Morgunblaðið - 18.02.1983, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 18.02.1983, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. FEBRÚAR 1983 Ræða Harris lávarðar af High Cross á Viðskiptaþingi Mikill meiri hluti Vest- urlandabúa er þrátt fyrir allan mun á tungum, sögu og menningu sammála um að styðja frjálsræðisskipulagið. Við trúum því flest, og undantekningarnar skipta engu, að einstaklingarnir eigi að hafa víðtækt frelsi til að velja um, hvernig þeir lifa lífinu, ala upp bornin sín, afla sér fjár og sinna ólíkum áhugamálum. Við kunnum að nota ólík orð, en við erum sam- mála um nokkur frumgildi og lang- tímamarkmið. Það er því nokkurt undrunarefni, að í flestum löndum virðist menn greina harðlega á í stjórnmálum. Éindregnir stuðningsmenn frjáls- ræðisskipulagsins berjast jafnvel hverjir við aðra undir merkjum eins og íhaldssemi, frjálslyndi, jöfnun og jafnvel framsókn, sjálfstæði og strjálbýli, svo að nokkur skrýtin nöfn séu nefnd. Menn kunna að segja við þessu, að þeir, sem sækjast eftir vali um fæði, húsgögn og klæði, sækist að sjálfsögðu einnig eftir vali um ólíka stjórnmálaflokka og stjórnmálastefnur. Ég hyggst í þessu erindi ræða um það, hvort frelsið til að velja í viðskiptum hversdagsins geti rekist á það, sem flestir telja frelsið til að velja í stjórnmálum. Samkeppnin forsenda valfrelsis Ykkur kann, áheyrendur góðir, að þykja þetta umræðuefni heldur fræðilegt. En niðurstaða mín verður sú, að nauðsynlegt geti orðið að takmarka það, sem menn hafa van- ist því að telja lýðræðisleg réttindi sín Ég hlýt því að undirbúa ykkur undir þessa niðurstöðu, sem sumum ykkar kann að þykja lítið fagnaðar- efni, með því að biðja ykkur að veita athygli þeim mikla mun, sem er á almennri ánægju manna með árangur vals þeirra á markaðnum og almennri óánægju þeirra með stjórnmál og ríkisafskipti. Verið getur, að öðru máli gegni á ísiandi. Verið getur, að þið og land- ar ykkar séuð flest ánægð með stjórnarhætti. En ég efast um það, þótt ekki sé nema af þeirri ástæðu, að markaður viðskiptanna býður ykkur miklu fleiri vörur að velja úr en markaður stjórnmálanna, þar sem ekki eru í boði nema tveir eða þrír (og í hæsta lagi fjórir eða fimm) bögglar stefnumála. Það er kjarni frjálsræðisskipu- lagsins, að í því hafa einstakl- ingarnir „frelsið til að velja", svo að vitnað sé í bók Miltons Friedmans með því nafni. Þeir hafa frelsi til að velja um þá, sem keppa um að bjóða þeim vörur og þjónustu, og þeir hafa frelsi til að velja um hina, sem reyna að selja þeim ólík stefnumál. Um hvort tveggja gildir, að um eitthvað verður að vera að velja. Og ekkert getur tryggt það nema sam- keppni. Þannig er ég kominn af fyrsta þrepinu í rökfærslu minni. Það er, að samkeppnin sé nauðsyn- leg forsenda valfrelsisins. En er samkeppnin nægileg forsenda frels- is í viðskiptum og stjórnmálum — eða getur hún jafnvel gengið úr hófi fram? Markaður stjórnmál- anna ófullkominn Við hljótum, ef við ætlum að svara þessari spurningu, að grennsl- ast fyrir um það, hvers vegna sam- keppnin virðist gefast betur, þegar til dæmis er um framleiðslu loðnu að ræða, en á markaðnum fyrir loð- in stefnumál. Kennslubækur í hagfræði eru all- ar fullar af sögum um markaðs- bresti. I þeim er nemendum sagt, að samkeppni sé ófullkomin. Neytend- ur geti látið blekkjast af auglýsing- um, framleiðendur geti skekkt vöru- verð og verksmiðja geti spillt ná- grenni sínu með reyk. Berja má í þessa markaðsbresti eða draga úr þeim með lagasetningu, til dæmis gegn ósönnum fullyrðingum eða til- raunum gegn einokun eða verðlagn- ingu mengunar. Markaður viðskiptanna kann að vera ófullkominn. En hvað um markað stjórnmálanna? Sá flokkur eða það bandalag flokka, sem mynd- ar stjórn, hefur sjaldan hlotið meira en 50% atkvæða, hversu fullkomið sem fyrirkomulag kosninganna er. Ekki verður haldur sagt, að stjórn- málamenn séu með öllu saklausir af villandi auglýsingum. En þrátt fyrir þetta neyða sigurvegararnir í kosn- ingum stefnumálum sínum upp á 100% kjósenda. Á markaði viðskipt- anna getum við skipt um framleið- anda strax á morgun, en á markaði stjórnmálanna neyðumst við til að bíða í 3, 4 eða 5 ár eftir að skipta um menn. Og benda má á það, með því að minnst er á reykinn frá verk- smiðju, sem leggi kostnað á ná- granna hennar, að stefnumál stjórnmálamanna hverfa stundum sjónum okkar í moðreyk. Margar ráðstafanir góðgjarnra valdsmanna skaða stórkostlega skattgreiðendur, neytendur, leigjendur, fjárfest- ingaraðila, kaupsýslumenn, bændur og verkamenn, ekki síst með því að trufla framleiðslu, torvelda val manna, tefja framfarir og koma ólagi á markaðinn með því að valda verðbólgu, þótt sú hafi alls ekki ver- ið ætlunin. „Ósýnilega höndin“ Ég ætla að leyfa mér að benda á þann mikla mun, sem er á hinum heillavænlegu afleiðingum sam- keppni í viðskiptum og hinum óheillavænlegu afleiðingum, sem samkeppni í stjórnmálum hefur oftar en ekki. Adam Smith var sá, sem fyrstur benti á það, að einstakl- Harris lávarður. ætti ekki að láta freistast til að hækka verð til neytenda. Hærra verð yki framboð, drægi úr eftir- spurn og ylli uppsöfnun óseljanlegra birgða, eins og landbúnaðarstefna Efnahagsbandalagsins sýnir. Sann- leikurinn er sá, að ríkið ætti við þau skilyrði fremur að veita framleið- endum beina styrki, enda yrði kostnaðurinn ótvíræður og sýni- legur skattgreiðendum. Tæplega er nauðsynlegt að taka það fram, ef ríkið á ekki að skipta sér af verði, að það á ekki heldur að stjórna framleiðslunni. Ríkið hefur ekki nema einu hlutverki að gegna fyrir utan það að setja lög og fram- fylgja þeim og að hjálpa þeim, sem hjálpar eru þurfi. Þetta hlutverk er að framleiða þau samgæði, ef svo má segja, sem fyrirtæki á markaðnum geta ekki framleitt í samkeppni sinni um hylli einstakra neytenda. Dæmin um samgæði eru mörg og ólík, frá landvörnum til holræsa- lagna. I þessum flokki eru einstakir vegarspottar, götuljós, strandgæsla, en ekki hraðbrautir, sorphreinsun eða jafnvel skólaganga og hjúkrun einstaklinga. Munurinn felst ekki í því, að samgæði séu brýn eða ómiss- andi (því að það á einnig við um fæði og klæði), heldur í hinu, að ábatinn af þeim, til dæmis götuljós- um, er ekki seljanlegur á markaði, þannig að þeir, sem hans njóta, beri síðan kostnaðinn. Samkeppni og val í viðskiptum og stjórnmálum ingar, sem væru að vinna að eigin hag — eða eins og ég kann betur við að segja: að vinna að þeim mark- miðum, sem þeir hafa valið sér — ynnu í rauninni betur að almanna- hag en stjórnmálamenn, sem segj- ast ekki keppa að öðru en þjóðarhag. En hvernig stendur á þessu? Adam Smith skýrði þessa þver- sögn. Hann benti á það, að „ósýnileg hönd“ leiddi slátrarann, bakarann og bruggarann að því að framleiða mat og drykk fyrir okkur, þegar þeir væru að sinna eigin hag. Þessi ósýnilega hönd er að sjálfsögðu ekk- ert annað en samkeppnin á mark- aðnum. Framleiðendur verða að há- marka gróða sinn með því að lækka kostnað eða bæta gæði, notagildi og annað aðdráttarafl vöru sinnar, ef þeir búa við samkeppni, en ekki með því að hækka verð. Friedrich Hayek benti á það tveimur árum síðar, að í hagskipu- lagi sífelldra breytinga væri sam- keppnin besta leiðin til þekkingar- öflunar, til sífelldrar framþróunar, nýrrar tækni, betri fullnægingar þarfa, aukinnar fjölbreytni. Horfum um öxl og virðum fyrir okkur þá miklu breytingu, sem orðið hefur á eldhúsáhöldum, heimilisþægindum, bifreiðum, flugi, ljósmyndavélum, sjónvarpi, ferðalögum og jafnvel mat og fatnaði. Við vitum öll, að Rússar eru langt á eftir okkur, en hugsum okkur, hversu miklu lengra þeir væru á eftir okkur, ef þeir gætu ekki flutt nýjungar inn frá Vestur- löndum. Skýringin er ekki, að við séum hæfari eða hugvitsamari en Rússar. Hún er sú, að samkeppnin fær okkur til að leggja okkur fram í framleiðslu og viðskiptum — eins og hún gerir í fimleikum, íþróttum og leikdansi, en sameignarsinnar finna ekkert að samkeppni í þessum greinum, þótt þeir lasti hana í viðskiptum. Hatursmenn markaðarins kvarta undan því, að samkeppnin herði á græðgi og eiginhagsmunahvöt manna. En þeir geta ekki neitað því, að flestir menn vinna af meira kappi að eigin hag — eða að þeim markmiðum, sem þeir hafa valið sér — heldur en að því, sem stjórnmála- menn lýsa yfir, að sé „þjóðarhagur". Og ég get ekki annað en minnt á það, að áköfustu sameignarsinnar reyna án þess að blygðast sín að nýta sér skammtímahagsmuni og græðgi kjósenda með því að kaupa atkvæði þeirra með loforðum um frekari ábata. Reglur ómissandi En þeir, sem gagnrýna markað- inn, komast nær hinu sanna, þegar þeir vara við slæmum afleiðingum samkeppni. Það blasir við, ef fram- leiðendur hafa frelsi til að keppa á hvern þann hátt sem þeir kæra sig um, að þeir eiga þess kost að hafa fé af neytendum fremur en þjóna þeim. Framleiðendur hafa drýgt vín með vatni, þeir hafa mælt ranglega, farið með ósannar fullyrðingar í auglýsingum. Framleiðendur í sterkri aðstöðu gætu, ef samkeppnin lyti engum lögmálum, beitt brögð- um og blekkingum til að sigra keppinauta sína. I slíkri samkeppni sigruðu þeir líklega ekki, sem hag- sýnastir væru, heldur hinir, sem samviskulausastir væru. Því má spá, að ótakmörkuð samkeppni gæti útrýmt sjálfri sér og leitt til einok- unar. Ég minni ykkur á viðvörun Adams Smiths: „Menn úr sömu atvinnugrein mega svo varla hittast, jafnvel þótt ekki sé nema í skemmt- unar skyni, að umræðunum ljúki ekki með samsæri gegn almenningi eða einhverri tilraun til að hækka vöruverð." Af þessari ástæðu hafa frjáls- lyndir hagfræðingar löngum verið sammála um, að markaðurinn geti ekki starfað eðlilega og öllum til heilla nema við réttar leikreglur — eins og keppni á milli íþróttakappa og knattspyrnuliða eru settar regl- ur. Með öllum þeim þjóðum, sem búa við markaðsskipulag, gilda ýmis lög um öryggi, framleiðsluhætti, hreinlæti, vörumerkingar og við- skiptahætti. Verið getur jafnvel, að frelsi neytendanna til að velja verði að takmarka ef vörurnar eru hættu- legar, til dæmis byssur eða eiturlyf. Af þessu leiðir, að sameignarsinn- ar hafa rangt fyrir sér, þegar þeir ráðast á markaðinn vegna laissez- faire eða lögmála frumskógarins. Allir sannir fylgismenn Adams Smiths samþykkja það, að ríkið sé ómissandi til þess að setja markaðnum reglur. Við hljótum að taka undir þetta, þótt það sé hægara sagt en gert að semja lög, sem geti komið í veg fyrir sjálfstortímingu samkeppninnar og hleypt sköpun- argleðinni áfram og upp, svo að gróska haldist í atvinnulífinu og framþróun verði. Frjálst verðlag nauðsynlegt Hagfræðin kennir okkur að forð- ast eitt eins og heitan eldinn, og það er verðlagshöft mcð einum hætti eða öðrum, hvort sem um er að ræða húsaleigu, ágóða eða laun. Við eig- um, ef okkur finnst eitthvert vöru- verð of hátt, að reyna að koma því niður með því að ryðja því úr vegi, sem torveldar samkeppni. En hvað eigum við að gera, ef okkur finnst samkcppnisverð einhverrar mikil- vægrar vöru þrátt fyrir þetta of hátt fyrir efnaminna fólk? Ráðið við fátækt er aldrei það að knýja verð niður með óeðlilegum hætti. Hitt er miklu skynsamlegra að bæta mönnum upp lágar tekjur með bein- um fjárgreiðslum. Besta öryggisnet- ið er það, sem nefnt hefur verið „neikvæður tekjuskattur". En gerum ráð fyrir, að verð sé lægra en talið er eðlilegt í einhverj- um frumatvinnuvegi, til dæmis landbúnaði eða sjávarútvegi? Ríkið Framleiðendur verða að hámarka gróða sinn meö því að lækka kostnað eða bæta gæði, notagildi og annað að- dráttarafl vöru sinnar, ef þeir búa við samkeppni, en ekki með því að hækka verð. ££ Hvers vegna aukast rfkisafskipti Við sem teljum okkur frjálslynda hagfræðinga, erum því ósammála hreinum markaðshyggjumönnum eða stjórnleysingjum eins og David Friedman. Við teljum ríkið hafa miklu og nauðsynlegu hlutverki að gegna. En hvers vegna gerum við lítið annað þessi árin en að mæla á móti ríkisafskiptum? Svarið er nærtækt. Það er, að ríkisstjórnir hafa alltaf tilhneigingu til að fara út fyrir verksvið sitt. En margar spurningar vakna við þetta: Hvers vegna gengur frjálslyndum ríkis- stjórnum svo illa að snúa við af þeirri leið, sem stjórnlyndar hafa farið? Hvers vegna samþykkja stjórnmálamenn, sem ekki aðhyllast sameign, ríkisafskipti, þótt þeir ef- ist um þau í hjarta sínu? í stuttu máli: Hvers vegna leiðir samkeppni í stjórnmálum allar rík- isstjórnir í lýðræðisríkjum til auk- inna ríkisafskipta? Hvers vegna höfum við næstum því alls staðar orðið vitni að hækkuðum ríkisút- gjöldum, víðtækari velferðarfríð- indum, hærri sköttum, fleiri boðum og bönnum og jafnvel hreinni þjóð- nýtingu, svo að ekki sé minnst á meinsemdina mestu, verðbólguna? Og íslendingar virðast ekki hafa komist hjá því fremur en aðrir, að í „blandaða hagkerfið" hafi síaukinni sameign verið lætt til að gera blönd- una rammari. Geta andstæðir.gar okkar haft þessa þróun til marks um það, að kjósendur aðhyllist ríkisafskipti og ríkisrekstur? Eða lendum við í þeirri þversögn að aðhyllast sam- keppni á markaði viðskiptanna, en mæla á móti niðurstöðu samkeppni í stjórnmálum? Ástæðan til þess, að ríkis- afskipti hafa aukist, er sú, aö hæfilegar leikreglur gilda ekki á markaði stjórnmál- anna, þannig að stjórnmála- menn séu knúðir til að þjóna kjósendum eins og kaup- sýslumenn viðskiptavinum sínum. u

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.