Morgunblaðið - 05.05.1982, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 05.05.1982, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. MAÍ 1982 13 Menningarsjóður Þjóðleikhússins: Flosi og Guðmundur Jóns son hlutu viðurkenningar AÐ LOKINNI frumsýningu á Meyjaskcmmunni í Þjóðleikhúsinu voru afhentar viðurkenningar úr menningarsjóði Þjóðleikhússins. Venja er að þessi athöfn fari fram á afmæli leikhússins, en Þjóðleik- húsið varð 32 ára í siðustu viku, eða á þeirri frumsýningu sem næst er afmælinu. Að þessu sinni hlutu viðurkenningu fyrir störf sín þeir Flosi Olafsson leikari og Guð- mundur Jónsson ópcrusöngvari. Flosi Ólafsson hefur starfað fyrir Þjóðleikhúsið í bráðum 25 ár. Hann kom fyrst fram í sýn- ingu leikhússins á Don Camillo og Peppone í ársbyrjun 1957. Síð- an hefur hann leikið hér 75 hlut- verk, ef með er talið nýjasta hlutverkið í Meyjaskemmunni; þá hefur Flosi verið leikstjóri, þýðandi og höfundur. Guðmundur Jónsson hefur sungið og leikið hátt á fjórða tug hlutverka fyrir Þjóðleikhúsið. Hann söng hér fyrst titilhlut- verkið í Rigoletto eftir Verdi, við mikinn fögnuð árið 1951, en það var sem kunnugt er fyrsta óperu- uppfærsla á Islandi. Þá söng hann hlutverkið á ný árið 1960. Útvegum þessar heims- þekktu pappírsskuröar- vélar beint frá verk- smiöju. ■Lt—L ^OiyiirOaDiyisjiUKr Vesturgötu 16, sími 13280 EF ÞAÐ ER FRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU Prufu-hitamælar + 50 til + 1000 c í einu tæki meö elektrón- ísku verki og Digital sýn- ingu. SfltoirCmcgwiir <J§xrE^©cs>[fi) VESTURGÓTU 16 - SÍMAR 14630 - 21480 „Lifa lífi sínu“ endursýnd Anna Karina i hlutvcrki sínu í mynd- inni „Lifa sínu lifi“. ALLIANCE Francaise gengst fyrir annarri sýningu á kvikmyndinni „Vivre sa vie“, sem á íslenzku hef- ur hlotið heitið „Lifa sínu lífi“, í Kegnboganum i dag, miðvikudag- inn 5. maí. Hefst sýningin klukkan 20.30. Kvikmyndin er gerð árið 1962 og er eftir Jean-Luc Godard. Að- alhlutverk leika Anna Karina og Saddy Rebot. Tónlist í myndinni er eftir Michel Legrand. Myndin er með enskum texta og er að- gangur ókeypis. Myndin er endursýnd á áður- nefndum tíma vegna þess hve margir þurftu frá að hverfa á fyrstu sýningu myndarinnar. Leiðrétting FORSÍÐUMYND á aukablaði Morgunblaðsins, sem gefið var út í gær tók Freysteinn G. Jónsson, en ekki RAX, eins og stóð undir myndinni. Hlutaðeigendur eru beðnir velvirðingar á þessu. Til sölu Til sölu Rimas-pípugeröarvél ásamt mótum og hringjum, tveimur vögnum og steypuhrærivél. Allt tiltölulega lítiö notaö og í góöu ástandi. (|Fömcsiii.< Þrúðvangi 18, 850 Hella, sími 99-5028. TOYOTA 1982 CARINA CARINA DE LUX 5 gíra Innifalið í verði: 5 gíra kassi Veltistýri Aksturssparnaðarmælir 2 hliðarspeglar Útvarp Metalliclakk Tímarofi á þurrkum Quartsklukka Halogenljós Rúllubelti, framan og aftan 70A rafgeymir Barnalæsingar á hurðum Verð frá kr. 121.000.- Nýtt og rennilegt straumlínuútlit. Stærri og rúmbetri að innan. Lúxus innrétting sem gleður augað, full af velgerðum smáþægindum. Gott farangursrými. Einstakir aksturseiginleikar. Toyota gæði frá grunni — tryggir hátt endursöluverð og lítinn viðhaldskostnað. Reynsluakiö gæöabíl: Bifreið á staðnum til reynsluaksturs ef óskað er. TOYOTA UMBOÐIÐ NÝBÝLAVEGI 8 KÓPAVOGI SÍMI44144 P. SAMUELSSON & CO. HF. UMBOÐIÐ Á AKUREYRI: BLAFELL S/F ÖSEYRI 5A — S(MI 96-21090

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.