Morgunblaðið - 05.05.1982, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 05.05.1982, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. MAÍ1982 Marta Agústsdótt ir - Minningarorð Það var norður í Húnavatns- sýslu fyrir fjarskamörgum árum, svo langt burtu í tímanum, að við sem nú erum öldruð, vorum þá enn bæði ung og léttfær, en þeir sem rosknir voru þá, löngu dánir núna, aðrir flestir ófæddir. Það var hátt fjall á milli okkar Mörtu, hún bjó í þorpinu vestan- undir því, þar sem heitir á Hvammstanga, ég fyrir austan fjallið í dalnum — í Línakradal, í Vesturhópi. Lestunar- áætlun Skip Sambandsins munu ferma til íslands á næstunni sem hér segir: GOOLE: Arnarfell ........ 17/5 Arnarfell ........ 31/5 Arnarfell ........ 14/6 ROTTERDAM: Arnarfell ......... 6/5 Arnarfell ........ 19/5 Pia Sandved ...... 24/5 Arnarfell ......... 2/6 Arnarfell ........ 16/6 ANTWERPEN: Arnarfell ......... 7/5 Arnarfell ........ 20/5 Arnarfell ......... 3/6 Arnarfell ........ 17/6 HAMBORG: Dísarfell ........ 10/5 Helgafell ........ 17/5 Pia Sandved ...... 21/5 Helgafell ......... 3/6 HELSINKI: Zuidwal .......... 21/5 Skip ............. 15/6 LENINGRAD: Zuidwal .......... 23/5 LARVNC: Hvassafell ..:.... 10/5 Hvassafell ....... 24/5 HvassafeH ......... 7/6 Hvassafell ....... 21/6 GAUTABORG: Hvassafell ....... 11/5 Hvassafell ....... 25/5 Hvassafell ........ 8/6 Hvassafell ....... 22/6 KAUPMANNAHÖFN: Hvassafell ....... 12/5 Hvassafell ....... 26/5 Hvassafell ........ 9/6 Hvassafell ....... 23/6 SVENDBORG: Hvassafell ....... 13/5 Helgafell ........ 18/5 Hvassafell ....... 27/5 Helgafell ......... 7/6 Hvassafell ....... 10/6 Hvassafell ....... 24/6 AARHUS: Helgafell ........ 19/5 Helgafell ......... 8/6 GLOUCESTER, MASS.: Skaftafell ....... 28/5 Jökulfell ........ 16/6 Skaftafell ....... 28/6 HALIFAX, KANADA: Skaftafell ........ 1/6 Jökulfell ........ 18/6 Skaftafell ....... 30/6 SKIPADEILD SAMBANDSINS Sambandshúsinu 3ósth. 180 121 Reykjavík Sími 28200 Telex 2101 Marta og Arinbjörn eiginmaður hennar bjuggu með tveimur dætr- um sínum í miðju þorpinu og sá út á Miðfjörðinn, sem var sindrandi blár í sólskininu, en blýgrár eða svartur á næturþeli og í dimm- viðri, og Heggstaðanesið eins og ógnarlangur og voldugur skjól- garður í vestri, og langt handan alls úti í sjóndeildarhringnum Strandafjöll. Dökk á brún og brá var þessi fjölskylda, fríð sýnum og þokkafull. Sú var tíðin, að hjónin og dæt- urnar höfðu verið bændafólk aust- anundir fjallinu, á gömlu höfð- ingjasetri, Vesturhópshólum. Nú var það liðin tíð, og þá tíð þekkti ég ekki af eigin reynslu. En ég hljóp oft yfir fjallið þvert, á sjö stöðum minnir mig, til þess að gista hús þeirra Arinbjarnar og Mörtu. Það sýndist svo lítið að utanverðu, en alveg ótrúlega rúmgott reyndist það innan veggja. Það var hótel þar sem öll þjónusta var veitt án endurgjalds og allt sem hugurinn kaus var til reiðu. Gamlir sveitungar í kaup- Eædd 16. september 1889 Dáin 7. mars 1982 Frú Elsa Alma Guðmundsson, fædd Kalbow, lést í Reykjavík sunnudaginn 7. mars sl., þá 92 ára að aldri. Hún fæddist 16. septem- ber 1889, var dóttir Christians Kalbow, kaupmanns í Berlín, og Dorotheu Strawenow Kalbow konu hans, yngst 5 barna þeirra hjóna. Elsa Alma giftist ung þýskum manni og eignuðust þau eina dótt- ur. Hún var orðin ekkja, þegar hún kynntist í Berín síðari manni sínum, dr. Kristni Guðmundssyni. Gengu þau í hjónaband í ágúst 1927, hún þá 37 ára, en Kristinn um þrítugt. Fluttust þau til Reykjavíkur og nokkru síðar til Akureyrar, þar sem Kristinn varð kennari við menntaskólann 1. september 1929. Kenndi hann mest þýsku fram til 1944, að hann varð skattstjóri þar í bæ, en hélt áfram þýskukennslunni sem auka- starfi. Það lætur að líkum, að á árinu 1927 hafi það ekki verið auðvelt fyrir rótgróinn Berlínarbúa að taka sig upp frá æskustöðvum stórborgarinnar og flytjast til höfuðborgar norðurlands eftir stutta viðdvöl í Reykjavík. Útlend- ingurinn úr stórborginni þurftf að laga sig að nýjum venjum bæjar- lífsins á Akureyri, sérstæðri ís- lenskri menningu og tungumáli, svo og umgengnisháttum þjóðar, sem búið hafði tiltölulega einangr- uð í landi sínu um langan aldur. Frú Elsa lagaði sig þó brátt vel að öllum aðstæðum. Gefur það nokk- urn vott um þann hlýhug, sem hún bar til Akureyrar, að hún sagði okkur eitt sinn eftir að hún hafði búið árum saman í Reykjavík, Ix>ndon og Moskvu: „Mér hefur hvergi liðið betur en á Akureyri. Þar er svo indælt að búa.“ Ekki dönsuðu þau hjónin þó á rósum fyrstu búskaparárin á Ak- ureyri. Dr. Kristinn var með námsskuldabagga á herðunum eftir langt nám í Þýskalandi og kennaralaunin voru ekki há á þeim árum. En sá hefur nóg, sem nægja lætur. Svo var og um þau hjónin. Frú Elsa var í senn stjórn- söm, dugleg og hagsýn húsmóðir. Hún lærði það í reynsluskóla lífs- ins í efnahagslegu upplausninni í Þýskalandi eftirstríðsáranna, að staðarferð komu og gistu og þáðu ríkulegar veitingar. Enginn naut þó slíkra forréttinda sem ég: Þau hjón létu ekki þar við sitja að hýsa mig og fæða, heldur gáfu þau mér að auki dóttur sína. Lengra var tæplega hægt að komast í gest- risni við eitt farandskáld og um- ferðarkennara, sem ekkert átti til — nema sjálfan sig og óvissa framtíð. Marta tengdamóðir mín var fædd 12. nóvember 1896. Hún dó 1. sumardag, þann 22. apríl 1982. Meira en hálf níræð sýndist hún þó alls ekki vera orðin gömul það er ekki minna um vert að gæta fengins fjár en að afla þess. Til eru þeir, sem þótti það nokk- ur ljóður á ráði frú Elsu, að hún fullnam aldrei íslenska tungu, þrátt fyrir langa dvöl hér á landi. Þetta átti sér þó skýringar. Aðal- starf Kristins, eftir að hann kom til Akureyrar 1929, var að kenna þýsku allt fram til 1944 og síðan stundaði hann þýskukennslu sem aukastarf allt fram til 1953. Þótti honum þá þægilegt að geta talað daglega þýsku við innfæddan Þjóðverja á heimili sínu. „Ubung macht der Meister" segir máltæk- ið. Munu nemendur Kristins að nokkru hafa notið þess, hve vel hann hélt við lifandi þýsku tal- máli sínu. íslenskunám frú Elsu varð því minna en ella. Hún náði samt sæmilegasta valdi á islenskri tungu. Á núverandi árum jafnréttis- baráttu kvenna mætti það vera nokkurt umhugsunarefni, að kon- um hefur yfirleitt verið ætlað að laga sig að maka sínum, ekki að- eins á heimilinu, heldur einnig við breytt hlutverkaskipti eigin- mannsins í þjóðfélaginu. Þannig var þetta einmitt með frú Elsu. Eftir að hafa lagað sig vel að öll- um aðstæðum á Akureyri, þar sem maður hennar var fyrst þýsku- kennari, síðar skattstjóri og bæj- arfulltrúi, þá fluttust þau til Reykjavíkur 1953, þar sem Krist- inn varð utanríkisráðherra í ráðu- neyti Ólafs Thors. Ástæða þessara hlutverkaskipta var sú, að Hermann Jónasson, fyrrverandi forsætisráðherra, þverneitaði, eins og hann sagði öðru okkar sjálfur, að sýna Fram- sóknarflokknum þá lítilsvirðingu að láta formann sinn setjast í hálft embætti Bjarna Benedikts- sonar. Hafði Bjarni áður verið með bæði utanríkis- og dómsmál í ráðuneyti Steingríms Steinþórs- sonar 1950—1953, en nú lá dóms- málaráðherraembættið ekki á lausu fyrir Framsókn. Óskaði Hermann eftir því, að Kristinn tæki að sér embætti utanríkis- ráðherra. Þessi hlutverkaskipti voru ek.k: eftirsóknarverð í augum frú Elsu. Sést það m.a. á því, að hún sagði okkur oftar en einu sinni: „Konan er aldrei spurð. Hún verður bara að fylgja manninum. Ég kunni best við mig á Akureyri." Það var um þessar mundir, að Minning: Elsa Alma Kalbow Guðmundsson kona, ég sá það ekki fyrr en hún var lögst banaleguna eftir síðustu áramót. Lífsorka hennar var alla tíð með ólíkindum. Af þokkafullu útliti hennar, léttleika og hlýlegu viðmóti hefði mátt ætla, að æskan hefði kjörið sér hana að varanleg- um samastað, hvað sem liði árum og aldri. Hún ólst upp á Vatnsnesinu — í Krossanesi, sem er ysti bær á nes- inu, næst Hindisvík. Húnaflóinn hringaði sig utan um bæinn á þrjá vegu, fjórðu áttinni lokaði fjallið — suðrinu. Þarna hefði maður nú getað haldið að væri kaldranalegt. Nei, ekki aldeilis — ekki að dómi Mörtu. Gjöfulli jörð fannst ekki undir bú, að áliti hennar. Land- gæði og sjávarnytjar sameinuðust og lögðust á eina sveif, himininn var heiður og blár, hafið var skín- andi bjart. Það litla sem Marta talaði um æskustöðvar sínar og uppvöxt, þá var það í tóntegund ástar og aðdáunar. Rúmlega tvítug að aldri giftist Marta Arinbirni Jónssyni. Þau settu bú saman í Vesturhópshól- um, hálfri jörðinni móti Guð- mundi bróður Arinbjarnar. Það var á einum af þremur kirkjustöð- um þessarar stóru sveitar, Þver- árhrepps, sem rúmar Línakradal- inn, Vesturhóp og drjúgan hluta Vatnsness. Arinbjörn var bóndi, veiðimað- kynni okkar hjóna af þeim frú Elsu og Kristni hófust vegna ánægjulegs samstarfs við bæði, fyrst í Reykjavík, síðar í London, þar sem þau voru sendiherrahjón 1956—1961, og i Moskvu, þar sem þau voru sendiherrahjón 1961—1968. í ársbyrjun 1968 flutt- ust þau aftur til Reykjavíkur að loknum embættisaldri Kristins. Frú Elsa var því ráðherra- og sendiherrafrú í um 15 ára skeið. Gegndi hún því hlutverki af þeirri stjórnsemi og hagsýni, sem henni var eðiiieg. „Konan er aldrei spurð," sagði frú Elsa, eins og fyrr segir. „Hún verður bara að fylgja manninum." En hversu Iengi munu t.d. íslensk- ar sendiherrafrúr sætta sig við að fylgja bara manninum? Starf þeirra og hlutverk er ómetanlegt íslenska ríkinu. Þó vinna þær það kauplaust. Þær eru í raun fram- kvæmdastjórar risnuhluta sendi- herraembættisins. Á þeim veltur hvort vel tekst til um erlendar sem innlendar gestamóttökur, svo og hlýleiki og fegurð sendiherra- bústaðarins. Ætlast er til, að þær gefi ríkinu þetta vandasama og mikla starf, af því að þær fylgja manni sínum. Við þékkjum það af langri og góðri viðkynningu, að frú Elsu var ljúft að gegna sínu hlutverki sem ráðherra- og sendiherrafrú af myndarskap og reisn. Kunni Kristinn vel að meta það, enda lét hann frú Elsu eftir stjórnsýslu innanstokks. Fór líka vel á því. En nútímakonan, og þá kannski fremur framtíðarkonan, kynni að vilja gera athugasemdir við hlut- verkaskipti karls og konu, þar sem embætti mannsins er sveipað ljóma, en ætlast er til að konan fylgi honum án embættisskil- greiningar, réttinda, og taki að sér meiri háttar stjórnsýslu- og rekstrarstörf í þágu ríkisins fyrir ekkert. Svo mikið er víst, að Georgetown-háskólinn í Washing- ur og smiður og fékkst töluvert við lækningar bæði á mönnum og skepnum í heimkynnum sínum, því að hann var fjölhæfur gáfu- maður. Ég held að búskapurinn hafi mætt meira á Mörtu en hon- um. Gestrisnin bjó stórbúi í brjóstum beggja þessara fallegu hjóna, en ég held að í ráðdeild og vinnuþreki hafi húsmóðurin verið sterkari aðilinn — Arinbjörn varð líka snemma veill til heilsu, Marta alla tíð ákaflega hraust. Þau hjón eignuðust tvær dætur í Vesturhópshólum, Sigríði og Svönu, en brugðu þar búi eftir tíu ár eða svo, tvíbýlið reyndist held- ur þröngt. Fjölskyldan fluttist til Akureyrar og dvaldist þar rúm- lega eitt ár, en flutti að svo búnu til Hvammstanga, þar sem Ar- inbjörn lagði einkum stund á smíðar, en Marta sinnti marghátt- uðum störfum, utan heimilis og innan. Síðustu níu árin á Hvammstanga rak hún sjúkrahús- ið þar fyrir eigin reikning, enda var Ríkið ekki orðinn rekstraraðili allra hluta í þá daga. Nú voru dæturnar fyrir löngu fluttar suður, Arinbjörn gekk ekki lengur heill til skógar, að því rak að Marta kaus að flytjast til Reykjavíkur. Það gerðist haustið 1952. Þau hjón leigðu sér íbúð að Hofteigi 20 hjá Tungnamanninum frábæra, Diðriki Jónssyni trésmið. ton hefur nýlega gefið út niður- stöður rannsókna á hlutverki konu diplómatsins (Diplomacy: The role of the wife), þar sem í ljós kemur, að það er liðin tíð, að hægt sé að reikna með því, að konan sætti sig við að fylgja manninum heims- horna á milli og gegna mikilvæg- um stjórnsýsluhlutverkum ríkis- ins fyrir ekkert og án þess að hafa nokkra viðurkennda embættis- stöðu eða réttindi, ef t.d. maður- inn félli frá. En slík viðhorf tilheyra nútíma- og framtíðarkonunni. Frú Elsa gegndi sínu hlutverki af myndarskap á grundvelii hinn- ar hefðbundnu venju, að konan lagi sig að hlutverki eiginmanns- ins í lífinu, að hans sómi sé henn- ar sómi, að hennar sómi sé hans. Þannig voru hennar viðhorf. Á grundvelli þeirra varð stjórnsýsla innanstokks svo og gestamóttaka og margvísleg risna aldrei vanda- mál fyrir Kristin, hvorki þegar hann var þýskukennari og skatt- stjóri á Akureyri, né heldur þegar hann var ráðherra í Reykjavík og sendiherra í London og Moskvu. Hann vissi sem var, að slík stjórn- sýsla var haganlega best komin í traustum höndum frú Elsu. Þeim frú Elsu og Kristni varð ekki barna auðið. Hins vegar ólst Stella, bróðurdóttir Kristins, að verulegu leyti upp hjá þeim hjón- um, en hún er látin fyrir nokkrum árum. Sonur hennar, Vilhjálmur Arnarson, dvaldi löngum á heimili Kristins og Elsu, bæði í London, Moskvu og að nokkru í Reykjavík. Var hann í miklu uppáhaldi hjá þeim báðum og færði þeim ómælda gleði á efri árum þeirra. Var þar um gagnkvæma ástúð að ræða. Frú Elsa var mikill vinur vina minna. Hún var hreinskiptin og fagur persónusvipur geislaði frá hýrum augum hennar. Sumum virtist hún köld, ef ekki fráhrind- andi, við fyrstu kynni. Þeir, sem kynntust henni betur, eins og við hjónin gerðum, vita þó að hún var gull að manni: hreinskilin, hjálp- söm, góðhjörtuð, frábitin öllu lastmæli um náungann og kunni þá list að gleðjast á góðri stund í góðra vina hópi. Það var okkur hjónum í senn mikil ánægja og lærdómur að fá tækifæri til að kynnast frú Elsu náið og vinna með henni veru- legan hluta þess tíma, sem hún gaf íslenska ríkinu starfskrafta sína. Við sendum Kristni og Villa innilegar samúðarkveðjur vegna andláts og jarðarfarar frú Elsu og biðjum þeim Guðs blessunar. Blessuð sé minning frú Elsu Ölmu Kalbow Guðmundssonar. Megi hún njóta Guðs friðar. Karin og Hannes Jónsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.