Morgunblaðið - 05.05.1982, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 05.05.1982, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. MAÍ 1982 fclk f fréttum Af Luise Rainer + Leyndardómurinn um Luise Rainer er hreint enginn leynd- ardómur. Einungis döpur saga, eins og hún segir sjálf. Luise Rainer, Hollywood-stiarnan, fyrsta konan sem vann Oskars- verðlaun tvívegis í röð — árið 1936 fyrir hlutverk Önnu Held í kvikmyndinni „The Great Zieg- feld“ og árið 1937 sem O-Lan í myndinni „The Good Earth". Hún var þá nýlega komin til Bandaríkjanna frá Austurríki, hafði gifst leikskáldinu Clifford Odets og samið um að leika í átta kvikmyndum á næstu þrem- ur árum. En skyndilega yfirgaf hún MGM-kvikmyndafyrirtækið sem hún var samningsbundin, hvarf frá Hollywood og skildi við Odets. Hélt til Frakklands að liðsinna þar börnum flótta- manna frá Spáni og tók ekki að leika á ný fyrr en að nokkrum árum liðnum. Af hverju? Hvað gerðist? Svo spurðu aðdáendur hennar, svo spurði samstarfsfólk hennar í kvikmyndaiðnaðinum. Luise fékkst til að segja lítillega frá þessum umbrotaárum í lífi sínu, en hún dvaldi í Washington ný- verið og las upp „Enoch Arden“ eftir Tennyson við tónlist Rich- ard Strauss í Þingbókasafninu þar í borg. „Eg var ákaflega óhamingju- söm,“ sagði hún: „Þau verðlaun sem mér hlotnuðust sem leik- kona voru mér einskis virði, því ég leit á leikinn sem gjöf. Þessir Hollywood-kallar gerðu mér erf- itt fyrir, reyndu að sveipa ein- hverjum töfraljóma yfir líf mitt. Ég missti fóstur. Og hjónaband- ið minnti á harmleik eftir Strindberg. Ég réði einfaldlega ekki við þetta allt saman." I nýútkominni ævisögu Cliff- ord Odets eftir Margaret nokkra Brenman-Gibson er fjallað nokkuð um hjónalíf þeirra Luise. Þar skiptust á ástríðufull bréfa- skipti og hurðaskellir. Clifford mun hafa verið hinn erfiðasti í sambúð, hann efaðist jafnvel U ^ ^COSPER Það var sveimér gott að við bönnuðum Óla litla að horfa á þennan þátt ... Il'vT Luise Rainer í Hollywood-frægð sinni á miðjum fjórða áratugnum. oftlega um kynferði sitt og hafði sérstaka unun af því að niður- lægja konu sína kynferðislega, eins og segir í þessari útlensku bók. í ofanálag var þessi maður sjúklega afbrýðisamur. Luise skrifaði svo til höfundar bókar- innar: „Clifford eyðilagði það sem hann gat eyðilagt. Hefði ég ekki hlotið gott uppeldi og heil- brigt, þá myndi ég jafnvel hafa stytt mér aldur. Mörgum árum seinna fann ég mjög til með Marilyn Monroe. Ég skildi af hverju hún framdi sjálfsmorð." Luise Rainer komin til ára sinna... Þegar Luise hafði sagt skilið við Clifford kvæntist hann leikkon- unni Frances Farmer, en leik- araævi hennar endaði í harmleik og sjálfur dó Clifford úr krabba- meini árið 1963. En Luise lifði áfram. Hún giftist Robert Knitt- el, útgefanda í Lundúnum, eign- aðist með honum dóttur og eiga þau nú heimili bæði í Sviss og Lundúnum. Hún hefur leikið nokkuð síðan, meðal annars á Broadway og í sjónvarpi og í einni kvikmynd. En stjarna varð hún aldrei meir ... Barbra kann ráð + Barbra Streisand, leikkona í Bandaríkjunum, segist þurfa að berjast ákaflega við auka- kífóin. Hún hefur nú fundið upp ráð í þessari baráttu sinni, sem einhverjir fleiri gætu kannski hagnýtt sér, en það fellst í því, að þegar Barbra sest að snæðingi tekur hún upp hníf rennir honum fagmannlega eftir miðjum diskinum og skiptir þannig matnum í tvo parta og étur aðeins annan. Þetta segir Barbra að sé óbrigðult ráð í baráttunni gegn aukakíl- óum... 7 ntac er það síðasta Sólarkvöld vetrarins-] glæsileg lokahátið þar sem ekkert er sparað til þess að gera kvöldið sem eftir- minnilegast. Húsið opnað kl. 19.30 Reynir Jónasson harmonikkuleikari tekur á móti gestum í anddyrinu ásamt starfsfólki Samvinnuferða-Landsýnar sem afhendir kvenfólkinu blóm í barmlnn frá Stefánsblómum við Barónsstlg. Ljúffengur fordrykkur framreiddur og veglegum ferðaverðlaunum er heitið þeim sem kemur með bestu hugmyndina að nafni á drykkinn. Konurnar fá að gjöf hið heimsfræga ilm- vatn TAMANGO frá Leonard Parls. Jón Ólafsson leikur á píanóið. gserkomnu meo sopa- Eld- og sverðgleyparnir Stromboll og Silvia sýna listir sínar. Dregið í happdrættinu! Og nú drögum við í aðgöngumiðahapp- drættinu. 20.000 króna ferðavinningur bíður þess stálheppna! Módelsamtökin sýna tískufatnað frá Fiber, Herrarfki og tískuversluninni Liljunni í Glæsibæ. Dansflokkurinn — Stórglæsileg danssýning HR-dansfiokkurinn, með Hermann Ragnars f broddi fylkingar, sýnir gamla og nýja samkvæmisdansa Úrslit í spurninga- keppninni Og þá er komið að hinum æsispennandl urslitum f spurningakeppninni. Verð- laun eru dvöl í sumarhúsunum í Danmörku fyrir 6 manns og þriggja manna sveitir frá Starfsmannafélagi Akranesbæjar og Tollvarðafélagi íslands berjast um þennan veglega vinning. Vasaþjófurinn Jack Steel kemur í heimsókn og stelur öllu steini léttara á milli þess sem hann galdrar og töfrar af alkunnri snilld. Stórglæsilegt ferda- bingó Ragnar og Bessi fara á kostum af alkunnri snilld. Hljómsveit Ragnars Bjarnasonar og Helena leikur fyrir dansi Stjórnandi: Sigurður Haraldsson. Kynnir: Magnús Axelsson. Aðgöngumiðasala og borðapantanir í anddyri Súlnasalar eftir kl. 16.00 í dag, sími 20221. Þú velur þér borð um leið og þú sækir miðana og hver aðgöngumiði gildir að venju sem happdrættismiði. Húsið opnað kl. 22.00 fyrir þá sem ekki komast í matinn. >pna! ..a Sláumst á sólarkvöldi. Þar er fjönð. Samvinnuferdir -Landsýn AUSTURSTR/ETI 12 - SIMAR 27077 & 28899

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.