Morgunblaðið - 13.01.1983, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 13.01.1983, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. JANÚAR 1983 19 Jákvætt hugarfar Allt mælir því með því, að nú sé skynsamlegast að venda kvæði sínu í kross og taka til við að byggja upp ákveðna en fáa lykil- staði úti á landi, sem yrðu þess megnugir að verða þjónustumið- stöðvar fyrir sína landshluta og standa undir þeirri iðnaðarupp- byggingu, sem koma skal. Hér beinast augun fyrst að Akureyri. Akureyri er eini staðurinn utan Reykjavíkur í dag, sem tiltölulega auðvelt væri að efla og gera að þjónustumiðstöð fyrir allt Norð- urland og skapa þannig mótvægi við höfuðborgarsvæðið. Það væri þjóðhagslega hagkvæmt að mynda svo öflugan þéttbýliskjarna við Eyjafjörð, að hann gæti tekið við því hlutverki að vera undirstaða atvipnulífs og menningar á öllu Norðurlandi. Þetta er ekki aðeins þjóðhagslega hagkvæmt, heldur þjóðarnauðsyn. Ef fólk á Norður- landi og á Akureyri fer að flykkj- ast til höfuðborgarinnar í at- vinnuleit og í von um betri lífsaf- komu fer illa fyrir þjóðinni allri og ekki sízt höfuðborginni, sem engan veginn getur staðið undir meiri fólksfjölda þar eins og áður var sagt. Það þarf því að koma þjóðarátak til þess að styrkja byggð á Akureyri og lyfta upp at- vinnulífi þar. Þar þarf að myndast á tiltölulega fáum árum um 30 þúsund manna bær til þess að geta sinnt því hlutverki að verða sá bakhjarl, sem er nauðsynlegur sveitunum, kauptúnum og smærri kaupstöðum á öllu Norðurlandi. Með þjóðarátaki á ég við, m.a., að samgöngur við Akureyri verði efldar og fái forgang. Lokið verði við að leggja veg með bundnu slit- lagi alla leið frá Blönduósi um Ak- ureyri til Húsavíkur svo og til Ólafsfjarðar, Siglufjarðar og Sauðárkróks. Þá má ekki gleyma vegalagningu um sveitir Eyja- fjarðar, sem hafa orðið út undan í vegamálum um langt skeið. Flug- samgöngur og skipaflutningar með Akureyri sem miðstöð verði efld. Til þess að fjölga fólki í bæn- um má stuðla að því, að útibú frá sem flestum ríkisstofnunum verði sett upp á Akureyri og má þá minna á hugmyndir, sem áður hafa komið fram um undibún- ingsdeildir fyrir Háskóla íslands á Akureyri svo og, að Tækniskóli ís- lands flytjist til Akureyrar. Sams konar þéttbýliskjarnar þurfa að myndast í öðrum lands- hlutum þótt síðar verði og ef til vill í smærri stíl. Þetta er í mínum huga byggðastefna, sem hefur í för með sér jafnvægi í byggð landsins fremur en núverandi dreifbýlisstefna, sem mun áður en langt um liður leggja alla byggð á landinu, utan Reykjavíkur, í auðn. Kína: Breyting- ar í vændum 1‘eking, 10. janúar. AP. KÍNVERSKIR umbótasinnar hafa unnið sigur á þeim sem engar breytingar vilja á efnahagsmálum og hleypt af stokkunum umfangs- miklum breytingum í þá átt að styrkja einkarekstur og binda enda á þá aldagömlu hefð að allir borða úr sömu skálinni. Vestrænir fréttaskýrendur segja þessar breytingar hafa ver- ið samþykktar fyrir nokkru og í því sambandi segir hið opinbera kínverska dagblað sem ritað er á ensku, „China Daily“, í dag: „Breytingar eru djarfar en örugg- ar ... Hrísgrjónapotturinn og skálin sem borðað er sameigin- lega úr verða að hverfa." Einnig er haft eftir vestrænum fréttaskýrendum að umbótasinn- ar eins og Deng Xiaoping, Hu Yaobang og Zhao Ziyang hafi stutt breytingarnar og ákveðið að þetta væri rétti tíníinn til að láta þær fram ganga. Miklar deilur hafa verið und- anfarin ár um þessi atriði og hafa margir sett sig upp á móti breyt- ingum í þessa átt, þar sem þær þjóni einungis þeim tilgangi að „snúa aftur til þjóðskipulags kap- ítalismans". eftir Emil Magnús- son, Grundarfirði HELGINA 15. og 16. þ.m. fer fram prófkjör hjá sjálfstæðismönnum á Vesturlandi vegna komandi kosn- inga til Alþingis síðar á þessu ári. Nokkurrar eftirvæntingar gætir í sambandi við prófkjör og ber þar einkum tvennt til. Hið fyrra er að á meðal þeirra, sem gefa kost á sér í prófkjörinu, er núverandi dómsmálaráðherra Friðjón Þórð- arson, sem skipaði efsta sæti lista sjálfstæðismanna við síðustu kosningar. Hið síðara er, að sá, sem þá var í öðru sæti, Jósep Þorgeirsson, alþingismaður, tekur ekki þátt í þessu prófkjöri. Nokkuð hefur borið á því að viss öfl, einkum utan raða sjálfstæð- ismanna, gera mikið veður út af þeim ágreiningi sem varð við myndun núverandi ríkisstjórnar og telja gengi flokksins í lágmarki af þeim sökum. En hér er mikill misskilningur á ferðinni. Ég minnist þess ekki að hafa í annan tíma heyrt meiri baráttuhug í mönnum hér um slóðir en einmitt nú. Friðjón Þórðarson hefur átt hér sívaxandi velgengni og virðingu að fagna, og er það að maklegleikum. Hann hefur upplýst það frammi fyrir alþjóð hver er afstaða hans fyrir og eftir þessar kosningar og þarf enginn að vera í vafa þar um. Allt holtaþokuvæl undan hlíðum beggja vegna Skarðsheiðar breyta hér engu. Hann er og þeirrar ger- ðar að geta öðrum mönnum frem- ur borið klæði á vopnin og sætt ólík sjónarmið. Það er skoðun fjöl- margra hér heima í héraði að for- ysta flokksins í þessu kjördæmi sé hvergi betur komin en einmitt með því að skipa Friðjóni Þórðar- syni sem veglegastan sess í kom- andi prófkjöri. Góðu heilli er það ennþá svo, að fjölmörgum finnst Friðjón Þórðarson það kostur á hverjum manni að þora að hafa sannfæringu og fylgja henni. TOYOTA Fjórir sterkir og öruggir við allar aðstæður... TERCEL 4x4 Þennan bíl köllum viö bíl framtíöarinnar. Sparneytinn með 1500 cc vél. Drif á öllum hjólum. 6 gírar áfram. Bíll meö þægindi fólksbíls — notagildi jeppans og útlit framtíöarbílsins. LAND CRUISER STATION Glæsilegur bíll meö styrkleika jeppans, en aksturseig- inleika og þægindi fólksbílsins. Bíll til aö mæta þörf þeirra sem ferðast mikið. Vökvastýri, veltistýri, 6 cyl. diselvél 3900 cc. 4ra gíra 4x4, 5 dyra. HI-LUX Lipur og sparneytinn. Vinnutæki sem hentar öllum. 2ja og 4ra hjóla drifinn. Bensílvél 2000 cc, 4ra gíra. LAND CRUISER JEPPI Bíll sem fengiö hefur viöurkenningu um allan heim fyrir styrkleika og gæöi. TOYOTA P. SAMÚELSSON & CO. HF. UMBOÐIÐ NYBYLAVEGI 8 KÓPAVOGI SIMI44144

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.