Morgunblaðið - 16.12.1977, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 16.12.1977, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 1977 5 Sveitarómantík KLUKKAN 22.30 í kvöld er í sjónvarpi bandaríska bíó- myndin „Koma tímar, koma ráð“ (Come next spring), sem gerð var árið 1955. Leikstjóri er R.G. Springsteen, en með aðal- hlutverk fara Ann Sheri- dan og Steve Cochran. Myndin er 90 mínútna löng. Sögusvið myndarinnar er fylkið Arkanas í Banda- ríkjunum á þriðja áratug þessarar aldar. Hún fjallar um mann sem hefur verið á flakki í átta ár en snýr þá aftur til fjölskyldu sinnar og búgarðs staðráðinn í að bæta fyrir afglöp sín. Ann Sheridan var ein af vinsælustu leikkonum Bandaríkjanna árin eftir heimsstyrjöldina seinni. Ann, sem er fyrrverandi fegurðardrottning, hefur leikið í fjölda mörgum myndum, hinni fyrstu árið 1933. Hún hefur einnig komið fram í sjónvarpi. Kvikmyndahandbókin gefur „Koma tímar, koma ráð“ þrjár og hálfa stjörnu og því ætti tímanum að vera vel varið fyrir framan sjónvarpið í kvöld. Kastljós kl. 21.20: Gjaldeyrismál íslendinga „KASTLJÓS" er að venju á dagskrá sjónvarps í kvöld klukkan 21.20. Umsjónar- maður þáttarins er Guðjón Einarsson og sagði hann að í þættinum í kvöld yrði „fjallað um gjaldeyrismál íslendinga frá ýmsum hlið- um“. Teknir eru fyrir banka- reikningar íslendinga er- lendis og hin nýja reglu- gerð um gjaldeyrisreikn- inga í íslenskum bönkum. Þá verður fjallað um þær hömlur sem nú eru á gjald- eyrisyfirfærslu, bæði hjá ferðamönnum og þeim sem eru að fara til útlanda með búslóð sína og í framhaldi af því verður svo rætt um svarta markaðs braskið á íslandi. 1 þættinum í kvöld koma fram þeir Sigurður Jóhannesson, forstöðu- maður gjaldeyriseftirlits Seðlabankans, Björgvin Guðmundsson, deildar- stjóri í viðskiptaráðuneyt- inu, og Örnólfur Árnason, leikritaskáld, en hann hef- ur verið leiðsögumaður á sólarströndum. Einnig verður flutt í þættinum viðtal við Ólaf Jóhannes- son. Spyrill með Guðjóni í kvöld er Svala Thorlacius fréttamaður. Menntarit Þjóðsögu: Sjálfsþekking Yoga fyrir vestræna nema BÖKAÚTGAFAN Þjóðsaga hefur gefið út bókina „Sjálfsþekking — yoga fyrir vestraena nema“. Höfundur bókarinnar dr. Laurence J. Bendit, brezkur sál- könnuður, sem hefur notið að- stoðar konu sinnar við ritun bókarinnar, Phoebe Payne, sem þekkt er fyrir verk sín um sálar- fræði og dulskynjun. Sverrir Bjarnason íslenzkaði bókina. „Sjálfsþekking" kemur út i bókaflokknum „Menntarit Þjóð- sögu.“ A bókarkápu segir svo m.a.: „Dr. Bendit trúir þvi, að unnt sé að þróa yogaaðferð, sem byggð sé á vestrænni þekkingu, og með að- stoð hennar geti menn uppgötvað sérstæðileika sinn i hæfileikum og lifsskilningi. t umfjöllun sinni um leið sjálfsþekkingarinnar ræðir dr. Bendit um sálræna reynslu ýmiss konar, svo sem drauma, dulræna reynslu, innsæi, hugboð og skaþandi ímyndun". Bókin er 134 blaðsíður, prentuð I Prentsmiðju Arna Valdimars- sonar h.f. bundin i Örkinni h.f. og hönnuð af Hafsteini Guðmunds- syni. TlZKUVERZLUN unga fólksins WKARNABÆR Laugaveg 20 Laugaveg 66 Austurstræti 22 Glæsibæ Simi 28155 VANTAR ÞIG VENNU VANTAR ÞIG FÓLK Þt AIGLVSIR l M ALLT LAND ÞEGAR Þl AL'G- LÝSIR í MORGl'NBLADINL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.