Morgunblaðið - 13.01.1983, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 13.01.1983, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. JANUAR 1983 5 Sunnudagskvöld: Áramótaspilakvöld Varðar í Súlnasal HIÐ árlega áramótaspilakvöld lands- málafélagsins Vardar verður haldið á Hótel Sögu á sunnudagskvöldið. Verður það haldið í Súlnasal, og hefst klukkan 20.30. Ræðu kvöldsins flytur varafor- maður Sjálfstæðisflokksins, Frið- rik Sophusson alþingismaður. Þá mun Ómar Ragnarsson flytja skemmtiþátt og að spilamennsku lokinni leikur hljómsveit Ragnars Bjarnasonar fyrir dansi til klukkan 01.00. Stjórnandi spilakvöldsins er Hilmar Guðlaugsson borgar- fulltrúi. I frétt frá Verði, sem Morgun- blaðinu hefur borist, segir að í verðlaun séu margir góðir vinn- ingar, meðal annars flugfar fyrir tvo til Danmerkur, samtals að verðmæti 34 þúsund krónur. Spilakvöldið verður sem fyrr seg- ir í Súlnasal klukkan 20.30 sunnu- daginn 16. janúar, en skemmtun- inni var frestað um síðustu helgi vegna ófærðar og illviðris. Dómar í deilum vörubílstjóra og verktaka: Staðfesta einka- rétt vörubílstjóra Friðrik Sophusson, Sjálfstæðisflokksins. varaformaður Verzlunarskólinn heldur 5 starfsnámskeið fyrir starf- andi fólk í atvinnulífínu Fyrri námskeið hafa gefið góða raun, segir Þorvarður Elíasson VERZLUNARSKÓLI ÍSLANDS heldur námskeið fyrir starfandi fólk í atvinnu- lífinu í ýmsum undirstöðugreinum viðskipta á tímabilinu 17. janúar til 25. marz nk., en að sögn Þorvarðar Elíassonar, skólastjóra, er þetta í þriðja sinn sem svona námskeið eru sett upp, en þau hafa gefið mjög góða raun. I boði eru fimm námskeið. Haldið verður vélritunarnámskeið, sem stendur yfir í 60 stundir. Þar verður kennd fingrasetning, upphafssetn- ing bréfa, hraðæfingar og notkun diktaphones. Stefnt er að vélritun- arhraða upp á 40 orð á mínútu. Tölvufræðinámskeið verður hald- ið og tekur það 60 klukkustundir. þar verður kynning á tölvunotkun, tölvum og helztu hugtökum við tölvuvinnslu. Undirstöðuatriði BASIC forritunarmáls, kennd og unnin æfingaverkefni, forrit lesin og skýrð. Skráargerð á kassettu og diskettu kynnt, svo og útprentun þeirra ásamt tölvuvæddri skýrslu- gerð og bókhaldi. Þá verður haldið 60 klukkutíma bókfærslunámskeið, þar sem farið verður yfir almenná færslutækni í tvöföldu bókhaldi og uppgjöri, auk æfingaverkefna. Haldið verður 40 klukkustunda námskeið í enskum verzlunarbréf- um, þar sem farið verður í orða- forða og uppsetningu enskra bréfa, telexskeyta og í símtölum, stílgerð og málæfingar. Loks verður haldið námskeið í rekstrarhagfræði, sem tekur 40 klukkustundir. Þar verða helztu grundvallarhugtök rekstrarhag- fræðinnar kynnt og farið yfir æf- ingar í rekstri verzlunarfyrirtækja og gerð greiðsluáætlun. Raunhæf dæmi með aðstoð tölvu. Kennsla fer fram í húsakynnum Verzlunarskólans og fara nám- skeiðin fram klukkan 17,30— 20,30 þrjá daga vikunnar. Þeir, sem hafa áhuga á þessum námskeiðum, geta fengið umsóknareyðublöð á skrif- stofu skólans og ber að skila þeim útfylltum, ásamt námskeiðsgjöld- um fyrir 15. janúar nk. Fræðslu- sjóður Verzlunarmannafélags Reykjavíkur styrkir fullgilda fé- lagsmenn til þátttöku í starfsnám- inu. Endurgreiðsla hluta nám- skeiðsgjaldsins fæst á skrifstofu fé- lagsins. Samkvæmt upplýsingum Þor- varðar Elíassonar, skólastjóra, eru yfirleitt um 25 starfsmenn í hverj- um hópi. TVEIR dómar hafa nýlega^Migið til staðfestingar lögbannsaðgerðum, sem hílstjórar í Hafnarfirði og á Húsavík fengu lagða vegna meintra ólöglegra vöruflutninga. Með dóm- um þessum hefur einkaréttur vöru- bilstjóra á þessum flutningum verið staðfestur. í báðum tilvikum hefur staðfesting lögbanns verið áfrýjað til Hæstaréttar. í maí síðastliðnum kom til deilu í Hafnarfirði um meinta ólöglega flutninga. Fyrirtækin Ferro hf. og Hafsteinn og Sæmundur hf. voru fengin til þess að flytja salt úr danska flutningaskipinu Caren Danielsen í Hafnarfjarðarhöfn fyrir Saltsöluna. Vörubílastöðin í Hafnarfirði krafðist lögbanns, en vörubílstjórar töldu að þeir einir ættu rétt á að annast flutningana, og náði krafan fram að ganga þann 7. maí. Vörubílstjórar hindruðu akstur að hafnarbakkanum á sínum tíma. Dómurinn var kveðinn upp þann 8. nóvember síðastliðinn og lög- bannsgerðin staðfest. Lögmaður I»orrablót Átthaga- félags Strandamanna ÁTTHAGAFÉLAG Stranda- manna heldur árlegt þorrablót sitt í Domus Medica laugardaginn 15. janúar og hefst það klukkan 19. Fyrirhugað er að miðar verði afhentir á sama stað á fimmtudag á milli klukkan 17 og 19. Saltsölunnar hefur áfrýjað málinu til Hæstaréttar. Á Húsavík kom til svipaðra deilna í apríl síðastliðnum vegna flutninga Norðurverks hf. og BJG hf. fyrir Kröfluvirkjun vegna flutninga á sementi frá Húsavík til Kröflu. Bílstjórar kröfuðust lögbanns á flutningana og í seinni hluta desember gekk dómur og var lögbannið staðfest og hefur þeim dómi einnig verið áfrýjað til Hæstaréttar. Kæra kvik- myndina „Cannibal Holocaust“ RÍKISAKSÓKNARA barst í gær kæra frá Þjóðviljanum vegna kvikmyndainnar „Cannibal Hol- ocaust“, sem leigð er út af myndbandaleigu í Kópavogi. Mynd þessi hefur valdið miklu fjaðrafoki víða í Evrópu og hefur því verið haldið fram, að indíána- kona hafi raunverulega verið myrt á meðan á kvikmyndatöku stóð. Ríkissaksóknari hefur sent Rannsóknarlögreglu ríkisins málið með beiðni um rannsókn. Tvær bækur eftir Kosinski í stuttri kynningu á tveimur greinum um „andrúm morðsins" í Svíþjóð og Bandarikjunum, sem birtust hér í blaöinu sl. sunnudag, hélt ég því fram, að aðeins ein bók eftir Jerzy Kosinski hefði verið þýdd og komið út á íslensku, þ.e. Fram í sviðsljósið (Being There) sem Bókaklúbbur Almenna bókafé- lagsins gaf út 1981. Síðan hefur mér verið á það bent að önnur bók eftir Kosinski hafi verið þýdd og gefin út á ís- lensku. Og þurfti ég ekki annað en að fara í Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar til að sannreyna það. Gissur Ó. Erlingsson hefur þýtt bókina The Painted Bird og heitir hún á íslensku Skræpótti fuglinn, útgefandi Skjaldborg á Akureyri árið 1979. Undirtitill bókarinnar er: „Hrikaleg frásögn Kosinski frá Austur-Evrópu um vitfirr- ingu síðari heimsstyrjaldarinn- ar.“ í grein William Safire hér í blaðinu á sunnudag var sagt um þessa bók, að hún væri skáldsaga „sem af flestum er talin lýsa ógnarstjórn alræðisafla meist- aralega vel ..." Björn Bjarnason Fulltrúar ferðaaðila á ferðakaupstefnu í Hol- landi á vegum Arnarflugs MIKIL fcrðakaupstefna var opnuð í lltrecht í Hollandi í vikunni, að sögn Stefáns Halldórssonar hjá Arnarflugi, en félagið er með sérstaka sýningarbás á kaup- stefnunni. Stefán Halldórsson sagði, að full- trúar allra stærstu ferðaaðila hér á landi hefðu farið í boði félagsins á kaupstefnuna, auk þess sem sendi- herra íslands í Hollandi, Einar Benediktsson, sem aðsetur hefur í Loúdon, mun sækja kaupstefnuna heim. Stefán Halldórsson sagði þetta aðalferðakaupstefnuna í Hollandi og skiptu sýnendur hundruðum. „Fyrstu dagarnir eru fyrst og fremst ætlaðir þeim sem stunda viðskipti í ferðamannaheiminum, þannig að til kaupstefnunnar kemur gífurlega fjöldi erlendra aðila til samningagerða. Síðan er kaupstefan opin almenningi fram á sunnudag," sagði Stefán Halldórsson. 04 W Hefur þú kynnst sígildum hljómburði Scala óperunnar í Mílanó, Boston Symphony Hall, Planetarium eða Royal Albert Hall í London? Vissir þú að á slíka staði eru Ei hátalarar valdir, auðvitað vegna hljómgæðanna? Það er því engin tilviljun, að heimsfrægt kunnáttufólk á borð við Herbert von Karajan, Miles Davis og strákana í hljómsveitinni Electric Light Orchestra (ELO) kjósa JiJ hátalara til eigin nota, auðvitað vegna hljómgæðanna. M hátalarar hafa einstakt tónsvið. Það sem skiptir þó öllu máli í reynd er hinn hárnákvæmi tónblær þeirra, hvernig þeir endurhljóma nákvæmlega hin ólíkustu hljóð- færi, einmitt þannig sem kunnáttufólk kýs og kann að meta. Suðurlandsbraut 8, sími 85884

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.