Morgunblaðið - 05.05.1982, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 05.05.1982, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. MAÍ 1982 15 Fjölbreytt ferða- áætlun Útivistar Tollfrjáls varningur ferðamanna: Hækkun úr 900 í 1400 krónur Ferðaáætlun ferðafélagsins Uti- vistar er fyrir nokkru komin út. Þar er boðið uppá 100 styttri ferð- ir sem eru einsdagsferðir og kvöldferðir. Flestar þessar ferðir eru um nágrenni höfuðborgarinn- ar. Sérstök áherzla er lögð á að kynna Reykjanesfólkvang með styttri og lengri ferðum, en þang- að eru farnar 24 einsdags- eða hálfsdagsferðir. Félaginu finnst að fólkvangur- inn hafi verið slælega kynntur fram að þessu og vill því reyna að bæta úr því, en í fólkvanginum er að finna flest þau djásn, í smækk- aðri mynd, sem íslenzk öræfi hafa upp á að bjóða. Helgarferðir eru 72, en þar af eru 8 bakpokaferðir, en í þeim er allur ferðabúnaðurinn borinn á bakinu. Tvær af bakpokaferðun- um eru í Reykjanesfólkvang og eru það tveggjadagaferðir. Þá eru ráðgerðar í áætluninni 15 sumar- leyfisferðir og af þeim eru 10 bakpokaferðir. Af einstökum sumarleyfisferð- um má nefna þrjár Hornstranda- ferðir 9.—18. júlí og svo ferð í Reykjafjörð 23. júlí til 2. ágúst. Ferðir eru einnig á Öræfajökul, Esjufjöll, Mávabyggðir, Núpsstað- arskóg, Lakagíga, Eldgjá, Borg- arfjörð eystri, Hvanngil, Gljúfur- leit, Þjórsárver, Arnarfell og svo að sjálfsögðu í Þórsmörk. Hringferð um hálendi Islands verður farin 5. til 15. ágúst. Ekið verður norður Kjalveg um Auð- kúluheiði og Blöndudal til Mý- vatns. Þaðan verður farið til Kverkfjalla þar sem gengið verður á fjöllin, í íshellana og í Hveradal- inn. Aö svo búnu verður ekið til Mý- vatns og nestið endurnýjað og litið á Kröflu o.fl. Þá verður haldið til Herðubreiðarlinda og gengið á Herðubreið. Þaðan liggur svo leið- in í Dyngjufjöll og Öskju og svo Gæsavatnaleið um Urðarháls í Gæsavötn og á Bárðarbungu, í GrímSvötn og á Grímsfjall á Vatnajökli. Leiðin liggur svo um Nýjadal, Veiðivötn og Sigöldu til Reykja- víkur. Af nýjungum, auk kynn- ingarinnar á Reykjanesfólkvangi, skulu nefndar bakpokaferðirnar. Þar er um að ræða gönguferðir þar sem allur útbúnaður er borinn á bakinu. í áætluninni er gert ráð fyrir þremur Utivistardögum fjölskyld- unnar. Þeim fyrsta 9. maí og svo 13. júní og 15. ágúst. Útivistardag- ar fjölskyldunnar eru þannig að farið er í léttar göngur á fögrum og sögulegum stöðum. í ferðinni 9. maí er endastöðin Gjáarrétt í Búrfellsgjá. í ferðinni 13. júní er endastöðin Húsmúla- réttin við Draugatjörn undir Hús- múla. í ferðinni 15. ágúst er enda- stöðin í Krísuvík. Allar þessar ferðir enda á pylsuveislu við söng og hljóðfæraslátt. Ferðafélagið Útivist var stofnað 23. marz 1975. Markmið þess er að stuðla að útivist fólks í hollu og óspilltu umhverfi. Ársrit Útivistar er innifalið í félagsgjaldinu og kemur áttunda bókin út nú í ár. Formaður Útivistar er Þór Jó- hannsson. Landbúnaðarvörur lækkuðu í verði 1. maí s.l. en mjög misjafnlega mikið. Þær algengustu allt frá lið- lega 7% upp í tæplega 28%. Sem dæmi um lækkunina má nefna, að mjólk í eins lítra fernu lækkar úr 6,40 krónum í 5,70 krónur, eða um 11%. Er þá miðað við að niður- greiðslur ríkissjóðs nemi 4,12 krón- um á hvern lítra. Rjómi í 1/4 lítra fernum lækkar úr 12,60 krónum í 11,20 krónur, eða um liðlega 11,1%. Niður- ANDVIRÐI varnings sem ferða- mönnum er heimilt að hafa með sér frá útlöndum án greiðslu að- flutningsgjalds hefur verið ha kkað úr 900 kr. í 1400 kr. miðað við smásöluverð á innkaupsstað, sam- kvæmt nýrri reglugerð er fjármála- ráðuneytið hefur gefið út um tollfrjálsan farangur ferðamanna og farmanna við komu frá útlönd- um. Er hér um verðbólguuppfærslu að ræða en ekki aukið rými til inn- flutnings með þessum hætti. Andvirði matvæla, þar með talið sælgæti, má þó ekki nenja greiðslur ríkissjóðs nema 12,35 krónum á hvern lítra af rjóma. Skyr, hvort heldur er pakkað eða ópakkað lækkar úr 9,35 krón- um í 8,35 krónur, eða um 10,7%. Niðurgreiðslur ríkissjóðs nema 8,28 krónum á hvert kíló. 45% ostur í hálfum pakkningum lækkar úr 69,25 krónur í 63,75 krónur kílóið, eða um tæplega 8%. Niðurgreiðslur ríkissjóðs af ostum nema 12,50 krónum á hvert kíló. 1. flokkur af kartöflum í 5 kg pakkningum lækkar úr 21,55 krón- meiru en 350 kr. af fyrrgreindri fjárhæð í stað 200 kr. áður. Að því er varðar innflutning faT- manna og flugliða, sem hafa ver- ið 20 daga eða skemur í ferð, hækkar hámarksandvirði toll- frjáls varnings úr 200 kr. í 350 kr. við hverja komu til landsins. Sé lengd ferðar á bilinu frá 21 til 40 daga er farmönnum og flugliðum heimilt að flytja með sér toll- frjálsan varning að andvirði 1.050 kr. í stað 600 kr. áður, en fyrir 1.400 kr. í stað 900 kr. áður, sé ferð lengri en 40 dagar. um í 15,55 krónur, eða um tæplega 28%, en niðurgreiðslur ríkissjóðs af kartöflum nema 5,98 krónum á hvert kíló. Hvert kíló af kindakjöti dilka í úrvalsflokki lækkar úr 47,15 krón- um í 39,55 krónur, eða um liðlega 16,1%. Kindakjöt í fyrsta flokki dilka lækkar úr 39,54 krónum kílóið í 32,30 krónur, eða um 18,3%. Þá má nefna, að kílóið af lærissneið- um lækkar úr 67,64 krónum í 60,05 krónur, eða um liðlega 11,2%. Lækkun landbúnaðarvara vegna niðurgreiðslna Ferðaskrifstofan UTSÝN Reykjavík: Aucturstræti 1, sími 26611. Akureyri: Kaupvangsstræti 4, sími 22911. Það þarf varia að taka það fram að Nepal- ferð Útsýnar er ein stórkostlegasta ævin- týraför, sem viðskiptavinir okkar eiga völ á í ár. Þeir, sem eiga frátekiö sæti í Nepalferöl Útsýnar (Indland og Nepal) þann 23. ^ sept. nk. eru vinsamlega beönir aö sækja feröaáætlun og feröaskjöl á skrifstofu okkar einhvern næstu daga. Þar, sem takmarkaöur fjöldi kemst meö í þessa óvenjulegu fjalla- og bátsferö um Himalaya-héruöin viljum viö vinsamlega benda þeim, sem áhuga hafa á aö slást í hópinn aö hafa samband viö Guörúnu Gyöu hjá Útsýn, sem veitir allar nánari upplýsingar. Ævintýraferöinni til Nepal, veröur hagaö á eftirfarandi hátt: FYRSTA VIKA:_______________________ Menning og trúarbrögð Flogið um London til Delhi, þar sem dvaliö er í 3 daga; siðan atram til Kathmandu, höfuðborgar Nepal. Þarna gefst kostur á að skoöa menningar- verðmæti, s.s. hið fræga musteri Taj Mahal i Agra, hina fornu höfuðborg Fatehpur Sikri, svo og hin stórkostlegu hof Buddhatrúarmanna og Hindúa í Katmandu. ÓNNUR VIKA:_______________________ Fljóta- og frumskógarferð Siglt niður fossa og flúöir á gúmbátum meðfram stórbrotnu landslagi. Akvörðunrstaður er Toyal Citwan þjóðgarðurinn, friðað svæði i miðjum frumskógi. Þar er gist i hinum frægu gistiskálum Tiger Tops. Þar gefst góður tími til þess að skoða hið fjöbreytta dýra- og jurtalíf frumskógarins, fót- gangandi sem og á fílabaki. ÞRIOJA VIKA:____________ Ganga um í hlíðar Himalaya Undir öruggri leiðsögn Sherpa er gengiö um stíga og troðninga — þjóðvegi innfæddra — þar sem einu farartækin eru uxar og asnar. I þessu ægi- fagra umhverfi gefst einstakt tækifæri til þess að kynnast lífi og menningu þessara harðgeru þjóð- flokka. \\\jcKV

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.