Morgunblaðið - 13.01.1983, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 13.01.1983, Blaðsíða 48
—A ^/Vskriftar- síminn er 830 33 ^Yglýsinga- síminn er 2 24 80 FIMMTUDAGUR 13. JANÚAR 1983 Ljósm. Mbl. Ragnar Axelsson. Stóísk ró og forvitni, auk þoss að kunna hið bezta að meta „matarbúr“ Rifshafnarbotns, einkenndi allar athafnir Rifshafnarrostungsins, er Mbl. leit þar við í gaer. Sjá frásögn á miðopnu. Cargolux leggur þremur þotum: Allt að 100 starfsmönn- um sagt upp á næstunni Vestmannaeyjar: Japanskt skip tók niðri Yestmannaeyjum, 12. janúar. LAUST fyrir klukkan fjögur i dag strandaði japanskt flutningaskip rétt fyrir innan syðri hafnargarðinn í Vest- mannaeyjahöfn á móts við loðnuþrær FES. Lóðsinum tókst að ná skipinu á flot aftur skömmu eftir að það tók niðri. Hér var á ferðinni skipiö Star Ling frá Tokyo, sem á að lesta hér fryst karfaflök. Skipið tók ekki hafnsögumann um borð eins og venjan er, heldur sigldi inn í höfn- ina á eftir Herjólfi sem var að koma frá Þorlákshöfn. Hvöss norðanátt var hér í dag og lenti skipið of sunnarlega í innsiglingarrennunni og tók niðri á sandgrynningum. Svo vel vildi til að flóð var og því tókst vel til er lóðsinn kom á vettvang og dró hann hið japanska skip áreynslu- lítið á flot. - Hkj Keflavík: Yfir 200 at- vinnulausir „VIÐ gáfum út 199 dagpeningavott- orð síðasta föstudag og það hefur stöðugt verið að bætast á atvinnuleys- isskrána í þessari viku svo það eru hátt á þriðja hundrað manns atvinnu- lausir í Keflavík í dag,“ sagði Björg- vin Árnason félagsmálafulltrúi i Keflavík í samtali við Mbl. i gær. Björgvin sagði að gott ástand hefði verið í atvinnumálum í Kefla- vík allt fram undir jól, en síðan hefði atvinnuleysisskriða runnið af stað. „Við búumst við að það eigi eftir að verða veruleg fjölgun at- vinnuleysingja á næstunni, en stór hluti þess fólks fer af skránni þegar bátarnir byrja að róa,“ sagði Björgvin. Þá sagði Björgvin að karlmenn væru fleiri á skránni en undanfarin ár. Astandið væri fyrst og fremst til komið vegna stöðvunar í útgerð- inni. Willí Boskovsky til landsins Konsertmcistarinn og hljóm- sveitarstjórinn Willi Boskovsky er væntanlegur hingað til lands í næsta mánuði og mun hann þá stjórna Hinfóniuhljómsvcit íslands á Vínarkvöldi 10. febrúar. Boskovsky er þekktastur fyrir það, að hafa stjórnað nýárs- konsert fílharmoníuhljómsveit- arinnar í Vín síðastliðin 25 ár, en þeim tónleikum er sjónvarp- að víða um heim, meðal annars eru þeir sýndir í íslenzka sjón- varpinu. Eloskovsky leikur einn- ig á fiðlu og var hann konsert- meistari við fílharmoníu- hljómsveitina í Vín og mun hann einnig grípa í fiðluna á Vínarkvöldi Sinfóníuhljómsveit- arinnar hér. Boskovsky hefur nú látið af stjórn nýárskonsertsins, en er enn í fullu fjöri að sögn Sigurðar Björnssonar, fram- kvæmdastjóra Sinfóníuhljóm- sveitarinnar, og áður en hann kemur hingað til lands. mun hann fara í hljómleikaferðir til Bandaríkjanna og Filippseyja. STJÓRN Cargolux-flugfélagsins í Luxemborg hefur tekið ákvörðun um að leggja annarri Boeing 747, Júmbó- þotu, félagsins, og tveimur DC-8-þot- um, sem það hefur haft í rekstri síð- ustu árin. Félagið verður því aðeins með eina Boeing 747, Júmbóþotu, i rekstri á næstunni, að sögn Sigurðar Helgasonar, forstjóra Flugleiða, sem sæti á í stjórn Cargolux. Sigurður Helgason- sagði enn- fremur, að reynt yrði áfram að finna vélunum þremur verkefni, og hefði Jóhannes Einarsson, sem ver- ið hefur framkvæmdastjóri hjá fé- laginu, fengið það verkefni. Aðspurður sagði Sigurður Helga- son ennfremur, að þessi samdráttur í starfsemi félagsins á næstunni myndi hafa það í för með sér, að allt að 100 starfsmönnum þess yrði sagt upp störfum í þessum mánuði. Um endanlegan fjölda væri hins vegar ekki hægt að fullyrða á þess- ari stundu. Eins og kunnugt er hefur Cargo- lux átt við gríðarlega rekstrarerfið- leika að stríða undanfarið, sem m.a. leiddi til þess, að hátt í tvöhundruð starfsmönnum var sagt upp sl. haust. Aðalástæður vandræða félagsins, eru annars vegar aukin samkeppni og minnkandi flutningar, og hins vegar erfið fjármögnun Boeing 747-véIa félagsins. Vélarnar voru síðan endurfjármagnaðar á síðasta ári á betri kjörum, en hins vegar hefur ekki tekizt að finna vélum fé- lagsins aukin verkefni. Leitað var eftir aðstoð frá ríkis- stjórn Luxemborgar, auk þess sem tilraunir voru gerðar til að endur- fjármagna fyrirtækið. Niðurstaðan af því varð síðan sú, að ríkisstjórn Luxemborgar keypti flugskýli fé- lagsins á Findel-flugvelli og endur- Ieigir félaginu þau. Síðan var ákveðið að auka hlutafé félagsins og ákveðið, að ríkisbankinn „Société Nationale de Credits et d’In- TVEIR af ellefu framkvæmdarstjórnar- mönnum Alþýóuflokksins, þeir Ágúst Einarsson, gjaldkeri flokksins og vara- þingmaóur, og Garðar Hveinn Árnason, fyrrum framkvæmdastjóri Alþýðuflokks- ins, sögðu sig í gær úr framkvæmda- stjórninni, og Ágúst sagði um leið af sér stöðu gjaldkera. Tilkynntu þeir fram- kvæmdastjórn flokksins þessa ákvörðun sína í gærkveldi á fundi hennar, og viku síðan af fundinum. „Ástæður úrsagnar minnar úr framkvæmdastjórninni eru sambland persónulegra og pólitískra ástæðna", sagði Ágúst Einarsson er blaðamaður Morgunblaðsins ræddi við hann í gærkveldi. „Innan Alþýðuflokksins hafa undanfarið komið upp mörg vestissements í samvinnu við aðra banka í Luxemborg yrði nýr hlut- hafi. Flugleiðir, sem áttu 25% hluta- fjár, lýstu því hins vegar yfir, að félagið hefði ekki bolmagn til að koma inn með aukið hlutafé og er því ljóst, að hlutur þess mun rýrna verulega á næstunni. Á aukaaðal- fundi 29- desember sl. var uppruna- deilumál, sum kunn er, önnur hafa farið lægra", sagði Ágúst ennfremur, „og úrsögn mín tengist þeim.“ Er hann var spurður hvort hann hefði einnig sagt sig úr Alþýðuflokknum sagði hann: „Ekki ennþá." Hann var þá spurður, hvort hann myndi hugs- anlega ganga til liðs við Bandalag jafnaðarmanna, sem Vilmundur Gylfason hefur tilkynnt að verði stofnað innan tíðar, og sagði hann: „Ég hef áfram jafnmikinn áhuga á jafnaðarstefnunni og á stjórnmálum almennt, það hefur ekki breyst. Annað vil ég ekki segja um þetta atriði að svo komnu." Garðar Sveinn Árnason sagði í gær legt hlutafé félagsins minnkað úr 400 milljónum franka í 100 milljón- ir, en síðan verður það aukið á nýj- an leik um allt að 600 milljónir franka, þannig að það verði allt að 700 milljónir franka. Sigurður Helgason sagði hins vegar aðspurð- ur, að endanleg ákvörðun um hluta- fjáraukninguna yrði ekki tekin fyrr en í marzmánuði nk. er blaðamaður Morgunblaðsins ræddi við hann, að hann hefði í sumar er leið verið búinn að ákveða að hætta í framkvæmdastjórn Alþýðuflokksins. Síðan hefði flokksþingið í haust verið sögulegt eins og mönnum væri í fersku minni, og hefði hann þá orðið við óskum manna um að gefa kost á sér áfram. „Ég tilkynnti formanni flokksins það í haust að ég vildi hætta“, sagði Garðar, „en féllst síðar á að vera áfram. Ég sé nú að sú ákvörð- un mín var röng, en hin fyrri rétt, og sagði mig því úr framkvæmdastjórn- inni.“ Garðar sagðist ekki, að svo stöddu að minnska kosti, segja sig úr Alþýðuflokknum. Alþýðuflokkurinn: Tveir stjórnarmenn segja sig úr framkvæmdastjórn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.