Morgunblaðið - 05.05.1982, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 05.05.1982, Blaðsíða 40
Síminn á afgreiðslunni er 83033 JttoT£unWaí>ií> MIÐVIKUDAGUR 5. MAÍ 1982 20% dýrara að rafvæða Rauða- vatnssvæðið SAMKVÆMT greinargerð sem Itafmagnsveita Keykjavikur sendi borgarskipulagi í marz á sl. ári um kostnaðaráætlanir á rafvæðingu Rauðavatnssvæðisins sem bygg- ingarsvæði annars vegar og Korp- úlfsstaðasvæðisins hins vegar kemur í Ijós að það er um það bil 20% dýrara að rafvæða Kauðavatn en byggingarsvæðið með sjónum um Gufunes og Korpúlfsstaði. Heildartala rafvæðingar á Korpúlfsstaðasvæðinu samkvæmt skipulagi er 88,7 millj. kr. en 105 millj. kr. á Rauðavatnssvæðinu (10,5 milljarðar gamalla kr.). Alþingi: Snjómokstur á Akureyri. Mynd Mbl. Kmilía. Norðangarrinn lætur undan síga Stefnt að þingslit- um á fimmtudaginn I>AÐ VIRTIST Ijóst af gangi mála á Alþingi laust áður en blaðið fór í prentun í nótt, að ekkert yrði úr því að þingi yrði slitið í kvöld, eins og stefnt hefur verið að. Forseti Islands, Vigdís Finnbogadóttir, fer til Spánar snemma í fyrramálið í sumarfri og ef svo fer fram sem horfir munu handhafar forseta- valds annast þingslit. Stefnt var að því í gær að slíta 104. löggjafarþingi þjóðarinnar í kvöld, en mörg stórmál hafa taf- ist í meðförum þingsins, og er blaðamaður ræddi við forseta Sameinaðs Alþingis, Jón Helga- son, rétt áður en blaðið fór í prentun höfðu forsetar Alþingis tekið þá ákvörðun að stefna að þingslitum klukkan þrjú á morgun, fimmtudag. Ef tekst að Ijúka þingstörfum fyrir þann tíma munu handhafar forseta- valds tilkynna þingslit, þar eð forseti íslands verður farinn til útlanda. Handhafar forsetavalds eru forsætisráðherra, forseti Sam- einaðs Alþingis og forseti Hæstaréttar. Forsætisráðherra mun væntanlega tilkynna um þingslit fyrir hönd þeirra þre- menninganna. Sjá „Stórmál stjórnarinnar taka stökkbreytingum" á bls. 2. „EF SAMNINGAR nást ekki við hjúkrunarfræðinga stefnir allt í það að starfsemi Borgarspítalans og Landakots lamist og þá liggur fyrir að neita þarf bráðsjúku fólki um að- stoð,“ sagði Skúli G. Johnsen borg- arlæknir í samtali við Mbl. í gær- kvöldi að loknum fundi með forráða- mönnum spítalanna i Keykjavík, en Skúli kvað allt stefna í það að hjúkr- „NORÐANÁTTIN lætur undan síga um land allt og væntanlega verður veður skaplegt," sagði Knútur Knudsen, veðurfræðingur, í samtali við Mbl. í gær. Hjá Vega- gerðinni fengust þær upplýsingar, að Holtavörðuheiöi hefði opnast fljótlega í gærmorgun og var fært alla leið til Akureyrar. Vegna veð- urs var ekkert átt við snjómokstur í l'ingeyjarsýslum. Olafsfjarðar- - segir Skúli G. Johnsen unarfræðingar leggi niður störf þar sem samningar væru strand. „Landakotsspítali er hættur að taka við sjúklingum af biðlistum," sagði Skúli, „hætti því í dag“ og þar sem það er slæmt ástand fyrir múli var ófær en unnið var við að opna leiðina til Siglufjarðar. Á Vestfjörðum var fært frá Patreksfirði suður á Barða- strönd, en færð hafði þyngst á Hálfdán og aðeins fært á stærri bílum og jeppum. í gær hófst mokstur á Breiðadalsheiði og Botnsheiði eftir óveðrið, en að öðru leyti var færð góð í ná- grenni Isafjarðar. á sjúkrahúsunum og sáralítið svigrúm til að gera nokkuð má segja að það stefni í að þjónustan leggist að miklu leiti niður. Það liggur fyrir boð frá hjúkrunar- fræðingum um að sinna gömlu fólki og lágmarks bráðaþjónustu, en það þýðir samt sem áður neyð- arástand. Landakotsspítali mun taka neyðarvakt um næstu helgi, Heiðar á Austurlandi voru ófærar, en hafist var handa við mokstur á Fagradal. Fært var suður með fjörðunum og til Reykjavíkur. Þó var sandstorm- ur á Mýrdalssandi framan af degi. Svínadalur var mokaður og var fært í Reykhólasveit en veg- urinn um Bröttubrekku var lokaður. en getur ekki sínnt því áfram ef samningar nást ekki og mun Landakot reyna að útskrifa sem flesta sjúklinga þannig að þar verði ekki nema 60 sjúklingar í stað 170. Framlenging á uppsagnarfresti hjúkrunarfræðinga um 4 mánuði samkvæmt lögum nær aðeins til Landspítalans, þannig að þótt sú leið bjargi einhverju, má segja að starf Landakots og Borgarspítala lamist og það er engan veginn raunhæft að reikna með því að Landspítalinn einn geti sinnt því sem nauðsynlegt er. Við vonum að það takist að halda uppi sem mestri þjónustu, en það eru slæm- ar horfur í dag,“ sagði Skúli G. Johnsen borgarlæknir. Stjórnendur BÚR fengu áminningu — Sigurjón vildi brottrekstur Á FIINDI borgarráðs Keykjavikur í gær var samþykkt bókun með fjór- um samhljóða atkvæðum sjálfstæð- ismanna, Alþýðuflokks og Fram- sóknarflokks áminning til fram- kvæmdastjóra og skrifstofustjóra Bæjarútgerðar Reykjavikur. Það er vegna brots í starfi er þeir heimiluðu 20% launahækkun til starfsfólks á skrifstofu og til verkstjóra sl. haust án þess að leita samþykkis réttra aðila, segir í bókuninni. Sigurjón Pétursson, fulltrúi Al- þýðubandalagsins, lét bóka sér- staklega, að hann teldi of vægilega farið i sakir með áminningu, því allra vægast væri að vísa viðkom- andi úr störfum á meðan málið væri skoðað, en algjör brottrekst- ur væri rétt aðgerð borgaryfir- valda. Sjá fréttir á miðsíðu og bls. 2. 430 milljóna kr. hreinsi- búnaður kominn upp í ISAL STJÓRN og stjórnendur Álversins í Straumsvik kynntu fulltrúum fjöl- miðla nýjan hreinsibúnað við verksmiðjuna i gær. Hppsetning búnaðarins hófst í maímánuði 1979 en lauk í byrjun marz sl. Markmiðin með uppsetningu hreinsibúnaðarins voru tvíþætt: annars vegar að bæta vinnu- aðstöðu starfsmanna í kerskálunum og hins vegar að draga úr ytri mengun frá verksmiðjunni. Kostnaður við uppsetningu er um 430 milljón- ir kr„ aflþörf hans er 4—5 Mw. Ýmsar tækninýjungar, þar á meðal íslenzkar uppfinningar, komu fram við lausn og uppsetningu á búnaðin- Hreinsikerfið sem kallast þurrhreinsun skiptist í þrjá meginþætti: lokun rafgrein- ingarkeranna og söfnun gasa, af- sogskerfi fyrir kerreykinn og flutning og hreinsun flúors og ryks með súráli og pokasíum. Auk þessa er ýmis hjálpar- búnaður nauðsynlegur, sem sett- ur hefur verið upp. Þá breyttist flutningur á súráli til keranna. I öðrum kerskálanum er það flutt til keranna með brúarkrönum, en í hinum var sett upp loftdæl- ing, svokallað þéttflæði. Þá var og sett upp stýritölva til að fylgjast með kerunum eftir að var lokað. Tölvubúnaður er mjög fullkominn og þeim þessi stjórnar hann aðföngum að ker- unum og annast eftirlit. Hreinsistöðvar eru tvær og staðsettar á milli kerskálanna. Eru 20 ker sameinuð með aðal- lögn sem liggur beint til viðkom- andi hreinsistöðvar. Samanlögð lengd allra reykröra er um 6 km. Þau eru úr stáli frá um 40 upp í 300 sm í þvermál. Um 2 milljónir rúmmetra kerreyks fara samtals um rörin á hverri klukkustund. Búnaðurinn var boðinn út hér innanlands eins og unnt var og Kerskálinn eftir að hreinsitæki voru sett upp. einnig í öðrum Evrópulöndum og í Bandaríkjunum. Það kom fram í máli forstjóra ÍSAL, Ragnars Halldórssonar, er hann sýndi fjölmiðlamönnum hreinsibúnað- inn í gær, að með tilkomu hans hefði starfsaðstaða gjörbreyst til batnaðar. Þá hafa böð og bún- ingsaðstaða starfsmanna einnig verið endurnýjuð og tilkoma nýs löndunarbúnaðar, svonefndrar súrálsryksugu, hefur leitt til þess að rykmengun við landanir er úr sögunni. „Stefnir í að neita þurfi bráðsjúku fólki um aðstoð“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.