Morgunblaðið - 05.05.1982, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 05.05.1982, Blaðsíða 1
40 SÍÐUR 95. tbl. 69. árg. MIÐVIKUDAGUR 5. MAÍ 1982 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Óttazt að um 30 manns hafi farizt með Sheffield Hart sótt að stjórn Thatchers Lundúnum, 4. maí. Al*. ÓTTAZT er ad 30 manns hafi látið lífið er brezki tundurspillirinn Shef- field varð fyrir argentínskri eldflaugaárás í kvöld, en þegar áhöfnin fór frá borði var skipið alelda og engin von til að unnt yrði að halda því á floti öllu lengur, sagði John Nott, varnarmálaráðherra Breta, í Neðri málstof- unni í kvöld. Flestir sjóliðanna hafa verið teknir um borð í skip sem voru í fylgd með Sheffield. l>á hefur verið staðfest í Lundúnum að Harrier- orrustuþota hafi verið skotin niður í dag, þegar Bretar gerðu árás á flugbrautina í Fort Stanley, og hafi flugmaðurinn látið lífið. Margaret Thatcher, forsætisráðherra, er sögð niðurbrotin manneskja eftir þessar fregnir, en i kvöld kallaði hún herráð sitt saman til skyndifundar í Neðri málstofunni þar sem hún hafði átt í hörkudeilum fyrr um daginn vegna árásarinnar á Belgrano og hins mikla manntjóns sem hefði orðið afleið- ingin. Af hálfu varnarmálaráðuneytis- ins brezka er sagt að Sheffield hafi verið sökkt innan 200 mílna við Falklandseyjar. Það var frönsk Exocet-eldflaug sem grandaði Sheffield, en vopn þetta þýtur rétt yfir yfirborði sjávar með hraða hljóðsins, dregur 32 km vegalengd og leitar sjálft uppi skotmark sitt með innbyggðum radar. Harrier-orrustuþotunnar, sem Bretar misstu í dag, var ekki saknað fyrr en að lokinni árásarferðinni til Port Stanley, en flugbrautin þar er nú gereyðilögð. Argentínumenn halda því fram að þeir hafi skotið niður tvær Harrier-þotur, en Bretar vísa því á bug. Hin flugbrautin á Falklandseyjum, sem er í Goose Green, hefur líka verið eyðilögð, að sögn John Nott, varnarmálaráð- herra. Uppsteytur í Neðri málstofunni Thatcher og Nott voru harðlega gagnrýnd af hálfu Verkamanna- flokksins við umræður í þinginu í dag. Þó vildu aðeins 53 af 240 þing- mönnum Verkamannaflokksins krefjast tafarlauss vopnahlés og var Michael Foot, leiðtogi flokksins, ekki í þeim hópi. Við öngþveiti lá þegar einn úr vinstri arminum, Jenkins að nafni, lýsti því yfir að með því að sökkva argentínska beitiskipinu hefði brezka stjórnin „framið fjöldamorð á heimshöfun- um“. Þessu svaraði Pym utanríkis- ráðherra með því, að Argentínu- menn hefðu ögrað Bretum „þrátt fyrir skýrar aðvaránir okkar og vilja okkar til að beita valdi í eins litlum mæli og unnt var. Viðbrögð okkar undir þessum kringumstæð- um voru eins óhjákvæmileg og þau voru rétt. Það sem við sækjumst eft- ir er ekki hernaðarleg niðurlæging Argentínumanna heldur sigur þeirra laga sem sett hafa verið um samskipti þjóða.“ írar krefjast fundar í Öryggisrádi SÞ Þess verður vart að bandamenn Breta hafa vaxandi áhyggjur af ástandinu við Falklandseyjar og hafa flestar vestrænar ríkisstjórnir harmað örlög beitiskipsins og lýst ótta sínum við það að átökin um Falklandseyjar eigi enn eftir að magnast með ófyrirsjáanlegum af- leiðingum. I kvöld krafðist írska stjórnin þess að Öryggisráð SÞ kæmi saman til fundar um málið þegar í stað og skömmu síðar sagði Perez de Quellar, framkvæmda- stjóri samtakanna, að hann hefði lagt tillögur sínar fyrir stjórnir Argentínu og Bretlands og ætti von á svari við þeim á morgun, en ekki væri við því að búast að Öryggisráð- ið yrði kallað saman fyrr en þá. Tundurspillirinn Sheffield sem Argentínumenn sökktu á S-Atlantshafi í gærkvöldi. Skipið var 3.660 tonn, smíðað 1975, og að sögn Guðmundar Kjærnested, skipherra, af næstu stærð fyrir ofan freigáturnar af Leander-gerðinni sem voru algengastar hér við land í landhelgisdeilunni. Áhöfn Sheffield var 280 manns. Myndin var tekin er skipið var á siglingu við Bretland fyrir nokkru. Al‘-8imam;nd. Peter Blaker (t.v.) hermálaráðherra Breta ásamt flotamálaráðherra Banda- ríkjanna, John F. Lehman, er þeir hittust í I.undúnum í gærkvöldi til að ræða um hugsanlega hernaðaraðstoð Bandaríkjanna við brezka flotann á S-Atl- antshafi. \1’ simimvnH. 680 bjargað af Belgrano Mikil heift í gard Breta í Argentínu Buenos Aires, 4. maí. Al*. ARGENTÍNSK björgunarskip hafa bjargað um 680 mönnum af beitiskip- inu „Belgrano hershöfðingi", sem brezkur kafbátur sökkti suðvestur af Falklandseyjum í fyrrinótt. Með skip- inu voru 1.042 menn og er enn ekki útséð um að unnt verði að bjarga ein- hverjum til viðbótar. Um fimmtán skip taka þátt í björgunarstörfum og eru sum þeirra á leið til Ushuaia, syðsta odda Suður-Ameriku, með þá sem tek- izt hefur að bjarga. í Argentínu hefur gripið um sig mikil reiði í garð Breta og í Buenos Aires hefur mikið verið um mót- mælaaðgerðir og kröfur um að Arg- entínustjórn láti hart mæta hörðu. Á mótmælaspjöldum gaf að líta myndir af brezka fánanum, sund- urskotnum, og yfirlýsingar um að nú hafi Argentínumenn lært að fórna lífi sínu fyrir Malvinu-eyjar sínar og viti því hvernig eigi að fara að því að drepa þá sem ætli að hrifsa þær af þeim aftur. Þá var birt bréf Costa Mendez, utanríkisráð- herra, til Haigs, starfsbróður hans í Bandaríkjunum, þar sem segir að Argentínumenn muni ekki gleyma því að „á einni mestu örlagastundu í sögu sinni" hafi Bandaríkin skipað sér að baki „ríkis úr öðrum heims- hluta og tekið þátt í ofbeldisráða- gerðum þess“. Ný uppþot - útgöngubann og hert herlög í Póllandi N arsjá, 4. maí. Al\ TIL NÝKRA uppþota kom í Póllandi í dag, en herstjórnin í landinu fyrir- skipaði nýtt útgöngubann og ýmis önnur bönn í Varsjá og fleiri borgum í samræmi við herlögin, en hert ákvæði þeirra koma í framhaldi af óeirðunum í gær. Af hálfu herstjórn- arinnar er því lýst yfir að 1.372 hafi verið teknir höndum og að a.m.k. 72 lögreglumenn hafi hlotið meiðsl i átökum við stuðningsmenn Sam- stöðu, en samkvæmt sömu heimild er enn ekki vitað hversu margir óbreytt- ir borgarar hafa særzt. Að sögn innanríkisráðherra her- stjórnarinnar, Kiszczaks, urðu al- varlegustu átökin í gær í Varsjá, en alls sauð upp úr í 13 borgum. Víð- ast hvar var endi bundinn á átök þessi í gærkvöldi, en í bænum Szczecin kom aftur til óeirða í dag. Óeirðirnar í gær og í dag eru hinar mestu síðan herlög voru sett í Pól- landi 13. desember sl., en sl. sunnu- dag var aflétt útgöngubanni og ýmsum ákvæðum herlaganna öðr- um. Innanríkisráðherrann sagði í dag, að Samstaða hefði brugðizt því trausti sem stjórnin hefði sýnt með því að slaka á ákvæðum her- laganna og væri ekki ætlunin að taka slíka áhættu á næstunni. Þegar íbúar pólskra borga komu á kreik í morgun voru ummerki átakanna víðast hvar horfin. Haig utanríkisráðherra Bandaríkjanna sagði i Washington í dag, að efna- hagslegar refsingar Reagan- stjórnarinnar hefðu æ alvarlegri afleiðingar fyrir Sovétríkin og herforingjastjórnina í Póllandi, og kynni efnahagslegt hrun Póllands að vera skammt undan. Afganistan: Talið að fjöldi sovézkra her- manna hafi látizt í öflugri sprengingu Islamabad, 4. mai. Al\ GÍFURLEG sprenging varð í sov- ézkri herstöð í Afganistan hinn I. mai. Talið er að margir hafi látið lifið en upplýsingar þar að lútandi liggja ekki á lausu. Atburður þessi átti sér stað í borginni Qala-E- Ghazi, en af hálfu leppstjórnar Sovélntanna í Kabúl er sagt. að sprenging hafi orðið fyrir hand- vömm verkamanns sem var að huga að sprengjubirgðum. Margir eru þeirrar skoðunar að flokkur andspyrnumanna, sem vitað var um í nágrenninu þegar sprenging- in varð, hafi skotið að herstöðinni og hitt sprengjugeymslu. í kjölfar hátíðahalda í lok apríl í tilefni þess að fjögur ár voru liðin frá því að kommúnist- ar tóku völd í Afganistan hafa orðið átök og erjur víða í land- inu, m.a. í Herat, sem er skammt frá landamærum írans.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.