Morgunblaðið - 18.02.1983, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 18.02.1983, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. FEBRÚAR 1983 Dæmdar skaðabætur vegna barneignar — þar sem hún hafði áður gengist undir ófrjó- semisaðgerð á sjúkrahúsi í Lundúnum l.undúnum, 17. fohrúar. Al*. KONU nokkurri, sem cignaðist barn þrcttán mánurtum eftir aö hún hafði gcngist undur ófrjósemisaðgerð, voru dag dæmdar 9.025 punda skaðabætur af breskum dómstóli. Rétturinn hafnaði hins vegar kröfum hennar um framfærslueyri þar til barnið næði sextán ára aldri. Muriel Udale, sem er 37 ára göhiul, gekkst undir ófrjósemisað- gerð í október árið 1977 á sjúkra- húsi í Lundúnum. Eftir að sonur hennar fæddist í nóvember ári síð- ar viðurkenndi talsmaður viðkom- andi heilsugæsluskrifstofu að ábyrgðin væri þeirra, en neitaði öllum kröfum um skaðabætur. Lögmenn segja þennan dóms- úrskurð geta orðið fordæmi fyrir fleiri slíkum í Bretlandi. Útnefnt til Óskars- verðlauna í gær llollvwnod, 16. febrúar. Al*. ÍJTNEFNINGAR til Óskarsverðlauna fóru fram í Hollywood í gær, en 11. apríl næstkomandi verða sigurvegararnir í hverjum flokki tilkynntir. ÍSALDARMENN í AMERÍKU — Al Redder, fornleifafræðingur í frístundum, og mannfræðingurinn dr. John Fox eru hér með hauskúpur tveggja manna frá ísöld, sem fundust á bökkum Brazos-árinnar í Texas. Talið er að hér sé jafnvel um að ræða elstu mannabein, sem fundist hafa í Vesturheimi. AP. Gífurlegir kjarreldar f Ástralíu: Eldarnir hafa orðið 69 manns að bana Útnefningarnefndin fjallaði um ýmsar kvikmyndir, og mynd Rich- ards Attenborough um líf Mahatma Ghandi fékk flestar út- nefningarnar, eða 11 talsins. Grín- myndin „Tootsic" hlaut tíu útnefn- Kjötkveðju- hátíð með rólegra móti Kio de Janeiro, 17. fehrúar. Al'. LÍKHÚSIÐ í Río tók á móti 126 lík- um meðan á fjögurra daga kjöt- kveðjuhátíð stóð fyrr í þessari viku og yfirmaður þess segir að þetta séu mun færri lík en þeir taki á móti yfir venjulega helgi þegar eitthvað er um að vera. Kjötkveðjuhátíðin sem hófst síð- astliðinn laugardag hefur jafnan haft orð á sér fyrir að vera sérlega ofbeld- iskennd í þessari suður-amerísku borg. ingar, „E.T.“ níu, „Victoria-Vict- oria“ átta og tvær myndir, „An officer and a gentleman" og hin þýska „Das Boot“ fengu sex útnefn- ingar hvor. Attenborough var tuttugu ár að fjármagna og framleiða mynd sína um Ghandi, en Ben Kingsley var tilgreindur besti karlleikarinn í að- alhlutverki, hlutverk hans var að leika Ghandi. Aðrir karlleikarar sem til álita komu, eru Dustin Hoffman fyrir leik sinn í Tootsie, Jack Lemmon fyrir leik sinn í Missing, Paul Newman fyrir leik sinn í The Verdict og Peter O’Toole fyrir leik sinn í My Favorite Year. Titilinn „besta leikkonan í aðal- hlutverki" fer til einnar af eftir- töldum konum: Julie Andrews fyrir leik sinn í „Victoria-Victoria", Jessica Lange fyrir leik sinn í „Frances", Sissy Spacek fyrir frammistöðu sína í „Missing", Mer- yl Streep fyrir afrek í „Sophies Choice" og Debra Winger fyrir leik sinn í „An officer and a gentle- man.“ Auk myndarinnar „Ghandi", voru eftirtaldar kvikmyndir út- nefndar sem besta kvikmynd 1982: E.T., Missing, Tootsie og The Ver- dict. Sydney, 17. frhrúar. Al'. BARIST var við kjarrelda annan daginn í röð í dag f suðausturhluta Ástralíu, en a.m.k. 69 manns urðu eldunum að bráð í gær. I Victoria-ríki létu 36 manns líf- ið og 23 létust í eldunum í suður- hluta Ástralíu. Lögreglan óttast að talan eigi enn eftir að hækka, en árið 1931 létust 71 maður af völdum kjarrelda í Ástralíu og er það mesta manntjón af þessum sökum þar í landi. Meira en átta þúsund manns hafa orðið að yfirgefa heimjli sín vegna eldanna og síðdegis í dag börðust björgunarmenn við gífur- lega elda í nánd við Melbourne, þar sem stormur gerði allar að- stæður erfiðari. „Drunurnar sem fylgdu eld- tungunum voru hræðilegar, það var eins og járnbrautarlest færi hjá,“ sagði Alanor Gray, en heim- ili hennar í Macedon varð eldinum að bráð á svipstundu. John Cain, ríkisstjóri Viktoriu- ríkis, sagði að a.m.k. tvö þúsund heimili þar hefðu orðið eldunum að bráð. Sjö bæir hafa brunnið til grunna vegna eldanna og lögregl- an óttast að tala látinna eigi enn eftir að hækka þegar farið verður V estur-Þýskaland: Wieshaden, 17. fehrúar. Al'. VESTUR-þýska lögreglan byrjaði í dag að dreifa 286.000 dreifibréfum að kanna nánar rústir bæjanna. Yfirvöld segja að orsakir eld- anna sums staðar séu íkveikja, en ekki væri víst að svo sé á öllum stöðunum. Malcolm Fraser, forsætisráð- herra Ástralíu, hefur frestað kosningabaráttu sinni um stund- arsakir vegna neyðarástandsins sem eldarnir hafa skapað. þar sem boðin eru 50.000 mörk fyrir upplýsingar, sem leiða kynnu til handtöku á sextán eftirlýstum hryðju- verkamönnum. Talsmaður sakamáladeildar lögreglunar sagði að hryðju- verkamenn þeir sem lýst er eftir í þessum dreifibréfum séu allir „meðlimir hryðjuverkasamtaka, sem hafa það að markmiði að nota glæpi sem vopn gegn persónulegu frelsi", en svipuð herferð var hafin af lögregluyfirvöldum á síðastliðnu ári og kvað hafa gefið góða raun. GM og Toyota í eina sæng Frrmonl, Kaliforníu, 17. fohrúar. Al*. TVÆR af stærstu bifreiðaverksmiðj- um vcraldar, General Motors og Toy- ota, gengu saman í eina sæng í gær. Samningarnir voru undirritaðir í Fremont í gær af fulltrúum fyrirtækj- anna. Þessi viðburður var gerður opin- ber á mánudaginn og þá þegar hófu verkalýðsforingjar að velta fyrir sér hugsanlegum afleiðingum. Þetta flækir mjög mál nokkur þús- unda starfsmanna bandaríska bif- reiðaiðnaðarins. Þeir misstu vinnu sína í mars síðastliðnum, er verk- smiðjunni var lokað í kjölfar vax- andi kreppu. Hún hefur nú verið opnuð á ný Nokkur viðbúnaður var við undir- ritun samkomulagsins, enda var ekki vitað hver viðbrögð starfs- fólksins yrðu, jafnvel var talið hugsanlegt að haldnir yrðu mót- mælafundir. Ekkert bólaði þó á slíku. GM er stærsta bílafram- leiðslufyrirtæki veraldar og Toyota er þriðja stærsta fyrirtækið. Síðla á næsta ári er áætlað að starfsemin komist á fullt skrið og þá verða framleiddir allt að 200.000 smábíl- ar, samkvæmt teikningum Toyota, á ári hverju. Sérfræðingar telja sig komna á spor Loch Ness-fyrirbærisins Dtndon, 17. fehrúar. Al'. BRESKUR rannsóknarleiðangur undir stjórn Adrian Shine, telur sig vera kominn á spor Loch Ness-skrímslisins, sem valdið hefur mönnum heila- brotum í 1400 ár. Hópurinn hefur eytt meiri tíma í rannsóknir heldur en aðr- ir leiðangrar til samans, eða alls fjóra mánuði samfleytt. Flokk- urinn hefur notað tvö bergmálsl- eitartæki og í 40 tilvikum hafa tækin skynjað stóra hluti sem hreyfst hafa úr stað. „Það eru til tæki og myndavélar sem gætu tekið af allan vafa um hvort það sem við höfum orðið varir við er lifandi eða dautt. Hér er ekki um þær fiskitegundir að ræða sem vitað er að finnast í vatninu, um- rædd 40 tilvik hafa verið af allt öðru sauðahúsi, hér eru flykki mikil á ferðinni og ef frekari rannsóknir staðfesta að fyrir- bærin séu lifandi, þá er örugg- lega Nessie hér á ferðinni," sagði Shine í samtali við fréttamenn. Hann bætti því jafnframt við, að hin fullkomnari tæki, sem gætu tekið af öll tvímæli, myndu kosta um 462.000 dollara. En það er ekki auðvelt að eiga við Loch Ness, vatnið er um 20 kílómetrar á lengd og mesta dýpi hefur mælst 220 metrar. Mest allt vatnið er mjög djúpt, það er skoiað og einkennilegir straum- ar eru í því. Öll tilvikin fjörutíu komu fram á meira dýpi um 60 metrum, en silunga- og laxa- stofnar vatnsins finnast ekki á meira dýpi. Eitt tilvikið. sást á tækjum flokksins 16. maí síð- astliðinn. Fylgdust leiðangurs- menn með af athygli þar sem skugginn færðist til í 68 sekúnd- ur og virtist kafa af 68 metra dýpi niður á 114 metra. „Þetta var enginn fiskur, svo sterk voru bergmálseinkennin," sagði Shine um atvikið. Oftast hefur dýrinu í Loch Ness verið lýst sem hálslöngu kvikindi sem minnir mjög á risa- eðlur forsögulegra tíma. Um tíma voru ýmsir vísindamenn tilbúnir að fullyrða að dýrið væri einhvers konar útgáfa af Pleicosaur-risaeðlu, vatnaeðlu mikiili sem lifði á fiski og dó út fyrir milljónum ára. Ýmsir eru trúaðir á að svo sé, en aðrar kenningar hafa komið fram, m.a. að Nessie sé óþekkt tegund af risasel sem hafi fyrr á tímum slitnað úr tengslum við hafið og lifað góðu lífi á fiskmergðinni í • Ein frægasta mynd sem tekin hefur verið af Loch Ness-dýrinu. vatninu, en þar finnst bæði sil- ungur og lax í ríkum mæli. Þá hafa margir talið að Nessie sé ekkert annað en gas sem myndast í rotnandi vatnagróðri á vatnsbotninum og brjóti sér Ieið til yfirborðsins, „dýrið" sé þá ekkert annað en hrúgur af rotnandi jurtaleifum. Þetta er m.a. skýring sú sem menn hafa fundið á tilvist furðufyrirbæris í Lagarfljóti. En Shine þvertekur fyrir að Nessie sé gasbólur og jurtahrúgald. „Við höfum tekið sýni víðs vegar á botninum og dregið sjónvarpsvélar eftir hon- um. Ekkert bendir til þess að hér sé um gasmyndun að ræða, skil- yrðin eru ekki fyrir hendi," segir Shine. • Teikning byggð á einni «f mörgum kenningum um útlit Loch Ness- skrímslisins. Lögreglan býður 50.000 mörk fyrir upplýsingar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.