Morgunblaðið - 05.05.1982, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 05.05.1982, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. MAÍ1982 21 Stoftiað lands- ráð gegn krabbameini Skipulagt þjóðarátak vegna fjársöfnunar til nýbyggingar Krabbameinsfélags Islands StofnaA hefur verið sérstakt landsráð gegn krabbameim, en forgöngu að stofnun þess hefur Krabbameinsfélag Islands haft og notið stuðnings forseta íslands, Vigdísar Finnbogadóttur, Gunnars Thoroddsen forsætis- ráðherra og hr. Péturs Sigurgeirssonar biskups. Sitja þau í heiðursráði landsráösins. Landsráöinu er ætlað að standa fyrir þjóðarátaki gegn krabbameini og var mörgum og fjölmennum félagasamtökum boðiö að eiga fulltrúa á stofnfundinum. Ætlunin er að standa fyrir sérstakri fjársöfnun dagana 30. og 31. október nk. en fénu á að verja til að reisa nýjar aðalstöðvar Krabbameinsfélags íslands og fá með því stórbætta starfsaðstöðu, sem forráðamenn þess telja knýjandi. Vigdís Finnbogadóttir sagði í ávarpi sínu á fundinum aðkall- andi að herða baráttu gegn þeim mikla vágesti sem krabbamein væri. Krabbameinsfélögin hefðu unnið stórkostlegt starf á liðnum árum, en þörf væri þjóðareiningar til að efla það starf enn frekar og hvatti forseti fundarmenn til þátttöku. Gunnar Thoroddsen for- sætisráðherra sagði starf krabba- meinssamtakanna hafa verið að- dáunarvert og nú væri þörf á að skapa þeim starfsaðstöðu í nýjum húsakynnum. Las hann tillögu Gunnlaugs Snædal formanns Krabbameinsfélags íslands og Halldóru Thoroddsen fram- kvæmdastjóra um stofnun lands- ráðs, sem samþykkt var af fund- armönnum samhljóða. Hr. Pétur Sigurgeirsson biskup sagði stofn- un þessa landsráðs vera stóra stund og minnti á að í sögu lands- ins sæjum við sífellda baráttu þegnanna við sjúkdóma og harð- indi, en með einbeittri ástundun mætti sigra alla erfiðleika. Þá greindu læknarnir Gunn- laugur Snædal, Gunnlaugur Geirsson og Hrafn Tulinius frá nokkrum atriðum úr starfi Krabbameinsfélags íslands. Kom fram í máli þeirra að mikill árangur hefur orðið í krabba- meinsleitarstarfi félagsins, sér- staklega leghálskrabbameini, frá 1964. Væri sá árangur orðinn þekktur meðal annarra þjóða og þeim til eftirbreytni. Krabbamein í leghálsi hefði minnkað stórlega, tekist hefði að forða mörgum kon- um frá því að veikjast, um 80 kon- ur væru nú á lífi sem ella hefðu orðið krabbameini að bráð og ljóst væri að þeim konum, sem ekki hefðu komið til krabba- meinsleitar væri tífalt hættara við að sýkjast en hinum. Auk leit- arstarfs sögðu þeir krabbameins- Forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir, ávarpar fundargesti. Henni á vinstri hönd eru Gunnar Thoroddsen, forsætisráðherra, og Gunnlaugur Snædal, formaður Krabbameinsfélags íslands, en á hægri hönd hr. Pétur Sigurgeirsson, biskup. skráningu annan aðalþátt starfs- eminnar, en með henni mætti fá mikla vitneskju um feril sjúkdóm- anna og með betri aðstöðu væri hægt að nýta betur þær upplýs- ingar sem þegar væru fyrir hendi um krabbamein í íslenskum sjúkl- ingum til að auka þekkingu í bar- áttunni. Ráðgert væri nú að efla enn leitarþjónustu gegn legháls- krabbameini, fjöldaleit að brjóstakrabbameini, hefja leit að krabbameini í körlum, rannsaka orsakir krabbameins, m.a. hlut- deild umhverfis, atvinnu og erfða og efla krabbameinsskráningu, rannsóknir og fræðslustarf. Gunnlaugur Snædal greindi frá því að hafin væri teiknivinna vegna nýbyggingar félagsins á lóð er borgarráð hefði sl. sumar út- hlutað félaginu við Hvassaleiti í Reykjavík og þakkaði hann fund- armönnum áhuga á málefni þessu. Eggert Ásgeirsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri fjáröfl- unarnefndar og greindi hann frá að 30. og 31. október í haust yrði landsmönnum gefið tækifæri til að leggja sitt fram til stuðnings baráttunni gegn krabbameini og yrði landssöfnun og herferð í því skyni skipulögð. Ætlunin væri að landsráðið starfaði að fyrr- greindri söfnun og lyki því starfi sínu á þessu ári. Meðal þeirra samtaka er áttu fulltrúa á fundin- um voru ýmis félög heilbrigðis- stétta, félög iðnrekenda, stór- kaupmanna, blaðamanna, sam- bönd bankamanna, iðnverkafólks, fiskvinnslustöðva, bygginga- manna, verslunarmanna, útvegs- manna, þjónustufélög, stjórnmálaflokkar, BSRB, BHM, FFSÍ, SÍS, ÍSÍ, Öryrkja- bandalagið, Slysavarnafélagið, alls um 40 félög og geta þeir aðil- ar sem óska gengið í landsráðið. Albert Guómundsson ræðir hér vió starfsfólk hjá Almennum Tryggingum. Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins til borgarstjórnar: Fundir á 70 vinnustöðum Frambjóðendur Sjálfstæðisflokks- ins til borgarstjórnarkosninganna heimsækja um þessar mundir ýmsa vinnustaði og ræða þar við starfs- fólk. Fara þeir 2 til 3 saman á fund, einn flytur framsöguræðu og svara þeir síðan spurningum eftir því sem umræður vakna. Er ráðgert að heim- sækja um 70 vinnustaði. Sveinn Skúlason tjáði Mbl. að skrifstofa Sjálfstæðisflokksins hefði skipulagt 5 til 7 fundi hvern dag og væri nú tekin upp sú ný- breytni frá fyrri vinnustaðafund- um, að fleiri en einn frambjóðandi sæti hvern fund. Væri reynt að bjóða fram talsmenn mismunandi málaflokka og ættu fundarmenn að geta fengið á þessum fundum nokkra mynd af stefnu flokksins. Einnig er til umræðu á fundunum stjórn vinstri meirihlutans á borg- inni sl. 4 ár. Þá sagði Sveinn að skrifstofa flokksins tæki á móti óskum manna um að fá frambjóð- endur á vinnustaði, einnig ef 10 til 15 manna hópar vildu fá fram- bjóðendur á fundi í heimahús. Á fundi með starfsfólki i Sjóvá ræddi Markús Örn Antonsson um borgarmálin. i.jú»m. kok „Skil ekki hræðslu Alþýðubandalagsins við kvennaframboöið“ - sagði Þórhildur Þorleifsdóttir í 4. sæti á lista kvennaframboðsins ATHYGLI vakti í útvarpsumræðunum á Alþingi fimmtudaginn 29. apríl, hve mikiö ræðumönnum Alþýðubandalagsins var i mun að koma því rækilega til skila, að baráttan stæði milli Sjálfstæðisflokksins og Alþýðubandalagsins í komandi sveitarstjórnakosningum. Svavar Gestsson ræddi þetta almennum orðum en Guðrún Helgadóttir vék nánar að einstökum framboðslistum og kallaði kvennaframboðið meðal annars ,,tískúframboð“. Svavar Gestsson sagði, að flokk- arnir á milli Sjálfstæðisflokks og Alþýðubandalags, sem hann kall- aði „milliflokkana" skiptu ekki „ýkja miklu máli“ í sveitarstjórn- akosningunum og hann bætti við, að enginn framboðsaðili gæti „skotið sér undan því að svara hinum örlagaríku spurningum kjarabaráttunnar í vor“. Verða þessi orð ekki skilin á annan veg en sem áras á kvennalistann, því að afstaða stjórnmálaflokkanna til kjaramálanna liggur fyrir. Og enn vék Svavar Gestsson að kvennaframboðinu, þegar hann agði: „Við megum ekki vanvirða 'essar leikreglur (lýðræðisins, nnsk. Mbl.) með því að koma fram kosningabaráttu af alvöruleysi, kki vanvirða þær með því að um- ;angast þær eins og trúðleik, þar em ekkert skiptir máli nema ;lansmyndir og slagorð." Þórhildur Þorleifsdóttir er 4. á ista kvennaframboðsins í Reykja- ík. í Þjóðviljanum 7. október sl. úrtist frásögn af fundi félags- nálanefndar Alþýðubandalagsins im efnið: Hugmyndir um kvenna- ramboð. I þessari frásögn er vitn- ð í Þórhildi Þorleifsdóttur með æssum hætti: „Þá kvaðst hún ekki kilja hræðslu alþýðubandalags- nanna við kvennaframboð — hún sæi ekkert því til fyrirstöðu að konur á kvennalistanum gætu gengið til samstarfs við AB (Al- þýðubandalagið, innsk. Mbl.) eftir kosningar.“ I öðru sæti á lista kvennafram- boðsins í Reykjavík er Ingibjörg Sólrun Gísladóttir, sem tekið hef- ur þátt í hugmyndafræðilegu og pólitísku starfi vinstra megin við Alþýðubandalagið og meðal ann- ars skýrt skoðanir sínar á kvenna- framboði í Neista, málgagni Fylk- ingarinnar, en á milli hennar og Kommúnistasamtakanna, sem gefa út Verkalýðsblaðið, einnig vinstra megin við Alþýðubanda- lagið, er hugmyndafræðilegur ágreiningur, sem einungis marx- istar geta skilið. í síðasta tölu- blaði Verkalýðsblaðsins stendur þetta meðal annars: „Vinstri mönnum hefur oft hætt til að böðlast áfram og búa til spilaborgir með því að skoða illa aðstæður. Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir, ein úr KF (Kvennafram- hoðinu, innsk. Mbl.), hafnar slíkri hughyggju og segir KF rökrétt svar við athugun á aðstæðum jafnréttisbaráttunnar hér (viðtal Neista í mars). Á svari Fylkingar- félaga er að skilja að það sé ekkert samband milli stéttarlegs inntaks kvennabaráttu og kynbundins þegar grannt er skoðað ...“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.