Morgunblaðið - 13.01.1983, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 13.01.1983, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. JANÚAR 1983 15 svo skýrt komu í ljós í þessu máli í upphafi stjórnmálaferils hans hafa einkennt hinn langa stjórn- málaferil hans síðan. Það held ég að jafnt samherjar hans og and- stæðingar taki undir. Ég vil svo aðeins ljúka þessari afmæliskveðju með beztu þökkum og árnaðaróskum afmælisbarninu til handa. Megir þú sem lengst, og við sem bezta heilsu, njóta þess að sitja á friðarstóli ævikvöldsins að loknum löngum og stormasömum starfsdegi! Ólafur Björnsson Þegar ég er setztur við ritvélina með þeim ásetningi að senda Hannibal Valdimarssyni kveðju mína á áttræðisafmæli hans, þá kemur mér fyrst í hug, að honum kunni að þykja það síðbúin kveðja, enda finnst mér það líka. Svo óra- langt er síðan vegir okkar skildu, ekki bara landfræðilega heldur einnig á mislitu og örlagaríku landabréfi stjórnmálanna. En því sendi ég Hannibal þessa stuttu kveðju mína nú, að hann megi vita, að ég hafi ekki gleymt samskiptum okkar á ísafjarðarár- unum. Þangað kom ég fremur ungur að árum, meðan Isafjörður var enn „rauði bærinn", og svip- miklir og eftirminnilegir stjórn- málaskörungar Alþýðuflokksins réðu þar lögum og lofum, enda höfðu þeir þá þegar byggt upp á ísafirði blómlegt athafna- og at- vinnulíf á rústum einkaframtaks- ins og heimskreppunnar. Glæsi- legur skipastóll Samvinnufélags- ins og Njarðar var talandi tákn um dugnað og stórhug þessara manna, og þá stóðu líka sjómenn og verkafólk sem órofin heild að baki forystumanna sinna. Fljótlega komst ég í kynni við þessa ísfirzku stjórnmálaskör- unga Alþýðuflokksins, því að ég var þegar kominn til liðs við Al- þýðuflokkinn, áður en fundum okkar bar saman. Þá ákvörðun mun ég fyrst og fremst hafa tekið við kennaraborðið á þeim tíma, þegar börnin báru augljóst vitni í klæðaburði og útliti um misjafnan efnahag heimilapna. Lengra verður ekki haldið út í þá sálma hér en vikið að því, hver urðu í raun og veru fyrstu kynni okkar Hannibals Valdimarssonar, sem þá var einmitt einn af þessum forystumönnum Alþýðuflokksins á ísafirði. Ég stundaði sjó- mennsku á sumrin og gekk því fljótlega í Sjómannafélag Isfirð- inga. Þá var það dag einn, þegar auglýstur hafði verið aðalfundur félagsins, að Hannibal biður mig að finna sig. Hans erindi við mig var þá að biðja mig að gefa kost á mér í sæti formanns í félaginu. Ég mun ekki hafa verið óðfús til þeirra starfa. Taldi mig ekki hafa næga reynslu til að veita forstöðu svo stóru félagi. En þeir sem þekkja Hannibal geta vel ímyndað sér að honum hafi ekki reynzt erf- itt að kveða mig í kútinn. Svo fór líka að ég gerðist for- maður Sjómannafélags ísfirðinga og gegndi því starfi í 17 ár. Síðar átti ég sæti í stjórn Alþýðusam- bands Vestfjarða um nokkurt ára- bil. Hvort tveggja þetta reyndist mér góður skóli og dýrmæt lífs- reynsla, sem ég met mikils. Um þau störf á ég margar minningar um góða menn og málefni. Tel ég þar drengilegan stuðning Hanni- bals þungan á metum, því að öðr- um harðduglegri og einlægari bar- áttumanni í verkalýðshreyfing- unni hefi ég ekki kynnzt. Af framansögðu má ljóst vera, að þátttöku mína í verkalýðs- hreyfingunni má skrifa á reikning Hannibals Valdimarssonar, þó að bókhaldsmeistarar sögunnar hafi það að sjálfsögðu í hendi sér, hvort þeir færa honum þá smá- muni til gjalda eða tekna. Sjálfur ætla ég hins vegar að kveða upp þann úrskurð, að á því pólitíska landabréfi hafi leiðir okkar Hannibals aldrei skilist. Hér eru þó ekki öll kurl komin til grafar í samskiptum okkar Hannibals á ísafirði. Ég átti eftir að vinna með honum í nokkrum kosningabardögum, bæði í bæjar- Ljósm. Mbl. ACiA Húsavík: Rakarameistarinn flytur Rúnar Birgisson, rakarameistari, hefur rekið rakarastofu á Húsavík undan- farin 10 ár og hefur verið í leiguhúsnæði á Garðarsbraut 15. Nú fyrir jólin flutti hann rakarastofuna í nýtt eigið húsnæði að Stóragarði 11 og er þar í hinum vistlegustu húsakynnum. Tvö rit um sveitastjórnarmál stjórnarkosningum og tvennum alþingiskosningum, þegar hann bauð sig fram á ísafirði fyrir Al- þýðuflokkinn. Þegar ég lít til baka til þeirra tíma, finnst mér notalegt að minnast þess, hvernig bjartsýni hans og eldheitur áhugi fór eins og stormsveipur um sali, þar sem hann var á ferðinni og hreif okkur með sér. Sannarlega væri þörf á svipuðum gusti nú til að blása ofurlítið á þá skammdegisfýlu, sem yfirskyggir íslenzka pólitík um þessar mundir. Á þessum árum var Hannibal líka ritstjóri Skutuls, blaðs Al- þýðuflokksins á Vestfjörðum, og þar átti hann einnig sinn þátt í því að koma mér í kynni við blaða- mennsku með því að gera mig að aðstoðarmanni sínum á blaðinu, bæði í kosningum og einnig meðan hann var fjarverandi á þingi. Um leið og ég sendi Hannibal mínar beztu heillaóskir á þessu stóra afmæli hans með óskum um góðan bata, þar sem hann liggur nú á sjúkrahúsi, vil ég einnig og sérstaklega nota tækifærið, þótt seint sé, að þakka honum og hans ágætu konu, Sólveigu Ólafsdóttur, fyrir þær mörgu hlýlegu og skemmtilegu stundir, sem ég naut á heimili þeirra, meðan þau bjuggu á ísafirði. Þar eru börn þeirra heldur ekki undanskilin. Um þau á ég einnig góðar minn- ingar, bæði á heimili þeirra og í skólanum. Sólveigu og börnunum sendi ég einnig góðar kveðjur. Jón H. Guðmundsson „Hann er áttræður sá gamli á fimmtudaginn," var sagt við mig fyrir nokkrum dögum. „Já,“ sagði ég, „þú átt auðvitað við hann Hannibal." Jú, það var rétt tii get- ið. Sá aldna kempa fyllir áttunda tuginn í dag og eru honum færðar hugheilar afmælisóskir héðan að vestan. Ekki er það ætlun mín að tíunda hér æviferil Hannibals Valdi- marssonar, enda munu aðrir og mér færari koma þar til skjala og gera starfi hans og striti í þágu íslenskrar alþýðu vegleg skil. Ég hreifst persónulega á unga aldri af eldmóði þessarar vígreifu kempu, bæði í hinni pólitísku bar- áttu hans, en ekki síður baráttu hans til framdráttar málstað lít- ilmagnans í þjóðfélaginu, barátt- unni fyrir auknum mannréttind- um og bættum kjörum hinna snauðu. Auðvitað hlaut svo að fara, að jafn aðsópsmikill baráttu- maður og Hannibal var, yrði um- deiidur og um hann næddu naprir norðanvindar og hinn þíði sunnan- blær, enda mun öllum ljóst sem á einhvern hátt til þekkja, að í því skiptust á skin og skúrir. Varla gat öðru vísi farið í starfi svo víg- reifrar, sókndjarfrar og baráttu- glaðrar kempu sem Hannibal var. Ég veit að á þessum tímamótum í ævi þinni, Hannibal, er víðast hvar af landinu, kannski mismun- andi mikið, hugsað til þín, til þeirra ára er þú stóðst í fylk- ingarbrjósti í fremstu víglínu og í forystu fyrir þeim, sem vildu leggja lóð á vogarskál fyrir lítil- magnann í þjóðfélaginu. Megi sá kraftur, sú fórnfýsi og trú á bar- áttuna og málstaðinn, sem þú sýndir í þínu starfi, verða vegvísir og leiðarljós þeim, sem við merkinu hafa tekið og kunna að taka síðar. Ég veit ég mæli fyrir munn allra velunnara þinna hér á Vest- fjörðum, þegar ég óska þér inni- lega til hamingju á áttugasta af- mælisdeginum þínum og bið þess, að ævikvöldið verði bjart og þú megir sem lengst ylja þér við minningar viðburðaríks og árang- ursríks ævistarfs, ekki síst frá störfum þínum hér vestra. Lifðu heill, gamli vinur. Karvel Pálmason HANNIBAL Valdimarsson, fyrrv. ráðherra og forseti ASÍ, er áttræöur í dag, fimmtudaginn 13. janúar. Vegna sjúkrahúsdvalar þessa dag- ana getur hann ekki veitt viðtöku vinum og vandamönnum, sem hefðu viljað samfagna honum á áttræðis- afmælinu. Hann hefur hins vegar fullan hug á að gera það innan skamms. Það verður auglýst sérstaklega síðar. BÆNDASKÓLINN á Hvanneyri hefur gefið út tvö rit eftir Björn S. Stefánsson, dr. scient., um sveitar- stjórnarmál. í öðru þeirra, Hrepp- stjórn og héraðsstjórn, er greint frá starfsemi sveitahreppa, atvinnu- rekstri sveitarfélaga í þéttbýli og strjálbýli, starfsemi sýslufélaga og samstarfi sveitarfélaga (fjölrit nr. 41/ 1982). í hinu ritinu, Nýskipan sveit- arstjórnar á íslandi — tilraunir og árangur (fjölrit nr. 42/ 1982), er fjailað um stækkun sveitarfé- laga sem verið hefur á dagskrá undanfarna þrjá áratugi, þar sem markmiðið hefur verið svo stór sveitarfélög, að fela mætti þeim verkefni sem ríkið hefur með höndum og hvernig ekki hef- ur tekist að benda á þá gerð sveitarfélaga sem heppileg væri að þessu leyti. Verkið var unnið á vegum stjórnmálafræðisambands. Norð- urlanda með fjárstyrk úr Vís- indasjóði og menningarmálasjóði Norðurlanda og í samstarfi við stjórnmálafræðinga á Norður- löndum sem fjölluðu um skyld mál í sínum löndum, tveir frá hverju landi. Opiö til kl. 6 á laugardag Útsala Mikil verðlækkun

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.