Morgunblaðið - 05.05.1982, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 05.05.1982, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. MAÍ1982 Alþýðubandalagið og launamálin: 15.86 7% skerðing 1. mars 1981 KAUPMATTUR kauptaxta rýrnaði um 5% á árinu 1980 frá þvi sem hann var 1979 og á árinu 1981 rýrn- aði hann enn um 1% miðað við 1980. Með efnahagsaðgerðum ríkis- stjórnarinnar um áramótin 1980/81 ákvað ríkisstjórnin að skerða verðbætur á laun um 7% 1. mars 1981 umfram skerðinguna samkvæmt Ólafslögum. Þó sagði Svavar Gestsson, formaður Al- þýðubandalagsins, í áramótagrein í Þjóðviljanum 31. desember 1981: „Með þeim aðgerðum sem til- kynntar verða nú um áramótin er byggt á þessari meginforsendu og þeirri að kaupmáttur launa verði ekki lakari en samið var um og orðið hefði að óbreyttu samkvæmt þeim kjarasamningum sem gerðir voru á sl. ári.“ Og í grein í Þjóðviljanum 3. janúar 1981 sagði Svavar Gests- son: „Verkalýðshreyfingin gerði um það kröfur í kjarasamningunum sl. ár, að teknar yrðu upp fullar verðbætur á laun og skerðingar- ákvæði Ólafslaga afnumin. Al- þýðusambandsþing gerði sömu kröfu með einróma samþykkt. Verkalýðshreyfingin náði þeirri kröfu ekki fram í kjarasamning- unum. Hið faglega afl dugði ekki Skyldusparn- aöarfrumvarp- ið „svæft U 99' FRIIMVARP ríkisstjórnarinnar um álagningu sérstaks skyldusparnaðar á skattgreiðendur verður látið daga uppi í fjárhags- og viðskiptanefnd efri deildar Alþingis, að sögn for- manns nefndarinnar, Olafs Ragnars Grímssonar. Ólafur sagði að málið yrði ekki afgreitt úr nefndinni að ósk fram- sóknarmanna, en alþýðubanda- lagsmenn hefðu verið tilbúnir til að láta reyna á þingmeirihluta. Framsóknarmenn hefðu aftur á móti lýst því yfir, að þar sem for- sætisráðherra, Gunnar Thor- oddsen, hefði tjáð þeim að hann gæti ekki tryggt málinu meiri- hlutafylgi í þinginu, gætu þeir ekki fallist á afgreiðslu þess úr nefnd. Lesendaþjónusta Morgunblaðsins: Davíð Oddsson svarar spurn- ingum um málefni Reykjavíkur MORGUNBLAÐIÐ mun fram að kjördegi, 22. maí næstkomandi, veita lesendum sínum þá þjónustu að koma spurningum þeirra um málefni Reykjavíkur og átakamál- in í borgarstjórnarkosningunum á framfæri við I)avíð Oddsson, efsta mann á framboðslista Sjálfstæðis- flokksins í Rcykjavík, en hann er jafnframt borgarstjóraefni sjálf- stæðismanna. Lesendur geta hringt til rit- stjórnar Morgunblaðsins í síma 10100 milli klukkan 10 og 12 ár- degis, mánudag til föstudags, og verða svör Davíðs Oddssonar við spurningum þeirra birt skömmu eftir að þær berast. Þá má einn- ig senda spurningar i bréfi til ritstjórnar blaðsins. Utan á bréf skal rita: Spurt og svarað um borgarmái, ritstjórn Morgun- blaðsins, pósthólf 200, 121 Reykjavík. Nauðsynlegt er að nafn og heimilisfang spyrjanda komi fram. til. Hér hefur hinu pólitíska afli því verið beitt til þess að ná því fram sem ekki var unnt á hinum faglega vettvangi. Þetta meginat- riði er sú forsenda sem Alþýðu- bandalagið byggir á stuðning sinn við þessar aðgerðir varðandi verð- bætur á laun.“ Þær „aðgerðir varðandi verð- bætur á laun“, sem Svavar Gests- son er að verja, fólust í 7% skerð- ingu verðbóta 1. mars 1981 auk skerðingar þá samkvæmt Ólafs- lögum — síðan var framkvæmd á skerðingu samkvæmt lögunum frestað 1. júní, 1. september og 1 desember 1981, en hún hófst aftui 1. mars síðastliðinn. Línuritið sýnir muninn á hækkun framfærsluvísitölu og hækkun verðbóta á laun frá því í júní 1979 fram til 1. mars 1982. Mestur mun- ur skapast 1. mars 1981, þegar rík- isstjórn Gunnars Thoroddsens ákvað að skerða verðbætur á laun um 7% og auk þess kom til skerð- ing samkvæmt Ólafslögum, en skerðingarákvæði þeirra byrjuðu að hafa áhrif 1. júni 1979. Þetta er atciiuei'AiÁ IIIIU WUIIB OVKO'.«' ia aö **»££$£** ',e'0 oa«»a's0 Cxt£ W OeLoxe-9®'0 l26-o2 ,6tn oo S 9>>a »We beotín*»kn,V strax. Ta« íePP,nn trá kt- wtw"» Ove* Tll .19"**'“ bonxín»»nWV)1,10\u»» pjo' l -V- P VaV'ö auöve'i DAIHATSUUMBOÐIÐ ARMULA 23 sími 85870 - 39179

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.