Morgunblaðið - 18.02.1983, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 18.02.1983, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. FEBRÚAR 1983 19 „Erum himinlifandi með þessi viðbrögð menntamálaráðherra“ — segir Jóann G. Jóhannsson hjá SATT um niðurfellingu skemmtanaskatts af skemmtunum félagsins um helgina „Vid hjá SATT erum að sjálfsogðu himinlifandi með þessi viðbrögð mcnntamálaráðherra, Ingvars Gíslasonar, og vonumst nú bara eftir, að Ragnar Arnalds, fjármálaráðherra, taki afstöðu í sama dúr,“ sagði Jóhann G. Jóhannsson er fréttamönnum var frá því skýrt á fundi í gær, að ákveðið hefði verið að fella niður skemmtanaskatt af skemmtunum SATT, sem efnt verður til í flestum veitingahúsum borgarinnar um helgina. Undanfarnar vikur hefur verið unnið kappsamlega að því að und- irbúa svonefnda SATT-helgi í veitingahúsum borgarinnar. Til- gangurinn er tvíþættur; annars vegar að skapa atvinnu í stétt popptónlistarmanna og hins vegar að auka á fjölbreytni skemmtana- lífs höfuðborgarbúa og þá um leið að gera veglegt átak til að reyna að bjarga byggingarhappadrætti samtakanna. Dregið verður í því á mánudag. Flest veitingahúsin í höfuðborg- inni hafa fallist á, að lána SATT húsakynni sín undir þessa tilraun gegn því, að þau bíði ekki fjár- hagslegan skaða af. Sagði Jóhann skilning og afstöðu veitingahús- anna ómetanlega. Fulltrúar veit- ingahúsana, sem taka þátt í þess- ari tilraun, voru einnig á fréttam- annafundinum í gær og létu vel af þessari nýbreytni og sögðu gott hljóð vera í þeim, sem tækju þátt í þessu. Framhald á skemmtunum af þessu tagi sögðu þeir þó algerlega Rauöi krossinn efnir til málþings um mannréttindi og mannúðarlög RAUÐI kross íslands gengst fyrir málþingi um mannréttindi og mannúðarlög í Norræna hús- inu nk. laugardag. Dagskráin hefst kl. 13.15 með ávarpi Benedikts Blönd- als, hrl. formanns RKÍ. Þá tal- ar Guðmundur Eiríksson þjóð- réttarfræðingur um mannrétt- indayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna. Þór Vilhjálmsson, forseti Hæstaréttar, skýrir frá mannréttindasáttmála Evrópuráðs. Dr. Gunnar Schram, prófessor, ræðir um tillögur stjórnarskrárnefndar um mannréttindaákvæði. Dr. Páll Sigurðsson dósent, talar um Genfarsáttmálana. Kl. 14.50 verður kaffihlé. Eftir hlé talar Ólafur Mixa, læknir, um stöðu heilbrigðis- stétta á ófriðartímum, Hrafn Bragason borgardómari fjallar um Amnesty International. Að lokum sitja fyrirlesarar fyrir svörum, og almennar umræður verða sem Friðrik Páll Jónsson fréttamaður stýrir. Sýning í Skruggubúð FtXSTUDAGSKVÖLDIÍ) 18. rebrúar kl. 22 verður opnuð í Skruggubúð, Suðurgötu 3a, sýning á verkum JÓIIAMARS. Við opnunina verður hin heims- fræga kvikmynd Salvadors Dali og Luis Bunuel „Andalúsíuhundurinn“ sýnd. Aðgangur er ókeypis. Jóhamar er fæddur 1963 í Reykja- vík. Hann hefur tekið þátt í starf- semi súrrealistahópsins Medúsu og sýnt á samsýningum hans. Á sýning- unni í Skruggubúð verða til sýnis um 30 olíumálverk, klippimyndir og hlutir, sem unnið hefur verið á þessu og síðasta ári. Allt er falt. Skruggubúð er opin frá kl. 15—21 um helgar en frá kl. 17—21 þriðju- daga — föstudaga. undir því komið hvernig til tækist að þessu sinni. Veitingahúsarekst- ur væri óheyrilega skattpíndur og ekki hlaupið að því að auka út- gjöld skemmtistaðanna án trygg- ingar fyrir að ekki yrði tap á. „Það hlýtur auðvitað að vera markmið allra veitingahúsa að hafa opið sem oftast og sem lengst hverju sinni," sagði Kristinn Guð- mundsson í Þórcafé. „Skapist þarna tækifæri til að hafa opið fleiri kvöld í viku en hingað til hefur verið er ekki að efa að veit- ingahúsin eru reiðubúin til sam- vinnu. Það er dýrt að hafa húsin lokuð, en það er líka dýrt að opna þau því skattheimtan á þessum rekstri er slík, að hún hefur gert þetta að mörgu leyfi ókleift til þessa.„ Wilhelm Wessmann á Hótel Sögu sagði, að til þessa hefðu hús- in ekki talið sér fært að bæta skemmtiatriðum við útgjaldalist- ann hjá sér. Nógu erfitt hefði ver- ið að halda rekstrinum gangandi til þessa. Sögðu bæði hann og Kristinn, að það gæfi auga leið, að sæju veitingahúsin nýja mögu- leika opnast í þessu tilliti myndu þau reyna allt sem í þeirra valdi stæði til að snúast á sveif með tónlistarmönnum. Fram kom á fundinum, að 42% af rúllugjaldi húsanna rennur beint til ríkisins, en nærri léti að um 60% fari til ríkisins þegar allt er með talið. Því væri ógjörningur, að efna til þessara kvölda um helgina nema með tapi veitinga- húsanna á uppátækinu, án þess að til kæmi niðurfeliing á skemmt- ana- og söluskatti. Skemmtana- skatturinn hefur sem fyrr segir verið felldur niður og nú er aðeins beðið eftir ákvörðun fjármála- ráðherra varðandi söluskattinn. Veitingahúsin, sem taka þátt í þessari tilraun eru talin hér á eft- ir og þá um leið nöfn þeirra hljóm- sveita, sem koma fram bæði í kvöld og annað kvöld. Þórscafé verður með Hrím í kvöld og Kikk annað kvöld. Broadway verður með Þey í kvöld og Grýlurnar á morgun, Óðal með Sonus Futurae bæði kvöldin, í Klúbbnum verða Magnús og Jóhann bæði kvöldin og Hótel Saga hefur Bakkabræður annað kvöld. í Glæsibæ kemur Kikk fram í kvöld og Hrím á morgun, Þjóðleikhúskjallarinn verður með Hálft í hvoru bæði kvöldin og Veitingahúsið Borg býður upp á Pass annað kvöld. Sigtún og Hollywood eru ekki með í þessu dæmi. Hljómsveitin Þeyr er ein þeirra, sem troða upp um helgina. Orðsending frá SATT Á dögunum sendi SATT flest- um félagsmönnum FIH happ- drættismiða ásamt póstávísun- um í von um stuðning nú á enda- spretti söluherferðar happdrætt- issins. Að sögn Bergþóru Árnadóttur urðu þau leiðu mistök við gerð póstávísananna, að misritun átti sér stað. Þannig að á öllum ávís- ununum er víxlað nöfnun send-^ anda og viðtakenda. Þeim tilmælum er beint til allra þeirra er fengu miðana í hendur, að þeir athugi þetta og breyti árituninni um leið og þeir eru hvattir til að gera skil sem fyrst. Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjaneskjördæmi 26.-27. febrúar 1983. Stuöningsmenn Rannveigar Tryggvadóttur hafa opnaö kosningaskrifstofu í Aðalstræti 4, Reykjavík, uppi (gengið inn frá Fischer- sundi). Skrifstofan veröur opin kl. 17—20 virka daga og kl. 13—19 um helgar. Kaffi á könnunni, verið velkomin. Símar 16396 og 17366.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.