Morgunblaðið - 05.05.1982, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 05.05.1982, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. MAÍ 1982 29 Minning: Hallgrímur Garðars- son Vestmannaeyjum I)áinn horfinn harmafregn hvílíkt ord mig dynur yfir, en ég veit ad látinn lifir. I»að er hugjjun harmi gegn. Þessar ljóðlínur Jónasar Hall- grímssonar, um Tómas Sæ- mundsson látinn, komu fyrst í huga minn er ég, þ. 22. des. sl. frétti lát vinar míns, Hallgríms Garðarssonar. Sú harmafregn kom óvænt. Ég vissi ekki annað en Hallgrímur gengi heill til skógar, en árla morguns, er hann hélt til starfa, var hann kallaður til hinstu ferðar. Ferðarinnar, sem við eigum öll eftir að fara fyrr eða síðar. Þegar afbragðsmaður, sem Haligrímur var, fellur fyrir sigð dauðans við bæjardyrnar heima hjá sér verður sorgin sár hjá konu og börnum, og öðrum þeim, sem eiga mest að missa. En „alfaðir ræður", og huggun er að eiga góð- ar minningar um látinn vin. Ég, sem þessar línur rita, er einn af þeim sem sakna látins vinar, sem ég á gott að gjalda. Hallgrímur var Austfirðingur að ætt, f. 23. nóv. 1940, að Grímsstöðum í Reyð- arfirði, var því aðeins 41 árs að aldri. Foreldrar hans eru Garðar Jónsson skipstjóri og kona hans, Sigfríð Bjarnadóttir. Hann var elstur þriggja bræðra, og ólst upp í foreldrahúsum á myndarheimili. Hallgrímur stundaði nám í Eiðaskóla og lauk þaðan gagnfræðaprófi. Jafnframt hóf hann ungur að árum sinn sjó- mennskuferil, fyrst hjá föður sín- um og síðar um skeið með Bóasi Jónssyni á mb. Snæfugli, sem á vetrarvertíðum var þá gerður út frá Vestmannaeyjum. Hallgrímur var harðduglegur sjómaður, út- sjónarsamur, mjög vel skapi far- inn og hafði vinnuhvetjandi áhrif á vinnufélaga sína. Það var hress- andi blær en engin logndeyða í kringum hann. Hér í Eyjum kynntist Hallgrím- ur eftirlifandi konu sinni, Jónu Addý Guðjónsdóttur. Þau gengu í hjónaband þ. 14. mars 1962. Það var gæfuspor, enda bæði búin þeim eiginleikum, sem glæsilegt og gott fólk mega prýða. Þeim varð þriggja barna auðið, auk þess sem Addý átti dóttur, sem Hallgrímur gerði að kjördótt- ur sinni og gekk í föðurstað. Öll eru börnin, Marta, Sigfríð, Sæþór og Berglind, myndarfólk svo sem þau eiga kyn til. Ungu hjónin hófu búskap hér í Eyjum, fyrst hjá föður hennar að Heiðarvegi 25, en Marta, kona Guðjóns, er látin fyrir mörgum árum. Þar sem þar lágu saman leiðir tveggja mannkostamanna, fór að vonum að kært varð með þeim tengdafeðgum. Bráðlega réð- ust þau hjónin í að reisa stórt og vandað einbýlishús að Ulugagötu 34. Þar áttu þau síðan glæsilegt heimili upp frá því. Haustið 1960 settist Hallgrímur í Stýrimannaskólann í Reykjavík og lauk þaðan prófi með skip- stjóraréttindi 1962. Áður hafði hann öðlast vélstjórapróf frá Ak- ureyri á allt að 500 ha vélar. Jafn- framt náminu stundaði Hall- grímur sjóinn eftir því sem unnt var, og að því loknu réðist hann í skipsrúm hjá kunnum afla- mönnum, ýmist sem háseti, vél- stjóri, en þó lengst af sem stýri- maður. Þá var hann skipstjóri um skeið á Hannesi Lóðs og fleiri bát- um. Það var árið 1961, að leiðir okkar Hallgríms lágu fyrst sam- an, en þá vorum við báðir í skips- rúmi hjá hinum fræga aflamanni Binna í Gröf. Hann var þá vertíð sem oftar aflakóngur í Eyjum. Man ég að síðar hafði Binni orð á, að í Hallgrími byggi gott for- mannsefni. Haustið 1976 festi Hallgrímur kaup á 90 tonna vélbát, Stíganda, sem hann nefndi Sæþór Árna. Undirritaður var ráðinn hjá Hallgrími í vertíðarbyrjun 1977, og var þá hjá honum á Sæþóri Árna í fjögur úthöld. Get ég því af eigin reynslu borið um, að hann sótti sjóinn af kappi og hlífði sjálfum sér hvergi. Áfli var oft í meðallagi og stundum mjög góður. Hallgrímur var kjarkmaður, hiklaus og áræðinn, eins og fram kom í tilviki, sem mig langar að lýsa nánar. Við vorum að veiðum út af Vík í Mýrdal í leiðindaveðri í sept. 1977. Þá barst hjálparbeiðni frá mb. Stakk frá Grindavík. Hafði vélin bilað og báturinn á reki til lands. Hallgrímur lét strax hífa inn vörpuna og hélt til báts- ins, sem var út af Kötlutöngum. Er við nálguðumst bátinn var kominn haugasjór og veðurhæð vaxandi. Tvisvar slitnaði taugin, sem við komum á milli bátanna, og í þriðja skiptið er við komum dráttartaug yfir í Stakk voru skip- in aðeins á sex faðma dýpi. Þá tókst að draga bátinn út á 20 faðma dýpi, og okkur til mikils léttis, var þá lóðsinn kominn og tók bátinn, og dró hann til Eyja. Þó ekkert væri minnst á þennan Norræni lýðháskólinn í Kungálv 35 ára í haust hefur Norræni lýðháskól- inn í Kungálv í Sviþjóð starfað um 35 ára skeið, en hann tók til starfa 1. nóvember 1947. Skóla þennan sækja nemendur frá Norðurlöndum öllum, og í af- mælisriti, sem gefið var út á 25 ára afmæli skólans má lesa, að á þeim aldarfjórðungi höfðu 94 ís- lendingar, 166 Danir, 181 Finni, 168 Norðmenn, 1 Álendingur og 696 Svíar stundað þar nám. Kung- álv liggur um 20 km norðan við Gautaborg, við norðurál Gautelfar í skjóli rúmlega 850 ára gamals kastala eða virkis (Bohus fástn- ing). Norræni lýðháskólinn stend- ur hátt og er fagurt útsýni þaðan. Eins og flestum íslendingum mun kunnugt var fil. dr. Magnús Gíslason kennari og skólastjóri við skólann um nokkurt árabil, en hann lést langt um aldur fram um páskaleytið 1979. Lýðháskólinn í Kungálv býður 3 námsbrautir og er kennslutímabilið 30 vikur. Skrifstofa Norræna félagsins á ís- landi mun nú sem endranær veita upplýsingar um skólann og þar liggur frammi upplýsingabækling- ur um hann. Umsóknir um skóla- vist þurfa að hafa borist fyrir 1. júní. atburð í fjölmiðlum, er mér hann minnisstæður og þá sérstaklega öryggi og einhugur skipstjórans sem með guðshjálp tókst að bjarga mönnum og skipi úr aug- ljósum háska. Á sl. hausti hitti ég Jón Ásgeirsson, þá skipstjóra á Stakk, skipstjóra á mb. Þorbirni GK 540. Hann sagðist aldrei gleyma þessum átta tímum sem þeir voru að velkjast inn í brot og út úr þeim og þá sérstaklega hvað æðrulaust tal Hallgríms um tal- stöðina hefði verið hughreystandi. Innilegt þakklæti áhafnarinnar á Stakk voru bestu björgunarlaunin. * Á vertíð 1980 varð Hallgrímur fyrir því mikla óhappi að vél báts- ins biiaði, með þeim afleiðingum að fjárhagsgrundvöllur útgerðar- innar brast, þar sem um nauðsyn- lega fyrirgreiðslu var ekki að ræða. Olli þetta Hallgrími og heimili hans miklum áhyggjum og erfiðleikum, sem hann hefði þó unnið sig út úr, ef hans hefði notið lengur við eins og vonir stóðu til. En nú er hann horfinn af sjón- arsviðinu, „meira að starfa guðs um geim“. Ég vil að lokum þakka Hallgrími alla þá góðvild og drengskap, sem ég naut frá hans hendi, og votta ástvinum hans dýpstu samúð og gleymi þá ekki barnabörnunum þremur sem voru augasteinarnir hans siðustu árin. Guð blessi minningu Hallgríms Garðarssonar. Sigurður Jónsson Herr Backes og Herr Heilmann frá Hotel Frankfurter Hof og Bay ernhlj ómsveitin sjá um framúrskarandi þýskan mat og tónlist Þýsk víka í Vfldngasal og Blómasal: Þýska ferðamálasambandid, stjómarformaður þess G. Spazier, Flugleiðir og Hótel Loftleiðir standa að sérstakri þýskri viku dagana 6.-9. maí í Víkingasal og 10.-12. maí í Blómasal. Verndari vikunnar er þingmaðurinn Thorsten Wolfgramm, stórriddari hinnar íslensku fálkaorðu. Matseðill í umsjá þýsku matreiðslusnillinganna Hænsnakjötsúpa von Frau Rat Schlosser Kúmenkrydduð svínasteik með svartaskógarsalati og pönnusteiktum kartöflum Eplaterta Dregið verður um ferðavinninga til Þýskalands á hverju kvöldi, auk þess sem þýskir ferðamálafulltrúar kynna sumarleyfisferðir til Þýskalands. Stuðlatríóið leikur fyrir dansi Þýsk hljómsveit leikur tónlist frá Bayern Ferðakynning í Auditorium laugardaginn 8. maí kl. 13-18 HÓTEL LOFTLEIÐIR FLUGLEIÐIR Gott fólk hjá traustu félagl \~Y7T saí deutsche zentrale LJZ- I S E! FUR TOURISMUS E.V

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.