Morgunblaðið - 13.01.1983, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 13.01.1983, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. JANÚAR 1983 27 Frambjóðendur í próf- kjöri Sjálfstæðisflokksins í Vesturlandskjördæmi PRÓFKJÖR Sjálfstæðis- flokksins í Vesturlandskjör- dæmi fer fram um næstu helgi, 15. og 16. janúar, klukkan 14—22 báða dag- ana. í framboði til prófkjörs eru sjö menn og konur; Davíð Pétursson, bóndi Grund Borgarfjarðarsýslu, Friðjón Pétursson, ráðherra Stykkishólmi, Inga Jóna Þórðardóttir, framkvæmda- stjóri Akranesi, Kristjana Agústsdóttir, Búðardal, Kristófer Þorleifsson, hér- aðslæknir Ólafsvík, Sturia Böðvarsson, sveitarstjóri Stykkishólmi og Valdimar Indriðason, framkvæmda- stjóri Akranesi. Kjörstaðir í prófkjörinu eru sem hér segir: Akranes: Sjálfstæðishúsið, Heiðargerði 20. Borgarfjarðar- sýsla: Heiðarskóli, Leirársveit, Logaland, Reykholtsdal. Mýra- sýsla: Skrifstofa Sjálfstæðis- flokksins, Borgarbraut 1, Borg- arnesi. Dalasýsla: Dalabúð, Búð- ardal, Tjarnarlundur, Saurbæj- arhreppi, Staðarfell, Fellsstrand- arhreppi. Snæfellsnes- og Hnappadalssýsla: Lionshúsið, Stykkishólmi, Skrifstofa Guð- mundar Runólfssonar hf., Grundarfirði, Skrifstofa Hrað- frystihúss Ólafsvíkur, Snæfellsás 7, Hellissandi, Lýsuhóll, Stað- arsveit, Lindartunga, Kol- beinsstaðarhreppi. Utankjörstaðaatkvæðagreiðsla er í Valhöll, Háaleitisbraut 1, Reykjavík, í dag og á morgun kl. 9— 12 og 13—17, og laugardag kl. 10— 12, einnig á kjörstöðum á Akranesi, Grundarfirði og Ólafsvík í dag og á morgun kl. 18-19. Atkvæðisrétt hafa stuðn- ingsmenn Sjálfstæðisflokksins í Vesturlandskjördæmi sem náð hafa 20 ára aldri 1. apríl 1983, svo og flokksbundnir sjálfstæð- ismenn á aldrinum 16—20 ára. A atkvæðisseðilinn skal merkja með tölustöfum við 3 til 5 nöfn. Inga Jóna Þórðardóttir framkvæmda- stjóri, Akranesi. Sturla Böðvarsson sveitarstjóri, Stykkishólmi. Davíð Pétursson bóndi Grund, Borgarfjarðarsýslu. Kristjana Ágústsdóttir verzlunarmað- ur, Búðardal. Valdimar Indriðason framkvæmda- stjóri, Akranesi. Friðjón Þórðarson ráðherra, Stykkis- hólmi. Kristófer Þorleifsson, héraðslæknir, Olafsvík. Aldraðir í umferðinni AÐ FRUMKVÆÐI Norðurlanda- ráðs hefur verið ákveðið að árið 1983 verði helgað baráttu gegn um- ferðarslysum. Hefur því verið valið heitið Norrænt umferðaröryggisár. Er ákveðið að beina sérstakri athygli að hinum svonefndu óvörðu vegfar- endum, þ.e. öldruðum, fótluðum, börnum, gangandi fólki og hjólreiða- mönnum. Af þessu tiiefni hefur verið stofnað til samstarfs milli öldrun- arráðs íslands og Umferðarráðs um að efna til fundar um aldraða í umferðinni. Er ákveðið að fundur- inn verði haldinn föstudaginn 21. þ.m. að Borgartúni 6, 4. hæð. Til fundarins eru sérstaklega boðaðir fulltrúar aðila Öldrunar- ráðs Islands og fulltrúar í Um- ferðarráði. Auk þess er fundurinn opinn öllum öðrum sem áhuga hafa á baráttu gegn umferðarslys- um aldraðra, svo sem fulltrúum félaga og stofnana, sem ætla má að vilji sérstaklega sinna þessu málefni á árinu. Er markmið fundarins m.a. að reyna að sam- ræma aðgerðir þeirra. FrúUaiilkynninj' frá 1'mferAarráAi. Jafntefli réðu ríkjum í Gausdal MIKIÐ var um jafntefli á alþjóðlega skákmótinu í Gausdal i Noregi i gær. ’l vær umferóir voru tefldar. Margeir Pétursson tefldi við Guðmund Sigurjónsson og var um hörkuskák að ræða. Margeir fórnaði manni fyrir mikla sókn, en (iuðmundur varðist vel og eftir 30 leiki sömdu þeir jafntefli eftir að þrátefli kom upp og vakti skák þeirra mikla athygli. Karl Þorsteins gerði jafntefli við Binham frá Kinnlandi en skák Sævars Bjarnasonar og Westerinen fór í bið. Sjötta umferðin var tefld í gærdag og tefldi Guðmundur Sigurjónsson þá við Kudrin frá Bandaríkjunum, landflótta Sovétmann. Viðureign þeirra varð æsispennandi og vakti skák þeirra mikla athygli. Guð- mundur fórnaði manni fyrir mikla sókn en Kudrin varðist vel og lyktaði skákinni með jafntefli. Margeir Pét- ursson tefldi við Binham frá Finn- landi og gerðu þeir jafntefli, Sævar Bjarnason gerði jafntefli við Berg frá Danmörku en Karl Þorsteins tapaði fyrir Wedberg frá Svíþjóð. Kudrin og Ögaard, Noregi, eru efstir og jafnir með 4 vinninga og innbyrðis biðskák, sem líklega endar með jafntefli. í 3.-6. sæti eru Mar- geir, Wedberg, King, Englandi, og Binham með 4 vinninga. Guðmundur og Karl Þorsteins hafa hlotið 3'/2 vinning. Nýtt happdrættisár HHI að hefjast: Háskólinn byggir eingöngu fyr ir happdrættisfé á þessu ári HEILDARFJÁRHÆÐ vinninga í Happdrætti Háskóla íslands á happdrættisárinu sem nú er að hefjast er kr. 22.800.000,- og svarar sú upphæð nær 1000 krónum á hvert mannsbarn í landinu. Vinn- ingar eru alls 135.000.- Hæsti vinn- ingur er nú kr. 500.000.-, þannig að ef hinn heppni á alla 9 miöana af sama númeri, fær hann kr. 4.500.000.-. Endurnýjunarverð miða hefur hækkað í 50 krónur og er það til samræmis við almenna verðþróun í landinu. Þessar upplýsingar og ýmsar fleiri komu fram á fundi, sem happdrættið efndi til með blaða- mönnum og nokkrum heppnum vinningshöfum frá síðasta ári. Um happdrættið sjálft kom eftirfarandi fram: HHI tekur í notkun tölvu „Forsvarsmenn Happdrættis Háskóla íslands eru bjartsýnir um horfurnar í rekstrinum á ár- inu 1983. Viðskiptavinirnir spila í happdrættinu sér til ánægju og í von um vinning. HHÍ er eina happdrættið, sem að lögum greiðir vinninga sína út í reiðufé. Allir vinningar þess eru undan- þegnir tekjusköttum. En jafn- framt styrkja viðskiptamenn og efla Háskóla Islands og stuðla þannig að aukinni þekkingu og bættri menntun í landinu. Þörf- in fyrir happdrættisfé í þessum tilgangi hefur sennilega aldrei verið brýnni en nú. Með tæknilegum breytingum, sem gerðar hafa verið á rekstri HHÍ á árinu 1982 þ.e. tölvu- vinnslu, er nú auðveldara en áð- ur, þrátt fyrir aukna sölu, að út- vega miða með ákveðnum núm- erum, t.d. þegar viðskiptavinur- inn vill fjölga við sig miðum af sama númeri. Þeir, sem vilja notfæra sér þetta, þurfa að hafa samband við umboðsmenn sína sem allra fyrst.' komu fram um húsnæðismál Háskóla íslands: „Fjöldi nemenda í Háskóla ís- lands verður á þessu ári um 4.000. Eins og fram hefur komið í fréttum hefur aðsókn aukist mikið á síðustu árum. Nær þriðji hver tvítugur íslendingur tekur nú stúdentspróf í stað sjöunda hvers árið 1970 auk þess sem þeir sem eru 20—25 ára eru fleiri en áður. Af þessum ástæðum, auknum rannsóknarumsvifum o.fl. er Ijóst að háskólinn þarf á auknu húsnæði að halda. Eigið húsnæði háskólans er um 21.500 m2 Af þessu rými eru 18.700 m2 í varanlegum húsum á háskólasvæði. Þá hefur háskól- inn húsnæði á leigu víðs vegar um bæinn, samtals rösklega 5.000 m2 Samkvæmt breskum staðli ætti háskóli af okkar stærð og að teknu tilliti til skiptingar nem- enda milli deilda að vera um 50.000 m2 í stað 26.500 m2 Húsnæði í byggingu er: Bygg- ing á Landspítalalóð (mið- og suðurkjarni) í þágu lækna- og tannlæknadeildar, svonefnt Hugvísindahús á háskólalóð við. Sturlugötu (fyrri áfangi) og grafið hefur verið fyrir næsta áfanga fyrir verkfræði- og raunvísindadeild vestan Suður- götu. Tannlæknakennsla er að flytjast á 2 hæðir í hinu nýja húsi á Landspítalalóð. Sakir fjárskorts verður ekki unnt að halda áfram á fyrirhuguðum framkvæmdahraða á þessu ári. Allt fé úr ríkissjóði til fram- kvæmda fer beint til greiðslu opinberra gjalda af tækjum til tannlæknadeildar. Verður því einvörðungu byggt fyrir happ- drættisfé á þessu ári. Þess ber að geta að hluti af ágóða happ- drættisins fer til viðhalds á eldri byggingum, innréttingu á nýju leiguhúsnæði og til tækjakaupa í þágu allra deilda og námsbrauta. Þá renna 20% af rekstraraf- gangi happdrættisins til rann- sóknastofnana atvinnuveganna." 4.000 nemendur í HÍ Eftirfarandi upplýsingar Heppnir vinnendur ásamt Guðmundi Magnússyni háskólarektor og Jóhannesi L.L. Ilelgasyni, framkvæmd- astjóra HHÍ. Þetta voru hjónin Helga Karlsdóttir og Haukur Gíslason, (t.h.) sem hluiu hæsta vinning, kr. 200.000.- í desembcr 1982. Þau áttu trompmióann og einn venjulegan miða af vinningsnúmerinu og hlutu því samtals kr. 1.200.000.- Ennfremur hjónin Lilja Gísladóttir og Marteinn Níelsson (t.v.). Þau hafa unnió þrisvar á nífaldan miða á árinu 1982, þar á meðal hæsta vinning, kr. 20.000,- í júlí og fengu því kr. 180.000.- í þeim flokki.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.