Morgunblaðið - 13.01.1983, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 13.01.1983, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. JANÚAR 1983 13 Hver rýfur þjóðarsamstöðu? — eftir Birgi Isl. Gunnarsson, alþm. Eitt af fyrirferðarmestu málum stjórnmálanna á sl. ári var álmál- ið. Iðnaðarráðherra var harðlega gagnrýndur jafnt af stjórnar- andstöðu sem stjórnarsinnum fyrir meðferð sína á þessu máli. Ékkert hefur verið ofsagt í þeirri gagnrýni, enda með ólíkindum, hversu klaufalega hefur verið haldið á málinu. Rangar áherslur Helstu gagnrýnisatriði, sem fram hafa verið borin á iðnaðar- ráðherra, eru þessi: í þessu máli hafa verið rangar áherslur. Öll áhersla hefur verið lögð á skattaþátt málsins. Auðvit- að ber ÍSAL að greiða skatta í samræmi við samninga og til að tryggja það eru ákvæði í samning- um um að íslendingar geti látið endurskoða ársuppgjör ISAL. Iðn- aðarráðherra vanrækti að láta framkvæma slíka endurskoðun, þar til á árinu 1981 að hann birti að hluta niðurstöður endurskoð- unar fyrir árið 1980. Síðar hefur verið farið í endurskoðun lengra aftur í tímann. Ráðherra hefur hins vegar gert þennan þátt að að- alatriði málsins og verið í stöðug- um deilum við Alusuisse um þetta atriði. Hann týndi í tvö ár aðalat- riðum málsins, sem er endurskoð- un samninga og hærra rafmagns- verð. GóÖu tækifæri sleppt Með því sat hann af sér mjög gott tækifæri til að ná fram hækk- un á rafmagnsverði. Þegar á árinu 1980 hafði orkuverð í heiminum hækkað mikið og verð á áli var mjög hátt og spáð var áframhald- andi velgengni í þessari atvinnu- grein. Þá var lagt til að ná fram hækkuðu rafmagnsverði. Þá stóð iðnaðarráðherra í slagsmálum um súrál og skatta, en gleymdi raf- magnsverðinu. Nú hafa ytri að- stæður snúist okkur í óhag. Alverð hefur lækkað úr 2000 dollurum á tonn í 1000 dollara. Samningatækni ráðherrans hef- ur reynst illa og honum er ekki lagið að hafa með höndum við- kvæma og erfiða samninga. Hann sigldi t.d. í strand samningum við bændur og aðra heimamenn við Blöndu. Þar urðu aðrir að taka við og leysa málin, þegar stærilæti og hroki ráðherrans ásamt með fjöl- miðlagleði höfðu komið öllu í hnút. Sama gerist í álmálinu. Þröngur vinaklúbbur Iðnaðarráðherra hefur kosið að halda þessu máli, bæði undirbún- ingi og samningaviðræðum, í þröngum hópi skoðanabræðra og vina. Hann hefur ekki af heilind- um efnt til eðlilegs samstarfs, hvorki við stjórnarandstöðu né samstarfsmenn sína í ríkisstjórn, eins og ummæli Guðmundar G. Þórarinssonar á dögunum sanna og sýna. í Sjálfstæðisflokknum hafa menn boðið iðnaðarráðherra upp á samstarf, en hann hefur hafnað því. Enginn á því meiri þátt en sjálfur iðnaðarráðherra að rjúfa þjóðarsamstöðu í þessu máli. Þegar er ljóst að ekki verður nein samstaða um axarsköft ráðherr- Hafnað samvinnu við Landsvirkjun Enn eitt dæmi má nefna um það, hvernig ráðherra kýs að ein- angra sig í vinahópi í þessu mik- Birgir ísL Gunnarsson „í Sjálfstæðisflokknum hafa menn boðið iðnaðar- ráðherra upp á samstarf, en hann hefur hafnað því. Enginn á því meiri þátt en sjálfur iðnaðarráðherra að rjúfa þjóðarsamstöðu í þessu máli. Þegar er Ijóst að ekki verður nein sam- staða um axarsköft ráð- herrans.“ ilvæga máli. Samningurinn um rafmagnssölu til ÍSALs er gerður við Landsvirkjun. Hinn formlegi samningsaðili um rafmagnsverðið og aðra þætti rafmagnssamnings- ins er því Landsvirkjun. Þrátt fyrir þá staðreynd hefur Hjörleif- ur haldið Landsvirkjun alveg utan við málið. Landsvirkjun hefur hvað eftir annað farið þess form- lega á leit við iðnaðarráðherra að fyrirtækið eigi aðild að viðræðum um allar breytingar á orkusölu- samningnum. Þessu hefur ráð- herra jafnoft hafnað. Af þessum ástæðum ekki síst hefur stjórn Landsvirkjunar nú ákveðið að kjósa sérstaka nefnd stjórnarmanna og starfsmanna „til að fja.Ua um verðlagningu og söluskilmála raforku til orkufreks iðnaðar". Verkefni nefndarinnar eru síðan nánar skilgreind í ítar- legri ályktun stjórnarinnar. Öllu samstarfi við Landsvirkjun hefur verið hafnað til þessa og því er nauðsynlegt að fyrirtækið leggi sjálfstætt mat á þennan mikil- væga þátt í samskiptum okkar við Alusuisse. Auðvitað hefði verið æskilegra að allir aðilar settust saman og ynnu að þessu máli í sameiningu og mótuðu sameiginlega stefnu, sem bera mætti fram til sigurs. Því hefur ráðherrann hafnað. Hann leggur alla áherslu á að ein- angra sig í vinaklúbbnum sinum. í þessu máli hefur hann einn rofið þjóðarsamstöðu. Sállæknir heldur fyr- irlestur og námskeið BRESKI sállæknirinn Terry Cooper mun á vegum Miðgarðs halda helg- arnámskeið í lifeflissálfræði Wil- helm Reich í Reykjavík dagana 14.—16. janúar. Helgarnámskeiðið ber heitið „Tjáskipti, náin tengsl og líkamleg vellíðan“. Terry Cooper mun einnig verða með fyrirlestur í Norræna húsinu fimmtudaginn 13. janúar kl. 20.30 sem ber yfirskriftina „Kynlíf og sjálfsafneitun", segir í frétt frá Miðgarði. I fréttinni segir enn- fremur m.a.: „Terry Cooper er einn af for- stöðumönnum Spectrum sem er sálvaxtarmiðstöð í London og hef- ur síðastliðin ár haldið námskeið víða um heim fyrir áhugafólk um líkamlegt og andlegt heilbrigði. Hann var fyrstur til að innleiða kynfræðslu fyrir bæði kynin í Englandi en hefur upp á síðkastið einbeitt sér æ meira að þróun eig- in hugmynda varðandi samspil líkama og sálar.“ Rit um börn og unglinga í fóstri BÆNIMSKÓLINN á Hvanneyri hefur gefið út rit eftir Björn S. Stefánsson dr. scient. um börn og unglinga í fóstri (fjölrit nr. 43/1982). Er þar gerð grein fyrir vistun bágstaddra barna í sveit, og viðhorfum sveitafólks og starfk- fólks félagsmálastofnana til þeirra mála. Athugað var hvað dreifbýlið gæti boðið upp á í þágu barna. Samstarfsráð Norðurlanda um afbrotafræði lagði fram fé til verksins og sömuleiðis Stétt- arsamband bænda og félags- málastofnun Kópavogsbæjar. Áskriftarsiminn er 83033 esv'<s' >k pm I ' M r / ' r I Sl i Feróaskrifstofan otsVn kJii/ ýársfagnaður U ■ ýn; i og ^Árshátíð Heimsreisuklúbbsins CCCAIDWAT föstudaginn 14. janúar kl. 19.30 . 19.30 Húsið opnað fordrykkur, happdrætti, músík og myndasýning. Mætið stundvíslega og missið ekki af neinu. Kl Kynnir: Bryndís Schram Félagar í „Heimsreisuklúbbnum“ vitji aðgöngu- miða sinna hjá Útsýn, Austurstræti 17, í dag fimmtudag, 4. hæð. mtwwwunmt/imimww — Kl. 20.00 Kvikmyndasýning: „Heimsreisa I II III" Ingólfur Guöbrandsson. Minningar frá Mexico, Brasik'u og Kenya. Kl. 20.30 Nýársveislan hefst - Þn- réttaður hátíðakvöldverður. Verð aðeins kr. 270 við dinnermúsík Magnúsar og Finn- boga Kjartanssonar, áramóta- ávarp Ingólfs Guðbrandssonar og einsöng hins efnilega, unga ten- órsöngvara Páls Jóhannessonar — nýkomnum frá Italiu, við undir- leik Jónasar Ingimundarsonar. Danssýning — dansflokkur frá Sóleyju Jóhannsdóttur sýnir hinn frábæra dansþátt „STRIPP- er: Bingó — Spilaö um 3 Útsýnar- ferðir. Ferðavinningar aö upphaeö 35.000. Dans — Hljómsveit Björgvins Halldórssonar leikur tyrir dansi til kl. 03.00 — eitt allra besta band- ið i bænum. Týzkusýning: Modelsamtökin sýna frá íslenzkum heimilisiðnaði, Herragarðinum og Tískuverzl. Assa. Diskótekari Gísli Sveinn Loftsson. Forsala aögöngumiöa og boröapantanir í BROADWAY í dag kl. 9—17, sími: 77500. Pantið miöa tímanlega. sparikiæðnaður. Happdrætti — Ferðavinning- ur dreginn úr miðum gesta, sem koma fvrir kl. 20.30. Fegurðarsamkeppni „Ungfrú og Herra UTSYN" — forkeppni. valin úr hópi gesta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.