Morgunblaðið - 05.05.1982, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 05.05.1982, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. MAÍ 1982 Borgarráð samþykkir: Leið tvö gangi hring- leið um Orfirisey Arangur vinnustaðafundar A VINNIISTAÐAFUNDI sem full (rúar Sjálfstærtisflokksins, þau l)av- íð Oddsson, Guðmundur Hall- varðsson og Krna Ragnarsdóttir, héldu í ísbirninum sl. mánudag komu fram ákafar kvartanir yfir því, að strætisvagnar gengju ekki út til hinna fjölmcnnu vinnustaða í Örfir- isey og væri því langt fyrir fólk að fara í vagn og af þessu mikið óhag- ræði. Buðust þremenningarnir til að koma þessu á framfæri og var því vel tekið. Á fundi borgarráðs í gær fluttu þeir Davíð Oddsson og Markús Örn Antonsson tillögu um að breyting yrði á leið 2 — Grandi Vogar, þannig að vagnarnir færu hringferð um Grandann og var hún samþykkt, þannig að þessu máli hefur þegar verið kippt í lið- Nýr fundur ASÍ og VSÍ á þriðjudag: Ekki heimilt samkvæmt lögum að fresta samn- ingum fram yfir 22. maí Kíkissáttasemjari hélt stuttan fund með samninganefndum ASÍ og VSÍ í gærdag og var þar ákveðið að halda annan fund nk. þriðjudag klukkan 14.00. llm beiðni VSÍ um frestun samningaviðræðna fram yfir Spurt og svarað um garðyrkju Athygli er vakin á því, að lesendur geta haft samband við ritstjórn Morgunblaðsins í síma 10100 á milli kl. 11 og 12 á morgnana og komið á framfæri fyrirspurnum um garðyrkju- mál. Morgunblaðið hefur fengið Hafliða Jónsson, garðyrkju- stjóra, til að svara spurningum lesenda. kosningar, sagði Guðlaugur l>or- valdsson, ríkissáttasemjari, að sér væri það einfaldlega ekki heimilt samkvæmt lögum. „Samkvæmt lögunum ber að halda fund á a.m.k. 14 daga fresti, auk þess sem lögin kveða svo á, að óski annar aðilinn eftir fundi, skuli halda hann. Það varð því samstaða aðila um að verða við þeirri beiðni ASÍ að mæta til leiks nk. þriðjudag," sagði Guðlaugur ennfremur. Sáttanefnd beindi þeim tilmæl- um til aðila, að þeir mættu til leiks nk. þriðjudag vel undirbúnir til að takast á við vandamálin. Flugfreyjurnar Sigurlaug Halldórsdóttir og Erna Matthíasdóttir klæðast hér hinum nýju flugfreyjubúningum Flugleiða, sem verða teknir í notkun 15. maí nk. Nýr sumarbúningur „ÞAD MÁ segja, að með þessu rætist gamall draumur okkar," sagði Krna Hrólfsdóttir, yfirflug- freyja Fluglciða, á blaðamanna- fundi í gærdag, þegar hún kynnti nýja sumarbúninga flugfreyja og flugþjóna félagsins, sem verða teknir í notkun 15. mai nk. Um er að ræða ljósbláa kjóla fyrir flugfreyjurnar, en flug- þjónarnir verða í ljósbláum jökkum og dökkbláum buxum. Erna sagði ennfremur, að það væri mikill munur fyrir fólkið að geta verið í léttum sumarklæðn- aði í stað hinna hefðbundnu dökku búninga. Flugfreyjubún- ingarnir eru framleiddir í Vestur-Þýzkalandi, en flug- þjónafötin hjá Kóróna hér heima. Könnun Landssambands iðnaðarmanna: Há laun hjá BÚR: Stjórnarmaður í Dagsbrún með allt að 30 þús. á mánuði í UMRÆÐUM um málefni Bæjarút- gerðarinnar eftir að borgarráðsfund- ur hafði verið opnaður í gær kom fram, að borgarráðsmenn undruðust þær launagreiðslur sem þar hafa átt sér stað. Kom fram að aðeins lítill hluti af þessum launum stafaði af því að menn fengju hærri laun en samningar segðu fyrir um. Hins vegar er yfirvinna og næturvinna mikil og kemur hún á hærri grunn en ella vegna yfirborgunarinnar. Sem dæmi má nefna að meðal- laun aðstoðarverkstjóra eru 27.000 kr. á mánuði fyrstu fjóra mánuði ársins og fara upp í 33.000 þúsund kr. í apríl. Meðallaun yfirverk- stjóra eru 27.000 kr. og meðallaun framleiðslustjóra eru rúmar 30.000 kr. og fara í rúmar 38.000 kr. í apríl eða 3,8 milljónir gam- alla króna. Verkstjóri hjá BÚR, sem sæti á í stjórn fyrirtækisins fyrir Al- þýðubandalagið og er einnig stjórnarmaður í Dagsbrún, hafði rúmlega 30.000 krónur, eða 3 milljónir gkróna í laun í apríl. 0' INNLENT Verkefnaskortur í íbúðarbygg- ingum og verktakastarfsemi KÖNNUN Landsambands iðnaðarmanna á byggingarstarfsemi á 4. árs- fjórðungi síðasta árs bendir til þess, að í heild hafi starfsmönnum i byggingariðnaði fækkað um nálægt 8%. í niðurstöðum könnunarinnar segir, að um árvissan samdrátt sé að ræða, sem orsakast einkum af veðurfari og minna framboði á vinnuafli. Skrefatalningin: Tekjur Pósts og síma hafa minnkað „ÞAÐ er Ijóst að tekjur Pósts og síma hafa minnkað með tilkomu skrefatalningarnnar, en hve mikið get ég ekki sagt um á þessari stundu,“ sagði Guðmundur Björnsson, fjármálastjóri Pósts og síma, þegar Morgunblaðið ræddi við hann í gær. Að sögn Guðmund- ar verður ekki ljóst fyrr en í lok maí hve mikið tekjutap Pósts og síma er vegna skrefatalningarinn- ar. „Sé litið á heildarmannafla í byggingariðnaði á landinu öllu, er fækkunin nú sízt meiri en verið hefur undanfarin ár. Hins vegar sýnir könnunin meiri samdrátt í byggingarstarfsemi á Norðurlandi en annars staðar á landinu." Ef litið er á allar greinar bygg- ingariðnaðarins, töldu fyrirtæki með 61% mannaflans að starf- semin hefði dregizt saman frá 3. ársfjórðungi, vægi þeirra sem töldu að starfsemin hefði aukizt var 7,6%, en aðrir, eða 31,4% töldu starfsemina lítið hafa breytzt. Samkvæmt þessu er mannafli þeirra, sem gáfu til kynna minnkun umfram þá, sem sýndu samdrátt, 53,4% af heild- armannafla þátttakenda. Miðað við þennan mælikvarða hefur orð- ið almennur samdráttur í verk- takastarfsemi og einnig talsvert dregizt saman í húsamálun. Sé litið á allar greinar bygg- ingariðnaðarins, töldu fyrirtæki með 57,9% mannaflans að starf- semi á 1. ársfjórðungi þessa árs yrði minni, en á næsta ársfjórð- ungi á undan, en fyrirtæki með 15,4% mannaflans áttu von á aukningu. Mestur virðist yfirvof- Verkalýðsleiðtogi um niðurgreiðslur ríkisstjórnarinnar: „Siðleysi og fals- anir stjórnvalda“ „ÞKSSAK niðurgreiðslur á land- búnaðarafurðum eru ekkert annað en falsanir, það eru hreinar línur, og ekki við öðru að búast af stjórn- völdum," sagði Jón Kjartansson, formaður Verkalýðsfélags Vest- mannacyja, í samtali við Mbl. í gær. „Þetta er óttalegt siðleysi að vera að lækka landbúnaðarvörur að segja má sama dag og reikna á út kaupgjaldsvísitölu og hækka svo þessar vörur aftur um næstu mánaðamót. Þetta er aðeins gert til þess að svindla á vísitölunni niður um 2 stig og er eitt af því sem verkalýðshreyf- ingin hefur alltaf haft niður um sig,“ sagði Jón. andi samdráttur vera í verktaka- starfsemi og húsamálun, en búizt við aukningu í múrun og húsa- smíði. Fyrirtæki með 46,3% mannafl- ans töldu fyrirliggjandi verkefni Alþingi: vera of lítil, önnur 52,7% töldu þau hæfileg, en aðeins 1% sagði verkefni vera of mikil. Samkvæmt þessu er um talsvert almennan verkefnaskort að ræða, einkum í verktakastarfsemi og húsasmíði. Stórmál stjórnarinnar taka stökkbreytingum MÖRG stórmál hafa verið til loka- meðferðar á Alþingi síðustu daga og hljóta nokkur þeirra afgreiðslu í dag. Það hefur vakið athygli hvað varðar meðferð málanna, að flest þeirra eru lögð fram sem ríkisstjórn- arfrumvörp en hafa samt sem áður tekið mjög miklum breytingum í meðforum þingsins og hafa jafnt stjórnarandstæðingar sem stjórnar- liðar tekið þátt í að miðla málum og ná fram sameiginlegum niðurstöð- um. Fyrst þessara mála má nefna Blönduvirkjunarmálið og röðun næstu stóru vatnsaflsvirkjana landsmanna. Mikið hefur verið deilt um mál þetta, en samstaða náðist með öllum nefndarmönnum í atvinnumálanefnd, nema full- trúa Alþýðuflokks, um sameigin- lega bókun um hvernig túlka bæri afgreiðslu nefndarinnar á málinu. Þá hefur samkomulag náðst milli þingflokkanna, að undan- skildum þingflokki Alþýðuflokks, um afgreiðslu stjórnarfrumvarps um kísilmálmverksmiðju á Reyð- arfirði. Meiri hluti iðnaðarnefnd- ar neðri deildar bar fram breyt- ingartillögur sem fela m.a. í sér að frestað verði endanlegri ákvörðun Alþingis, en stofnað verði félag til að undirbúa frekari hönnun og áætlanir. Málið verði tekið úr höndum iðnaðarráðuneytis, en þingkjörin sjö manna stjórn falin stjórnun mála. Þingmenn Sjálf- stæðisflokks leggja fram breyt- ingartillögu sem m.a. felur í sér, að ákvæðið um 51% eignaraðild ríkissjóðs falli brott. Þá var steinullarverksmiðju- málið tekið til umræðu í samein- uðu þingi í gærkvöldi. Meiri hluti atvinnumálanefndar leggur til að ríkisstjórnin beiti ekki heimildar- ákvæði um fjármögnun 40% verk- smiðjunnar, en einn nefndar- manna leggur til að því verði vísað til ríkisstjórnarinnar. Sykurverksmiðja í Hveragerði er enn eitt dæmið um mál sem knúið hefur verið á um afgreiðslu þessa síðustu daga. Samstaða hafði náðst meðal þingmanna Al- þýðuflokks, Framsóknarflokks og Alþýðubandalags í iðnaðarnefnd neðri deildar í gær um afgreiðslu málsins, en fulltrúar Sjálfstæðis- flokksins leggja til að því verði vísað til ríkisstjórnarinnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.