Morgunblaðið - 16.12.1977, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 16.12.1977, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 1977 Finnland: Hagstæður við- skiptajöfnuður Helsinki, 15. des. AP. NÓVEMBER varð Finnum hag- stæður í viðskiptum, þvf fyrir mánuðinn varð greiðslujöfnuður- inn við útlönd hagstæður um 100 milljónir finnskra marka. Fluttu Finnar út fyrir 2940 milljarða en innflutningur nam 2840 milljörð- um marka. Er útkoman í ár betri en árið 1976, því þá varð greiðslu- jöfnuðurinn fyrir nóvember óhagstæður um 320 milljón mörk. Tölurnar fyrir nóvember gera það einnig að verkum að við- skiptajöfnuður Finna við útlönd fyrstu 11 mánuði ársins er hag- stæður um 160 milljón mörk, en fyrir sama tímabil í fyrra var jöfnuðurinn óhagstæður um 3.3 milljarða finnskra marka. Ut- flutningsaukning í ár er 27%, sé miðað við janúar — nóvember tímabilið, en innflutningur hefur í ár vaxið um aðeins 9% frá því í fyrra. Mikill eldsvoði var ( Wenonahótelinu f Ba.v Cit.v í Michigan í fyrri viku og fórust 10 manns, en 45 slösuðust, sumir Iffshættulega. Þessi loftmvnd var tekin, er slökkvistarfið stóð sem hæst. Breyting- ar á S.Þ. Reuter. SÉRSTÖK nefnd Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna lagði 1 dag blessun sína yfir tillögur um endurskipulagningu S.Þ., en þær eiga að gera stofnunina hæfari til að sinna þörfum þróunarland- anna. SkipulagstiHögurnar kveða á um stofnun nýs embættis sem kemur í stað embættis aðstoðar- framkvæmdastjóra S.Þ., en því embætti gegnir nú Gabriel van Laethem. Það verður í verkahring Kurt Waldheim framkvæmda- stjóra að skipa í hið nýja embætti, og reikna menn með að hið nýja embætti verði veitt einhverjum frá þróunarlöndunum. 1 þessu sambandi hefur nafn Mansur Khalids fyrrverandi utanríkisráð- herra Súdans, borið nokkuð á góma og búizt er við að honum verði brátt veitt embættið til fjög- urra ára. 1 skýrslu með skipulagstillögun- um segir að breytingarnar séu nauðsynlegar svo vilji og stefna Allsherjarþingsins, svo og efna- hags- og félagsmálanefndanna komist sem greiðast og skjótast í ljós. Varnarkerfi fyrir blinda Edmonton, Kanada, 15. desember AP SVO mikið er um að stolið sé frá blindu fólki, að sjónvarpskerfi hefur verið komið fyrir á öllum starfsstofnunum kanadíska blindravinafélagsins. Þessar stofnanir hafa veitt blindum atvinnu frá lokum fyrri heimsstyrjaldarinnar. A einni stofnuninni í Edmonton var á einni viku stolið meiru en 200$, en það er mikið um það, að fólk reyni að gefa blindum til baka með dollaraseðlum í stað 10 doll- ara seðla. Þjófnaðir á ýmsum munum og fleiru á þessum stofn- unum ógna því atvinnu fjölda blindra að sögn yfirmanns stofn- ananna. 9 nullj. fyrir málverk af húsi Presleys Nashville, Tennessee, 15. desember AP. MÁLVERK af húsi Elvis Presley var 1 gær selt á uppboði fyrir 40 þúsund $ sem eru um 9 milljónir íslenzkra króna. Um 200 manns voru viðstaddir uppboðið þar sem ýmsir munir rokkkóngsins voru seldir. Fyrst voru boðnar upp plötur með söngvaranum, þó þær hefðu ekki verið I hans eign. Síðan voru hlut- ir úr eigu hans seldir, þar á meðal biblfa og málverk af húsi hans. Biblían seldist á 1.375$ og kaup- andinn sagði við hamarshöggið að þetta hefði verið mikil fjárfest- ing. Kaupandi málverksins var uppboðshaldari f Cookeville. Símumynd AP. Amy Carter, dóttir Carters Bandaríkjaforseta, fékk í gær fyrstu jóJLagjöf sína, tvö hreindýr frá finnsku ríkisstjórninni. Ekki fær Amy þó að hafa dýrin hjá sér í Hvíta húsinu, heldur verða þau geymd í dýragarðinum í Washington. Hér sézt Amy gefa öðru hreindýrinu. Finnar senda Amy jólagjöf VEÐUR víöa umheim New York. AP Amsterdam 4 skýjað Aþana 3 sólskin Berlín 7 skýjað Brussel 5 skýjað Kairó 9 skýjaS Chicago 2 skýjaB Kaupmannah. 6 skýjaB Frankfurt 3 þoka Gonf 4 skyjaS Helsinki 0 skýjaB London 6 sólskin Madrid 9 sólskin Montreal + 11 snjór Moskva + 18 heiSskirt New York 1 skýjaB Ósló + 3 skýjað Paris 7 skýjaB Róm 0 heiBskirt Stokkhólmur + 1 skýjaB Tel Aviv 12 rigning Tóklo S heiðskirt Vki + 2 skýjaB V-þýzk yfirvöld krefjast framsals hryðjuverkamanna Haag, Hollandi. 15. des. AP. AÐ SÖGN dómsmálaráð- herra Hollands óskuðu V- Þjóðverjar eftir því í dag, að þrír v-þýzkir hryðju- verkamenn sem eru í fangelsum í Holiandi verði framseldir. Hryðjuverkamennirnir eru Knut Folkerts, Christopher Wackernagel og Gerd Schneider. Folkerts var handtekinn eftir skotbardaga við hollenzku lög- regluna i Utrecht í setpember s.l. þar sem einn lögreglumaður beið bana. Það mál er fyrir rétti i Hollandi og búizt við dómi í lok mánaðarins. Hann er jafnframt grunaður um aðild að morði þýzka rikissaksóknarans, Siegfried Bubacks. Wackernagei og Schneider voru handteknir í Amsterdam eftir skotbardaga í nóvember s.l. Wackernagel er eftirlýstur fyrir ránið og morðið á Hanns Martin Schleyer og Schneider fyrir sprengjutilræði við dómshúsið í Zweibrucke. V-þýzk yfirvöld hafa áður kraf- izt framsals á Wackernagel en þessi nýja beiðni felur í sér að hann verði dæmur fyrir skotbar- dagann í Amsterdam af þýzkum dómstólum. Dómsmálaráðherr- ann sagði það mögulegt sam- kvæmt samningi sem Evrópu- löndin hafa gert með sér um framsal sakamanna. Ráðherrann sagði að hollenzkir dómstólar myndu taka beiðnina til umfjöllunar, en ákvörðunar yrði ekki að vænta strax. Mál Folkerts hefur þegar verið tekið fyrir í Hollandi, en þar er krafizt 20 ára fangelsisdóms yfir honum. Það er ekki útilokað að hann verði framseldur og með mál hans farið á sama hátt og með mál Wackernagels. ERLENT

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.