kostnaður áætlaður 14,8 milljarðar á verðlagi marzmánað- ar s.l. Iðnaðarráðherra sagði vikrjunina liggja vel við orku- flutningum, hún væri utan eld- virkra svæða og miðlunarmögu- leikar hennar væru góðir. Einn galla sagði ráðherra að vikrjunin hefði i för með sér, en hann er sá að nokkur hluti ræktaðs lands fer undir vatn, en gert væri ráð fyrir að mæta því með því að rækta upp Áfengissektir hækkaðar Fram hefur verið lagt stjórnar- frumvarp um breytingu á áfengis- lögum, þ e um hækkum áfengis- sekta i athugasemdum við frum- varpið segir Vegna verðbreytinga eru sektar- ákvæði i VIII kafla áfengislaganna úrelt orðin, og er knýjandi þörf á að þau verði hækkuð Sektaákvæðin eru mjög sundurliðuð. og lágmark og hámark refsingar sett fyrir brot á einstökum greinum laganna Er hætt við að refsirammi laganna verði fljótlega of þröngur, ef áfram er haldið sama hlutfalli, enda hefur i Ijós komið að refsiramminn bindur um og hendur dómstóla við ákvörð- un refsingar, og einnig við ýmsar nauðsynlegar aðgerðir við rannsókn mála, t d húsleit Er lagt til að refsiákvæði laganna verði dregin saman i eina almenna grein, þannig að refsiramminn verði almennt óbundinn að öðru leyti en því sem leiðir af sektahámarki hegningar- laga, sem nú er 5 millj kr., sbr lög nr 101/1 976. en þar er og heimil að að beita fésekt samhliða refsivist Aðrar breytingar, sem felast i tiliög- um þessum, leiða af brottfalli lág- marks- og hámarksrefsingar, og er ekki um að ræða efnisbreytingar Þó eru ákvæðu um réttindasviptingu eigi eins bundin og i gildandi ákvæðum Loks er lagt til að breytt verði ákvæðum i 27 og 30 gr áfengislaganna, er varða yfirstjórn áfengisvarna, til samræmis við þá breytingu, sem gerð var frá ársbyrj- un 1970 með reglugerð fyrir Sjórnarráð islands Fasteignaskattar sveitafélaga Fram hefur verið lagt stjórnar- frumvarp um tekjustofna sveitarfél- aga, er heimilar sveitarstjórn að lækka eða hækka — um allt að Nú er þetta veiðimagn komið úr hátt í 380.000 tonnum niður i 25.000 á ári, þar af 8.500 tonn þorskur. Svo leyfa menn sér að segja að ríkisstjórnin hafi haldið illa á málum, siglt óvarlega og ekki náð árangri sem skyldi. I kjölfar friðunar landhelgi af er- lendri veiðisókn kæmu svo að- gerðir heima fyrir. Ráðherrann sagði: Ríkisstjórn- in er ekki ein við stjórnvöl þess- ara mála. Þingið allt situr við hann. Engin formleg tillaga hefur enn komið fram í þinginu um uppsögn þessara veiðiheimilda Færeyinga, nema ef skilja má munnlega kröfu JÁH sem boðun slíkra tillögu. frekara landsvæði þess í stað. Um bætur fyrir það land sem fara kynni undir vatn sagði ráðherra að viðkomandi hreppsfélögum yrði látin í té ókeypis raforka sem þau yrðu að sjá um að jafna milli býlanna, sem í hlut ættu. Gunnar Thoroddsen sagði að ár- ið 1979 væri gert ráð fyrir að Sigölduvirkjun yrði fullnýtt og að Hrauneyjarfossvirkjun gæti tekið til starfa árið 1982 og hún yrði væntanlega fullnýtt árið 1986. Þyrfti þá að vera tilbúin önnur virkjun og þyrfti því að stefna að þvi að Blönduvirkjun yrði næsta stórvikjun er ráðizt yrði í. Á þessu ári hefur verið varið um 60 m.kr. til rannsókna m.a. á stiflustæði, skurðleiðum ofl. og á næsta ári er heimilt að verja um 100 m.kr. til frekari rannsókna, en ráðherra tók fram að rannsóknirnar sem þegar væri búið að framkvæma væru jákvæðar. 25% — hundraðshluta þá, sem tilgreindir eru í 2 málsgr 3 gr viðkomandi laga í greinargerð segir m a : Verði ákvæði um álagningu fast- eignaskatts óbreytt. er Ijóst, að lág- marksfasteignaskattur í nokkrum sveitarfélögum mun á næsta ári hækka — frá þvi sem var á þessu ári — töluvert umfram almennar hækkanir, sem orðið hafa og verða væntanlega á þessu tímabili Sérstaklega mun á slikt reyna i dreif- býlishreppum, sem ekki hafa inn- heimt fasteignaskatt með álagi á þessu ári. Til að bæta úr þessum annmarka, sem leiðir af gildistöku nýs fast- eignamats og niðurfellingu bráða- birgðaákvæðis laga nr, 1 15/1976, felst í frumvarpinu það nýmæli, að sveitarstjórn verði heimilt að lækka um allt að 25% þá lágmarksfast- eignaskattsprósentu. sem tilgreind er i 2 mgr 3 gr laga nr 8/ 1972 Jafnframt er hækkunarheimild sveit- arstjórnar lækkuð úr 50% i 25%, þannig að svigrúm sveitarstjórna til álagningar fasteignaskatts helst óbreytt eða 50%, frá þvi sem er i gildandi lögum Stjórn Sambands islenskra sveitarfélaga hefur fjallað um frum- varp þetta og látið i té eftirfarandi umsögn: „í framhaldi af viðræðum Hall- grims Dalberg. ráðuneytisstjóra, við undirritaðan í september s.l varð- andi álagningu fasteignaskatts á ár- inu 1978. eftir að lög nr 1 15/1976 falla úr gildi i lok þessa árs, hefur stjórn Sambands isl sveit- arfélaga fjallað um málið, og er stjórnin sammála meðfylgjandi at- hugasemdum Þetta tilkynnist ráðuneytinu hér með og væntir stjórnin þess. að ráðuneytið muni hlutast til um téða lagabreytingu Lagt fram frumvarp um Blönduvirkjun Þingfréttir í stuttu máli

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.