Morgunblaðið - 16.12.1977, Side 8

Morgunblaðið - 16.12.1977, Side 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 1977 Jólatón- leikar í Frí- kirkjunni HÁSKÓLAKÓRINN í samvinnu við Fríkirkjusöfnuðinn í Reykja- vík heldur tónleika undir stjórn frú Rutar Magnússon í Fríkirkj- unni laugardaginn 17. desem- ber n.k. kl. 20 00. Efnisskráin er afar vönduð og fjölbreytt — m.a. jólalög frá Bretlandi, Bolivíu, Katalóníu, Frakklandi, Ítalíu og Þýzkalandi auk gamalla islenzkra jólalaga Einsöng með kórnum syngur Guðfinna Dóra Ólafsdóttir, sópran, og Monika Abendroth leikur á hörpu. Þá flytur kórinn verkið A Ceremony of Carols, op. 28 í minningu brezka tón- skáldsins Benjamins Britten, en hann er nýlátinn sem kunnugt er. Britten samdi verkið á með- an hann dvaldi i Bandaríkjun- um á árunum 1939—42 og notaði hann ensk og latnesk miðaldakvæði og gömul skozk Ijóð jafnt eftir kunna sem ókunna höfunda. Upphaflega samdi Britten þetta verk fyrir þriraddaðan drengjakór og hörpu. Seinna útsetti Julius Harrison það fyrir blandaðan kór með leyfi höfundar og er það sú útsetning sem kórinn notar. Frikirkjan hefurá liðnu sumri verið máluð að utan og innan. Þá hefur altaristaflan, sem er yfir fimmtíu ára gömul, verið hreinsuð og umgjörðin gyllt að nýju Verður þetta fyrsta sam- koman i kirkjunni eftir hina gagngeru viðgerð og endur- bætur, og mun marga fýsa að sjá hvernig til hafi tekist. Að- gangseyri hefur verið stillt mjög í hóf og mun hagnaður ef einhver verður renna til að standa straum af kostnaði við viðgerð á kirkjunni Aðgöngu- miðar fást við innganginn. Fjölmennum á tónleika Há- skólakórsins og hlýðum á hann syngja með gleðiraust og helg- um hljómi lög, sem fylla kirkj- una af hátíðlegum, tilgerðar- lausum aðventusöng, sem hrekur á burt skammdegis- drungann á þessu myrkasta tímabili vetrarins, eins og Leif- ur Þórarinsson kemst að orði í ritdómi sínum um söng kórsins nú nýverið. (Frá Fríkirkjusöfn- uðinum) Fundur um æskulýðsmál: Rætt um hlut ungs fólks í störfum kirkjunnar ÆSKULÝÐSSTARF þjóðkirkj- unnar hefur boðað til umræðu- fundar um æskulýðsmál er standa á yfir tvö kvöld í janúar- mánuði næstkomandi. Fundar- efnið er nefnt Söfnuðurinn og unga fólkið og segir í bréfi þar sem fundurinn er kynntur að markmið hans sé að gera sér grein fyrir hvernig ástandið sé og að komast að niðurstöðum um hvað gera eigi til að byggja upp árangursríkara starf. Til fundarins er boðið prestum, guðfræðideild Háskólans, fulltrú- um frá Hjálpræðisher, KFUM, KFUK, KSS, KSF, Kirkjuráði og menntamálanefnd þjóðkirkjunn- ar. Fundurinn verður mánudags- og þriðjudagskvöld 23. og 24. janúar og hefst bæði kvöldin kl. 19 og er þátttaka öllum opin. A fundinum verður unnið í hópum þar sem lagðir verða fram ýmsir umræðupunktar svo sem: Er unga fólkið að fjarlægjast kirkj- una eða kirkjan unga fólkið? Gagnrýni ungs fólks á messu- formið. Almenn þátttaka ungs fólks og áhrif þess innan safnað- anna og rædd verður einnig spurningin: Starfsemi kirkjunnar kom ekki við sögu i sænska sjón- varpsþættinum Skóladagar, er það eins hérlendis? Sr. Þorvaldur Karl Helgason æskulýðsfulltrúi þjóðkirkjunnar sagðist vonast eft- ir góðri þátttöku í þessum um- ræðufundum og vonaðist jafn- framt til að árangur þeirra yrði sá sem vænzt væri, þ.e. að komizt yrði að niðurstöðum um hvað gera mætti til að byggja upp árangurs- ríkara starf. Væntanlegir þátttak- endur utan af landi geta fengið 25% afslátt af flugi með Flugfé- lagi Islands og þarf að tilkynna skrifstofu Æskulýðsstarfsins um það. Jólaandakt í Innstadal á sunnudag GONGUDEILD VSkings efnir til all sérstæÖrar gönguferðar á sunnudag- inn. Verður haldið frá Víkingsskálan- um I SleggjubeinsskarSi á sunnu- dagsmorgun klukkan 11 og gengið inn I Innstadal, en þangað er röskur hálftíma gangur. Verður þaf flutt hugvekja og sungnir jólasálnar. en siðan haldið til baka ef fólk vill. Fyrir þá sem vilja ganga meira, má benda á að úr Innstadal eru ótal gönguleiðir og tilvalið að lengja gönguferðina ef veður verður gott. FÁST HJÁ ÖLLUM BÓKSÖLUM í þessari bók er lýst, þegar þeir félagar taka þátt í fræg- asta kappakstri veraldar, sem haldinn er í Le Mans í Frakk- landi. Þar hittast flestir allra frægustu ökusnillingar heims, og þar er sannarlega líf í tuskunum. - Þeir félagar aka CHEVROLET-MONZA í GTX- flokki, en það eru tryllitæki, sem hægt er að tæta áfram. Arngrímur Thorlacius þýddi. KRAGGUR i* \ Finnar eiga mikinn fjölda frá- bærra ævintýra.en flest þeirra eru okkur enn sem komið er lítt kunn, vegna þess, hve finnsk tunga er fjarskyld tungumálum hinna Norður- landaþjóðanna. Sigurjón Guðjónsson þýddi. Saga um fjallahrút, sem er óviðjafnanlegum gáfum gæddur og foringi hjarðar sinnar og gætir hennar af slíkri kostgæfni, að furðu vekur og undrun þeirra, sem til þekktu, en aðalóvinir hjarðar Kraggs var fjallaljónið og úlfarnir — að veiðimönnun- um ógleymdum. Helga Kristjánsdóttir þýddi. FINNSK ÆVINTÝRI FÁST HJÁ ÖLLUM BÓKSÖLUM fR ANKog jOI IA DYRUNUMI LEIFTUR NANCY 07 WfkkiáBa fe<3ndri’&ið' mm FRANK og JÓI, Hardýbræður: MERKIÐ Á DYRUNUM HRAÐLESTIN FLJÚGANDI Þetta er 18. og 19. bókin um þessa snarráðu og hugdjörfu bræður og áhættusöm ævin- týri þeirra. Gísli Ásmundsson þýddi. LABBA . . .hertu þig! LABBA er sjálfri sér lík! Nú eru komnar fjórar bækur um LÖBBU litlu, og margar fleiri koma síðar. Hún er 13 ára, lífið er dásamlegt, því að hún á margar vinstúlkur, og alltaf er eitthvað skemmtilegt að gerast í þeim glaða hóp. Gísli Ásmundsson þýddi. GIMSTEINAR Á GRÆNLANDSJÖKLI Eftir JACK HIGGINS. (Áður útkomið eftir sama höfund: „ÖRNINN ER SESTUR“). Hörkuspennandi bók um dularfullt leyndarmál eins og allra best gerist hjá Alistair McLean. Þetta er bók handa þeim, sem vilja lesa æsisoennandi sögur en vel skrifaðar. í bókinni segir: „Þetta reyndist eitt af þeim málum, er nær ógerlegt virtist að lyfta hulunni af.“ En bókin gefur lesandanum svar við því. Gísíi Ásmundsson þýddi. UiOI.yW KEENH NANCY og hlykkjótta handriðið NANCY og glóandi augað Það er óþarfi að kynna þess- ar bækur nánar. Þær eru vin- sælar og víðlesnar. Gunnar Sigurjónsson þýddi. GAMLAR TALGÁTUR Gátur þessar urðu þannig til, að höfundar höfðu það að leik sínum, að semja þær og senda hver öðrum. Höfundur: Sr. Kjartan Helgason í Hruna. Þessi saga er að mörgu leyti einstætt verk í íslenskum barnabókmenntum. — Engu barni verður rótt í brjósti, fyrr en það veit hvernig Hindinni góðu reiðir af í þeim átökum og hættum, sem hún lagði á sig til þess að hjálpa öðrum dýrum í hlíðum Miklufjalla. LEIFTUR IHIND/N GOÐA\ ævintýri kristjén jóhannsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.