Morgunblaðið - 13.01.1983, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 13.01.1983, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. JANÚAR 1983 VIOSKIPTI VIÐSKIPTI - EFNAHAGSMÁL - ATHAFNALÍF — umsjón Sighvatur Blöndahl Bágt ástand á Broadway: Leikhúsin ramba á barmi gjaldþrots Adsókn hefur minnkað um 22% milli ára EFNAHAGSSAMDRATTI'RINN í Bandaríkjunum og gengisþróun dollar- ans hafa komió hart niður á leikhússtarfsemi á Broadway, á starfsárinu 1982—1983, en aðsókn að leikhúsunum hefur ekki verið minni i áratug. Nú, á miðju starfsári, hefur að- sókn dottið niður um 22% og tekj- ur hafa minnkað um 15—16%, að sögn talsmanns leikhúsanna 39, sem starfandi eru á Broadway. Talsmaðurinn sagði ennfremur, að nú stæðu 15 af 39 leikhúsum auð, vegna aðsóknarleysis og ljóst væri, að 11 til viðbótar stæðu frammi fyrir gríðarlegum vand- ræðum á næstu vikum, ef ekki rof- aði til í svartnættinu. Skammt er stórra högga á milli á Broadway, því fyrir tveimur ár- um, var mesti uppgangstími leik- húsanna um áratugaskeið. Þau voru yfirfull á öllum sýningum og komust færri að en vildu. Síðan hefur það gerast, að efnahags- samdrátturinn hefur haldið áfram í Bandaríkjunum, jafnframt því sem dollarinn hefur styrkst gríð- arlega á gjaldeyrismörkuðum, sem hefur haft það í för með sér, að færri ferðamenn sækja Bandarík- in og þar með New York heim, vegna síhækkandi verðlags. Talsmaður leikhúsann sagði samdráttinn hafa gert vart við sig á miðju síðasta starfsári, en menn hefðu ekki trúað því, að áframhald yrði á honum. Aðeins væri um tímabundinn vanda að ræða. Það hefði ekki reynzt á rökum reist og nú væri svo komið, að þessi aldni atvinnuvegur rambaði á barmi gjaldþrots. Samdrátturinn í að- sókn frá því fyrir tveimur árum er orðinn vel yfir 30%. Eins og áður sagði er um 22% samdráttur í miðasölu á þessu starfsári, en alls hafa verið seldir 4,7 milljónir aðgöngumiða á móti 6 milljónum á sama tíma fyrir ári. Spár gera nú ráð fyrir sölu um 8 milljón miða í heildina á þessu starfsári, samanborið við 10,1 milljón miða á því síðasta og um 11 milljónir miða árið þar á und- an. Greiðslukortasvindl hefur aukizt á Spáni síðustu árin GREIÐSLUKORTASVINDL hefur vaxid verulega á Spáni. Falsanir með VISA-kortum eru þrisvar sinnum fleiri á Spáni að meðaltali en í öðrum löndum Evrópu. Þessar upplýsingar koma fram í nýjasta hefti Iðnaðarblaðs- ins. Samtök banka á Spáni sem bjóða þjónustu með VISA- -greiðslukortum skipulögðu nýjar öryggisráðstafanir á árinu 1982, þar sem beitt er tölvutækni í auknum mæli. I því skyni að auka traust Spánverja á VISA-kortum breyttu spönsku bankarnir reglunum þannig að í stað þess að vera út- tektarkort eingöngu geta hand- hafar notað VISA-kortið til þess að taka út peninga án þess að um gjaldeyrisumsókn sé að ræða. Með hertum öryggisreglum og breyt- ingu á notkunargildi kortanna telja þeir spönsku að traust ferða- langa, jafnt sem fyrirtækja á Spáni, muni aukast og notkun kortanna fara vaxandi. Forstjóri Alþjóða ferðamálaráðsins: Árið 1982 viðunandi fyr- ir ferðamannaiðnaðinn — Skráðar voru samtals nær 3.000 milljónir „komur“ ferðamanna NÆR 3.000 milljónir „komur“ ferðamanna voru skráðar innanlands og utan á síðasta ári víðs vegar um heiminn, að þvi er forstjóri Alþjóða ferðamála- ráðsins segir í skýrslu sinni um stöðuna á árinu 1982. Langstærstur hluti skráðra ferðamanna eru í innanlandsferð- um, en farþegar milli landa voru skráðir 279.900.000 á síðasta ári, sem er um 1,3% aukning frá árinu 1981. Alþjóðleg viðskipti drógust saman um 5% í Bandaríkjadollur- um talið á síðasta ári, en hins veg- ar varð um 4% aukning í alþjóð- legum ferðamannaiðnaði, sem er að stærstum hluta tilkominn vegna mismunandi gengisskrán- ingar dollars í hinum einstöku löndum. Það kom ennfremur fram, að efnahagsástandið í iðnríkjum heimsins, þar sem alþjóðlegur ferðamannaiðnaður stendur með mestum blóma, var heldur bágt á síðasta ári, sem auðvitað hafði áhrif á ferðamannaiðnaðinn til hins verra. „Miðað við ástandið al- mennt og þá kannski sérstaklega með hliðsjón af almennri eyðslu neytenda, þá má segja að ástandið hafi verið viðunandi á liðnu ári,“ sagði forstjóri Alþjóða ferðamála- ráðsins. Um 80% af alþjóðlegum hreyf- ingum fóru fram innan Evrópu og Bandaríkjanna, en þessi svæði eru langstærsti ferðamannamarkað- urinn og hafa verið í gegnum tíð- ina. Óbreytt verðbólga á yfirstandandi ári — Hagvöxtur eykst um 1,7% og atvinnuleysi eykst um 10% Helztu efnahagsstofnanir Bretlands: EFNAHAGSÚTLITIÐ í Bretlandi á nýbyrjuðu ári er í stórum dráttum þann- ig, að hagvöxtur verði hægur, atvinnuleysi muni heldur aukast út árið og stjórnvöldum verði lítið ágengt í baráttunni gegn verðbólgunni. Þetta eru niðurstöður helztu efnahagsstofnana landsins, sem dregnar hafa verið sam- Gert er ráð fyrir, að hagvöxtur muni aukast um 1,7% á þessu ári, en til samanburðar jókst hann um liðlega 0,6% á síðasta ári. Sérfræðingarnir gera ráð fyrir, að neyzla muni aukast um á bilinu 2,5—3,0%, en á liðnu ári jókst hún aðeins um 0,3%, sem er með því minnsta um langt árabil. Spá stofnananna gerir ráð fyrir, að atvinnulausum muni fjölga um 300.000 á þessu ári, þ.e. að þeim muni fjölga úr 2,9 milljónum manna í 3,2 milljónir manna, sem er liðlega 10%. Spá stofnananna gerir ennfrem- ur ráð fyrir, að útflutningur Breta muni aukast um í námunda við 1,5% á þessu ári, samanborið við aðeins 0,1% á liðnu ári. Hins veg- ar muni innflutningur aukast um * 5,1% á þessu ári, samanborið við 4,7% á liðnu ári. Spáin gerir ráð fyrir, að við- skiptajöfnuður Breta verði já- kvæður um 0,6 milljarða punda, en til samanburðar var hann jákvæð- ur um liðlega 3,1 milljón punda á síðasta ári. Hvað verðbólguna áhrærir, þá er gert ráð fyrir, að hún verði á bilinu 6,3—6,4%, en til saman- burðar var hún um 6,3% á síðasta ári. Það er sem sagt ekki gert ráð fyrir árangri í baráttunni gegn verðbólgu. Iðnfyrirtæki geta ekki nýtt sér bætta samkeppnisstöðu vegna hins uppsafnaða vanda — segir Ölafur Davíðsson, framkvæmda- stjóri Félags íslenzkra iðnrekenda „SAMKEPPNISSTAÐAN hefur óneitanlega batnað verulega á síðustu mán- uðum, aðallega vegna gengisþróunarinnar, en fyrirtækin eiga hins vegar erfitt með að nýta sér hana vegna hins mikla vanda, sem hafði safnazt upp á síðustu tveimur árum,“ sagði Ólafur Davíðsson, framkvæmdastjóri Félags íslenzkra iðnrekenda, í samtali við Mbl., er hann var inntur eftir stöðu iðnaðarins í byrjun árs. Olafur tók við starfi framkvæmdastjóra félagsins nú um áramótin, en hafði áður gegnt starfi forstjóra Þjóöhagsstofnunar um tveggja ára skeiö. „Gengisþróunin hafði verið iðn- aðinum verulega erfið síðustu misserin, áður en veruleg breyting varð á við gengisfellingu íslenzku krónunnar í ágústmánuði á sl. ári, en í kjölfar hennar fylgdi síðan mikið gengissig. Þessu til viðbótar hefur verðbólgan síðan leikið iðn- aðinn eins og aðra atvinnuvegi grátt," sagði Olafur Davíðsson. „Fyrirtæki eiga síðan verulega erfitt með að fjármagna sig á okkar litla fjármagnsmarkað og er fjárhagsstaða iðnfyrirtækja því vandamál, eins og reyndar í öðr- um atvinnurekstri. Sérstaklega eiga þau fyrirtæki undir högg að sækja, sem þafa þurft að taka mikið af gengis- og verðtryggðum lánum," sagði Ólafur Davíðsson. Aðspurður um hvort starfsskil- yrði iðnaðarins væru þá komin í viðunandi horf um þessar mundir sagði Ólafur Davíðsson það ekki vera. „Það er mikið ógert í þeim efnum í framtíðinni. Eitt skref í þá átt var stigið á dögunum, þegar Verðlagsráð samþykkti, að fella ákveðna vöruflokka iðnaðarvara undan verðlagsákvæðum. Fram- leiðendur þeirra vara standa óneitanlega betur að vígi í hinni hörðu samkeppni við innflutning- inn, en það þarf að halda áfram á þeirri braut. Þetta er aðeins byrj- unin,“ sagði Ólafur Davíðsson. Ólafur Davíðsson Ólafur sagði mjög mikilvægt, að þær aðgerðir, sem gripið verður til vegna vandræða sjávarútvegsins á næstunni, myndu ekki valda öðr- um atvinnurekstri vandræðum á móti. „Það eru allir sammála um, að nauðsynlegt sé að grípa til að- gerða vegna vandræða sjávarút- vegsins, en þær aðgerðir þurfa

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.