Morgunblaðið - 05.05.1982, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 05.05.1982, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. MAÍ 1982 Peninga- markadurinn GENGISSKRANING NR. 75 — 04. MAÍ 1982 Ný kr. Ný kr. Kaup Sala Eining Kl. 09.15 1 Bandaríkjadollar 1 Sterlmgspund 1 Kanadadollar 1 Dönsk króna 1 Norsk króna 1 Sænsk króna 1 Finnskt mark 1 Franskur franki 1 Belg. franki 1 Svissn. franki 1 Hollenskt gyllini 1 V.-þýzkt mark 1 ítölsk lira 1 Austurr. Sch. 1 Portug. Escudo 1 Spánskur peseti 10,419 10,449 18,796 18,850 8,492 8,516 1,3128 1,3166 1,7338 1,7387 1,7887 1,7938 2,3000 2,3066 1,7073 1,7122 0,2357 0,2363 5,3199 5,3352 4,0027 4,0142 4,4431 4,4559 0,00801 0,00804 0,6316 0,6335 0,1460 0,1484 0,1006 0,1009 0,04379 0,04392 15,365 15,410 11,7829 1 Japansktyen 1 írskt pund SDR. (sérstök dráttarréttindi) 26/04 11,7489 r GENGISSKRÁNING FERÐAMANNAGJALDEYRIS 04. MAÍ 1982 — TOLLGENGI í MAÍ — Ný kr. Toll- Eining Kl. 09.15 Sala Gengi 1 Bandaríkjadollar 11,494 10,400 1 Sterlingspund 20,735 18,559 1 Kanadadollar 9,368 8,482 1 Dönsk króna 1,4483 1,2979 1 Norsk króna 1,9126 1,7284 1 Sænsk króna 1,9732 1,7802 1 Finnskt mark 2,5373 2,2832 1 Franskur franki 1,8834 1,6887 1 Belg. franki 0.2599 0,2342 1 Svissn. franki 5,8687 5,3306 1 Hollenskt gyllini 4,4156 3,9695 1 V.-þýzkt mark 4,9015 4,4096 1 ítölsk líra 0,00884 0,00796 1 Austurr. Sch. 0,6969 0,6263 1 Portug. Escudo 0,1632 0,1462 1 Spánskur peseti 0,1110 0,0998 1 Japanskt yen 0,04831 0,04387 1 írskt pund 16.951 15,228 _________________________________/ Vextir: (ársvextir) INNLÁNSVEXTIR: 1. Sparisjóðsbækur...............34,0% 2. Sparisjóðsreikningar, 3 mán.'*.37,0% 3. Sparisjóósreikningar, 12. mán. 11... 39,0% 4. Verötryggðir 6 mán. reikningar. 1,0% 5. Avísana- og hlaupareikningar. 19,0% 6. Innlendir gjaldeyrisreikningar: a. innslæður í dollurum.......... 10,0% b. innstæöur í sterlingspundum. 8,0% c. innstæður í v-þýzkum mörkum. .. 7,0% d. innstæður i dönskum krónum.. 10,0% 1) Vextir færðir tvisvar á ári. ÚTLÁNSVEXTIR: (Verðbótaþáttur í sviga) 1. Vixlar, forvextir.... (26,5%) 32,0% 2. Hlaupareikningar..... (28,0%) 33,0% 3. Lán vegna útflutningsafurða.. 4,0% 4. Önnur afurðalán ..... (25,5%) 29,0% 5. Skuldabréf .......... (33,5%) 40,0% 6. Vísitölubundin skuldabréf..... 2,5% 7. Vanskilavextir á mán...........4,5% Þess ber að geta, að lán vegna út- flutningsafuröa eru verötryggö miðað viö gengi Bandarikjadollars. Lífeyrissjódslán: Lifeyrissjóður starfsmanna ríkisins: Lánsupphæö er nú 120 þúsund ný- krónur og er lánið vísitölubundiö meö lánskjaravísitölu, en ársvextir eru 2%. Lánstimi er allt aö 25 ár, en getur verið skemmri, óski lántakandi þess, og eins ef eign sú, sem veö er i er lítilfjörleg, þá getur sjóöurinn stytt lánstímann. Lífeyrissjóður verzlunarmanna: Lánsupphæö er nú eftir 3ja ára aöild aö lífeyrissjóönum 72.000 nýkrónur, en fyrir hvern ársfjóröung umfram 3 ár bætast viö lániö 6.000 nýkrónur, unz sjóðsfélagi hefur náö 5 ára aöild aö sjóðnum. A tímabilinu frá 5 til 10 ára sjóösaöild bætast viö höfuöstól leyfi- legrar lánsupphæöar 3.000 nýkrónur á hverjum ársfjóröungi, en eftir 10 ára sjóðsaöild er lánsupphæöin oröin 180.000 nýkrónur. Eftir 10 ára aöild bætast viö 1.500 nýkrónur fyrir hvern ársfjóröung sem líöur. Því er í raun ekk- ert hámarkslán i sjóðnum. Höfuðstóll lánsins er tryggöur með byggingavísitölu, en lánsupphæöin ber 2% ársvexti. Lánstíminn er 10 til 32 ár aö vali lántakanda. Lánskjaravísítala fyrir maimánuö 1982 er 345 stig og er þá miöað viö 100 1. júni '79. Byggingavísitala fyrir aprílmánuö var 1015 stig og er þá miöaö við 100 í októ- ber 1975. Handhafaskuldabréf í fasteigna- viöskiptum Algengustu ársvextir eru nú 18—20%. Sjávarútvegur og siglingar kl. 10.30: Friðuð veiðisvæði fyrir Norðurlandi Á dagskrá hljóðvarps kl. 10.30 er þátturinn Sjávarútveg- ur og siglingar í umsjá Ingólfs Arnarsonar. Fjallaó verður um friðuð veiðisvæði fyrir Norður- landi og rætt við Olaf Karvel Pálsson, fiskifræðing. — I þættinum í dag verður fjallað um lokuð veiðisvæði fyrir norðan land, sagði Ing- ólfur, — en að undanförnu hefur nokkur umræða farið fram um þessi svæði og þá út frá því sjónarmiði að þau yrðu opnuð fyrir togveiðum. Eins og oft áður þegar slík mál koma til umræðu eru menn ekki á eitt sáttir. Eng- inn dómur verður lagður á deilur manna í þessu máli, en hins vegar verður að telja rétt að kalla fram sem flest- ar staðreyndir til þess að auðvelda mönnum alla um- ræðu og ákvarðanatöku í þessu efni. Ég ræði við Olaf Karvel Pálsson, fiskifræðing, en hann hefur samið grein- argerð um rannsóknir á svæðum þessum á árunum 1976—81. Niðurstöður rann- sóknanna sýna ótvírætt, að skynsamlegt væri að opna þessi svæði fyrir togveiðum. Á dagskrá sjónvarps kl. 21.35 er seinni hluti heimildamyndarinn- ar um stóriðju. í þessum þætti verður greint frá risunum tveimur í íslenskri stóriðju, Álverinu í Straumsvík og kísilmálmverksmiðjunni á Grundartanga. Enn er lítil reynsla fengin af Málmblendiverk- smiðjunni, en Álverið í Straumsvík hefur starfað í þrettán ár og sýnist sitt hverjum um ágæti þess í þjóðlífinu. ÍJfar hafa risið út af bókhaldi fyrirtækisins; margir telja sér misboðið að hafa útlenda verksmiðju á íslenskri grund, rafmagnsverðið þykir óhæftlega lágt o.s.frv. Að þessum atriðum verður vikið í þættinum og mun Jóhann- es Nordal seðlabankastjóri, formaður stóriðjunefndar, svara spurn- ingum varðandi orkuverð til stóriðju og horfurnar í stóriðjumálum almennt. Að lokinni sýningu myndarinnar verða umræður í sjón- varpssal um stóriðju á íslandi og þar verða m.a. fjórir þingmenn, einn frá hverjum flokki. Sigurður Gunnarsson Morgunstund barnanna kl. 9.05: „Branda litla“ - eftir Robert Fisker Á dagskrá hljóðvarps kl. 9.05 er Morgunstund barnanna: „Branda litla“ eftir Kobert fisker í þýðingu Sigurðar Gunnarssonar. lóa Guð- jónsdóttir byrjar lesturinn. — Ég hef þýtt fjórar bækur eft- ir þennan höfund, sagði Sigurður Gunnarsson. — Tvær þeirra eru um Bröndu litlu, þ.e.a.s. sú sem lesin verður nú og „Branda litla og villikettirnir". Hinar tvær fjalla um fugl og heita „Pési pjakkur" og „Pési pjakkur á ævintýraleiðum". Robert Fisker, höfundur þess- ara bóka, er danskur að ætt og uppruna. Hann er kennari að at- vinnu og búsettur í Árósum. Hann hefur skrifað margar bækur, en einkum hafa þó barna- og ungl- ingabækur hans notið óvenjulegra vinsælda, bæði heima og erlendis. Samkvæmt uppgjöri danskra bókasafna hefur hann verið mest lesni barnabókahöfundur í Dan- mörku nokkur síðustu árin. Branda litla er köttur sem verður strax fyrir þeirri beisku reynslu sem kettlingur að kynnast tillits- ieysi mannanna. Því næst er hún svo heppin að hitta ágæta fjöl- skyldu, sem tekur hana að sér og sýnir henni frábæra umönnun og hlýju á meðan dvalist er eitt sól- ríkt sumar í bústaðnum litla út við ströndina. En þegar fjölskyldan góða flytur verður Branda eftir milli sumarbústaðanna auðu og er svipt öllu því öryggi sem hún hef- ur búið við um skeið. Útvarp Reykjavlk A1IÐMIKUDAGUR 5. maí MORGUNNINN 7.00 Veðurfregnir. FréUir. Bæn. 7.20 Leikfimi. 7.30 Morgunvaka. I msjón: Páll Heiðar Jónsson. Samstarfs- menn: Einar Kristjánsson og Guðrún Birgisdóttir. 8.00 Fréttir. Dagskrá. Morgun- orð: Vigdís Magnúsdóttir talar. 8.15 Veöurfregnir. Forustugr. dagbl. (útdr.) Morgunvaka, frh. 9.00 Eréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: “Branda litla“ eftir Robert Fisker í þýðingu Sigurðar Gunnarssonar. Lóa Guðjóns- dóttir byrjar lesturinn. 9.20 Leikfimi. Tilkynningar. Tónleikar. 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. 10.30 Sjávarúlvegur og siglingar. Umsjón: Ingólfur Arnarson. Fjallað verður um friðuð veiði- svæði fyrir Norðurlandi og rætt við Olaf Karvel Pálsson fiski- fræðing. 10.45 Tónleikar. Þulur velur og kynnir. 11.00 íslenskt mál. (Endurtekinn þáttur Ásgeirs Blöndal Magn- ussonar frá laugardeginum.) 11.20 Morguntónleikar. Sinfóniu- hljómsveit Lundúna leikur „Appelsínusvítuna" eftir Sergej Prokoljeff; Neville Marriner stj. / Sinfóníuhljómsveitin í Detroit leikur „Tékkneska svítu" op. 39 eftir Antonín Dvorák; Ántal Dorati stj. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Til- kynningar. SÍDDEGID ______________________ 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynningar. Mlðvikudagssyrpa. — Ásta Kagnheiður Jóhannesdóttir. 15.10 „Mærin gengur á vatninu" eftir Eevu Joenpelto. Njörður P. Njarðvík les þýðingu sína (5). 15.40 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veð- urfregnir. 16.20 Útvarpssaga barnanna. „Englarnir hennar Marion" eft- ir K.M. Peyton. Silja Aðal- steinsdóttir les þýðingu sína (16). 16.40 Litli barnatíminn. Gréta Ólafsdóttir, Heiðdís Norðfjörö og Dómhildur Sigurðardóttir stjórna barnatíma á Akureyri. — Kanntu að synda? í þættin- um verður sundíþróttin skoðuð frá ýmsum sjónarhornum. Elví Hreinsdóttir, 10 ára, les söguna um Nalla, litla hvolpinn, sem lærði að synda af sjálfum sér. 17.00 íslensk tónlist. Kut Ing- ólfsdóttir og Gisli Magnússon leika Eiðlusónötu eftir Fjölni Stefánsson. 17.15 Djassþáttur í umsjá Jóns Múla Árnasonar. 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. KVOLDID 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.35 Á vettvangi 20.00 Gömul tónlist. Ásgeir Braga- son og Snorri Örn Snorrason kynna. 20.40 Bolla, bolla. Þáttur með léttblönduöu efni fyrir ungt fólk. Stjórnendur: Sólveig Hall- dórsdóttir og Eðvarö Ingólfs- son. 21.15 Samleikur á flautu og píanó. Wolfgang Schulz og Helmut Deutsch lcika a. Sónatínu op. 34 nr. 4 eftir Helmut Eder b. Ballöðu eftir Frank Martin. 21.30 Útvarpssagan: „Singan Ri“ eftir Steinar Sigurjónsson, Knútur R. Magnússon les (6). 22.00 Os Garetas, Pcninha, Diana og Erasmo (’arlos syngja og leika. 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.35 íþróttaþáttur Hermanns Gunnarssonar. 22.35 Kvöldtónleikar á níræðis- afmæli llaralds Sigurðssonar. Haraldur leikur á píanó verk eftir Schubert og Chopin. Illjóð- ritunin er frá 1965. 23.45 Fréttir. Dagskrárlok. SKJANUM MIÐVIKUDAGUR 5. maí 18.00 Bleiki pardusinn Teiknimynd fyrir börn. 18.25. Vatn í iðrum jarðar. Bresk fræðslumynd um upp- sprcttur í Flórída. Þýðandi: Jón O. Edwald. Þulur: Geir Thor- steinsson. 18.50 Könnunarferðin. Sjöundi þáttur. Enskukcnnsla. 19.10 Hlé. 19.45 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.40 Prýðum landiö, plöntum trjám. Fimmti og síðasti þáttur. 20.45 Hollywood. Fjórði þáttur. Stríðsmyndirnar. Þýðandi: Óskar Ingimarsson. 21.35 Starfið er margt. Stóriðja — seinni hluti. í þessum þætti er greint frá því er íslendingar réðust i að virkja jökulárnar. Það var mikið átak og til þess að fjármagna fram- kvæmdir og greiða niður orku- verð til almennings var ákveðið að veita útlendum álframleið- endum heimild til að reisa og eiga verksmiðju í Straumsvík og selja þeim hluta orkunnar. Það var upphafið á nýjum kafla f atvinnusögu landsins og jafn- framt hörðum sviptingum sem standa enn. Handrit og umsjón: Baldur Her- mannsson. 22.25 Stóriöja á íslandi. IJmræður í sjónvarpssal í fram- haldi af stóriðjuþættinum. 23.15 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.