Morgunblaðið - 13.01.1983, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 13.01.1983, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. JANÚAR 1983 35 Gerandi ráð fyrir, að samkomu- lag sem nái til ofangreindra atriða verði undirritað á fundinum sem gert er ráð fyrir að verði snemma í desember 1982 eða fljótlega þar á eftir, aðilar muni leitast við að ná samkomulagi í meginatriðum um punkt 2. a-2 fyrir lok fyrsta fjórð- ungs 1983. Við vonum einlæglega, að ofangreint tilboð sé aðgengilegt fyrir ríkisstjórn yðar. Eins og þegar hefur verið samið um, mun dr. P. Mueller hitta yður í Reykjavík 6. des. 1982 í því skyni að ræða þessa tillögu. Samt sem áður, ef þér sæjuð yður fært að taka á móti dr. P. Mueller þá þeg- ar 22. nóvember 1982, eins og við upphaflega stungum upp á, væri það einnig aðgengilegt." Ég verð að játa, að mér fannst skrýtið að svo jákvætt bréf skyldi berast frá Alusuisse eftir yfirlýs- ingar iðnaðarráðherra um hvernig fundinum lyktaði í júní, án nokk- urs árangurs. Tillaga mín I álviðræðunefndinni ræddum við nokkuð hvort unnt væri að bæta þennan samningsgrundvöl.l frá Alusuisse áður en samningar hæfust. Mest áhersla var lögð á að fá fram einhverja hækkun áður en byrjað væri að tala saman og jafn- framt tímasetningu á því hvenær nýr raforkusamningur tæki gildi. Fundir voru ákveðnir 22. nóv. og 6. og 7. des. Fundur iðnaðarráðherra og Alusuisse 22. nóv. varð árangurs- laus, þrátt fyrir þetta jákvæða bréf frá Alusuisse og að fundurinn var haldinn að þeirra frumkvæði. Þetta fannst mér skrýtið. Fundur iðnaðarráðherra 6. des. varð árangurslaus. — Það þótti mér líka skrýtið. Ég ákvað því, þegar ég sá að aðeins var 7. des. eftir og óvíst hvernig gengi að koma á fundum eftir það, að gera úrslitatilraun og freista þess að fá ráðherra til þess að leggja fram alveg ákveðna til- lögu á fundinum 7. des. Ég lagði tillöguna fram á fundi nefndar- innar kvöldið 6. des. Meiri hluti nefndarinnar var þeirrar skoðun- ar, að útspil í þessum dúr yrði að koma. Tillagan var svohljóðandi: „1. Fyrsta skref. 20% hækkun raforkuverðs frá og með 1. febrúar ’83. 2. Aðilar eru samþykkir lið 1. a-c í símskeyti Alusuisse frá 10. nóv. með breytingum. 3. Aðilar samþykkja tafarlaust viðræður um raforkusamning samkvæmt lið 2.a. í sama sím- skeyti með verðhækkunarfor- múlu. 4. Aðilar samþykkja tafarlausar viðræður um endurskoðun að- alsamnings varðandi ákvörðun framleiðslugjaldsins sam- kvæmt lið 2.b. í sama sím- skeyti. 5. Ríkisstjórnin samþykkir sem meginatriði (í prinsippinu): a) Stækkun álbræðslunnar enda náist samkomulag með frekari samningaviðræðum um m.a. 3 og 4. lið hér að ofan. b) Þátttöku nýs hluthafa í ÍS- AL. 6. Alusuisse samþykkir sem meg- inatriði (í prinsippinu) að gefa ríkisstjórn íslands kost á að gerast hluthafi í ÍSAL. 7. Samningaviðræðum skal vera lokið fyrir 1. apríl 1983. Tillagan er tilraun til að hefja samningaviðræður án allra skuldbindinga af hálfu íslend- inga.“ Tillagan er, eins og menn sjá, án allra skuldbindinga fyrir íslend- inga. Hins vegar hækkar Alu- suisse orkuverðið um 20% strax og áður en samningaviðræður hefjast um nýtt orkuverð. Fyrri hluta 7. des. hélt iðnaðar- ráðherra síðan fund með Alu- suisse. í upphafi fundar lagði hann fram tillögu, sem engan veg- inn var nógu ákveðin. — Fundur- inn varð árangurslaus. A fundi álviðræðunefndar kl. 2 7. des. var ljóst, að aðeins einn fundur var eftir í þessari atrennu, þ.e. kl. 4 þennan sama dag. Ég lagði þá áherslu á, að lögð yrði fram ákveðin tillaga í svipuðum dúr og ég hafði gert með breyting- um, sem formaður nefndarinnar hafði gert. Þessu hafnaði ráðherra alfarið. Ég lýsti því þá yfir, að þá væri grundvöllur fyrir samvinnu í nefndinni enginn og ég segði mig úr nefndinni og lýsti allri ábyrgð á hendur ráðherra af framgangi málsins. Iðnaðarráðherra hélt síðan fund með Alusuisse síðdegis 7. des. Fundurinn varð árangurslaus. Mér þótti það ekki lengur skrýtið. Ragnar Halldórsson mun síðan hafa sagt í sjónvarpi, að líklega hefði Alusuisse getað fallist á til- lögu mína og samningar þar með hafist. í þetta vill Ingi R. Helga- son leggja einhvern dýpri skiln- ing, þ.e. að samvinna hafi verið milli mín og Alusuisse. Slíkar getgátur eru algjörlega fráleitar. Málið er einfaldlega það, að unnt var líklega að opna samningavið- ræður án skuldbindinga fyrir Is- lendinga, með 20% hækkun orku- verðs áður en samningaviðræður hæfust. Iðnaðarráðherra sendi síðan Alusuisse tilboð um samningavið- ræður. Tilboð hans er nánast heildarsamningur. Það er dálítill munur á því að koma á samningum og að semja. Iðnaðarráðherra hélt síðan blaðamannafund og skýrði tillög- ur sínar áður en hann ræddi nokk- uð við Alusuisse. Líklega hefur hann ætlað sér að semja við Alu- suisse í gegnum sjónvarpið. Tilraun þessi varð árangurslaus og kemur það engum á óvart. Svona fara menn ekki að, ef þeir ætla að semja. Ég held að allir hljóti að sjá, sem þetta lesa, að annaðhvort vill iðnaðarráðherra ekki semja eða getur það ekki, nema hvort tveggja sé. Um trúnaöinn Ingi telur í bréfi sínu að trúnað- ur hafi verið brotinn innan nefnd- arinnar. Nefndin kom sér í upp- hafi saman um að talsmaður hennar út á við væri formaðurinn. Þetta héldu allir nema Ingi, en til hans voru raktar nokkrar fréttir af málinu, sem birtust í blöðum. Ég lýsti því hins vegar yfir oftar en einu sinni, að héldi iðnaðarráð- herra áfram yfirlýsingum sínum í málinu og æsiskrif Þjóðviljans héldu áfram að bera því vitni, að blaðið hefði aðgang að gögnum nefndarinnar, teldi ég mig óbund- inn og mundi þá hvenær sem væri skýra minn málstað. Þetta vissu allir nefndarmenn. Ég sagði mig úr nefndinni um miðjan dag 7. des. Hinn 8. des. barst þingflokki Framsóknar- flokksins bréf frá formanni Al- þýðubandalagsins, þar sem rang- færslur voru svo hrikalegar, að ég sá að nauðsynlegt var að skýra málið. Því féllst ég á, þegar sjón- varpið hringdi í mig, að koma fram í fréttatíma. Eftir að ráð- herra lét síðan að því liggja í há- degisútvarpi daginn eftir, að ég hefði verið einn um tillöguna og hún hefði ekki haft stuðning ann- arra, sá ég mig tilneyddan að skýra frá undirtektum við hana á nefndarfundi. Hjörtur Torfason hefur nú í svari sínu til Inga staðfest þessar yfirlýsingar mínar. Breytingartillaga Inga Eftir nokkrar umræður um til- lögu mína í álviðræðunefnd ber Ingi fram breytingartillögu. Hann segir í bréfinu, að hann hafi gert það til þess að reyna hversu fastur ég væri fyrir um efnisatriðin. Ég verð að viðurkenna að ég rak upp skellihlátur þegar ég las þessa leikrænu frásögn Inga R. Helga- sonar. Auðvitað er hún blekking. Sannleikurinn er sá, að Ingi skrifaði upp breytingartillögu, sem formaður tók til meðhöndlun- ar þegar hann skrifaði tillöguna upp í „endanlegri mynd“. Breyt- ingar Inga voru fremur lítilvægar. Hann vildi breyta 20% hækkun í 25% hækkun. Þjóðviljinn hefði átt að sýna þá tillögu á línuritinu sínu. Síðan vildi Ingi að Islend- ingar samþykktu að hefja viðræð- ur um stækkun álversins í stað orðalagsins, að Islendingar sam- þykktu stækkun álversins, ef samningar næðust. Það er rétt, að Ingi gekk hart eftir því að fá fram afstöðu Hjart- ar Torfasonar, og sagðist geta samþykkt tillöguna, ef allir gerðu það. Ef hins vegar Hjörtur sæti hjá mundi hann greiða atkvæði á móti. Ég gat út af fyrir sig fallist á þessar breytingar Inga. Ég skýrði hins vegar út, að vandi nefndar- manna væri ekki að yfirbjóða mig, heldur að koma samningaviðræð- um á. Ingi kýs síðan eftir á að snúa málinu algjörlega við. Túskildingsópera Þjóöviljans Eftirleikur þessa máls er síðan nánast ótrúlegur. Ég hefi verið 12 ár í stjórnmálum, en aldrei orðið vitni að öðrum eins rangfærslum og ósannindum og Þjóðviljinn og ráðherrann hafa viðhaft í þessu máli. Það hlýtur að vekja menn til umhugsunar. Hvers konar mál- stað hafa menn, sem gripa þurfa til slíkra útúrsnúninga og ósann- inda? 1) Hjörleifur og Þjóðviljinn halda því blákalt fram, að ég hafi viljað semja við Alusuisse um 20% hækkun orkuverðs. Tillaga mín gerði hins vegar ráð fyrir, að Alusuisse féllist á 20% hækkun til að sýna góðan vilja áður en samningaviðræð- ur um hækkun hefjist. 2) Hjörleifur og Þjóðviljinn halda því blákalt fram, að ég hafi viljað fá fram 20% hækkun en láta á móti lækkun á kaup- skyldu orkunnar úr 85% í 50%. Ég hafi þannig viljað fá fram hækkun sem næmi 1.6 m $ á ári en láta á móti 3.0 m $ á ári. Þetta eru auðvitað hreinustu lygar. Lækkun kaupskyldunnar kemur hvergi fram í minni til- lögu og ég hefi aldrei ljáð máls á því, að hún yrði lækkuð. 3) Þjóðviljinn gerir mikið úr því, að ég hafi viljað semja um 2ja aura hækkun, en Hjörleifur hafi hins vegar krafist hækk- unar upp í 9.5 mills/kwh. Málið er það, að ég lagði til hækkun um 2.2 aura pr. kwh. áður en samningar hæfust. Hjörleifur hafði hins vegar óskað eftir að fyrsta skref í samningum yrði hækkun um 5 aura per kwh. Þetta hefði Þjóðviljinn átt að sýna á línuritinu sínu. 4) Þjóðviljinn og Hjörleifur full- yrða, að ég hafi viljað veita Alusuisse alls konar fríðindi með tillögu minni. Hið sanna er, að hún er án allra skuld- bindinga fyrir íslendinga. Þ.e., við samþykkjum stækkun álversins ef samningar nást, sem við teljum viðunandi. Við- unandi er það auðvitað, ef orkuverð og önnur atriði eru betri en í öðrum orkunýt- ingarkostum, sem við eigum völ á. Þ.e., að við samþykkjum að Alusuisse fái að taka inn nýjan hluthafa í ÍSAL. Tillagan segir ekkert um að hann skuli eiga 50%, eins og Hjörleifur og Þjóðviljinn vilja vera láta. Islendingar yrðu auðvitað að samþykkja, hvaða hluthafi þetta yrði og með hverjum hætti hann gengi inn í fyrir- tækið. 5) Á Alþingi sagði iðnaðarráð- herra, að hann hefði fyrst heyrt um tillögu mína að morgni þriðjudagsins 7. des. Öll álviðræðunefndin beið á mánudagskvöld meðan formað- ur nefndarinnar talaði við ráðherrann í þrjá stundar- fjórðunga um tillöguna. Hvers vegna er allur málflutn- ingurinn svona? Reyndar vildi formaður ekki bera tillöguna undir atkvæði þegar hann kom úr símanum og sleit fundi. Ég mótmælti því hins vegar, að álviðræðunefnd bæri það undir ráðherra, hvað hún vildi ráð- leggja honum að gera í málinu. Þjóöarsamstaöa um núllið Nokkuð hefur verið látið að því liggja, að ég hafi rofið þjóðar- samstöðu, þegar ég sagði mig úr álviðræðunefnd. Þetta er auðvitað fráleitt. Sjálfstæðisflokkurinn hafði flutt tillögu á Alþingi um að nefndin yrði lögð niður og í um- ræðum tók Alþýðuflokkurinn und- ir það. Stjórnarandstaðan hafði þannig viljað nefndina feiga og lýst óánægju með frammistöðu iðnað- arráðherra. Telst stjórnarandstaðan ekki til þjóðarheildarinnar? Hjörleifur hefur leikið einspil í álmálinu, svo menn hljóta þá að vera að tala um þjóðarsamstöðu um Hjörleif, þjóðarsamstöðu um núllið, þjóðarsamstöðu um engan árangur síðustu tveggja ára og áfram þannig. Þessu álmáli verður að finna nýjan farveg og íslendingar verða að knýja fram árangur. Það er mikið hól fyrir bændur landsins, þegar Hjörleifur telur það sveitamennsku að vilja halda öðru vísi á málinu en hann. Vinir Alusuisse Mér virðist þeir Alusuisse-menn eiga mikinn vin í Hjörleifi og al- þýðubandalagsmönnum. Þrátt fyrir gífurlegar breyt- ingar á orkuverði í heiminum hafa þeir komist hjá því að ræða orku- verðshækkun við ráðherra en tek- ist að halda honum við skattadeil- una. Þessi tvö ár hafa orðið íslend- ingum dýrkeypt. Tvöföldun orkuverðs hefði þessi tvö ár þýtt 16 m $ fyrir Lands> virkjun eða um 260 m. ísl. króna. Þreföldun þessi tvö ár hefði þýtt um 520 millj. ísl. króna fyrir Landsvirkjun. Hér eru svo gífurlegir hagsmun- ir í veði, að íslendingar geta ekki látið ráðherrann núlla áfram með málið lengur. Sjálfsagt kjósa Alusuisse-menn sér helst að hafa Hjörleif áfram. Það er ekki lítið mál fyrir þá að þurfa ekki að hækka orkuna. Ég hefi einungis lýst því yfir, að tvö núll-ár eru nóg fyrir mig. Ég tek ekki ábyrgð á núllinu lengur. Myndir þú vilja gera það lesandi góður? Framhaldiö íslendingar verða að knýja Alu- suisse að samningaborðinu. Orku- verðið er aðalmálið. Skattadeilan verður að fara í gerðardóm eins og raunar samningurinn gerir ráð fyrir. Ráðherrann hefur reyndar látið hendur standa fram úr ermum og lagt fram ákveðnar tillögur eftir að ég fór úr nefndinni. Hins vegar stendur hann svo klaufalega að málinu að hann lokar því jafn- harðan. Það er útilokað að semja í svona máli í gegnum sjónvarpið. Blaða- mannafundir um samningatillög- ur á þessu stigi mála eru fráleitar. Fulltrúar beggja aðila verða að setjast saman í viku — tíu daga og láta reyna á atriðin. Tveggja tíma fundir tvisvar á ári í svona áríð- andi máli ná ekki nokkurri átt. Eftir að ráðherrann hefur enn á ný komið málinu í sjálfheldu kem- ur til greina að ég flytji tillögu mína um opnun samninga sem' þingsályktunartillögu á Alþingi. Fáist Alusuisse hins vegar ekki til neinna samninga hefi ég aldrei útilokað einhliða aðgerðir. En áð- ur en til þeirra er gripið þarf að reyna aðrar leiðir til þrautar. Einhliða aðgerðir eru það alvarle- gar aðgerðir fyrir báða aðila. Eigendur og velstjorar Caterpillar bátavéla Látið skrá ykkur strax í dag á námskeiðið 19.—21. janúar 1983. ffl CATERPILLAR SALA S LUÓN USTA Caterpillar, Cat og skrásett vörumerki. œ IhIHEKIAHF J Laugavegi 170 -172 Sfrni 212 40

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.