Morgunblaðið - 18.02.1983, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 18.02.1983, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. FEBRÚAR 1983 + Systir mín, ANNA ÞURfOUR DAGFINNSDÓTTIR, andaöist 6. febrúar sl. Útför hennar fór fram 15. sama mánöar. Vinum hennar og velgerðarmönnum flyt óg einlæga þökk. Sveinbjörn Dagfinnsson. t Útför eiginkonu minnar, ÁSTBJARTAR ODDLEIFSDÓTTUR, Haukholtum, Hrunamannahreppi, fer fram frá Hrunakirkju, laugardaginn 19. febrúar kl. 14.00. Bílferö veröur frá Umferöarmiöstööinni kl. 11.00 Fyrir hönd aöstandenda, Þorsteinn Loftsson. + Kona mín, móöir okkar og systir, GUDRÚN INGIMARSDÓTTIR DE RIDDER fró Laugarási, lést í Borgarspítalanum 15. þ.m. Útförin fer fram föstudaginn 18. febrúar kl. 10.30 frá nýju Foss- vogskapellunni. Fyrir hönd ættingja, Harry De Ridder, Ingimar De Ridder og systkini hinnar látnu. + Móöir okkar, tengdamóöir, amma og langamma, HREFNA JÓHANNESDÓTTIR fró Hróðnýjarstööum, er andaöist föstudaginn 11. febrúar verður jarösungin frá Hjaröar- holtskirkju laugardaginn 19. febrúar kl. 14.00. Ferö veröur frá Bifreiöastöö Islands kl. 8.00. Hugrún Þorkelsdóttir, Jökull Sigurösson, Inga Þorkelsdóttir, Haraldur Árnason, Valdís Þorkelsdóttir, Haraldur Guömundsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Móöir okkar og tengdamóöir, RÓSA KRISTJÁNSDÓTTIR fró Vopnafiröi, Sunnubraut 6, Akranesi, sem lést þann 13. þessa mánaðar á sjúkrahúsi Akraness, veröur jarösungin frá Dómkirkjunni í Reykjavik kl. 13.30, föstudaginn 18. febrúar. Erna Gunnarsdóttir, Þóröur Ásmundur Júlíusson, Knútur Gunnarsson, Kristín Marinósdóttir, Ragnar Gunnarsson, Petra Jónsdóttir. + Þökkum af alhug öllum sem sýndu okkur samúö og vinarhug við andlát og útför HJÖRDÍSAR JÓNSDÓTTUR, Rauöalæk 12. ívar Andersen, Guömundur Guöjónsson, Ingibjörg fvarsdóttir, Kjartan Pólsson, Erla ívarsdóttir, Haraldur Sigursteinsson, Guðmundur ívarsson, Grétar fvarsson, og barnabörn. + Þökkum auösýnda samúö viö andlát og útför ÞORLEIFS K. BJARNASONAR, Litla-Mel. Sigríöur Þóra Sigurjónsdóttir, Helga Rúna Þorleifsdóttir, Björgvin Þorleifsson, Sigríöur Lórusdóttir, barnabörn og systkyni hins lótna. Sjúkrasamlag Reykjavíkur verður lokað frá hádegi í dag vegna jaröarfarar Hermanns Guö- brandssonar, deildarstjóra. Minning: Hermann Guðbrands- son deildarstjóri Fæddur 29. september 1913 Dáinn 11. febrúar 1983 Snemma kynntist ég Hermanni Guðbrandssyni. Vesturbæingur var hann, eins og við bræður, hann af Bræðraborgarstígnum, við af Sólvöllum og allir á svipuðu ald- ursskeiði. Hann var auk heldur bekkjabróðir eins okkar í Mennta- skólanum — sem í þann tíð þurfti ekki að auðkenna nánar. — Þaðan lauk hann stúdentsprófi árið 1933, en hætti þá námi og fór að vinna fyrir sér, þótt ekki væri bjart framundan á kreppuárunum. En Hermann var farsæll. Hann starf- aði við þingskriftir nokkur þing, en á fyrstu árum Sjúkrasamlags Reykjavíkur réðist hann þangað og starfaði þar til dauðadags, þá annar tveggja elstu starfsmann- anna. Framan af starfaði hann í innheimtudeild en síðasta aldarfj- órðunginn sem yfirmaður í sjúkradagpeningadeild. Vandfundnari munu vera trúrri og samviskusamari starfsmenn en Hermann var, en mikið má vera ef það gekk ekki á stundum nærri honum að beita þeim góðu eigind- um til fulls. Hann var hjartahlýr oggóðviljaður og hefði helst viljað allra vanda leysa. — En starf hans var á margan hátt vandasamt og einatt hindruðu settar reglur að hjartalagið gæti notið sín að fullu. En hvort tveggja var, að ekki kom til mála að Hermann níddist á neinu því, sem honum var trúað til, sem og hitt, að slöpp fram- kvæmd reglnanna gat auðveldlega leitt til mismununar, sem honum hefði þótt verra að vita upp á sig en nokkuð annað. — Hafi þetta nokkurntíma valdið því að ein- hverjum viðskiptamanni hafi þótt hann harður í horn að taka, þá get ég fullvissað þann hinn sama um, að það hefur aðeins verið á ytra borðinu. Hermann var maður áhugásam- ur um marga hluti, — fyrst og fremst um að standa fyrir sínu — en einnig um margvísleg almenn efni, þjóðmál, menningarmál, fagrar listir, einkum þó um hljómlist, sem hann hafði mikið yndi af. Ferðalaga naut hann oft síðari árin, hafði yndi af tafli og vafalaust fleiru en ég kann upp að telja. Hann var í einu orði sagt hugmaður og það svo, að jafnvel daglegt fas hans bar það með sér að í honum var engin hálfvelja. Ég þakka Hermanni vini mínum langa samfylgd og samstarf. Eft- irlifandi eiginkonu hans, Oddnýju Þórarinsdóttur og börnum þeirra, Sigríði, líffræðingi og Stefáni Inga, rafvirkja, votta ég innilega samúð vegna missis þeirra, sem óneitanlega bar bráðar að en nokkrum okkar félaga hans bauð i grun. Útför Hermanns fer fram í dag, kl. 13.30 frá Fossvogskirkju. Gunnar J. Möller „Á im óan viA lifum er dauðinn ekki lil, en er dauóinn er kominn yfir oss, þá erum vid ekki lengur lil.“ Kpirurus Hermann Guðbrandsson, deild- arstjóri hjá Sjúkrasamlagi Reykjavíkur, lést þann 11. febrúar sl. 69 ára að aldri. Við Hermann höfðum þekkst frá því í skóla og verið góðir vinir alla tíð. Hann mun hafa lokið stúdentsprófi árið áður en ég. Hvernig leiðir okkar lágu saman fyrst, man ég ekki gjörla, en við drógumst hvor að öðrum, e.t.v. af því að við vorum báðir frekar hlé- drægir og einnig höfðum við svip- uð áhugamál. Músík heillaði okkur og Hermann átti mikið af góðri kiassískri músík á plötum, sem unun var á að hlýða. Líklega höf- um við teflt nokkuð, en Hermann var alla tíð góður skákmaður og einkum á seinni árum áttum við margar góðar stundir við skák- borðið. Ég held að Hermann hefði getað orðið mjög góður skákmaður hefði hann iðkað þá list, því að hann var kappsfullur og hafði til að bera mjög góða athyglisgáfu. Heiðarlegri andstæðing en Her- mann var ekki hægt að hugsa sér og að hafa rangt við, var honum eitur í beinum. Músíksmekkur hans var mjög góður, eins og áður var drepið á, og einstök var ást hans á Mozart, sem mér fannst næstum því nálgast tilbeiðslu og kom mér stundum á óvart, því að ég gat ekki fundið svo mikinn mun á þessum stórsnillingum í músik- kinni. Átti t.d. erfitt með að kyngja því, að Mozart væri fremri þeim Beethoven, Chopin o.s.frv., hvað þeir nú heita allir saman. Varð þetta stundum efni til skoðanaskipta, þar sem hvor hélt fram sínum hlut af svo miklu kappi, að konum okkar, sem hlýddu á, þótti nóg um. Þessi skoðanaskipti okkar voru skemmtileg afþreying og minnist ég þeirra með gleði og söknuði. Hrifning Hermanns á Mozart sýndi sig í því, að hann fór ásamt konu sinni einskonar pílagrímsför til fæðingarborgar Mozarts, Salzburg í Austurríki, og höfðu þau mikla ánægju af þeirri för. Það sýndi sig og, að hann vildi ekki láta neinn skugga falla á nafn Mozarts þegar hann sagðist ekki fara á leikritið Amadeus, þar sem hann taldi það óvirðingu við snill- inginn, að fjalla um hann eins og þar var gert. Hermann var alltaf að hvetja mig til að fara á leikrit þetta og láta sig vita hvaða augum ég liti á efni leikritsins. Því miður varð aldrei af því, að ég færi og sé ég eftir því. Hermann dró ekki dul á andúð sína á rokkæði nútímans og hávaða því fylgjandi. Vorum við þar mjög á sama máli. Á bókmenntasviðinu var hann dálítið sérstakur, hann unni Ham- sun mest allra skálda og sagðist aldrei fá sig fullsaddan á að lesa hann. Allar bækur þessa stór- skálds átti hann og Ias þær aftur og aftur og hafði á hraðbergi til- vitnanir í þær. Hermann var heimspekilega sinnaður og hafði lesið mikið í þeim fræðum og var mikið hrifinn af heimspekingnum Nietzsche. Þá hafði hann og í heiðri og minntist oft á kenningar heimspekingsins Epicurusar, einkum þá kenningu, að hamingjan, lífsgleðin, væri markmið mannlífsins. Hygg ég, að undir niðri hafi Hermann verið sannfærður um þessa skoðun, þó með þeim fyrirvara, sem Epicurus setti, að ekki væri keppt að stund- aryndinu einu, heldur að menn reyndu að gera allt líf sitt jafn hamingjusamt. Ég hygg, að Her- mann hafi lifað samkvæmt þess- ari lífsspeki Epicurusar, að stunda hamingju sína réttilega. Hann sóttist ekki eftir auði né völdum, var frábærlega nægjusamur og hófsamur í hvívetna, en sóttist einkum eftir því, að rækta hug sinn og afla sér þekkingar og þroska. Þá þjálfaði hann og lík- ama sinn og stundaði mikið sund og gönguferðir. Ég hafði dvalið mikið úti á landi og áttum við þá þess ekki kost að hittast, nema endrum og eins. En frá því á árinu 1957 þegar ég flutt- ist suður til Hafnarfjarðar urðu samskipti okkar tíðari. Var það orðin regla að við kæmum saman hvor til annars einu sinni í viku, og held ég að ekki hafi oft fallið niður þær heimsóknir. Var okkur hjónum það hin mesta ánægja að koma til Hermanns og Oddnýjar, hans góðu konu, og gerðum við þá hvorttveggja, að við tókum spil og tefldum eða létum gamminn geisa um vandamál dagsins eða vorum með heimspekilegar vangaveltur um hlutina. Þetta verða okkur hjónum minnisverðar ánægju- stundir, sem við aldrei getum gleymt. Við vorum öll svo ham- ingjusöm þessar stundir, sem við áttum saman, að það gat ekki betra verið. En nú hafa örlögin tekið í taum- ana. Eigi fáum við nú lengur fund- ið þétt og hlýtt handtak þessa ágæta og gestrisna vinar okkar eða hlýtt á glettnar athugasemdir hans og gamanyrði. Genginn er góður drengur, sem mátti ekki vamm sitt vita. Því er öllum mikill harmur að kveðinn, þegar slíkir menn kveðja, en eink- um þó fjöldskyldu hans, sem harmar umhyggjusaman og ást- ríkan eiginmann, föður og afa. Við hjónin þökkum alla vinsemd hans og tryggð við okkur og vottum fjölskyldu hans okkur dýpstu og innilegustu samúð. Kristján Jóhannesson í dag kveðjum við starfsfólk Sjúkrasamlags Reykjavíkur Her- mann Guðbrandsson, deildar- stjóra dagpeningadeildar sem starfað hefur hjá samlaginu í nær 45 ár. Það er erfitt að sætt sig við, að Hermann eigi ekki eftir að ganga um sinn gamla vinnustað, léttur og kátur eins og hans var háttur. Það er erfitt að trúa því að Her- mann myndi fylla sjöunda áratug- inn á þessu ári svo ungur í anda sem hann var. Starfsmannafélagið á Hermanni mikið að þakka, þar sem hann var í stjórn þess svo til óslitið í 40 ár. Hann átti sæti í samninganefnd BSRB um langt árabil, og sat hann mörg þing Bandalagsins. Hermann var kjör- inn heiðursfélagi starfsmannafé- lagsins 26. október 1980. Við kveðjum góðan og dyggan félaga með virðingu og söknuði. Innilegar samúðarkveðjur til Oddnýjar og fjölskyldu. Starfsmannafélag Sjúkra- samlags Reykjavikur. Blað Fríkirkju- safnaðarins komið út FRIKIKKJAN, bréf FríkirkjusafnaAar- ins í Keykjavík, I. tölublaA 5. árgangs, er nýkomiö út, en hugmyndin er að blaóið komi út framvegis. Mert tilliti til þess hefur nafni blaAsins veriA breytt, en þaA hét áAur Fréttabréf Fríkirkju- safnaAarins. Má geta þess til gamans, aA nýja nafniA er hiA sama og á mánaA- arblaAi, sem séra Lárus Ilalldórsson, fyrsti Fríkirkjupresturinn, gaf út á sín- um tíma. Brot blaðsins hefur verið stækkað; það er prentað á litaðan pappír og letur þess er vel við hæfi þeirra, sem eru farnir að tapa sjón. Að þessu sinni ritar Fríkirkju- presturinn í Reykjavík, séra Gunnar Björnsson, hugvekju, auk þess sem hann skrifar um viðhorf í safnað- arstarfi Fríkirkjunnar. Ragnar Bernburg, safnaðarformaður, ritar fréttapistil frá sjónarhóli safnaðar- stjórnar og Berta Kristinsdóttir seg- ir frá starfi Kvenfélags Fríkirkjunn- ar. Fleira er í blaðinu til gagns og fróðleiks.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.