Morgunblaðið - 13.01.1983, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 13.01.1983, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. JANÚAR 1983 Fréttamatur ársins — eftir Björn Dag- bjartmm Skreiðin ætlar að endast mönnum vel sem fréttaefni. I>egar flett er í gegn um úrklippusafn ársins 1982 um sjávarútveg er að vísu erfitt að meta það hvaða einstakt málefni var oftast í fjölmiðlum á þvi herrans ári. Kkreið er örugglega ofarlega á blaði og skyggir jafnvel á hinn fræga / rekstrarvanda útgerðarinnar. I>ó að við íslendingar lítum að vísu alls ekki á skreið sem mat mætti þó i óciginlegri merkingu nefna hana „fréttamat ársins“. Alveg fram á síð- ustu daga komu fréttir eins og að maurar væru byrjaðir á hausabirgð- um matsmanna suður með sjó; að íslendingar hafi hagað sér mun skynsamlegar i skreiðarframleiðslu en Norðmenn; að ekki sé hægt að taka „hugsaðan" skreiðargróða inn í afkomuútreikninga fiskvinnslunnar og síðast en ekki síst að vöntun sé á þorski á Bandaríkjamarkað vegna þess að hann liggi nú í óseljanlegum skreiðarhaugum heima á íslandi. Og svo í haust kom þessi rosalega gusa um gæði framleiðslunnar og mat á þeim. Úr úrklippusafninu Viðtal Mbl. 22/01. „Innflutningi (til Nígeríu) verður háttað líkt og í fyrra ... íbúar Nígeríu eru um 100 milljónir og skreiðarmarkað- urinn þar ætti að haldast um ókomin ár.“ Ekki var nú mikið um svartsýni eða viðvaranir í þéssu viðtali. Aðeins einn af skreiðarsölu- mönnum hélt áfram að vara við offramleiðslu (Mbl. 03/02, DV. 17/02:. „Ég tel hiklaust að mark- aðurinn sé í hættu ... Ég tel að við framleiðum of mikið ..." I marslok eru farnar að berast fréttir af tregðu og jafnvel stoppi á skreiðarmörkuðum Nígeríu. Þær virðast hafa komið frá erlendum fréttastofum (Tíminn 26/03). En 30/03 segir Tíminn eftir einum skreiðarseljanda: „Hann sagði það reginmisskilning að búið væri að loka fyrir allan skreiðarinnflutn- ing til Nígeríu, aðeins væri verið að athuga gjaldeyrisstöðu lands- ins.“ Um miðjan apríl eru jafnvel þeir bjartsýnustu farnir að viður- kenna staðreyndir. „Það yrði hrikalegt áfall ef Nígeríumenn loka fyrir skreiðarkaup því það er búið að framleiða mikið," segir í Tímaviðtali 17/04. Þetta var þó allt sagt í viðtengingarhætti enn- þá og framleiðendur héldu áfram að hengja upp. Það er svo 28/04 að Seðlabank- inn og viðskiptabankarnir hætla að lána út á skreiðarframleiðsl- una. Morgunblaðið segir þennan sama dag að viðbrögð manna séu almennt mjög hörð. „Þessi ákvörðun er með endemum," segir einn framleiðenda; og ... „Með þessum aðgerðum er búið að loka fyrir skreiðarverkun í heilum landshlutum ... ... Ég veit ekki til þess að ís- land hafi tapað eyri á skreiðar- verkun, allra síst Seðlabank- inn ... “ S k ö m m u síðar er látið undan og farið að lána út á skreið fyrir Italíumarkað. Allir vita svo hvernig vara Italíuskreiðin var í haust. En það er svo seint í maí sem Nígeríumarkaðurinn fer að opnast aftur i blöðum. Síðan hefur hann „opnast" einu sinni til tvisvar í mánuði (Tíminn 08/07, DV 04/08, Alþýðublaðið 08/09, DV 14/09, Mbl. 19/10, Tíminn 18/11, RÚV 28/12). Þrátt fyrir þetta eru nú um áramót til skreiðarbirgðir fyrir um l'Æ til 2 milljarða króna. Skreiðin hefur sem sagt svo til ein- göngu selst á síðum dagblaðanna. Annað sem kemur mönnum afskap- lega mikið á óvart er það hve mikið skreiðarbirgðir hafa vaxið í sumar þrátt fyrir að ekki átti að vera mögu- legt að hengja upp án bankafyrir- greiðslu. Mbl. 28/04 segir birgðirnar 700 milljónir en 22/10 segir i sama blaði að þær séu 1,5—1,7 milljarða virði. Skreiöarverðmæti og önnur verðmæti Ennþá liggur ekki ljóst fyrir hversu mikið af fiski hefur verið hengt upp í skreið á árinu 1982. Samkvæmt fréttum um verðmæti skreiðarbirgða seint á árinu virð- ist öruggt að á annað hundrað þúsund tonn af fiski hafa lent uppi í hjöllum. Skreiðarframleiðandi sagði (Mbl. 28/03) að ísland hefði ekki tapað eyri á skreiðarverkun. Það er ffú svo!! Meðfylgjandi tafla sýnir nokkrar tölur um útflutn- ingsverðmæti þorskafurða. Ef 100 þúsund tonn af þorski eru flökuð og fryst eru þau 500 milljóna krónum verðmætari en besta Nigeríuskreið sem hægt væri að gera úr þessum fiski. Sumir segja að það sé ekkert annað að gera við margra nátta netamorkinn eða hálfúldinn, ormaðan smáfisk en að hengja hann upp í skreið. Því er til að svara að þess háttar hráefni verð- ur ekki fyrsta flokks afurð; ekki heldur besta Nígeríuskreið. I öðru lagi er óþarft að fá á land 100 þúsund tonn af morknum eða hálfúldnum fiski, bæði þetta ár og önnur í framtíðinni. Það er aftur á móti mjög slæmt ef skreiðarmarkað- urinn í Nígeríu er svo gersamlega ónýtur fyrir okkur nú, að hann getur ekki einu sinni tekið við nokkrum þúsundum tonna af 2ja nátta neta- fiski. Eitthvað af þannig fiski mun koma á land meðan netaveiðar, þær þorskveiðar, sem einna minnsta olíu nota pr. tonn, eru stundaðar frá ís- landi. Ábyrgð og ábyrgðir Þann 10. nóvember héldu skreiðarseljendur og framleiðend- Björn DagbjarLsson „Skreiðarsölumál hafa oft verið gagnrýnd, einkum þegar allt að 20 aðilar hafa verið að selja sömu kaup- endum stundum sama fiskinn. Ef þessi vandræði okkar núna verða til þess að færri en ábyrgari aðilar annist skreiðarsölu í fram- tíðinni þá hefur ekki verið til einskis þjáðst.“ ur geysifjölmennan fund enda úr vöndu að ráða. Háværar kröfur voru hafðar uppi um það að stjórnvöld yrðu að gera EITT- HVAÐ í málinu. Þetta „eitthvað" var m.a. að íslenskir bankamenn yrðu að taka gild loforð frá „koll- egum“ sínum í Nígeríu; að leyfa yrði verðlækkun á skreiðinni þó að búið væri að reikna með fullu verði í lánveitingum; að utanríkis- þjónustan og viðskiptaráðuneytið ættu að láta málið mun meira til sín taka og að skilyrðislaust yrði að senda a.m.k. ráðherra til Níg- eríu til að biðja um gott veður. Nú skal alls ekki dregið úr því að við eigum að sjálfsögðu að koma fram við Nígeríumenn eins og aðra mikilvæga viðskiptavini eftir því sem mögulegt er. Ég tel meira að segja að það hefði verið mun nauðsynlegra og skynsam- legra fyrir sjávarútvegsráðherra að fara til Nígeríu í desember í stað Jamaica. Éins getur vel verið að ríkisábyrgð eins og nú er í raun og veru veitt á skreiðarútflutning sé réttlætanleg, en eðlileg er sú ráðstöfun engan veginn. Halda menn að það sé að ástæðulausu að enginn banki á Vesturlöndum vill taka ábyrgðir frá Nígeríubönkum gildar? Ætli það geti ekki dregist lengur en í 180 daga héðan í frá að grciðslur komi fyrir þá skreið sem hengd var upp og lánað út á um þetta leyti í fyrra? Hver borgar þá vextina? Ekki eru það seljendur. Þcir bera auðvitað enga ábyrgð á ábyrgðum sem þeir fá. Ef framleið- endur bera þennan vaxtakostnað þá kemur það fram í lækkuðu fiskverði vegna lakari afkomu fiskvinnslunn- ar. Svo þegar fiskverðið dugar ekki fyrir útgcrðarkostnaði og launum sjómanna þá verður gengið að lækka og hver borgar það? Skreiðarsölumál hafa oft verið gagnrýnd, einkum þegar allt að 20 aðilar hafa verið að selja sömu kaupendum stundum sama fisk- inn. Ef þessi vandræði okkar núna verða til þess að færri en ábyrgari aðilar annist skreiðarsölu í fram- tíðinni þá hefur ekki verið til ein- skis þjáðst. Afstaða skreiðarselj- enda kom vel fram í haust í sam- bandi við endursenda Italíuskreið. Þeir áttu varla orð til að lýsa hneykslun sinni á óþverranum, sem þeir voru að selja, en það hvarfiaði ekki að þeim að þeir bæru nokkra ábyrgð á hlutunum, heldur skömmuðu framleiðendur og gagnslaust ríkiseftirlit. Skaði erskeður Ég kom þar um daginn sem ver- ið var að rífa upp skreiðarpakka frá því í fyrravor til þess að reyna að leita að og vinsa úr fiska og pakka með áberandi jarðslaga (svartri myglutegund). Ég efast ekki um að þessi framleiðandi, sem er þekktur fyrir vöruvöndun yfirleitt, mun gera sitt besta til að komast fyrir þennan galla og fjar- lægja skemmda vöru en tjón hans og fyrirhöfn er þegar mikið. Þess- ar skemmdir munu halda áfram með vaxandi hraða og það er næsta lítið sem hægt er að gera til að ráða þar bót á, þar sem hús- pláss er takmarkað og þurrkunar- aðstaða nánast engin. Nýlega var hent nokkru af haus- um og skreið á Suðurnesjum vegna maura. Einnig fréttist af maurum í skreiðarbirgðum á Austfjörðum og vitað er um marga fleiri framleiðendur sem eru með lífið í lúkunum af ótta við að skordýr leggi Skreiðarskemmur þeirra undir sig. Margir hafa ekki komið sínum skreiðarbirgðum í hús heldur verða að geyma þær úti, ýmist uppi í hjöllum, vonandi að sem minnst fjúki niður og fenni í kaf þegar spyrðurnar fúna, eða í göltum og bólstrum eins og hey. Þó að óhjákvæmilega eigi mikið af fiski eftir að blotna upp, mygla og eyðileggjast í slíkum skreiðargölt- um þá þarf síður að óttast maur- inn úti. Eitt er alveg víst. Ekki mun öll sú skreið komast til neytenda sem hengd var upp í fyrravetur í þeirri trú að skreiðarmarkaðurinn í Níg- eríu ætti eftir að haldast um ókomin ár (Mbl. 22/01) eða i sumar í nafni Ítalíu eða landshlutajafnvægis (Mbl. 28/04). Og ég er ekki í vafa um það að skreiðarverkandinn sem ekki vissi til þess í fyrravor að ísland hefði tapað eyri á skreiðarverkun mun vita betur í vor eða næsta haust. Eftirmáli Ég hef nokkrum sinnum varað við óhófi og fyrirhyggjuleysi í skreiðarverkun á undanförnum árum (Þjóðv. mars 1980, Vísir ág- úst 1980, Rannsóknarráð: Þróun sjávarútvegs 1981, DV apríl 1982). Vegna þessara skrifa hef ég orðið fyrir aðkasti, ekki aðeins í einka- samtölum heldur einnig opinber- lega í blöðum og samkvæmum. Það er svo sem ósköp tilgangslítið að segja: l>etta sagði ég ykkur, og láta þar við sitja. Ég á kunningja sem er prófessor í matvælafræði í ILE, í Nígeriu. Hann er að vísu ekki skreiðar- kaupmaður en bráðgáfaður og há- menntaður maður. Hann skrifaði mér í vor svör við ýmsum áleitn- um spurningum, sem ég hafði, og mér sýnist að hann ætli að reyn- ast nokkuð sannspár. Ég er að bíða eftir bréfi frá honum núna og mun reyna að koma efni þess á framfæri, ef hann getur eitthvað ráðlagt okkur. Ég get verið sammála því sem kom fram á skreiðarfundinum mikla um daginn að þetta er ekki lengur mál nokkurra skreiðarselj- enda. Við verðum að koma fiskinum til Nígeríu a.m.k. því besta af honum áður en maurar og mygla valda meira tjóni en orðið er. Ég ætla ekki að fara að kenna einum eða neinum um það hvernig komið er, en skreið- arsölumálin þarf að endurskoða rækilega þcgar við erum búin að sigrast á þcssu vandamáli. Við get- um ekki leyft okkur að hengja neitt upp í vetur og við verðum þegar í stað að fara að hyggja að öðrum nýtingarmöguleikum fyrir dauð- blóðgaðan netafisk, físktegundir eins og keilu og fískhausa. Samanburður á verðmætum þorsks í skreið eða frystingu. (Heimildir frá útflytjendum í desember 1982.) Hráefni: 1. fl. kassafiskur, verð án hauss ................ 9,00 kr./kg Skreið: Astra a. fl. 287 $/pakki + 4% .................... 6,15 $/kg + Áfallinn kostnaður og flutningur ............... 1,20 $/kg Skilaverð pr. 1 kg afurðar (1$=16,50 kr.) ........ 81,00 kr./kg Útflutningsverðmæti úr 1 kg hráefnis (15% nýting . 12,20 kr./kg Hraðfrystar afurðir: Skilaverð (flök 75%, blokk 20%, marningur 5%) pr 1 kg afurðar .................... 41,00 kr./kg Útfl. verðmæti úr 1 kg hráefnis (42% nýting) ..... 17,20 kr./kg Hjálparstofnun kirkjunnar: Enn er tækifæri til að gefa „brauð handa hungruðum heimi“ „UNDANFARNA daga hefur staðið yfir landssöfnun á vegum Hjálpar- stofnunar kirkjunnar, „Brauð handa hungruðum heimi." Söfnunin hefur fram að þessu gengið vel en safnast hafa um tvær milljónir króna. Áætlað er að söfnunin standi yfír út janúar- mánuð, þannig að enn er tækifæri fyrir þá sem ekki hafa tekið þátt að sameinast þeim stóra hópi fslendinga ■sem nú þegar hafa svarað kalli kirkj- unnar og látið af hendi rakna framlag til söfnunarinnar. Iljálparstofnunin vill þakka af alhug þeim fjölmörgu sem stutt hafa málcfni söfnunarinnar og sýnt fórnfúsa samstöðu með þeim sem líða og þjást í heiminum,“ segir í fréttatilkynningu frá Hjálparstofnun kirkjunnar. Þar segir ennfremur: „Söfnunarfé Hjálparstofnunar- innar verður varið til þróunarverk- efnis í Suður-Súdan þar sem Hjálp- arstofnunin er beinn framkvæmdar- aðili í samvinnu við norsku Hjálpar- stofnun kirkjunnar. Markmið þessa verkefnis er að hjálpa þurfandi fólki til sjálfsbjargar og nær hjálpin til um hálfrar milljónar manna. Hjálp- arstofnunin hefur verið aðili að þessu verkefni í þrjú ár og hefur starfið borið mikinn árangur, sem hefur náðst m.a. vegna velvilja svo margra íslendinga. 1 Suður-Súdan starfa nú tveir íslendingar við ráðgjafar- og hjúkrunarstörf á veg- um Hjálparstofnunar kirkjunnar. Þá hefur Hjálparstofnunin ákveð- ið að hluti söfnunarfjár renni til neyðarhjálpar. Á hverjum degi ber- ast Hjálparstofnuninni beiðnir um hjálp við neyðaraðstæður víða um heim þar sem fólk þjáist vegna hungurs, sjúkdóma, slysa og nátt- úruhamfara. Yfir 20 börn deyja á hverri mínútu úr hungri í heimin- um. Hjálparstofnunin vill leitast við að svara slíkum neyðarköllum eftir því sem fjárráð leyfa hverju sinni. Þá hefur Hjálparstofnunin á hendi aðstoð við fólk hér innanlands sem býr við erfiðar aðstæður vegna óvæntra áfalla, en að þessari aðstoð stendur Hjálparstofnunin í náinni samvinnu við sóknarpresta. Mikil- vægt er að efla neyðarsjóð Hjálpar- stofnunarinnar til innanlandshjálp- ar. Samhliða söfnuninni gaf Hjálpar- stofnunin fólki kost á að gerast fast- ir styrktarmenn að hjálparstarfinu, en yfir sjö hundruð einstaklingar eru fastir styrktarmenn og leggja á þann hátt grundvöll að hjálpar- starfinu. Margir hafa svarað þessu kalli og styrktarmönnum hefur fjölgað töluvert. Þeir sem vilja gerast fastir styrktarmenn geta haft samband við Hjálparstofnunina. Þeim sem vilja taka þátt í lands- söfnuninni Brauð handa hungruðum heimi er bent á heimsenda gíróseðla eða gírónúmer Hjálparstofnunar- innar í öllum bönkum, sparisjóðum og póstafgreiðslum nr. 20005—0.“ pinrgíijwi | Meim en þii geturímyndad þér!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.