Morgunblaðið - 18.02.1983, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 18.02.1983, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. FEBRÚAR 1983 Plastiðjan Bjarg á Akureyri: Missa átján fatl- aðir vinnuna? — Iðnaðarbankinn hefur gefið afsvar um fyrir greiðslu vegna rekstrarörðugleika fyrirtækisins Akureyri, 17. febrúar. SJÁLFSBJÖRG á Akureyri hefur und- anfarin ár rekið Plastiðjuna Bjarg, sem framleitt hefur ýmsar plastvörur til raflagna. Samdráttur sá, sem orðið Siglingar á Danmörku hefjast á ný SIGLINGAR skipafélaganna til Danmerkur eru að hefjast að nýju eftir tveggja mánaða verkfall danskra hafnarverkamanna, sem nú er nýleyst. Að sögn Kjartans Jónssonar hjá Eimskip kom skip til Jótlands í gær og annað kemur til Kaup- mannahafnar í dag. Þá verð- ur skip í Horsens næstkomandi miðvikudag og í Kaupmannahöfn á fimmtudag. Eimskipafélagið er með áætlun- arferðir til Kaupmannahafnar alla fimmtudaga og til Horsens á Jótlandi annanhvern miðvikudag. hefur í byggingariðnaðinum hefur að sjálfsögðu komið illa við þetta fyrir- tæki og að sögn Valdimars Pétursson- ar, sem ráðinn var framkvæmdastjóri fyrirtækisins um síðastliðin áramót, er útlitið allt annað en gott og getur jafn- vel svo farið að loka verði ef ekki fæst nægilegt lánsfé til rekstrarins á næst- unni. Um er að ræða skort á rekstrarfé upp á 450 til 500 þúsund krónur og faíst sú upphæð ekki getur farið svo að 18 starfsmönnum fyrirtækisins verði sagt upp störfum, en þeir eru allir fatlaðir. Viðskiptabanki fyrir- tækisins, Iðnaðarbankinn, hefur þegar gefið afsvar um fyrirgreiðslu, en Iðja, félag verksmiðjufólks á Ak- ureyri hefur gefið góðar vonir um lánafyrirgreiðslu til fyrirtækisins — þá sennilega í gegnum lífeyrissjóð félagsins, en ekki hefur ákveðin upp- hæð verið nefnd. Allir starfsmenn- irnir eru félagsmenn í Iðju. Valdimar taldi, í viðtali við Morg- unblaðið, meginorsök vandans fyrir utan almennan samdrátt í bygg- ingariðnaði, vera ranga fjárfestingu á síðasta ári, en þá voru keypt afar dýr mót til framleiðslu á rafmagns- dósum, sem síðan hefur ekki reynzt eins góður markaður fyrir og talið hafði verið. G. Berg Óskar Ólason yfirlögregluþjónn kveður aldraða Reykvíkinga er þeir yfirgefa lögreglustöðina í Reykjavík eftir umferðarfræðslu hjá lögregl- unni. Eldri borgarar í umferðarfræðslu LÖGREGLAN í Reykjavík hefur í samvinnu við félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar hafið umferð- arfræðslu fyrir aldraða Reykvík- inga, og að sögn Óskars Ólasonar yfirlögregluþjóns er mikil aðsókn og áhugi meðal hinna öldruðu fyrir þessari fræðslu, sem fram fer á fimmtudögum. Fullbókað er í þessa fræðslu a.m.k. tvo næstu fimmtudaga. „Við förum til móts við fólkið í Norðurbrún þar sem það safnast saman og förum svo með það í sýnikennslu um borgina. Byrjum á að fara að gönguljósunum Við Sundlaugaveg og kennum hvern- ig nota eigi gönguljós. Síðan för- um við upp að Grímsbæ hjá Bústaðavegi. Þar eru líka göngu- ljós og anzi þétt umferð bæði gangandi og akandi. Þaðan för- um við vestur á Suðurgötu þar sem eyjar skipta akbrautum og leggjum mikla áherzlu á að kenna fólkinu að fara rétt yfir götur af þessu tagi, því það hefur komið í ljós við athuganir á slys- um að gamla fólkið lítur til sömu hliðar þegar það fer yfir ak- brautir með eyjum af þessu tagi, varar sig ekki á því að bílarnir koma úr gagnstæðri átt hinum megin við eyjuna. Þessi sýni- kennsla er mjög gagnleg og hef- ur meiri þýðingu en einhverjir fyrirlestrar. Nú loks förum við með fólkið upp á lögreglustöð, þar sem því er boðið í kaffi. Þar röbbum við við það um umferð og sýnum því kvikmynd áður en því er ekið til baka. Þetta tekur rúma þrjá tíma, gamla fólkið hefur gaman af þessu og við ekki síður,“ sagði Óskar. TF-RÁN í erfiðu sjúkraflugi: „Feikilega hvasst en þyrlan reyndist velw Lögreglan í Reykjavfk hefur hafið sýnikennslu ( umferóarfræðslu fyrir aldraða Reykvíkinga f samvinnu við félagsmálastofnun Reykjavíkurborg- ar, og er aðsókn mikil, að sögn Óskars Ólasonar yfirlögregluþjóns. Hér er verið að leggja upp í ferð f gær. MorgiuiblaAið/Krwljin (>rn Klíifwon. „Það var feikilega hvasst þarna, miklir sviptivindar, en kostir þyrl- unnar komu vel í Ijós og hún reynd- ist með miklum ágætum, skilaði hlutverki sínu prýðilega,“ sagði Björn Jónsson þyrluflugmaður hjá Landhelgisgæzlunni í samtali við Moreunblaðið í gær. í fyrrinótt fór þyrla gæzlunnar, TF-RÁN, í erfitt sjúkraflug til Patreksfjarðar, þar sem aðrar flugvélar gátu ekki lent þar vegna óveðurs. Sótti þyrlan konu sem þurfti að gangast undir flókna skurðaðgerð. Var hún lögð inn á Landakot. Auk Björns flaug þyrl- unni Þórhallur Karlsson flugmaður. „Það var rok á Patreksfirði, góð- ir 50 hnútar. Við förum ekki í þessi sjúkraflug nema aðrir geti ekki annað þeim, þar sem þau eru stór liður í afkomu litlu flugfélag- anna, sem ekki eru ríkisrekin. f þessu tilfelli var það rokhvasst á Patreksfirði að það var ekki reyn- andi að lenda þar nema fyrir svona vélar. Við lendum alltaf inni í byggð- inni í svona flugum, til að forðast óþarfa hristing með sjúklinga í bílum út á flugvellina. Við lentum á knattspyrnuvelli. Þar var lög- reglan til taks með bíla og lýsti upp svæðið," sagði Björn. Björn sagði flugið til Patreks- fjarðar hafa tekið 70 mínútur, en klukkutíma og 40 mínútur til baka vegna mótvinds á þeirri leið. Lagt var af stað um miðnætti frá Reykjavík og komið til baka á þriðja tímanum um nóttina. Með í ferðinni var flugvirki gæzlunnar og hjúkrunarkona fylgdi sjúkl- ingnum til Reykjavíkur. Flogið var í 1000 feta hæð yfir sjó báðar leiðir og sagði að í flug- inu inn Patreksfjörð hefði vindur verið um og yfir 50 hnútar og sviptingar miklar, en þyrlan væri vel búin tækjum og því hefði flug- ið ekki reynst erfitt. Steingrímur Hermannsson: Engin trygging fyrir aðstoð til fyrirtækja í sjávarútvegi Flugráð mælir einróma eð Leifi FLUGRÁÐ mælti einróma með Leifi Magnússyni í embætti flugmála- stjóra á fundi sínum í gærkvöldi. Hlaut Leifur stuðning allra við- staddra aðal- og varamanna. Leifur Magnússon er fram- kvæmdastjóri flugdeildar Flug- leiða. Hann var um tíma varaflug- málastjóri. Það er samgöngu- málaráðherra sem veitir embætti flugmálastjóra. Einkarétt- ur á skips- nafninu Edda „ÞEIR geta aðeins notað þetta nafn með leyfi ísafoldar skrái þeir skip sitt hér á landi, en verði það skráð í út- löndum, eins og við höfum reyndar heyrt um að þeir muni gera, þá nær einkarétturinn á nafninu ekki yfir skip Farskipa,“ sagði Magnús Guð- mundsson hjá Siglingamálastofnun í samtali við Mbl. Magnús var að því spurður hvort Farskip hf. gætu notað skipsnafnið Edda á skip sitt, þar sem siglingamálastjóri hefði 1. nóvember sl. veitt skipafélaginu ísafold einka- rétt á nafninu. Magnús sagði að ef Farskip skrá skip sitt hér á landi yrðu þau að fá leyfi ísafoldar fyrir nafnnotkun- inni. Hann sagði að ekkert skip væri á skipaskránni íslenzku með Eddunafninu. Isafold hefði áður fyrri verið með skip með þessu nafni. Magnús sagði að einkaréttur væri á fjölmörgum skipsnöfnum hér á landi, og hver sem gæti fengið einkarétt á nafni ef aðrir aðilar væru ekki með það á skipum sínum. Nýr sveitarstjóri í Olafsvík Ólafsvík, 17. febrúar. Sveitarstjóraskipti verða í Ólafsvík á næstunni. Jóhannes Pétursson, sem verið hefur sveitarstjóri undanfarin ár, lætur af því starfi samkvæmt eigin ósk og við tekur Guðmundur Tómas- son, en hreppsnefnd ákvað fyrir nokkrum dögum að ráða hann í stað- inn. Guðmundur er fæddur í Ólafsvík 5. marz 1953 og er uppalinn hér, en hefur undanfarið starfað hjá Gísla J. Johnsen hf. Auk Guðmundar sóttu sex heiðursmenn um starf sveitarstjóra. Helgi — eftir ad upptaka gengismunar af skreið hefur verið felld á Alþingi „ÞAU mörgu fyrirtæki í landinu, sem biðu eftir lánum frá Byggðasjóði í framhaldi athugunar á erfiðleikum útgerðar, hafa að sjálfsögu enga trygg- ingu fyrir því að fá lán nú. Alþingi hefur fellt þann þátt bráðabirgðalag- anna, sem gerði ráð fyrir upptöku gengismunar af skreið og því verður ekkert fé til lánveitinga úr þeirri átt. Þetta hef ég því miður orðið að segja ýmsum í viðkomandi fyrirtækjum,“ sagði Steingrímur Hermannsson, sjáv- arútvegsráðherra, í samtali við Morgunblaðið. Hærri verðlaun fyr- ir refi og minka VERÐLAUN fyrir unna refi og minka hækkuðu frá og með áramót- um um 42—48%. Nú eru greiddar 265 krónur fyrir refi (hlaupadýr), en áður nam greiðslan 180 krónum. Fyrir fullorðin grendýr eru greiddar 185 krónur, áður 125 krónur. Fyrir yrðling eru greiddar 80 krónur, áður 55 krónur. Fyrir minka og hvolpa eru greiddar 200 krónur fyrir dýrið, en í fyrra nam greiðsl- an 140 krónum fyrir hvert dýr. „Til aðstoðar við þessi fyrir- tækja voru ætlaðar um 50 millj- ónir, en þær verða ekki fyrir hendi nú. Tveimur fyrirtækjum, Fiskvinnslunni á Seyðisfirði og Bæjarútgerð Hafnarfjarðar, hafði verið veitt lán samtals að upphæð 7 milljónir króna út á væntanleg- an gengishagnað af skreið, en ég sé ekki betur en að ríkissjóður verði að bera það. Hann útvegaði féð á sínum tíma. Eftir þessum leiðum verður því ekki útvegað lánsfé og ég er ekki reiðubúinn til þess að ræða aðrar hugsanlegar leiðir." Hefði ekki eingöngu verið um „seðlaprentun" að ræða, hefðu lán verið veitt út á væntanlegan gengishagnað af óseldri skreið? „Menn nota þetta orð oft, en ég er nú sannfærður um það, að þessi skreið fari úr landi. Skreiðin hefur gert það hingað til í slíkum erfiðleikum. Stundum hefur það tekið eitt til tvö ár, en hún er seld í dollurum og ég held að með lán- veitingum af gengismun hefði ekki verið tekin stór hætta. Það er auðvitað misskilningur að með þessu væri verið að skattleggja skreiðarframleiðendur, því þeim var ekki ætlað að skila gengismun fyrr en skreiðin væri farin úr landi. Þessir framleiðendur eru með afurðalán á 33% vöxtum, sem eru ákaflega hagkvæm kjör. Hitt er svo annað mál, að skreið- arframleiðendur eiga nú í miklum greiðsluerfiðleikum vegna þess hve mikið fé þeir eiga bundið í skreið. Enginn vafi leikur á því, að þá vantar rekstrarfé nú. Mér finnst mjög vanhugsað af viðkomandi þingmönnum að fella þessa þætti bráðabirgðalaganna. Svo urðu sjálfstæðismenn að hafa eitthvað til að fella. Þeir sátu nú hjá við afgreiðslu sjálfs frum- varpsins þrátt fyrir allar yfirlýs- ingarnar. Þeir vita vel að við rjúf- um ekki þing út á þetta,“ sagði Steingrímur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.