Morgunblaðið - 05.05.1982, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 05.05.1982, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. MAÍ1982 Elín J. Jónsdóttir Richter skrifar frá Þýzkalandi Sósíaldemókratar Vestur-Þýzkalands í vanda Flokksþing SPD í Míinchen Efst á baugi í stjórnmálaheimin- um í Vestur-Þýzkalandi um þessar mundir er flokksþing SPD, sem fram fór í Miinchen dagana 19.—23. apríl. Flokk- urinn SPD (sozialdemokrat- ische Partei Deutschlands), sem situr í ríkisstjórn ásamt FDP (freie demokratische Partei) á við margvísleg vandamál að etja. Innan flokksins ber mikið á riðlum, sem veikir stöðu hans út á við. Sem stjórnarflokkur stendur hann andspænis sömu vandamálum sem flest vestræn ríki glíma við; at- vinnuleysi, efnahagsvanda- mál, umhverfisvandamál o.fl. o.fl. Fylgi flokksins meðal kjósenda rýrnar stöðugt, og lítill vafi leikur á, að ef kosn- ingar væru á næsta leiti, ættu þeir flokksfélagar ekki afturkvæmt í ráðuneytin í Bonn. Síðustu skoðanakann- anir, sem birtar voru um líkt leyti og flokksþingið hófst, sýndu, að aðeins rúmlega 30% kjósenda myndu kjósa SPD núna, en í kosningunum í október 1980 hlaut hann rúm 40% atkvæða. Fylgi hinna flokkanna vex að sama skapi, og jafnvel „litlu flokk- arnir", svo sem FDP og „grænu flokkarnir", eiga vax- andi vinsældum að fagna. Skilyrði fyrir því að fá sæti á þingi, er að fá a.m.k. 5% at- kvæða, en FDP hefur yfirleitt náð því takmarki með naum- indum. „Grænu flokkarnir", en aðalmálefni þeirra eru umhverfismál, hafa ekki átt sæti á sambandsþinginu til þessa; aftur á móti eiga þeir fulltrúa á nokkrum lands- þingum. En snúum okkur nú að flokks- þinginu. Þátttakendur voru um 400 talsins auk 40 flokks- stjórnarmanna, um 1000 blaðamanna og 4000 inn- og erlendra gesta. Þrátt fyrir þennan fjölda var sem þeir hyrfu í gímald Olympia- íþróttahallarinnar í Mun- chen, enda horfðu ræðumenn yfir 10.000 tóm sæti! Þingið hófst með ræðu formanns flokksins, Willy Brandt. Hann nýtur enn mikils álits og virðingar flokksfélaga sinna, þrátt fyrir að þeir séu æði sundurleitur hópur og þrátt fyrir þverrandi áhrif hans í ríkisstjórninni sjálfri. Með ræðu sinni tókst Willy Brandt að hrífa áheyrendur með eldmóði sínum. Hann reyndi síður en svo að breiða yfir sannleikann um hið sorglega ástand innan flokks- ins, heldur gagnrýndi það óhikað, en hafði samtímis lag á að telja kjark í flokksfélaga sína og vekja bjartsýni þeirra og vilja til að sýna meiri samstöðu og vi~na þar með traust kjósenda aftur. En hætt er við, að sá eldmóður endist ekki lengi, þegar til kastanna kemur. Á öðrum degi þingsins tók Hel- mut Schmidt, kanslari, til máls. Schmidt hefur í mörg horn að líta og stendur oft í eldlínunni. Annars vegar verður hann að standa sig sem fremsti maður i stjórn landsins. Þrátt fyrir gott samstarf hans og Hans- Dietrich Genscher, utanrík- isráðherra og formanns FDP, eru oft vandkvæði á að sam- ræma skoðanir beggja stjórnaraðila, og „litli bróðir" er SPD ósjaldan Þrándur í Götu ef um meiri háttar mál- efni er að ræða. Og það verð- ur að hafa „litla bróðurinn" FDP góðan, því að án hans væri SPD ekki í stjórn. Hins vegar er staða Helmut Schmidt gagnvart flokknum sjálfum spennu þrungin; hann sætir ákafri gagnrýni flokksfélaga sinna fyrir stjórnarstarfið. Ræða Hel- mut Schmidt var að mestu leyti yfirlit yfir störf ríkis- stjórnarinnar það sem af er þessu stjórnartímabili. Eins og Brandt hvatti hann flokksbræður sína til að sýna meiri samstöðu en fyrr og styðja stjórnarstarfið, en hann nær ekki eins miklum tökum á áheyrendum sínum og Brandt. Á flokksþinginu voru síðan öll þau málefni tekin fyrir, sem eru mönnum efst í huga og hver ályktunin af annarri gefin út. Vandann, að ráða bug á atvinnuleysinu, ber þar hæst, en nú eru tæpar 2 milljónir manna í Vestur- Þýzkalandi atvinnulausar. Ýmislegt hefur verið hugleitt til úrlausnar, en allt kostar peninga og ríkiskassinn er galtómur. Talað hefur verið um að fækka vinnustundum úr 40 í 35 á viku og að senda vinnuþega fyrr á eftirlaun, en eftirlaunaaldurinn er nú 63—65 ár hjá körlum og 60 ár hjá konum. Flokksþing SPD gerði þá ályktun, að krefja skattgreiðendur um tíma- bundna greiðslu fram yfir venjulega skatta, og færi sú greiðsla hækkandi með hækkandi tekjum til að fjár- magna hvað sem svo verður gert til að draga úr atvinnu- leysinu. En aukin álagning á skattgreiðendur mætir and- stöðu FDP, svo að endanleg ákvörðun verður vart tekin á næstunni — og á meðan eykst vandinn frá degi til dags. Ennfremur voru tekin til með- ferðar umhverfismál og spurningin um kjarnorkuna, en það er einmitt hún, sem veldur hvað mestum deilum innan SPD-flokksins, enda er um viðkvæmt mál að ræða. Að lokum var samþykkt að stöðva ekki byggingu kjarn- orkuvera, en þessi samþykkt var takmörkuð við árið 1990, en þá er óvíst hvað hægt er að gera við úrganginn, sem myndast við vinnslu kjarn- orkunnar. Mönnum hitnaði heldur betur í hamsi, er varnarmálin voru tekin fyrir — hér nær ágrein- ingurinn hámarki. Menn eru ekki á eitt sáttir um, hvort halda skuli fast við ákvörðun NATO frá 1979 varðandi gagnkvæma afvopnun, en að lokum var samþykkt á flokksþinginu að styðja ríkis- stjórnina í þessu máli, sem sýndi NATO fullan stuðning á sínum tíma. Við kosningu nýrrar stjórnar SPD hlaut Willy Brandt yfir- gnæfandi meirihluta at- kvæða er hann gaf kost á sér til áframhaldandi for- mennsku. Skipan annarra flokksstjórnarmanna helzt einnig að mestu leyti óbreytt. í þessu greinarkorni hefur verið stiklað á stóru, enda er hvert málefni, sem um var rætt, viðameira en svo, að því verði gerð skil með nokkrum orð- um. I næstu greinum mun ég gera mér far um að skýra frá því helzta, sem vekur umræð- ur og umhugsun fólks hér í landi. Samtök íbúðareigenda við Gnoðarvog: Mæta ekki á fundi Alþýðubandalagsins „ÞAÐ HEFIJR verið rætt meðal stjórnarmanna í Samtökum íbúðareig- enda við Gnoðarvog, að halda annan fund og boða félagsmenn og alla borgarfulltrúa á hann. Við viljum und- ir engum kringumstæðum færa ágreining um byggð á Sogamýrar- svæðinu niður á flokkspólitískt plan,“ sagði Árni Bergur Eiríksson, einn þriggja manna í framkvæmdastjórn Samtaka íbúðareigenda við Gnoðar- vog í samtali við Mbl., vegna bréfs Svavars Gestssonar, formanns Al- þýðubandalagsins, og Sigurjóns Pét- urssonar, forseta borgarstjórnar, þess efnis, að Alþýðubandalagið hefði ákveðið að efna til fundar með íbúum Vögahverfis um íbúðarbyggð á Soga- mýrarsvæðinu. 75 ára 1 dag ÞÓRLINDUR Magnússon, fyrrver- andi skipstjóri á Eskifirði, er 75 ára í dag. Afmælisbarnið verður á heimili dóttur sinnar, Hólagötu 42, Vestmannaeyjum, á afmælis- daginn. „Ástæða þess, að við skrifuðum félagsmálaráðherra og forseta borgarstjórnar bréf, var, að við höfðum ekkert svar fengið frá borg- arstjórn við okkar athugasemdum um skipulag í Sogamýri og töldum að óhætt yrði að skrifa tveimur æðstu mönnum skipulagsmála í embættisnafni, en ekki sem flokkspólitíkusum," sagði Árni Bergur. Framkvæmdastjórn samtakanna var sent bréf þessa efnis og sendu samtökin eftirfarandi svar: „Því miður getum við ekki gengið að boði yðar um fund í nafni Alþýðubanda- lagsins þar sem fjallað yrði um skipulagsmál Sogamýrarsvæðisins. Forsendur fyrir því eru eftirfar- andi: 1. Ætlunin með bréfi okkar var sú að rætt yrði við stjórn okkar samtaka um borgarafund, sem boðaður yrði í nafni horgarstjórnar og skipulagsyfirvalda en ekki í nafni neins ákveðins stjórnmáia- flokks. 2. I okkar samtökum er fólk úr öilum stjórnmálaflokkum og þess vegna viljum við, að á borgarafundi um skipulagsmál Sogamýrarsvæð- isins njóti allar skoðanir sannmæl- is, hvar í flokki sem menn standa. Þess vegna viljum við að á fundinn verði boðaðir borgarfulltrúar frá öllum fjórum stjórnmálaflokkunum svo og fulltrúar skipulagsyfir- valda.“ Samtökin fóru þess á leit við Svavar og Sigurjón, að boðað yrði til fundarins í Glæsibæ í dag í nafni Samtaka íbúðareigenda við Gnoð- arvog og að samtökin boðuðu alla aðila sem þau teldu nauðsynlegt að fundinn sætu. Þessari bón samtak- anna var hafnað. Rausnarleg gjöf til Steinahlíðar STEINAHLÍÐ, sem er í eign Barna- vinafélagsins Sumargjafar, hefur bor- ist höfðingleg gjöf til minningar um Jón Andrésson frá Minna-Hofi, Gnúpverjahreppi, Árnessýslu, en hann er látinn fyrir nokkrum árum. Björn Jóhannesson, verslunar- maður, Laugavegi 85, afhenti stjórn Sumargjafar í dag, 30. apríl, gjöf að upphæð kr. 110 þús. f.h. systur Jóns, sem gat ekki verið viðstödd vegna tasleika. (Kréttalilkynnine.) Humarvertíðin hefst 24. maí nk. ÁKVEÐIÐ er að humarvertíö hefjist hinn 24. maí næstkomandi og að þessu sinni verður heimilt að veióa 2700 lest- ir, sem er sami afli og á síðustu vertið. Vertíðin má lengst standa til 15. ágúst. í fréttatilkynningu frá sjávarút- vegsráðuneytinu segir, að humar- leyfi verði aðeins veitt bátum, sem eru minni en 105 brúttólestir. Stærri bátar geta þó fengið leyfi til humarveiða, séu þeir búnir 400 hest- afla aðalvél eða minni. Bátar, sem fá leyfi til humarveiða fá ekki leyfi til síldveiða í hringnót á hausti komanda. Sömu reglur gilda um lágmarks- verð humars, gerð humarvörpu og skýrslugerð og gilt hafa undanfarin ár. Umsóknir um humarveiðileyfi þurfa að hafa borist sjávarútvegs- ráðuneytinu fyrir hinn 12. maí næstkomandi og verða umsóknir, sem berast eftir þann tíma ekki teknar til greina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.