Morgunblaðið - 13.01.1983, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 13.01.1983, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. JANÚAR 1983 „ þe’s51 bók, y/N)cittrúrcm" sem pu se/dir rr>ér, er foara. um d^/r 09 plöntor. " c IIB Uni.m.1 Pt»H Synl.ctL ásí er ... o &->} ... að sýna honum blíðu á mánudagsmorgni. TM Reo U.S Pat. Oft.-aH rights resarvad •1982 Loe Angatea Tlmes Syndicata ... og skólinn er hér aóeins steinsnar frá. Brunabótamatið trygginga- félögunum óviðkomandi „En eins og nú er háttað er brunabótamatið í algjöru ólagi og ekkert samræmi milli verðgildis og tryggingarupphæðar, eins og svo glögglega kom í Ijós í Vestmannaeyjagosinu. Þá stóð til að notast við brunabótamat, þegar 300 hús eyðilögðust, en það reyndist óhæft, vegna þess að matið var hvorki fugl né fiskur.“ Héðinn Emilsson, deildarstjóri brunadeildar Samvinnutrygginga, hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Föstudaginn 7. janúar hefur Kristín Bjarnadóttir sam- band við Velvakanda og talar m.a. um almenna reiði sumarbústaða- eigenda yfir að þurfa að greiða sýsluvegasjóðsgjöld. Síðan minn- ist hún á að á siðastliðnu ári hafi Samvinnutryggingar tekið það upp hjá sér að láta endurmeta til brunabótamats alla sumarbústaði í sveitarfélögum í Árnessýslu og það er vegna þess sem ég hringdi, af því að þarna gætir svolitils mis- skilnings. Samvinnutryggingar láta ekki endurmeta húsin. Samvinnutrygg- ingum, eins og öðrum brunatrygg- ingafélögum, sem taka að sér lögboðnar brunatryggingar húsa, er brunabótamatið nánast óvið- komandi, vegna þess að í lögum og reglugerðum um brunatryggingar húsa er matsskyldan lögð á sveit- arfélögin. Það sendur í auglýs- ingu, sem heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneytið gefur út 26. febrúar 1981 og styðst víð þau lög um brunatryggingar húsa, að bæj- ar- og sveitarstjórnir skuli láta sjá um að dómkveðja matsmenn, tvo í hverju sveitarfélagi, til þess að annast þetta brunabótamat. Matsmennirnir eru skyldir til þess og eiga jafnframt, um leið og þeir taka þetta að sér, að meta hvert hús, og viðhalda matinu réttu miðað við raungildi hússins á hverjum tíma. Þannig er þarna um að ræða ákvörðun sveitarstjórnanna að láta gera þetta endurmat. Endur- matið kemur síðan til félagsins og félaginu er skylt samkvæmt lög- um og samningi við sveitarfélögin að gefa út brunatryggingu á húsin sem metin hafa verið (og það eru öll hús í landinu skyldutryggð) og húseigendum er gert samkvæmt sömu reglum að greiða iðgjaldið og matskostnaðinn. Hér er um að ræða reglur, sem styðjast við lög sem eru að stofni til frá 1917 og orðin æði forn að okkar mati. Ætti því að ógilda þau með því að gefa húsatryggingar frjálsar í landinu, þannig að hver og einn húseigandi gæti fengið að ráða því sjálfur, hvar hann tryKgði húsið sitt, og þá mætti þetta skipulag, sem Kristín talar um í fyrrnefndum pistli, þ.e. að tryggingafélögin annist bruna- bótamatið sjálf, gjarna koma til framkvæmda, auk þess sem þau bæru fulla ábyrgð á húsinu í hvert sinn sem á því yrði einhver skaði. En eins og nú er háttað er brunabótamatið i algjöru óiagi og ekkert samræmi milli verðgildis og tryggingarupphæðar, eins og svo glögglega kom í ljós í Vest- mannaeyjagosinu. Þá stóð til að notast við brunabótamat, þegar 300 hús eyðilögðust, en það reynd- ist því miður óhæft, vegna þess að matið var hvorki fugl né fiskur. Þá urðu fjölmargir verkfræðingar að vinna við það í tvö ár að reyna að finna út eitthvert verðgildi á þess- um húsum. Sama ástandið er í fjölmörgum byggðarlögum í dag og vandræðin mundu endurtaka sig ef svipaðir atburðir gerðust. Ríkisútvarpið og nafnlaus lesendabréf „Velvakandi! I dálkum þínum þann 9. þ.m., kvarta starfsmenn fréttastofu ríkisútvarpsins yfir því að ósanngjarnt sé að birta nafnlausa ^gagnrýni á þá stofnun í dálkum þínum eða að þú skulir yfirleitt birta nafnlaus lesendabréf. Starfsmennirnir segja að ekki birti blöð í útlöndum eins og Ixmd- on Times, Guardian og önnur slík, nafnlaus lesendabréf. Eg vil láta í ljós gagnstæða skoðun og tel sjálfsagt að birta nafnlaus bréf í lesendadálkum dagblaðanna, enda gæta blöð eins og Morgunblaðið og DV þess ætíð að í slíkum bréfum sé ekki ráðist á nafngreinda einstaklinga. Les- endabréf undirritað „húsmóðir", „verkamaður", „lýðæðissinni", eða „kommúnisti" segja miklu meira um bréfritara en t.d., nöfnin Jón Jónsson eða Páll Pálsson. Ut í hött er að bera saman ís- land og þjóðir sem telja milljóna- tugi, svo sem Breta, varðandi nafnlaus lesendabréf. Einstakl- ingar hér á landi vilja hafa mögu- leika á því að koma fram skoðun- um sínum í dagblöðum án þess að þurfa að lenda á milli tannanna á nágrönnunum, í þessu landi kunn- ingskaparins. Enda er boðskapur- inn, eða gagnrýnin, sem birtist í lesendabréfum það sem máli skiptir og til umræðu er, en ekki nafn eða persóna bréfritara. Einn- ig mætti í þessu sambandi minna ,á níð og mannorðsrán, sem stund- uð eru í blöðum kommúnista um allan heim og er Þjóðviljinn gott dæmi um slíkt hér á landi. Slík skrif kommúnista eru að sjálf- sögðu stunduð til þess að þagga niður í gagnrýnisröddum almenn- ings. Er því illa séð af þeim að almenningur fái orðið á þann hátt að ekki sé komið við slíkum per- sónuárásum og rógi. Til umræðu mætti einnig vera

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.