Morgunblaðið - 13.01.1983, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 13.01.1983, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. JANÚAR 1983 3 Borgarnes: Framtíðarskíðasvæði í Skarðs- heiði vestan við Skessuhorn? Borgarneni, 12. janúar. Á VEGUM hreppsnefndar Borg- arness vinnur nú nefnd að því að finna hentugt skíðasvæði í ná- grenni Borgarness. Að sögn Ás- geirs Magnússonar sýslufulltrúa, sem er ritari nefndarinnar, hefur áhugi nefndarmanna hingað til að- allega beinst að svokölluðum Álf- steinsbotnum í Skarðsheiði en þeir eru vestan við Skessuhorn. Nefnd- armenn hafa verið að kanna svæð- ið og líst þokkalega á það að sögn Ásgeirs. Þarna eru miklir mögu- leikar á að gera skemmtilegt skíðasvæði og nægur snjór langt fram á vor. Þó sagöi Ásgeir að við þetta svæði væru einnig ákveðnir ókostir. Nokkuð langt væri að svæðinu frá vegi og þyrfti að leggja þar veg og eins væri veðurfar þarna ekki nægjanlega vel kannað ennþá. Ásgeir sagði að nefndin hefði kannað nokkra aðra staði í hér- aðinu með tilliti til skíðaaiðkana en ekki hefði komið neitt út úr þeim athugunum og væri ljóst, að hér í héraðinu væru fá svæði sem kæmu til greina í þessu sambandi. Helst virtust Álf- steinsbotnar koma til greina en einnig væri verið að athuga með svæði uppi á Draghálsi. Þessi svæði myndi nefndin athuga nánar í vetur en ljóst væri að ekki yrði af frekari framkvæmd- um í vetur. Það eru tiltölulega fá ár síðan raddir fóru að heyrast hérna í Borgarnesi um að koma þyrfti upp skiðasvæði hér í nágrenninu og var það aðallega frá fólki sem alist hefur upp á stöðum þar sem þessi aðstaða hefur verið fyrir hendi og hefur saknað hennar hér. Einnig hafa skólarnir í hér- aðinu alltaf verið á hrakhólum með aðstöðu til að koma nem- endunum á skíði. Skiðabakterían hefur verið að ágerast nú á allra síðustu árum og smitað út frá sér með aukinni almennri kynn- ingu á skíðaíþróttinni sem heilsusamlegri útivist og hreyf- ingu fyrir alla fjölskylduna. Ásgeir Magnússon sagði að hugmyndin væri að leita til nágrannasveitarfélaganna með samvinnu um uppbyggingu sam- eiginlegs skíðasvæðis þegar at- huganir væru lengra komnar, en nú þegar hefði verið haft óform- legt samband við Akurnesinga og virtist þar áhugi fyrir sam- vinnu þó ekki hafi enn verið komið á formlegu samstarfi við þá. Ljóst væri að sömu vand- kvæði væru hjá þeim á því að finna hentugt svæði og væri ekki ólíklegt að samstarf kæmi báð- um sveitarfélögunum til góða sem og fleirum, sem áhuga kynnu að hafa á þessu máli. HBj. A PESSUM KEMSTU TILVINNU PRATTFYRIR OFÆRÐINA Hann er framhjóladrifinn meö framúrskarandi áksturseiginleika, og sé hann vel búinn til vetraraksturs ferðu allra þinna feröa á honum í íslenskri vetrarófærð. SAAB-SÁ ER BÍLLINN TÖGGUR HF. | SAAB | UMBOÐIÐ BÍLDSHÖFÐA 16, SÍMI 81530 ®

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.