Morgunblaðið - 18.02.1983, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 18.02.1983, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. FEBRÚAR 1983 25 Kveðjuorð: Þorleifur Bjarna son Litla-Mel Fæddur 18. febrúar 1923 Dáinn 4. febrúar 1983 Meðan við sitjum við hlið dauð- vona vinar og reynum af veikum mætti að gera honum stundirnar léttbærari, án þess að geta í raun annað en haldið í hönd hans og strokið blítt um vanga, er okkur dýrmætust stundin sem er. Þegar dauðinn hefur slegið hönd sinni á sárþjáðan líkamann og vegferðinni lýkur, verður manni hin gengnu spor efst í huga, hinar liðnu stundir í hugljúfri minn- ingu. Sorgin er sú tilfinning sem kall- ar fram í hugskot okkar ljúfar samverustundir með þeirri eftir- sjá sem aldrei má endurheimta. Þorleifur K. Bjarnason er einn þeirra manna sem gott er að minnast og hollt er að minnast, karlmennsku hans og hugprýði í veikindum, gáska hans og lundar í viðkynningu, og máske ekki síst vegna barngæða og skilnings á líf- inu sjálfu. Ég mun minnast þessa manns með ljúfri þökk fyrir samferð og góða viðkynningu, heilt og djarft handtak og það heillyndi sem prýðir góðan dreng. Systur minni, börnum hans og barnabörnum, svo og öllum að- standendum sendi ég þá ósk að minning hans verði þeim styrkur í sorg. Ari „K|! minnist þín viA margnn gleAirund man þig vel á beiskri reynslustund. hve stóðst þú tigin, stór í þungri sorg, hve stór þú varst — en barst ei harm á torg. Ó, vinur kær, ég sáran sakna þín, en samt ég veit að ávallt hjá mér skín þín minning Tógur, gjöfug, hrein og góð, sem gimsteinn, lögð í minninganna sjóð.“ (Margrét Jónsdóttir, Ný Ijóð) Þann 4. febrúar andaðist Þor- leifur K. Bjarnason í Landspítal- anum og vantaði aðeins nokkra daga í sextugs afmæli sitt. Við hefðum glaðst með honum þá — enn í stað þess ríkir söknuður. Þorleifur, Leifur, eins og hann var kallaður, bjó sín æskuár í Keflavík hjá foreldrum sínum, Björgu Einarsdóttur og Bjarna Sveinssyni í Hábæ. Leifur var einn ellefu systkina. Eftirlifandi eru þrjár systur, Júlíana, Valgerð- ur og Rósanna og einn hálfbróðir, Ingimundur. Leifur var giftur Sigrúnu Hall- varðsdóttur og bjuggu þau að Litla-Mel í Skilmannahreppi. Lést Sigrún langt fyrir aldur fram. Börn þeirra eru Helga Rúna og Björgvin. Ekkjumaður var Leifur er hann kynntist Sigríði Þóru Sigurjóns- dóttur árið 1975, og flutti hún að Litla-Mel, þar sem þau sameinuðu fjölskyldur sínar í ást og um- hyggju. Þótt Leifur væri mikið veikur nú hin tvö síðustu árin, barðist hann eins og hetja og lét engan bilbug á sér finna — engin uppgjöf — alltaf létt lund. Við skiljum ekki af hverju maður á besta aldri er burtu kvaddur, frá ástvinum öllum. Alltof fá ár áttum við með góðum vini, en vegir guðs eru óskiljanlegir. Við lútum því í djúpri sorg. Mikil þökk er læknum og sjúkraliði á Landspítala og Akranesspítala er önnuðust hann í hinum þungbæru veikindum, og þakka ber einnig þá umhyggju sem þau sýndu Sigríði, sem vék vart frá manni sínum uns yfir lauk. Mikill er söknuður Sigríðar í ástvina missi, barna hans, tengda- dóttur og sonadætranna litlu, sem alla tíð gátu hlaupið yfir hlaðið til afa. Það er erfitt að útskýra að elskulegur afi sé allur. Ekki ríkir síður söknuður hjá börnum Sigríðar, Sverri, sem bjó hjá þeim í góðri umhyggju, og barna hennar og fjölskyldna á Akranesi og í Vestmannaeyjum. Barnabörn Sigríðar sakna góðs afa. Með söknuði kveðjum við Leif og þökkum honum samfylgdina. Við biðjum góðan guð að halda sinni verndarhendi yfir skyld- mennum öllum og hugga þau í sinni djúpu sorg. Guð blessi minningu Leifs og styrki hann í nýjum heimkynnum og við ný störf. Eria Bridge Arnór Ragnarsson Bridgefélag Suðurnesja Barómetertvímenningur 26 para hófst sl. mánudag hjá fé- laginu og eins og sagt er muna elztu menn ekki eftir svo góðri þátttöku hjá féiaginu. Er þessi þátttaka án efa hvetjandi fyrir hina nýkjörnu stjórn sem hyggst ekki sitja auðum höndum næsta kjörtímabil. Hefur hún nú þegar sýnt það í verki og er komið út fréttabréf frá stjórninni, 1. tbl. og vonandi ekki það síðasta. í upphafi fréttabréfsins segir m.a.: Fréttabréf þetta er hið fyrsta í röðinni. Stjórn BS mun öðru hvoru senda frá sér slík bréf, eftir því sem ástæða þykir til og eru þau ætluð meðlimum í Bridgefélagi Suðurnesja, þannig að þeir geti fylgst með því sem á döfinni er hverju sinni, hvaða hugmyndir hafi komið fram hverju sinni varðandi starfsemina, og komið sjálfir á framfæri til allra með- iima félagsins því, sem þeir telja nauðsynlegt. Víða er komið við í innanfé- lagsmálum félagsins en verður ekki tíundað hér nánar. Þá kom fram á síðasta spila- kvöldi að Einar Jónsson, sem er einn af þekktari keppnisspilur- um félagsins, hefir gengist fyrir bridgekennslu í Keflavík bæði fyrir byrjendur og þá sem hafa áhuga á að læra meira en mann- ganginn ef hægt er að komast svo að orði. Þá vakti einnig athygli undir- ritaðs að stjórnin hefir ákveðið að kynna spilurum alþjóðlegar keppnisvenjur þannig að spilar- ar geti tekið þátt í stærri mótum án þess að verða sektaðir fyrir óeðlilega hegðan við spilaborðið. Á fyrsta spilakvöidinu talaði rit- arinn, Alfreð G. Alfreðsson, um „bank“-regluna sem í stórum dráttum byggist á því að þegar sagðar eru svokallaðar gervi- sagnir skal meðspilari banka í borðið andstæðingunum til við- vörunar. Barómeterinn verður spilaður í 4 kvöld og eru þátttakendur 52 eins og áður sagði. Staðan eftir fyrsta kvöldið: Arnór — Sigurhans 71 Karl — Magnús 68 Elías — Kolbeinn 50 Magnús — Sigurjón 36 Guðmundur — Snorri 34 Sigurður — Jón Frímann 27 Sigurður — Aðalsteinn 26 Eins og kunnugt er óskar þátt- urinn eftir því að föðurnöfn fylgi þegar sagt er frá efstu pörum í keppnum. Úr því verður vonandi bætt næst en undirritaður á alla sök á að svo er ekki að þessu sinni. Önnur umferð verður spiluð í Stapa nk. mánudagskvöld kl. 20. Bridgefélag Hafnarfjarðar Mánudagskvöld 17.02. sl. lauk Butler-tvímenningskeppni fé- lagsins og urðu úrslit eftirfar- andi: Stig Ásgeir Ásbjörnsson — Friðþjófur Einarss. 208 Guðbrandur Sigurbergss. — Kristófer Magnúss. 203 Georg Magnússon — Kristján Blöndal 187 Magnús Jóhannsson — Bjarni Jóhannsson 186 Sverrir Jónsson — Ólafur Ingimundars. 181 Ólafur Gíslason — Sigurður Aðalsteinss. 181 Alls tóku 20 pör þátt í keppn- inni og sá Hermann Lárusson um keppnisstjórn af röggsemi. Nk. mánudagskvöld, 21.02., hefst firmakeppnin, eða ein- menningur eins og þetta keppn- isfyrirkomulag er oftast kallað. Spilað verður í íþróttahúsinu við Strandgötu og hefst spila- mennskan stundvíslega kl. 19.30. Allir sem áhuga hafa á að vera með, eru boðnir velkomnir og jafnframt bent á að þátttöku- réttur fer eftir skráningarröð spilara og er því vissara að mæta vel tímanlega. Bridgeklúbbur Akraness Staðan í Akranesmótinu í tvímenningi þegar fimm kvöld af sex eru búin, er þessi: Óliver Kristófersson — Þórir Leifsson 264 Ólafur Gr. Ólafsson — Guðjón Guðmundsson 250 Karl Alfreðsson — Þórður Elíasson 234 Eiríkur Jónsson — Alfreð Viktorsson 224 Skúli Ketilsson — Vigfús Sigurðsson 199 Laugardaginn 12. febrúar var spiluð hin árlega bæjakeppni milli Akurnesinga og Hafnfirð- inga og var spilað á Akranesi í ár. Fimm sveitir frá hvorum aðila spila í aðalkeppninni en sjötta sveitin spilar um sérstak- an bikar. Úrslit urðu sem hér segir og eru sveitir Akurnesinga taldar upp á undan: Sveit Alfreðs Viktorssonar — Aðalsteins Jörgensen 11— 9 Sveit Halldórs Sigurbjörnssonar — Sævars Magnússonar 3—17 Sveit Guðmundar Sigurjónssonar — Kristófers MagnússonarO—20 Sveit Alfreðs Þ. Alfreðssonar — Jóns Gíslasonar 20— 0 Sveit Búa Gíslasonar — Kristjáns Haukssonar 9—11 Hafnfirðingar báru því sigur- orð af Akurnesingum í aðal- keppninni þetta árið með 57 stig- um gegn 43 stigum. Sveit Björgv. Bjarnas. 10 stig 94 IMP-stig Sveit Ernu Hrólfsd. 10 stig 93 IMP-stig Eins og sá má sigruðu Akurnes- ingar á sjötta borði en naumari gat sigurinn ekki orðið. Bridgeklúbbur Akraness þakkar Hafnfirðingum kærlega fyrir komuna og tilkynnir það að klúbburinn hyggst hefna harma sinna á næsta ári þegar hann leggst í Hafnarfjarðarvíking. Föstudaginn 4. febrúar lést í Landspítalanum tengdafaðir minn, Þorleifur K. Bjarnason. Hann v'ar fæddur 18. febrúar 1923, og vantaði því ekki nema 14 daga í sextugsaldurinn. Vegna þess alls er hann var mér, konu minni og syni, langar mig til að minnast hans með nokkrum orðum. Fyrstar koma upp í hugann minningar úr ferðalagi er við fór- um í saman fyrir nokkrum árum. Leifi hafði glöggt auga fyrir feg- urð landsins og hafði yndi af ferðalögum. Það eru ógleymanleg- ar stundir er við gengum saman í náttúrunni og ræddum um fegurð landsins. Ást Leifa á börnum var mikil og þreyttist hann aldrei á að útskýra fyrir syni mínum hin ýmsu fyrirbrigði sem eingöngu börn spyrja um. Fyrir tveimur ár- um þurfti kona mín að leita sér lækninga í Reykjavík. Þá var Leifi þar líka að reyna að fá bata á sjúkdómi þeim sama sem að lok- um dró hann til dauða. Þannig vildi til að þau voru á sama spítala en sitt hvorri deildinni. Leifi var þá að hefja sitt stríð við dauðann sem hann vissi að var ekki langt undan, en hugsunin um það vék fyrir umhyggju hans fyrir stjúp- dóttur sinni, sem hann hughreysti í hennar veikindum þó sjálfur væri við dyr dauðans. Slíkar minningar um þann mann sem Leifi hafði að geyma eru gull sem við geymum í hjört- um okkar og munu létta okkur sorgarbyrðina. Tengdamóður minni, börnum Leifa og barna- börnum og öðrum ættingjum og aðstandendum votta ég mína inni- legustu samúð. Jóhann Norðfjörð HREINLÆTISVÖRUR: Leyft Okkar verð: verð C-11 650 gr. 25,65 23,10 C-11 3 kg. (plastpoki) 97,85 88,05 C-11 3 kg. (karton) 103,50 92,90 C-11 10 kg. 309,00 278,10 Vex 700 gr. 26,10 23,50 Vex 5 kg. 145,85 131,25 Iva 550 gr. 23,60 21,25 íva 5 kg. 149,15 137,20 Sparr 550 gr. 22,35 20,35 Sparr 2,3 kg. 97,40 87,65 Dixan 600 gr. 39,65 35,70 Dixan 3 kg. 185,70 167,15 Dixan 10 kg. 497,20 457,40 Ajax 800 gr. 37,35 33,65 Ajax 3 kg. 151,65 136,50 Prana 20 dl. 30,20 27,20 Prana 75 dl. 112,95 101,65 Prana 4 kg. 135,30 121,80 Botaniq 4 kg. 141,30 127,15 Skip 900 gr. 48,30 43,45 Skip 3 kg. 146,95 132,25 Omo 1250 gr. 56,80 52,25 Ariel 600 gr. 31,30 28,80 Ariel 900 gr. 42,85 39,45 Ariel 3 kg. 139,40 128,25 Fairy snow 620 gr. 30,70 27,65 Fairy snow 930 gr. 54,75 50,35 Bold 930 gr. 43,10 39,65 Ariel autom. 930 gr. 52,80 47,50 Wipp express 450 gr. 30,10 27,70 Dato 690 gr. 45,50 41,90 Perwoll 240 gr. 17,50 15,85 Lux spænir 425 gr. 32,85 29,60 Henko 640 gr. 20,95 19,30 Luvil 700 gr. 41,75 37,60 Bio Botaniq 40 dl. 82,15 73,90 Bio Botaniq 12 dl. 26,90 24,20 Geriö verðsamanburð. Opiö til 8 í kvöld og til hádegis á morgun. árumarkaðurinn hf. |Ár múla 1A. Sími 86111.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.